Þjóðviljinn - 04.05.1937, Side 4
sp f\íý/öi íó'io s£
Louis Pasteur
V elgerðarmaður
mmmkynsins.
Amerísk stórmynd frá
Warner Bros-félaginu um,
æfistarf vísindamannsins
mikla Loujs Pasteur.
Aðalhhdverk leikur:
Paul Muni.
Úrborginnt
Næturlæknir.
Gísli Pálsson, Laugaveg 15,
sjmi 2474.
Næturvörður
er í Reykjavíkur apóteki og
Lyfjabúðinni »Iðu,nn«.
Utvarpið
12.00 Hádegisútvarp. 19.20
Hljómplötur: Norðurlandalög.
20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Ætt-
gengi og áhrif lífsskilyrða (Ing-
ólí’ur Davíðsson magister). 20.55
Hljóimplöiur: Létt lög. 21.00
Garðyrkjutími. 21.15 Symfóníu-
tónleikar: Píanókonsert í, b-moll
og symfónía nr. 5, eftir Tshai-
kowsky (til kl. u,m 22.30).
Frá höfninni
ölafur kom með 50 tunnur
lifrar, Brimnir með 75, Kári
mieð 92, Bragi með 102* Max
Pemberton með 131, Egill
Skallagrímsson með 82, Baldur
með 80.
þJÓÐVIUlNH
Skipafréttir
Gullfoss korni til Leith í gær,
Goðafoss er í Hamborg, Brúar-
foss er á leið til Leith frá Vestm-
eyjum. Dettifoss var á Húsa-
vík í gær. Lagarfoss fór í gær-
kvöldi til Austfjarða.
Myndirnar
á, 1. síðu, af kröfugöngunni og
útifundinum 1. maí, eru, teknar
af Sigurði Tómassyni,, úrsmið.
1. maí
Fél., sem hafa tekio blöð til
lausasölu, skilið strax á afgr.
Þeir sem hafa tekið til sölu 1.
maí merki eru beðnir að gera
upp á skrifstofu flokksins í
Mjólkurfél.agshúsinu milli 5 og 7
í dag og næstu daga.
Hjúskapur
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband ungfrú Ölafía Einars-
dóttir og Ásgeir Jónsson, rithöf.
Ferðafélagið
heldur aðalfund sinn í kvöld
að Hótel Borg.
Ungherjinn
bl,að, Ungherjadeildar A. S. V.
er nýkomið út. Er þetta fyrir-
taks barnablað, og með ólíku
sniði en flest slík blöð. Langflest-
ar greinarnar eru: skrifaðar aí‘
börnunum sjálfum. Blaðið er
skreytt, f jölda mynda. Það fæst í
Heimskringlu á, Laugaveg 34.
Hernaðareinræði í
Japan
Hayashi tekur völdin
gegn vilja þingsins
LONDON 1 GÆRKV.
Andstöðufl.okkar j apön sku
stjórnarinnar hafa fengið mik-
inn meiri hluta þingmanna, við
nýafstaðnar kosningar þar í
landi. Minsato-flokkurinn, eða
frjálslyndi flokkurinn, hefir
fengið 179 þingsætj, en hafði áð-
ur 205. Hefir hann þó fjögur
þingsæti framyfir Seyukai, eða
íhaldsflokkinn, sem fékk 175
þingmenn kosna. En hlutfalls-
lega mestur er sigur hins tdltölu-
lega nýja alþýðuflokks, sem auk-
ið hefir þingmannatölu sína úr
18 í 37. Flokk þenna skipa aðal-
lega bændur og handiðnaðar-
menn.
Hayashi, forsætisráðherra
Japan, hefir lýst því yfir, að
hann og ráðuneyti hans muni
sitja áfrarn við stjórn, enda þótt
hún hafi aðeins hlotið, 40 stuðn-
ingsmenn á þingi,, í, hinum nýaf-
stöðnu kosningum.
1 ávarpi, sem, Hayashi hefir
gefið út, í tilefni af kosningunum,
hefir hann farið fram á það, að
þingið setji sig ekki í andstöðu,
við stjórnina, þar sem ástandið
í Japan sé nú svo alvarlegt, að
ekki megi stofna til stjórnmála-
leg’s öngþveitis í landinu. (F.Ú.)
Árásip
nasi§tanna
FRAMHALD AF 1. SIÐU
kvöldið einkum eftir að tók að
skyggja fóru þeir aftur á kreik
úr skúmaskotum sínum. Þó
má geta þess til smekkbætis að.
um daginn réðst fullorðinn kari-
m,aður á c,a 10 ára gamla telpu
í ungherjabúningi, sem var að
selja merki. Sýndi »hetja« þessi
mannlund sína á þann hátt að
berja telpuna og hrinda henni.
En eftir að skyggja tók laum-
uðust nasistapiltarnir að baki
manna, sem gengu, einir um
göturnar og leituðu færis að
berja þá, Meðal annars réðust
þeir tvisvar undir forustu Adolfs
Karlssonar á Sigurð Guðmunds-
son ráðsmann Dagsbrúnar.
Það er að vissu leyti gott að
þessi armur »breiðfylkingarinn-
ar« skuli sýna svo ljqslega
innræti hennar nú fyrir kosn-
ingarnar. Mönnum koma þá síð-
ur á óvart hinir »óvæntu atburð-
ir« í framtíðinni.
A Gamlaf?)jö a
Ave María
Heimsfræg og gullfalleg
söngmynd.
Kór og hljómsveit frá Rík-
isóperunni í Berljn.
Aðalhlutverk:
BENJAMINO GIGLI
og KÁTHE von NAGY.
Aðgöngumiðar seldir frá kl, 1
Hú^næði.
Góð tveggja til þriggja her-
bergja íbúð með þægindutm til
leigu á Framnesveg 14.
Annars er það að segja urn
Adolf þenna Karl.sson að hann
hefir áður stjórnað árás á Guct
jón B. Baldvinsson og fleiri.
Væri því ekki vanþörf að
koma pilthvelpingi þessuro á
hæli fyrir vangefna unglinga eða
vandræðamenn. Eitt er víst að
krafa almennings er sú að það
opinbera sjái sér fært að hafa
mannbjálfa þenna einhversstað-
ar annarsstaðar en á al.manna
færi.
ft
4
Ferðalél. Islands
hcldur aðalfund að Hótel Borg í
kvöld þriðjud. 4. maí kl. 20,15
1. Aðalfundarstörf samkv. félagslögum.
2. Ferðalög í sumar (Kr. Ó. Skagfjörð).
3. Sýnd kvikmynd N. Nielsens frá Vatnajökli.
Síðan dansað til klukkan 2!
Félagar sýni skýrteini. — Nýir félagar velkomnir.
FÉLAGSSTJÓRNIN
í dag er síðasti endurnýj unar dag ar f yrir priðjaflokk
Happdrættið
Moran ettir Frank Norris. 24
Heldurðu að það sé að byrja aftur?«
»Skútan lyftist áða,n,. en aðeins örlítið. Ég lá and-
vaka, annars hefði ég víst ekki orðið vör við það«.
Þau töluðui í lágum hljóðum, eins og fólki verður oft
í myrkri.
»En hvað er nú þetta«, sagði Wilbur upphátt. Það
fór titringur um alla skútuna,, ekki meira, en svo,
að þau rétt fundu til hans. Svo hætti hann snöggv-
ast, byrjaði aftur, og fjaraði svo alveg út.
»Hver fjandinn getu,r þetta verið«, hreytti hann út
úr sér, beit á jaxlinn og reyndi að láta ekki undan
þeirri óskemtilegu, hræðslukend, sem var að gagn-
taka hann.
Moran hristi höfuðið, beit á vörina og hrukkaði
ennið.
»Mér er ómögulegt: að skilja það«, sagði hún. »Sérðu,
nokkuð óvenjulegt?« Engin óvön merki voru, að sjá á
lofti. hafi eða landi, enginn andvari bærðist.
»Hlustaðu vel«, sagði Moran. Innan af ströndinm
heyrðu þau fuglakvak og letilegt gjálfu,r við fjörupa.
Wilbur hristi höfuðið.
»Ég heyri ekki neitt«, hvíslaði hann. »Þey, þey,
nú titrar hún aftur«.
Á því var enginn vafi. Skútan titraði öll, en í þetta
skipti stóð lengur á því, þaui heyrðul hvernig brakaði
í öllum samskeytum, og gutlaði í lýsistunnunum á þil-
favinui.
»Ég vildi gefa alt sem ég á til þess að vita hvað
þetta væri«, sagði Moran lágt. »Ég hefi nú verið á
sjónuroi í-------«,, hún hætti skyndilega og kallaði:
»St.öðugirI Nú lyftir hún sér!«
Hægt og hægt lyftist skútan að aftan, hærra og
hærra, Wilbur greyp í vantann til að detta ekki, og
hræðslan ætlaði sem snöggvast alveg að yfirbuga
hann.
»Hamingjan sanna«, varð Moran að orði. Skútan
skall niður aftur eins og af brattri öldu, Þilfarið rann
út í lýsi. Langt út frá skútunni sáurat spegilmyndir
stjarnanna óskýrast, er gáru;rnar frá skútunni æddu
yfir hafflötinn.
Kínverjarnir komu æðandi upp úr lúkarnum, öskr-
andi og veinandi. Aftur lyftist skútan,, og rétti sig
við. eins og áðuir, tiunnurnar losnuðu og ultu eftir þil-
farinu, Það brakaði í öll.u skipinu, og eitthvað heyrð-
ist brotna aftur á. En með því var líka alt u,m garð
gengið í þetta skiptið, gárurnar breiddust út frá
skútunni, hringarnir u.rðu stærri og stærri, eins og
út frá steini, sem, kastað, er í vatn, en svo varð alt
kyrt. Skútan lá hreyfingarlaus eftir sem áður.
»Viltu.isjá«, sagði Moran og horfði aftureftir. »Stýr-
ið er farið úr lykkjunum«. Það reyndist rétt, stýrið
var laust.
Engum kom dúr á auga það sem eftir var nætur.
Wil.bur gekk fram og aftur uim þilfarið, og allavega
hugsanir ásóttu hann, sem ilti hefðli verið að klæða
í orð.
Moran sat með hálfónýta skammbyssu aftu,r við
stýrið og bölvaði öðru hvoru, fyrir munni sér. Með
nokkra mínútna miUibili kom Charlie upp, og horfði
á þau, Wilbur og Moran til skiptis, uppglentumi, skelfd-
um augum, og flýtti sér svo niður aftuir. Kínverjarnir
límdu, rauða pappírssnepla með undarlegum áletrun-
urn u,pp í mastrið, og færðu óaflátanlega reykjarfórnir
sínar.
»Bara að maður gæti séð það sem er hér að verki«,
sagði Moran með samanbitmum tönnum. »En þessi
titringur og lyftingur, án þess að, maðu,r geti haft
nokkra hugmynd um ástæðuna, er hreint og beint
óþol,an,di«.
»Já, það er hverju orði sannara«, sagði Wilbur,
og sneri sér snöggt til hennar. »En hvað eiguro við að
gera, Moran?«
»Auðvitað láta, eins og ekkert sé«, svaraði hún og sló
með knýttum .hnefa á hné sér. »Við getum ekki yfir-
gefið skútiuna, að minsta kosti geri ég það ekki! Ég
held mér við skútugreyið meðan hún tollir saman.
Varst þú kanske að hugsa umi að stinga af«, spurði
hún hvatskeytislega, og horfði beint í augu Wilbur.
Wil,bur virti hana fyrir sér þar sem hún stóð við
stýrið, teinrétit og stolt, herhöfðuð, í karlmannsfötum
og sjóstígvélujn, og með skammbyssuna í hendinni.
Svo hristi hann höfuðið.
»Ég fer ekki af »Bertu Milner« fyr en þú ferð
líka«, sagði hann, og bætti svo við rétt á eftir: »Ég
verð hjá, þér, þangað til...«
»Finnurðu nokkuð? Nú byrjar það enn«, sagði Mor-
an og bar hönd fyrir eyra.