Þjóðviljinn - 06.01.1937, Síða 4
jgL Gömlaföio
sýnir í kvöld klukkan 9 kvik-
myndina »Dauði hersliöfðingj-
ans«, frá freisisbaráttu kín-
versku alþýðunnar gegn herfor-
ingjunum. Gary Cooper leikur
söguhetjuna.
Ui® borglnní
Næturlæknir.
Gísli Pálsson, Laugaveg 15.
Sími 2474.
Næturvörður
er í IngóJfs- og Laugavegs-
apóteki.
Útvarpið í dag
18,30 Bamatími. 19,20 Hljóm-
plötur: Gamanlpg. 20,30 Karla-
kórinn »Fóstbræður« syngur
(söngst. Jón Halldórsson). 21,05
Leikrit: »Skammkell eða forvitni
rógberinn«, Gamall, skólaleikur
efti,r Árna Helgason stiftspró-
fast, (Alfred Andrésson, Bryn-
jólfur Jóhannesson, Gunnþórunn
Halldórsdóttir, Hjörtur Björns-
son, Fríða Guðmundsdóttir, Val-
ur Gíslason, Kristinn Kristjáns-
son). —- (Dagskrá lokið um kl.
22,30).
F. U. K. fundur
verður haldinn í K.R.-húsinu:
(uppi) annað kvöjd kl. 8|-. Nán-
ar auglýst í blaðinu, á morgun.
Ný götunöfn
Á fundi byggingarnefndar 29.
des. s. 1. voru, lagðar fram tillög-
ur Sife. Nordals, Péturs Sigurðs-
sonar og ölafs Lárussonar um,
götuheiti: í NorðurmýrL Leggja,
þeir til að göturnar heiti:
L-gata Gunnarsbraut,
A-gata Skarphéðinsgata,
B-gata Karlagata
C-gata VífiLsgata,
D-gata Mánagata,
E-gata Skeggjagata,
N-gata Flókagata.
Gatan, sem liggur milli L-götu
og Hringbrautar í sömu stefnu
heiti Auðarstræti. Hinar fjórar
göturnar heita: Hrefnugata,
Kj artansgata, Guðrúnargata og
Bollagata i þeirri röð, sem hér
er nefnt. — Byggingarnefndin
hefir falljst á þessar tillögur.
Hjónaefni
Á gamlárskvöld opinberuðu
trúlofun sína ungfrú Vera Ingi-
bergsdóttir, Hverfisgötu 99 og
Þorsteinn Hraundal rakari,
Bjarnarstíg 12.
Dansleikur í K.R.-húsinu
Munið d'ansleikinn í K.R.-hús-
inu í kvöld, — þrettándakvöld —.
Dansið út jóilp.
Brennunni frestað
Glímufélagið Ármann ætlaði
að efna til þrettándabrennu og
álfadans á Iþróttavelljnum í
kvöld, en vegna snjóþynglsa
vearður brennunni frestað fyrst
um sinn.
Barátta 8kúla Thoroddsens
Framliald af 3 síðu.
mála«. En þar sem gerð hefir
verið nokkur grein fyrir þeim
■málum áður hér í blaðinu (1.
des. sl. á.) verður ekki farið út í
það frekar að þessu sinni.
Loks var Skúli leystur að fullu
í'rá embætti sínu 1895 og lifði
eftir það embættislaus alla æfi
og stundaði jöfnum höndum
verslunarstörf á Isafirði og bú-
skap á Bessastöðum.i En eftir
að heilsu hans tók að hnigna
fluttist hann til Reykjavíkur.
Þar andaðist hann 21. maí 1916
eftir langvarandi vanheilsu.
Fyrstu baráttuárin, Þjóð-
viljinn stofnaður
Þegar Skúli kom ungur að
aldri til Raupmannahafnar
voru hinir mestu umbrotatímar í
dönsku þjóðlífi og viðsjár mikl-
ar með mönnum. Afturhald og
framsókn sóttust á af hinu
mesta kappi. Lýðfrelsið háði
harða baráttu fyrir tilveru sinni
gegn einræðisstjórn Estrups og
afturhaldi sérréttindastéttanna
dönsku. Það var ekki að furða,
þó að Skúli fylti brátt flokk
hinna frjálslyndari manna, svo
kappgjarn og mikili, hugsjóna-
maður sem: hann var, Fékk hann
brátt hinar mestu mætur á for-
ingja frjálslyndaflokksins Viggo
Hörup, föður hins alkunna frið-
arpostuia, EUen Hörup, sem hér
var fy,rir skemstu og margir
kannast við. Hörup var um, þær
mundir átrúnaðargoð allra
frjálslyndra manna, sakir
mælsku sinnar og framúrskar-
andi ritleikni.
Það er þó ekki fyr en Skúli
kemur heim aftur og sest að á
Isafirð'i, sem: hann, fer að taka,
verulpgan þátt í þjóðmálum.
Batst hann þegar félagsskap
2 nýjar verksmiðjur
Á fundi byggingarnefndar 29.
des. s. 1. var samþykt að leyfa
hlutafélaginu »Litur og Lökk«,
sem er stofnað í þeim tilgangi
að framleiða máiningu og lökk,
að byggja verksmiðjuhús á
leigulóð felagsins í Rauðarár-
holti, að stærð 475 fermetrar. —
Ennfremur að leyfa sama félagi
að reisai l,akkgerðarhús á sömu
lóð. — Þá var einnig samþykt að
leyfa Lakkrísgerð Reykjavíkur
h.f. að reisa fjórlyft verksmiðju-
og geymsluhús úr steinsteypu, á
lóð félagsins, nr. 3 við Vitastíg.
við vini sína um stofnun, blaðs,
er hann nefndi Þjóðviljinn, og
hóf það göngu sína á Isafirði
1886. Bar blað þetta um margt
annan svip en menn áttu að
venjast.. Einkum tók það þó
föstum og ákveðnum tökum á
sjálfstæðismálunum og raunar
öllum öðrum málum, sem miðuðu,
til þjóðþrifa og framfara. Lét
Skúli mjög til sin taka öll f,ram-
faramál bæði héraðsins og
landsins í heil,d. Beitti hann sér
fyrir kaupfélagsstofnun á Isa-
firði og má þannig teljast einn'
af brautryðjendum samvinn-
unnar hér á landi. Af þessu og
afskiftum sínum af stjórnar-
skrármálinu bakaði Skúli sér
svo mildar óvinsældir meðal ait-
urhaldsins, að þær urðu undir-
rót hinna svívirðilegustu póli-
tísku ofsókna, sem þekst hafa, á
Islandi á seinni öldum,,
Baráttan fyrir mannrétt-
réttindum og frelsi alþýð-
unnar
En áður en hér verður lýst
helstu atriðunum í baráttu
Skúla verður lýst að nokkru af-
stöðu hans til ýmsra mannúðar-
og menningarmála og baráttu
ha,ns fyrir framgangi þeirra.,
Það voru einkum kjör verkalýðs-
ins og olnbogabarna veraldar-
innar, sem hann lét til sín taka.
Það mun vera hæpið að telja
Skúla verkalýðssinna, Hann var
einn hiinna gömlu, og gegnu borg-
aralegu frelsispostula, eins og
þeir gerðust bestir á síðari hluta
19. aldarinnan, meðan borgara-
stéttin horfði björtum augum til
framtíðarinnar,
En barátta Skúla fyrir mál-
stað verkalýðsins og allra undir-
okaðra var þó svo merk og víð-
tæk að íslenskur verkaiýður má
ekki gleyma henni, þegar hann
lítur yfir farinn veg og þá á-
rangra, sem hann nú hefir náð.
Þegar Skúli bauð sig fram til
þings í fyrsta sinni 1891, sendi
hann kjósendum sínum ávarp
áður en hann fór til þings. 1 á-
varpi þessu gerir hann grein
fyrir þeim málum, sem hann
viU, einkum beita sér fyrir í
þing'söluinum.
Ávarp þetta er fyrir margra
hluta sakir hið merkilegasta og
sýnir betur en flest annað, hví-
líkur framfara- og frelsisvinur
Skúli var.
Þau mál, sem hann tekur þar
fyrir eru meðal annars, aðskiln-
aður ríkis og kirkju. Kom hann
þar fyrstur fram með það ný-
mæli, að þeir, sem eru uta,n trú-
flokka þurfi engin gjöld að
greiða til prests eða kirkju.
Þá kom Skúli með það merka
nýmæli að leysa vistaskyldunu
og breyta húsmamia- og purra-
búðarlöggjöfinni í frjálslyndara
horf. Ennfremur vildi hann
stækka framfærsluhéruðin og
afnema þanmig hina svívirðilegu
þurfamannaflutninga,, sem fram
á þennan dag hafa verið einn
dökkasti bletturinn á menningu
þjóðarinnar.
Akvæðið um kaupgreiðslu
í peningum
Ein af þessum kröfum var þó
langmerkilegust frá sjónarmiði
verkalýðsins. Það var krafan
um að verkamönnum skyidi
greidd laum. þeirra i peningum,
en ekki í, vörum eins og þá tíðk-
aðist. Þó að þessar kröfur, séu
nú margar viðurkendar, þá leit
þó samtíð Skúla öðru vísi á það
mál,. Það kostaði hann langa og
harðvítuga baráttu að koma
þessu í gegn um þing-ið., Eftir 11
ár var þetta loksins *3amþykt.
Þarf ekki að efa, að hér var
stigið eitt mikilvæg'asta sporið,
sem enn hefir verið stigið til
þess að bæta kjör verkalýðsins
og efla hag hans þó að nú sé
víða pottur brotinn í þeim, efn-
um. Má íslenskur verkalýður vel
muna eftir þessari baráttu
Skúla og minnast hans, sem eins
af elstu og ótrauðustu brautryðj-
endum sínurn.
Stjórnarskrármálið og
uppkastið 1908. — Sigur
Skúla og sjáifstæðisins
yfir afsláttar- og bræðings
mönnunum
Það sem, lengst og ógleyman-
legast mun halda uppi nafni
Skúl,a Thoroddsen á komandi
öldum er þó barátta hans fyrir
sjálfstæðismáli þjóðarinnar. For-
usta hans fyrir frelsiskröfum ls-
lendinga. Henni helgaði hann
bestu, og ötulustu starfskrafta
sína og meginorku, Fyrir hana
fórnaði hann auðsæld og völdum
og var ofsóttur, svívirtur og
hrakinn af varmennum og þjóð-
níðingum síns tíma. En hinsveg-
ar hlaut hann að launum fylgd
allra góðra drengja, sem lutu ör-
uggir forustu hans og yfirboðun.
Árið 1903 fékk Island að lok-
um innlenda stjórn, sem bar á-
byrgð gjörða, sinna fyrir Alþingi,
og átti Skúli drjúgan þátt í þehn
sigri. En hann var maður, sem
aldrei lét sér nægja, hálfan vinn-
ing í neinu, máli. Krafa hans var
ful,lkomið sjálfstæði landsins og
frá þeirri kröfu kvikaði hann
aldrei, þegar að allir aðrir brugð-
ust. Ennþá var Dönum trygður
mikill og margvíslegur íhlUtun-
arréttur um málefni l.andsins.
1907 boðaði Skúli ásamt fleir-
um til Þingvaljafundar, Krafð-
ist fundurinn þess,. að fullveldi
Islands yrði viðurkent á öllum
sviðum eða sambandinu sagt
upp að öðtum kosti.i Skorti ekki
stqr orð hjá fundarmönnum um
að fylgja Iiessa.ri kröfu, til, hins
ýtrasta, þó að öðru vísi færi þeg-
ar á hólminn kom eins og kunn-
ugt er.
Tilkynnmg
Viðgerdarstofan »Adler«
Kirkjustræti 4
Tekur til viðgerðar: Kontórvélarallskonar, saumavélar og gramm-
ófóna.
Brýnsla á hnífum og skærum.
Sími 1697
Kfý/o l?)iö sg
sýnir í kvöld kL 9 amerísku
stórmyndina »Víkingurinn« eft-
ir hinni frægu sögu Sabatini
Captain Blood.
Sama sumar skipaði konung-
ur nefnd danskra og íslenskra
þingmanna til þess að ræða
stjórnarskrármálið og finna
lausn þess. Nefndin, sat á rök-
stólum í Kaupmannahöfn, fyrri-
hluta ársins 1908. Þrátt fyrir
mörg og mikil digurmœli af
liendi íslensku fulltrúanna létu
þeir þó aUir, nema Skúli, bugast
fyrir ofriki og þrjósku Dana.
Komu íslensku fuUtrúarnir, að
Skúla undanteknum sér saman,
um nýtt stjórnarskráruppkast,
sem gekk skemmra í öllum kröf-
um en hið fyrra. Það sem eink-
um greindi á milli var það, hvort
sambandið við Dani um ýms mál
ætti að vera ævarandi. Nú var
það Skúli Thoroddsen einn, sem
hvergi l,ét fallast frá málstað
þjóðarinnar og greiddi einn at-
kvæði gegn miðlunartillögunni.
Má nærri geta, hvílíkt þrek hef-
ir þurft til þess að standa þar,
einn gegn ofbeldinu, fársjúkur
eins og hann, var oftast þetta
vor. Er þeim mun meiri ástæða,
til þess að dá forustu hans í
þessu máli, þar sem hann gekk
að því, með svo sterkri starfs-
orku, þrátt fyrir vanheilsuna.
Þing var nú rofið og nýjar
kosningar fóru fram. Vann
flokkur Skúia þar hinn giæsileg-
asta kosningasigur, sem unnist
hefir á Isiandi. Sýndi það glögg-
lega, hve einhuga þjóðin stóð að
baki hans í þessu. máli, þó að
margir af »foringjuni;m« buguð-
ust.
Átök Skúla í þessu máli hafa
gert nafn hans ódauðlegt í ís-
lenskri stjómmál,asögu, sem eins
hins djarfasta meðal hinna
djörfu. Dirfsku hans þá verður
t ekki jafnað við neitt annað, en
framkomu Jóns Sigurðssonar á
þjóðfundinum 1851.
Þannig bjargaði Skúli Thor-
oddsen sjálfstæðismáli Islend-
inga Eitt er víst,. ,að hefði hann
þá sem hinir gengið að srnánar-
boðum Dana hefði Island aldrei
hl.otið sjálfstæði 1918 eins og
raun varð á.
Þann sigur, glæsilegasta sig-
urinn í stjórnmálabaráttu Is-
lands, á seinni tímum eigum við
fyrst og fremst Skúla að þakka.
Gáfur hans, skapfesta og mann-
kostir björguðu: málstað frelsis-
ins g"egn harðstjórn og kúgun er-
lendra vafdhafa.
Skúli hneig í valinn á besta
aldri 1916. Enn, var sigurinn
ekki fenginn, en, hann dó sem
sigurvegari. Það fór um, hann
eins og helgisögnin hermir um
Mcses. Honum auðnaðist á deyj-
anda degi að líta í hillingum yf-
ir Island, laust af klafa margra
alda kúgunar. Baráttunni var
að mestu lokið og sigurinn blasti
við. Hinni ótrauðu fórnfúsu bar-
áttu Skúla var það fyrst og
fremst að þakka að þjóðin hlaut
sjálflstæði sitt 2 árurn eftir lát
hans,
Nú er það frarotíðarinnar að
gæta, arfs hans og allra, annara
bestu sona þjóðarinnar, og
sækja fram að sama, marki, uns
því er að fullu náð.