Þjóðviljinn - 25.02.1937, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 25.02.1937, Blaðsíða 2
Fímtudaginn 25- febrúar 1937. HOÐTIEIINM r Þegar litið etr á ekilyrðin, sem listir eiga við að búa hér á Is- Jandi, má það teljast undravert, hverju afkastað er á því sviði. Landið er fáment, fólkið fátækt, vöntun á undirbúningsskóluín, lítils stuðnings og örfunar að vænta frá hinu opinbera — og þó fjölgar þeimt Islendingum ár- lega, sem komast á hæð við lista- menn stórþjóðanna. Við eigutn málara, sem fara land úr landi með sýningar sína,r og fá ágæta dóma, við eigum söngmenn og tónlistarmenn í fremstu röð, og við eigum skáld, sem vel myndu sóma sér í akademíum stórþjóð- anna. Pað er erfitt að gera sér í hugarlund, hversu mikið þess- ir menn hafa orðið að leggja á sig, hversu miklu þeir hafa orð- ið að fórna, en það ætti að vera augljóst, að listin er í augum þeirra eitthvað annað og meira en innihaldslaus hégómi. Leiklistin á hér að vonum erfiðast uppdráttar allra list- greina, vegna þess, hvað hún er bæði kostnaðarsöm og staðbund- in. Hér er ekkert viðunanlegt leikhús til, enginn leikskóli, eng- in leikhefð. Þó hefir komið fram álitlegur hópur áhugafólks, sem er reiðubúið að bjóða örðugleik- unum birginn, og gerast braut- ryðjendur á sviði íslenskrar leik- Iistar. Sunit af þessu fólki hef- ir jafnvel leitað sér mentunar við erlenda leikskóla, svo að á- etæða er til að ætla, að það taki list sína aJvarlega. Það eru án efa þegar til það góðir leikkraft- ar hér í Reykjavík, að þeir ættu að vera þess umkomnir, að auðga menningarlíf bæjarins að miklum mun og hefja leiklistina í sömu hæð og aðrar listgreinir. Leiklistin er eitthvert mesta menningartæki sem til er, og hennar er sérstaklega brýn nauðsyn hér á Islandi. Hún á að fegra og fága hið talaða orð, hún á að vera lyftistöng hinnar ungu siðmenningair okkar um fram- komu, og fas, og hún á að kenna Leikfélag Reykjavíkur. fólkinu ,að hugsa rökrétt og sjáJfstætt um hin mörgu og al- varlegu, vandamál, sem nútíma- maðurinn á við að glíma. Þetta hefir verið hlu.tverk leiklistar- innar aJstaðar og á öllum tím- um, þar sem hún, hefir náð nokkrum þroska, og þetta hlut- verk verður hún að leitast við að leysa, hér, ef hún á að eiga nokkra framtíð. Iæikfélagið hef- ir því miður sett sér aJtof lágt Ingibjörg Steinsdóttir og Indriði Wawge. mark í starfsemi sinni að þessu. Það hefir lagt altof einhliða á- herslu, á að skemta,, og Isegar það hefir tekið til meðferðar leikrit alvarlegs eðlis, hefir það yfirleitt valið leikrit, sem lítið eða ekkert gildi hafa fyrir ís- lenska áhorfendur- Um jólaleytið sýndi það mjög fraxnbærilegt gamanleikrit og hefði maður þá mátt búast við einjiverju viðameira næst, en í þess stað sýnir það nú annan gamanleik. Um þennan leik er ekkert annað að segja annað en manna konup, Gamanleikur eftir Walter Hackert það, að hann er tegundarhreinn reifari, og þó af lakara tagi. Reifari er og verður altaf reif- ari, hvernig sem á er haldið. Það má vel vera að rnargir Waage. skemti sér vel í leikhúsinu, en það er ekki hægt að tala um lisfc í sambandi við slíkan leik, og það er ekki sjáanlegt, að hann veiti nokkuð fram yfir lélega kvikmynd, en af þeim höfum við nóg. Það verðujr ekki hjá þvi komist, að heimta eitthvað meira ,af þessu, eina leikfélagi bæjar- ins og það ætti reyndar að gera hærri kröfur til sín sjálft. Leik- félagið verður að gefa starflsemi sinni eitthvert innihald, ein- hvern tilgang, annars verður það aldrei fugl né fiskur, annars verður aldrei neitt úr þeim hæfileikum, sem til eru, á sviði leiklistarinnar. Listin verður að hafa einhvern boðskap að flytja, annars deyr hún. Leikfélagið gengur auðsjáanlega út frá gagnstæðum fbrsendum í starfi sínu: Ef leikfélagið hefir boð- skap að flytja, þá deyr það. »There must be something rott- en in the state of Denmark«. G. Á. Frá Alpingi. FRAMHALD AF 1. SIÐU. Lýðsskrum Ólafs Thors Og í gær, þegar ölafu,r Thors reis upp með Sínum v,ana belg- ingi og hroka, barði sér á brjóst og réðst á stjórnina fyrir það, hvernig hún hefði þarna þver- brotið allar lýðræðisreglur og þingræði, varð fátt um svör hjá atvinnumálaráðherra, annað en það, að hann hefði átt tryggan þingmeirihlujta að baki sér. Og þegar Ólafur las upp úr sam- þykt frá flokksþingi Framsókn- armanna, þar sem yfirlýst er sú stefna, að aðalflokkarnir á Al- þingi ættu, að hafa íhlutun um stjórn síldarverksmiðjanna, og spurði forsætisráðherxa, hvort Framsóknarmenn á þingi mundu standa við þetta., Svaraði Her- mann því þannig, að það hef&i altaf verið stefna Framsóknar- flokksins, að allir þrir aðalflokk- ar þingsins hefðu íhlutun um stjóm verksmiðjanna. Og þad mundi koma fram þegar í nefnd- inni, sem fengi þetta mái til um- ræðu, hvemig Frœmsóknarmenn ú þingi hugsuðu sér framkvæmd þessarar samþyktar flokksþings- tns. Varð ölafur gleiður við, og bauð strax samvinnu Sjálfstæð- ismanna til að breyta í. í gamla Frh. á 3 síðu. Arið 1936 létu þýsk yfirvöld t Rínarhéruðunum hándtaka 2100 and- fasista, Þetta dæmi nægir til þess a9 sýna hvilík >ánægja< ríkir í þessum hluta landsins með stjórn þriðja rlk- isins. 1r 1 Modena á Italíu varð nýlega mikil sprenging í púðurverksmiðju. fmsum getum er að því leitt hvaS valda muni og hafa sumir talið að hér hafi verið um hermdarverk að ræða. Eins og að vanda lætur í Italíu hafa ítölsku blöðin ekki minst á þetta. Hinsvegar fullyrða erlendir frétta- ritarar að mikill fjöldi manna hafi verið handtekinn i tilefni af þessum atburðum. •fc Nýlega er komið út í Sviþjóð- hjá Albert Bonnier annað bindi af ís- lenskum fornsögum í sænskri þýð- ingu. Hefir Hjalmar Alving þýtt sög- urnar og séð um útgáfuna. I fyrra bindi var Eyrbyggjasaga og Lax- dælasaga, en í þessu siðara bindi er Gísla saga Súrssonar og Grettissaga, Sögunum fylgir formáli og ýmsar skýringar og kort af sögustöðum. Fyrirhugað er að þessi sænska útgáfa af Islendingasögum verði í fimnx bindum. I þr’emur síðustu bindunum' verða meðal annars þessar sögurr Njálssaga, Egilssaga Skallagrímsson- ar, Vlgaglúmssaga, Hrafnkelssaga, Hænsna-Pórissaga, Gunnlaugssaga ormstungu og Bandamannasaga. Hjalmar Alving hefir valið sögurnar í samráði við prófessor Sigurð Nordal og fékk hugmyndina að þessu útgáfu- verki er prófessor Nordal hafði flutt erindi sín í Stockhólmi fyrir nokkr- um árum. Nokkru íyrir aldamót komu út örfáar af Islendingasögun- um á sænsku, en þýðingarnar þóttu stixðar og náðu sögurnar minni út- breiðslu en vænta mátti. (FCr). Gamlæ Bíó. Skuggar í Paradís-inm (Börn náttúrunnar.) GamJa Bíó sýnir þessa dagana ágæta mynd frá lífi Suðurhafs- eyjabúa, sem Evrópumenn svifta frelsi og reyna að eyði- leggja með þrældófni í fosfór- xiámum. Myndin er ágæta vel leikin. Höfuðleikendurnir, Mala og Lotus, eru, að góðu kunn úr álíka kvikmyndumr. En innihald myndarinnar gefur tilefni til að ræða nokkru, nánar það þjóð- félagslega fyrirbrigði, sem þarna er um að ræða. Eyjaskeggjar Suðurhafseyj- anna lifa á frumstigi þjóðfélags- þróunarinnar, í mannfélagi, sem onn ekki þekkir stéttaskiftingu, né kúgun, —• aðeins vísi til höfð- ingjavalds hjá foringja ættar- hópsins. Það er hin svokallaða frumsameign, — frunakommún- ismi, sem ríkir hjá þessum eyja- skeggjunx. Og það er ekki und- arlegt, þó Evrópumönnum úr spiltu, þjóðfélagi stéttakúgunar virðist líf þessara náttúru,barna einskonar »paradís«. Inn í þessa paradís »villi- mannanna,. heiðingjanna, lágu þjóðflokkanna«, — eins og sum- ir kalla þá, brýst nú auðvald Ev- rópu til að afla sér ódýrs vinnuv afls, til að svifta hina frjálsu, frelsi sínu, til að þrælka börn- um náttúrunnar út í drepandi lofti námanna. Þannig hefir það gengið til gagnvart þessum frumstæðu þjóðum- Á mannránum og þrælæ haldi hafa ensku, hollensku, spönsku, portúgölsku auðmanna- stéttirnar grundvallað au,ð sinn. Við skulum nú skýra nánar frá þessu úr góðri heimild. »Fundur gujl- og silfurauðæfa Ameríku, — þrælkun og útrým- ing hinna innfæddu, sem grafn- ir voru lifandi í námunum, — sigrar og rán í Austnr-Indíum, — breyting Afríku í eitt alls- herjarveiðiland til að veiða negra og selja þá, —: I>að tákn- aði ajt morgunroða auðvalds skipujagsins. Um nýlendukerfi kristnu þjóðanna ritar1 maður að nafni Howitt: »Villimenska og grimd- arverk hinna svonefndu kristi- legu þjóðílokka í öllum löndum jarðarinnar og gagnvart hverri þjóð, sem þeir gátu updirokað, á sér engan líka á nokkru tíma- bili verajdarsögunnar, hjá nokkrum þjóðflokki,, hve viltur og ósiðaður, harðbrjósta og ó- svífinn sem hann var«. Saga holJensku nýlendnanna er »ógur- leg mynd af svikum, mútum, morðum og varmensku«. Gott dæmi eru aðferðirnar við mann- rán á Celebas, til að fá þræla til að vinna á Java. Mannræningj- ar voni, gerðir út, Þjófurinn, túlkurinn og seljandinn voru að- ulumboðsmenn við verslun þessa, innfæd’dir »prinsar« aðal- seljendurnir. Æskujýðurinn, sem stolið var, var geymdur í fang- eJsum í Celebes, þangað tiJ hann var orðinn nógu þroskaður til að senda hann með þrælaskipunum. Opinber slcýrsJa segir svo frá: >Bara í borginni Makassar t d. er fujt af leynilegum fangelsum, hverju öðru ógurlegra og öll eru þau fuJJ af þessum fórnardýr- um ágirndar og harðstjórrnar, hnept í Mekki, rifim með ofbeldi frá f jölskyldumi sínum«- Til þess að ná Malakka á sitt vald mút- uðu Hollendingar landstjóra PortúgaJa. Hann slepti þeim 1641 inn í borgina, Þeir fóru beint heim til hans og myrtu hann, til að »spara sér« að borga mútumar, 21 875 sterlingspund. Hvar sem þeir stigu fæti á grund, hlaust landeyðing af. Banju,wangi, eitt héraðið í Java, hafði 1750 yfir 80,000 íbúa,, 1811 aðeins 8000. Þetta er hin, milda verslun!« Þessi fáu dæmi eru úr hinu mikla riti Marx, >Auðmagn«. Mætti þar finna mörg fleiri dasmi. Við Islendingar þekkjum líka úr okkar sögu dæmi um sams- konar meðferð. Mannrán enska kaupmannaauðváldsins voru ekki bundin við Asíulönd og Kyrrahafseyjar. Á 15. öld frömdu enskir kaupmenn einnig mannrán hér á Islandi. Hinir rændu Islendingax voru svo seldir mansali á þrælamörkuð- um í Lynn og öðrum enskum borgum. Þeir höfðu lika mildara form fýrir mannrán, ensku kaupmennimir, — þeir keyptu. börn hér á Islandi og fluttu' út og seldiu. Á 15. öld var bann lagfc við því hér að foreldrar seldu börn sín þannig. Kvikmyndin í Gamla Bíó er góð,, en hún sýnir þó aðeins mild- asta formið af menningar- og siðleysi auðvajdsskipulagsins. Við hliðina á veruleikanum bliknar myndin af þrældómi rændu negranna í íosfórnámun- um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.