Þjóðviljinn - 22.05.1937, Síða 2

Þjóðviljinn - 22.05.1937, Síða 2
Laugardagurinn 22. maí 1937. ÞJOÐVILJINN »Bypgið hana, liúii ei* oí björt, helyítið a’tana® Rógsherferð mannanna, sem leitt hafa yfir alpýðuna atvinnu- leysi, fátækt, ófrelsi — gegn ríki verkalýðsins — sem hefir útrýmt atvinnuleysinu og skapað fólkinu frelsi og vel- megun sósíalismans. Morgunblaðið .herðir nú á rógsherferðinni gegn Sovétríkj- unumi. Dagiega birtast í því lyg- ar um. ríki sósíalismans, ýmist eftir »fyrirskipunum frá Kaup- mannahöfn« eða heimatilbúnar. Morgunblaðsmennirnir vita hvað þeir fara. Þeir óttast að al- þýðan fái að vita sannleikann u,m Sovétríkin og beri hann sarrv an við ástandið, sem þeir hafa skapað hér heima. Þessvegna reyna þeir að dylja árangra sósíalismans með því að þyrla upp rykskýjum lyginnar um þá. Herrar Morguriblaðsins — Thorsararnir, Magnús Sigurðs- son, Eggert Claessen, Ölafur Johnsen etc. hafa ráðið þessu landi síðustu áratugina. Undir þeirra yfir-ráðum .hefir togara- flotinn minkað úr 47 skipum niður í 37. Undir þeirra yfirráð- um hefir atvinnuleysi aukist og dýrtíð færst í vöxt. Fyrir þeirra tilstilli er landið meir og meir of- urselt erlendum auðhringum. Og sakir þess skipulags, sem þeir ber jast fyrir að viðhal,da,, hrynja markaðirnir saman og öll lífsaf- koma verður erfiðari — fyrir al- þýðuna. — En sjálfir byggja þessir herrar sér því fleiri skrauthýsi, sem togurunum fækkar meir. Sjálfir leggja þeir því Jnjngri skatta á þjóðina (5 miljón króna verslunargróðann!) þvi meir sem atvinnuleysið og örbyrgðin eykst. Sjálfir leggja þessir herrar auð sinn i versl- unarokrið og óhófið, en láta þjcðarauðinn, sem þeir fá lán- aðan, tapast í framleiðslunni. Og svo koma þeir og segjast al,t,af vera að, bjarga landinu og fórna sér fyrir þjóðina! En á meðan þessir herrar hafa reynt með nokkrum ár- angri að kæfa atvinnujíf og lífs- vonir Islendinga í helgreipum banka- og hringavalds síns, — þá hafa gerst undursamlegustu hlutir veraldarsögunnar í þeim. hluta heiirns, sem áður átti við mest,a kúgun og harðstjórn að búa. Allar þjóðir hins fyrrum rúss- neska keisaradæmis hafa undir forustu Kommúnistaflokksins risið frá einhverri verstu niður- lægingu, sem veraldarsagan. þekkir, — og til þess fullkomn- asta skipulags frelsis og menn- ingar, sem, mannkynið enn .hefir skapað, — scsíalismans. Þar sem áður ríkti hin arg- asta launakúgun og atvinmdeysi er olli liungurdauða í stórum stil, — þar er nú atvinnuleysinu gersamlega útrýmt, 6—7 tíma vinnudagur er kominn á og Iaun- in hækkað um 71,9% á síðustu 5 árum, En á Islandi Thorsaranna 'lirópar íhaldið á launalækkun, sem eina ráðið til að bjarga landinu! — Þar sem áður ríkti menning- arleysi, svo að 85% þjóðarinnar voru hvorki læs né skrifandi, — þar er nú risin upp mesta bóka- þjóð veralda-mnnar, þar sem. all- ir kunna að lesa og skrifa. — En á því fslandi, sem áður var frœgt fyrir menningu sina, hrakar alþýðumentuninni undir fargi auðvaldsins. Þar semi smáþjóðirnar áður voru beittar hinni verstu þjóð- erniskúgun og bannað að mæla móðurmál sitt, ríkir nú íull- komnasta frelsi hverrar þjóðar. — En á Islandi færa erlendir auðhringar sig meir og meir upp á skaftið í skjóli .hinna valdamiklu innlendu leppa þeirra, 1 Sovétríkjunum horfir glöð æska fram. á örugga framtíð. Hver ungur maður eða kona fær að afloknu ókeypis námi, sem. stendur til 16, 18 eða 21 árs ald- urs, stöðu, í framleiðslunni. — En á Islandi auðvaldsins liggja helfjötrar rotnandi skipulags á framtíðarvonum æskumannsins, sem er útilokaður frá atvinnu og framhaldsmentun og verður að lifa á framfæri foreldra sinna eða sveitarinnar, þó starfslöng- un hans og starfshœfileikar séu hinir bestu. Framhald á 3. síðu. -fc 1 (Tajr eru liðin 20 ár, siðan bolsévikkarnir rússnesku gáfu út &- varp til sósíaldemókrata í öllum löndum, um að mótmæla þvi að for- ingi jafnaðarmanna í Austurríki Friedrich Adler yrði tekinn af lífi. ■ff Nýlega voru þeir Del»Vayo og Prieto staddir í París. Ræddu þeir þar við frönsku stjórnina um afstöðu hennar til Spána,rmála,nna. Vf Frönsku verklýðsfélögin hafa nýlega seift mikið af matvörum ti.l Spánar, þar á meðal 200,000 dósir af niðursoðinni mjólk. Sendilierra Japnna i Shanghai hefir farið þess á leit við kinversku stjórnina, að Japan verði látið fá miklar ívilnanir í ýmsum héröðum landsins og að þeim verði fengið tii fullra umráða héraðið Chonkiu. Glöð og örugg horfir æskan í ríki verkalýðsins mót framfAðinni. orúMf-Sjiáiiii í liæftai! Dolores Ibarurri (Passionaria) eggjar alla andstæðinga fasismaus lögeggjan til ad frelsa Bilbao Erfiðleikamir á Norður- Spáni hafa nú dregið. t.il sín at- hygli allra andstæðinga fasism- ans.' Kommúnistaflokkur Spánar hefir gert alt sem í hans valdi stóð til að afstýra þeirri hættu, sem þa-r vofir yfir.. Landbúnað- arráðherrann, kom.múnistinn Uribe er kominn til Bilbao fyrir meira en mánuði síðan. Og umhyggja flokksins fyrir hinu nýja sjálfstjórnarlýðveldi Baska, sem nefnist á basknesku Euzkadi, verður ekki betur lýst en með því að birta ávarp,, er Passionaria (Dolores Ibarruri) hin vinsæla kvenhetja spánska verkalýðsins, flu.tti í nafni flokksins. Ávarp þetta var flutt fyrir mánuði síðan,, seint í apríl. Það sem síðan hefir gerst, sýnir ljós- ast að ástæða var tál að óttast um norðurvígstöðvarnar. En þefcta hefir verið erfiður mánuð- ur fyrir spönsku stjórnina. Enn hefir ekki orðið af sókn Kata- lóníumanna, sem átti að bjarga Baskalandi (Euzkadi). Trotsk- istarnir, flugumenn fasismans í verklýðshreyfingunni, átrúnað- argoð og heimildarmenn Morg- unblaðsins og Alþýðublaðsins, notuðu, tækifærið á þessari hættustundu, til þess að vega aftan að lýðveldishernum. Upp- reisnin í Barcelona, framin af trotskistum og anarkistum ein- mitt þegar mest reið á að veita Böskum lið„ sýndi öllum heimi þeirra sanna innræti. Fer hér á eftir ávarp Passion- ariu: • »Úr iðnaðarhéruðum Euzkadi koma nú alvarlegar fréttir, óvin- irnir reyna nú af öllum mætti að ná Bilbao á sitt vald, stjórn- arborginni ósigrandi sem að varðist með mestri prýði umsátr- inu á tímurn Carlistastyrjald- anna. Bil.bao er í alvarlegri hættu. Erlendar flugsveitir láta nú stöðugt sprengjum rigna yf- ir höfuðstað. Euzkadis, eyði- leggja fagrar byggingar og myrða konur og börn. Varnarlið borgarinnar, námu- mennirnir, er ritað hafa ógleym- anlegustu síðurnar í baráttu- sögii spánska öreigalýðsins, verksmiðjufólkið, fiskimennirn- ir, bændurnir, hafa sýnt tak- markalausa hreysti og ,het,ju- skap, en þ ó e iga þeir erfitt, með að standast sóknina., því óvin- irnir hafa nú dregið sitt besta lið. til norðurvígstöðvanna, þar eru fjölm.ennustu flugsveitirnar, þar er nú saman komið mest af drápstækjum þeim, er óvinirnir hafa yfir að ráða. Verkamennirnir á Norður- Spáni vita, hverja þýðingu, Bil- bao hefur. En við verðum einnig að gera okkur það Ijóst. Við verðum að gera okkur ljóst, hví- lík alvara er þarna á, ferðum.. Eg vil ekki trúa því, að Bilbao fallj, ég veit að Bilbao bætir enn nýju blaði við hetjusögu, sína. Hið hetjulega varnarlið Bilbao- bcrgar mun læra af vörninni í Madrid, skapa einhuga her, með eldheita foringja í fararbroddi, sem leggja alt í sölurnar fyrir málstað fciksins, og pólitíska ráðgefendur, þessa menn er nefna má sál lýðveldishersins, og munu, leiða þjóðina til sig- urs. Eg er sannfærð um, að þeir muni-í nú láta niður falla allar innbyrðis andstæður, sem skilja Baska frá öðrum þjóðum Spá.n- ar„ og mynda einhuga her á öll- urr, norður-vígstöðvumum, — her, sem setti sér það takmark, að frelsa Bilbao, vinna Oviedo og kom,ast inn í Kastilíu. » En Bilbao getur ekki varið sig ein. Fyrst þegar sóknin hófst á þessum vígstöðvum, þegar Och- andiano féll, þá lamaði sókn stjórnarhersins við Madrid framrás uppreisnarmanna, og gaíst, þá tóm, til að tryggja víg- stöðvarnar. Að vísu er Bilbao Jangt í bu,rtu„ en við getum samt tekið þá,tt í vörn hennar, með því að berjast á öllum vígstöðv- um. Ég er þess viss, að alt muni verða gert til þess að bjarga Bil- bao. ... En enginn tími má fara til ónýtis. Þið, bræður í Madrid! Euzk- adi mun alcirei gleyma hjálp ykkar! Euzkadi hefir aldrei leg- ið eins á hjálp ykkar! Bræður á Suður-Spáni, við Teruel, á öllum' vígstcövum! Ef Bilbao fellur í hendur fasist- anna og þar með ein þýðingar- mestu iðnaðar- og námuhéruð Spánar, þá, yrðu Astúríubúar illa settir,, og aðstaðan á öllum, vígstöðvum erfiðari. Það mundi lengja styrjöjdina að verulegu leyti. Björgum Bilbao, og þá björg- um við um leið Astúríul Björg- um Madrid, og þá björgum við um leið Spáni. Kjör íbúanna í Bilbao hafa versnað mjög vegna hins íglæpsamlega hafnbanns. Við verðum að bæta úr þvi með því að senda stjórninni matvæli,. föt,, skófatnað læknisvörur, alt það sem hún þarfnast, alt það sem hið hrausta varnarlið vant- ar. Hjálpum Eiuzkadi með því að hefja sókn á öllum vígstöðvum! Lá.tum herhvötina hljóma um allan Spán. Övinurinn sækir fram! Bilbao er í hættu! Hjálp- um varnarliði hennar! Varðveit- um Euzkadi fyrir spájiska lýð- veldið!«

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.