Þjóðviljinn - 29.11.1936, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.11.1936, Blaðsíða 3
ÞJOÐVILJINN Su.nnudaginn 29. nóvember. þJÓOVILJINN Málgagn Kommúnistaflokks fslands Kitstjóri og ábyrgðarmaður Einar Olgeirsson. ltitstjórn: Bergstaðastræti 27, Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrifst. Laugaveg 38, slmi 2184. Kemur út alla daga, nema mánudaga Askriftargjaldt Reykjavík og nágrenni kr. 2.00 á mánuði. Annarsstaðar á landinu kr. 1,25 á mánuði. 1 lausasölu 10 aura eintakiö. Prentsmiðja Jóns Helgasonar, Bergstaðastræti 27, sími 4200 »Samskonar TÍnnulög- gjöf* og á iVoi'ður löndum. (Mbl. 26. nóv. og Jónas Jónsson 28. nóv.). Ihaldjð þykist nú sjá að 20 ái a draiumur Kveldúlfsmanna um þrælalög murni rætast á næstunni. Það herðir því áróð- ur sinn um allan helming og’ eru ekki spöruð óheilindin til að gylla frumvarpið. Er líkast því sein Mbl. álíti að verkalýð- urinn geri sér að góðu að verða fjötraður á höndum og fótum, só það bara gért með silkisnæri, Morgunbl. leggur mikla á- herslu á að það vilji »samskonar löggjöf og sé á Norðurlöndum. ()g Jónas frá Hriflu segir það sama í N. Dag’bl. En hver er sannleikurinn un> vinnulöggjöf á Norðurlöndum og' hvernig er reynslan? I Svíþjóð er engin vinnulög- gjöf til. Átti að koma henni á árið' 1934. En vegna eindreg- inna mótmæla verkamanna var frumvarpið felt í ríkisiþinginu, I Danmörku. hefir verkalýður- inn barist á móti þvingunarsátt- málanum milli atvinnurekenda og dönsku verklýðsfélaganna frá því hann var gerður (1899). Dönsku þrælalögin hafa fært mönnum sanninn um það, að hlut- laus dómari í viðskiftum verka- manna og atvinnurekenda verð- ur ekki fundinn. Eða vill MorgunbL eða Jónas nefna, einn slíkan mann? 1 Noregi var 1927 samþykt í þinginu mjög ítarleg vinnulög- gjöf, sem almenningur þar kall- ar tugthúslögin, enda eru þau í anda, Claessens-frumvarpsins hér. En hvernig fór. Gagnvart lögum þessum stóð öll lún vinn- andi þjóð sem ein lögbrjótaheild. Verkamenn vildu ekki missa samtakafrelsið. Norsku þrælalögin urðuj aldr- ei annað en ónýt pappírssam- þykt. Og nú er það álit alls al- menniings í Noregi að heimsku- legra tiltæki hafi auðmenn þar í landi aldrei ráðist í. Öska Mbl. og Jónas eftir »sams- konar löggjöí« og í Noregi? Það væri fróðlegt að fá því svarað. Allur verkalýður Islands hefir liarðlega mótmœlt hvers- honar þrcélalögum. En þá kveður sá maður sér hljóðs, sem 1915 barðist fyrir samtakaréííj sjómanna og vill hjálpa íhaldinu til að afnema þennan rétt.’ Er ekki rétt að íhuga fyrst reynsluna frá Norð- urlöndum? Ný bók: Pearl S. Buck Gott land Rauðu pennarnir Tímamótin I íslenskri “ bókmentasögu 1935 VI. „Rauðir pennar.“ Eftir Kristinn Andrésson. Islenskað liafa Magnús Ás- geirssan og Magnús Magn- ússon. Útgefandi: Isafold- arprentsmiðja h. f., Rvík, 1936. Bók þessi er nýlega komin á bókamarkaðinn og hefir hún áð- ur verið þýdd á fjölda tungu- mála og alstaðar verið tekið með afbrigðum vel. Eins og margir af þektustu rithöfundum heimsins, lætur Pearl S. Bu.ck sögu sína gerast í Kína og geirir það sitt til þess að draga huga lesandans að efni og list bókarinnar. I sögubyrjun rekumst við á aðalsöguhetjuna Wang Lung á brúðkaupsdegi sínum., I dag á hann að kvænast ambátt stór- eignamannsins í grendinni, O- lan. Konuefnið, var seld auð- manninum í æsku, þegar hung- Hið sameiginl,ega með öllum þeim verkum, sem að framan getur, er skilningurinn á nauð- syn nýrrar stefnu. Það birtist í þ'eim illum nýtt viðhorf í félags- málum, skáldskap, nýtt viðhorf til l.ífsins • hverri mynd. Höf- undarnir hafa eftir ma.rgvísleg- u.m leiðum komizt að sömu nið- urstöðu, að sama skilningi á úr- lausn, hinna brýnustu vanda- mála — i híi og ljst. Þeir krefj- ast allir nýrra tíma. En nú kem ég að því ritinu, sem fuJlkomlega markar tíma- mótin í bókmentasögunni, »Rauðum pennum«, ekki af því, að þeir séu. fullkomnasta verkið, heldur vegna lnns, að þar koma fram sameinaðir í fylkingu rit- höfundar hinnar pýju stefnu, bæði þeir, sem ég hefi áður nefnt, og margir fleiri; og í öðru lagi vegna, þess, að þar er hin, nýja stefna fyrst ákveðið skýrð og skilgreind, hún kemur þar fyrst fram algerlega vitandi um sjálfa sig, sitt hlutverk, sitt gildi og takrnark. Höfundar hennar koma koma fram sem samþjálfað lið, tilbúið að heyja I nýja baráttu, frá grunni, fyrir menningu og vélferð þjóoar ursneyðin herjaði á heimili for- efdra, hennar. Frá þessum degi hefjast bú- skaparáhyggjur og ba,si ungu hjónanma, sem eiga, að fleyta fram lífi sínui og sinna á litlum hrísgrjónaakri. Frh. í næsta blaði. sinnar ákveðnir að skipa um sig f jölmennara liði til, þessarar nýju baráttu, »Rauðir pennar« koma einnig sem boðskaparrit, er sýnir vald hinnar nýju bók- mentastefnu á alþjóðlegan mæljkvarða, sýnir hvað víðtæk hún er orðin og hvaða kröfur hún ber fram. I »Rauðu.m pennu.m« eiga þátt 28 innlendir og erlendir höfundar, sem: flestir hafa til- einkað sér algerlpga hið nýja sjónarmið, rita. eða yrkja, út frá nýjum viðhorfum, menn, sem skilja hina miklu. nauðsyn sósí- alismans og alþýðuhreyfingar- innar fyrir afla framtíð lífs og menningar á jörðinni, menn, sem eignast hafa sjálfir kynni af al- þýðtihreyfingunni, drukkið í sig kraft hennar, fundið hjá henni tilgang fyrir ljf sitt og list sína. Að vísu eru, þessir höfundar misjafnlega þroskaðir, efnisval- ið í »Rau,ðum pennum« ekki alstaðar hið ákjósanl,egasta fyr- ir íslenska lesendur, fullmikiðaf erlendum þýðingum as.frv. Það hefði vitanl,ega mátt í Rauðum pennum velja betri sýnishorn af bókmentum hinnair nýju stefnu, gefa. þeim samfeldari svip. En hvað sem slíkum aðfinslum líð- ur, fela Rauðir pennar í sér nýjan kraft og mikla, grósku, Et til samanburðar er litið á afrek hinna, borgaralegu. höfunda, i þeirra, sem ekki lifa eða yrkja í samstarfi við alþýðuhreyfing- una, þá hafa þeir ekkert að bjcða, sem til jafns geti komið. Þá kemur greinilegast í Ijés, að Það er lagleg y>tekjulind bœj- a.rins« sundlaugatollurinn. Frá 2 og upp í 10 manns mæta dag- lega í sundlaugunum. Hver ein- stakur borgar sinn 20 aura skatt, annars ekki eitt sundtak. 3 nýir á launum við afgreiðslu á fótum fyrir utam þá 3 sem áður voru. Samtais 6 menn laun- aðir. í hópnum kring um »Rauða penna,« eru gróskumestu. bók- mentamennirnir. Það ætti engum að geta dul- ist, að »Rauðir pennar« rísa af miklu djúpi. Það er þujngi í bár- u.m þeirra. Þeir bera öll merki þess að vera upiphaf stcrra. hluta. Það sást á þeim, að þeir gátu ekki komið einir, þeir voru eins og grunnur undir nýja byggingu í íslenskum bók- menntum. Þeir báru. eins og; gre’nilegast gat orðið tímamótaeinkenni. Svo hefir líka orðið, að »Rauðir pennar« halda áfram að koma út, það er von á nýju bindi næstu daga, og þeir koma í ár með nýjum liðsauka. Þá skuluö þið veita þeim athyg.li, góðir les- endi.r, hvort þeir staðfesta ekki betur þainn skilning, sem hér er dreginn frarn helður en hina aumkvu.narverðu dóma, sem nokkrir borgaralegir skriffinn- ar heimskuðu sig á að kveða upp yfir þeimi, mjög í stil þeirra hjákátlegui ummæla, sem höfð voru um Fjölni fyrir öld síðan, og sagain hefir dæmt dauð og ó- merk. IKLAUFIININ ANN var ungur og, fríður og gekk því í augun á kvenþjóðinni. En hann var klaufi, Pétur hét hann og var kaupmannssonur í Reykja- vík, og þó faðir hans væri ekki neinn burgeis, barst Pétur þó töluvert á. Faðir hans, sem var mesta snyrti- menni, og ekki laus við að vera dálítið hégómlegur, hafði mikla raun af klaufaskap sonar síns. Honum fanst eins og hann hefði verið svikinn í vörukauipum, þegar hann sá Pétur slánast um stofurnar og reka sig á allsstað- ar. Til sparnaðar á bleki sínu og verslunarbóikum, fyrirbauð hann honum að stága fæti sín- ujni inn á skrifstofunU', og aðr- ar vörur fékk Pétur ekki að af- greiða í búðinni en þær, sem hvorki gátu brotnað ,eða. rifn- að. I samkvæmum virtist Pétur aðallega hafa það hlutverk að velta um kaffibollum, og þóttist þá hver stúlka. lieppin að sitja ekki of nærri honum, ef hún ekki var á kaffibrúnum kjól, og margt vínglasið fékk þá að gjalda brotleika síns, því Pétur var rammur að afli. Stúlkurn- ar höfðu það í flimtingum, aö vissara væri að slysatryggja. sig, áður en þær dönsuðu við hann, Pétur bar þennan kross siinn með einstaklega kristilegU' jafn- aðargeði og sagði sér aldrei neitt annað til afsökunar en: Æ! þetta va,r ljóti klaufaskapuxinn. En nú átti Pétur að sigla, til þess að venja sig af klaufa- skapnum ,og faðir hans hafði stungið því að honum, að hún Ástríður Ásmundsdóttir, sem ætlaði til Hafnar með sama skipi og hann, væri besti kven- kostur og, það væri von um að fjárhagur sinn, sem nú vairi ærið þröngur, batnaði að mun, ef Pétri auðnaðist að ná í hana. Hann lét þess getið, að han,n verði sínum síðasta eyri til þess- arair utanfarar, og Pétri væri skylt að koma, sér svo í mjúkinn hjá Ástríði, að faðir hans gæti, að minsta kosti, fengið Ásmund gamla sem var vellaiuðugur, á vípíil. Pétur hafði altaf verið hlýðinn sonur, þó honum hefði farið það misjafnlega vel úr hendi. Hann lofaði föður sínum, að trúlofast Ástríði við fyrsta hentugt tækifæri.. Alt var þann- ig vel undirþúið, bæði hvað snerti fararefni og fyrirætlanir, nú reið bara á að forðast allan klaufaskap. Pétur var síðbúinn og var verið að losa laindfestar, þegar þeir feðgar komu til skips. Honum varð hverft við og ætl- aði að hlaupa um borð, svo hann misti ekki af skipinu. ,þega.r fað- ir hans kallaði til hans og. spurði hann, hvort ,ha,nn ætlaði ekki að kveðja sig. Pétur snerist skjótt við og rak rembingskoss að karlinum, sem öskraði hátt við kveðjuna, því Pétri hafði láðst 1 fátinu, sem á honum var, að taka út úr sér vindlinginn en rak hann logandi í nefið á föð- ur sínum, svo eldurinn þyrlað- ist í allar áttir. Æ! sagði Pétur. um leið og hann stökk upp á skipið, þetta. var Ijóti klaufa- skapurinm Ferðalagið virtist ætla að ganga vel og ekki ba,r mikið á klaufaskap Péturs u,m borð, því ókyrrleiki Ægis var tekinn sem gild afsökun fyrir brotnum súpudiskum og veltum kaffj- bollum og brytinn virtist ekkert sjá eftir því þó bjórflöskurnar væru tæmdar u.tan hjá glösun- um. Að kvöldi hins annars dags, sem skipið v.ar á leiðinni, hitt- ust þau Ástríður og Pétur uppi á þiljum. Þetta var u.m haust og því dimt þar sem þau stóðu viö öld.ustokkinn, cg. töluðu. saman. Pétur hafði hugfasta skipun föður síms og fanst best að leiða það til lykta sem fyrst, enda þarna gott tækifæri, þar sem þau voru ein saman í dimm- unni. Hann tók því að gerast mjúkmáll og fór að' færa sig nær Ástríði. Hana grunaði skjótt hvað undir þessu mundi búa., bað hann að afsaka, að hún skryppi snöggvast niðnr tál þess að ná í sjalið sitt, því það væri hálfkalt en, kvaðst koma strax aftur. Pétujr hallaðist fram á öldustokkinn og starði út í myrkrið! Honum fanst vænlega horfast og var viss um að sér mundi ekki verða. á neinn klaufaskapurinn að þessui sinni. En, h.efði hann, ekki verið svona öruggur um sigur sinn og- upp- tekinn af sjálfum sér, hefði hann getað séð að Ástríður hvarf niður á annað farrými í stað þess að fara, niður á fyrsta farrými, þar sem hún hafði að- setur sitt. Ástríður gekk rak- leitt til stúlku einnar, sem sat í borðsalnum og var að lesa. Þær héldu síðan báðar inn í svefn- klefa, Ástríðar. Stúlka. þessi hét Elín og var dóttir fátæks verkamanns í Reykjavík. Hún var á leiðinni til Færeyja og ætlaði að dvelj- ast þar hjá frænku sinni, sem

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.