Þjóðviljinn - 20.02.1937, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.02.1937, Blaðsíða 2
Laugardagurinn 20. febr. 1937 PJOÐVILJINN 1 borgarablöðum Vesturlanda hafa gengið hinar mestu tröllasögur um það, að í febrfiarmánuði ætti að halda alþjððlegt guðleysingjamót í Moskva. Þess var jafnframt getið, að markmið þessa þings ætti að vera myndun alþjóðlegra samtaka til þess að vinna að fitrýmingu kristindóms- ins. Nfi hefir stjórn fríhyggjumanna- sambandsins rfissneska lýst þvi yfir, að allar slíkar fréttir séu uppspuni, sem hafi verið búínn til af fasistisk- nm fréttastofum í Póllandi og Þýska- landi. Þvi er ennfremur lýst yfir, að engin ákvörðun liggi fyrir um það, að xfissneskir fríhyggjumenn haldi þing I náinni framtíð. jc ftalska stjómln þóttist þurfa að senda fjölda verkamanna til Ab- essiniu nfi fyrir skömmu. Voru þeir sendir með jámbraut til Neapel og þar var þeim tilkynt að förinni væri ekki heitið til Abessiniu, heldur til Spánar. Sendi þá stjórnin klerka sina á fund verkamannanna og brýndu þeir fyrir þeim nauðsyn hinn- ar »heilögu baráttu« sem nfi væri háð á Spáni fyrir guðsríki á jörðinni. En verkamennirnir létu sér ekki segjast, neituðu að fara og voru því- næst sendir heim. Gerist ásMeniur að PjóðYiljanm Or dsj onikidse. Kommúnistafiokki So>j etrí k j anna. G. K. Kveð ja frá EINKASKEYTI TIL ÞJÖÐVIJANS, MOSKVA I GÆR Við skyndilegt andlát félaga Grigorij Konstantinovitsj Ordsj- onikidse hefír flokkurinn orðið fyrir þu,ngu, áfalli. Enn kippir dauðinn úr röðum okkar fram- úrskarandi foringja, óþreytandi baráttuhetju, fyrir málstað flokksins, leiðtoga og skipuleggj- anda glæsilegra sigra á sviði sósíalistiska iðnaðarins. Alt sitt líf helgaði Ordsjonikidse málstað alþýðunnar. Þegar á u.nglings- aldri gekk hann u,ndir fána Len- ins og bar hann með heiðri og sóma til dauðastundar, og það stöðugt í fremstu röðum barátt- upnar. Minning hans er órjúfan- lega tengd baráttunni gegn keisaraveldinu og auðvaldinu, hinni sigursælu. byltingu, eyði- leggingu, hvítliðahersveitanna í borgarastyrjöldinni og síðast en ekki síst uppbyggingu sósial- ismans í Sovétríkjunum. Svo var sem sigurinn fylgdi honum, hvar sem hann kom að. Ordsjonikidse var ljómandi dæmi um sannan bolsévikka, sem gengur ótrauður að hinum erfíðustu hlutverkum, er flokk- uginn fær honum. Öbilandi starfsþrek og skyldurækni, framúrskarandi skipulagshæfi- leikar einkendu Ordsjonikidse, og allir, sem þektu hann per- sónulega lofa framkomu hans í daglegu, lífi og samstarfi, er mótaðist af einlægni og glað- lyndi. 1 sjö undanfarin ár hefir Ord- sjonikidse verið æðsti maður þungavöruiðnaðarins í Sovét- ríkjunum, og við nafn. hans eru tengdir stærstu, sigrarnir í þjóð- arbúskap ríkjanna. Hann átti mikinn þátt í því, að tókst að framkvæma fyrirætlanir flokks- ins á erfíðasta kafla uppbygg- ingarinnar, koma upp nýtísku, þungavöruiðnaði, og umskapa landbúnaðinn, samgöngurnar og landvarnirnar. Ordsjonikidse skipujagði hvern sigurinn eftir annan á sviði iðnaðarins, og þar hefir hann alið upp foringjar flokk bolsévikka, sem fylkir sér trútt um flokkinn. Félagi Serge er ekki lengur hjá okkur. Verkalýðurinn um gervöll Sovétríkin syrgir hann af heilu, hjarta. Hans misti við, einmitt þegar baráttan mikla hafði endað með sigrí sósíalism- ans. I þessum sigri átti hann stóran þátt, unninn með ósveigj- anlegri trúmensku við kommún- ismann. Farðu vel, Serge, vinur og fc- lagi! Stalin, Molotoff, Kaganovitsj, Vorosiloff, Tsubar, Mikojan, Kossior, PetrovsM, Eiche, Rúd- sútak, Kalinin, Sdanoff, Posti- sjeff, Andrejeff, Jekoff, Akúl- off, Mesjlák, Antipoff, Shirja- toff Jakoleff. Iíveðja frá Alþjóðasambandi kommúnista. Fregnin um lát félaga, Serge Ordsjonikidse vekur hrygð og söknuð verkalýðsins um allan heim. Til sóknar og varnar fyrir málstað alþýðunnar varði hann öllu sínu lífi, sem byltingarsinn- uð baráttuhetja og einn af fremstu leiðtogum þjóðar sinn- ar. Hann er látinn, þessi frægi samherji og trúi vinur Lenins og Stalins. Líf hans er órjúfan- lega tengt við sögu verkalýðs- hreyfingarinnar, sögu bolsévíka- flokksins, sögu hinnar voldugu. öreigabyltingar og uppbyggingu sósíalismans í Sovétr í k j u,nu.m. Með óbilandi þreki og kjarki vann hann undir stjórn Lenins og Stalins og ásamt þeim að sköpun bolsévíkaflokksins. Á- samt Lenin og Stalin leiddi hann rússneska verkalýðinn til sigurs í byltingunni miklu í nóvember 1917. Ásamt þeim Lenin og Stal- in og Kiroff, var hann ágætur skipuleggjandi baráttupnar í borgarastyrjöldinni, og sigurs Rauða hersins yfir sameinuðum öflum innrásarherja og hvítliða, Eftir Ordsjonikidse liggur geysimikið starf í þágn uppbygg ingar sósíalismans, frá þeim ár- um,. sem hann stjórnaði þjóðfuJI- trúadeildinni fyrir þungaiðnað- inn. Ordsjonikidse var einn af mætustu mönnum heimsalþýð- unnar, framúrskarandi stjórn- málamaður, — félagi, sem sam- einaði alla bestu, eiginleika kommúnista.. Kommúnistaflokkur Sovét- ríkjanna og verkalýður allra landa á um sárt að binda, að missa félaga Ordsjonikidse ein- kjötíbr/ íi/kfár/ hangibjúgi/ pyl/ur pöntunarfek verkam. Nýtt grísakjöt Nautakjöt og Hangikjöt Verslimin Kjöt & Fiskur Sími 3828 og 4764 mitt nú, að njóta ekki lengur eldmóðsáhuga hans, dugnaðar, hæfileika og reynslu. Alt líf Ordsjonikidse er fyrir- mynd fyrir leiðtpga verkalýðsins ujn heim allan,. Þeir gætu, lært af honunx að berjast, lært að yf- irvinna erfiðleika, lært að sigra, Ordsjoniki,dse var einn af sterk- ustu stríðsmönnunum í barátt- unni fyrir sósíalismanum í heim- inuffi.: Frh. á 3 síðu. Enski logfrædmgnrinn — Dudley Collard — lýsir skodun sinni á málaferlunum í Moskra »DaiIy Herald«, blað enskra jafnaða rmanna, birtir 28. jan. yfirlýsingu ensks 'lögfræðings, Dudley Collard, sem viðstaddur var málaferlin. Collard segist hafa beðið 5 daga, áður en hann gæfi yflrlýsingu, því hann hafi viljað styrkja athuganir sínar og kynnast betur öllum staðreynd- um. Hann kveðst frekar hafa fylgst með réttarhöldunum frá lögfræðilegu en pólitísku sjónar- miði. »Er hinir ákærðu, gengu. í fyrsta sinn inn í réttarsalinru« segir Collard, »fann ég til sam- úðar með þeim. Nú, eftir að ég hefi hlustað á yfirheyrslurnar í 4 daga yfir hinum ákærðu,, sem allir hafa skilyrðislau&t játað á sig sakir, get ég hiklaust borið, að ég er sannfærðug um sekt þeirra. Aldrei hefi ég áður heyrt sLíka upptaluingu á glpepsamleg- um verknuðum, morðum, njósn- arstarfi, skemdarverkum og of- beldi, er lýst var af Ivinum á- kærðu á samvisku- og blygðun- arlausan hátt. Eftir minum dómi kemur ekki til mála, að geti verið að ræða um »tilbúin« málaferli með eða án samþykkis hinna ákærðu. Það er hverjum manni aug- ljóst, að fangarnir, sem nærri altaf höfðu, orðið, meðan hinn opinberi ákærandi, Visjinsky, gerði ekki annað en skjóta inn spurningum við og við, töluðu frjálst og óupdirbúið. 1 einum hóp gætu 17 menn ekki leikið hlutverk sitt svo framúrskarandi, né haldið það starf út á þann hátt, án þess að skeika í fjóra langa daga. Það er auðsjáanlegt, að þeir njóta sín fullkomlega, það sést ekki að þeir hafi verið beittir neinu ofbeldi. Þeir líta vel út. Það er ekkert, sem hindrað gæti hvern þeirra sem er að láta í Ijósi, að kæran væri »upp- fu.ndin«. Radek minsta kosti er kunn- ugt um nærveru blaðamann- anna, því að hann horfir stöðugt til þeirra. Eitthvert loforð u,m uppgjöf saka, ef þeir játuðu, á sig, væri varla til þess faJlið að hafa áhrif á sakborningana, þegar á það er litið, að hinir ákærðu úr fyrri málaferlunum voru, skotnir, þótt þeir játuðu, á sama tíma og flestir þeirra, sem nú eru fyrir réttindum voru frjálsir menn. Réttarhöldin fara fram fyr- ir opinberum dómstóli og allur málaflutningur virðist í lagi. Vert er að taka tillit til þess, að sovétréttaxfarið líkist að formi til réttarfari flestra meg- inlandanna, en er mjög ólíkt og í Englandi. Það er venja með þjóðunum á meginlandinu, og er hún mér vel kunnug, að láta updirbúnings-1' rannsókn fara fram leynilega, og áreiðanlega mælir mjög margt með þeirri aðferð. 1 þessu, tilfelli, þar sem líka er um leyndarmál ríkisins og nöfn erlendra stjórnmáLamanna að ræða, myndi rannsóknin líka sennilega í hverju öðru, landi ó- hjákvæmilega fara leynilega fram. 1 Englandi er látið nægja, ef um sektarjátningu er að ræða, að dómararáðið geri stufta próf- un á staðreyndu,num.: En í Sovétríkjunum er hins- vegar sú venja, að vitnaleiðsla er viðhöfð og öll atriði viðvíkj- andi hinum ákærðu, nákvæmlega rannsökuð. Hinir ákærðu eru ólíldr. Flest- ir þeirra eru sterkir persónuleik- ar og það er elckert að updra, þó aðeins þrír þeirra, þsegju til- boðið um verjendur. MeðaJ verjendanna er M. Braude, einhver þektasti mála- færslumaður í Moskva. Pjatakoff er bersýnilega for- inginn fyrir klíkunni. Jafnvel enn berst hann kænlega og við- urkennir elcki staðreyndir nema hann sé tilneyddur. Radek virðist mér vera leik- ari. Hann er sá eini meðal .ákær- endanna, sem glottir, lítur til á- heyrendanna til þess að sjá hvaða á.hrif svör hans hafa. Schestoff er veruleg glæpa- mannatypa, kaldur,. talar alger- lega kærulaust um mprð og bankainnbrot. Stroiloff og Arnold hafa, látið aðra meðlimi kiíkupnar kúga sig til að framkvæma glæpi sína. StroiJoff er sá eini af, hinura ákærðu, sem virðist af einlægni iðrast gerða sinna. Það er eftirtekarvert að með- alaldur hinna ákærðu er 46 ár. Fyrir marga þá glæpi, sem þeir hafa drýgt — koma af stað járnbrautarslysum, kveikja í verksmiðjum o. s., frv. er kost- uðu mannslíf, hefðu, auðvitað líka komið dauðarefsingar í Eng- landí. Wisjinski breytir við hina á- kærðu með eftirtektarverðri hæ- versku. Ef til vill gerir hann sér of mikið far um að fá þá til að út- skýra nákvæmlega glæpi sína. Hann eyddi all-löngum tíma í það að fá suma hina ákærðu, til að játa, að það væru landráð, sem þeir hefðu drýgt. En það er játning, sem ekki virtist lengur: hafa svo mikið gildi. Dómarinn Ulric,h grípur næst- um aldrei fram í og hegðun á- heyrendanna er fyrirmynd.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.