Þjóðviljinn - 17.06.1937, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.06.1937, Blaðsíða 2
FimtUidagurinn 17. júní 1937. PJOÐVILJINN ^ Fasistabldðin ítölsku hafa ný- lega birt fjórðu tilkynninguna um faflna ítalska hermenn á Spáni, og nær þessi tilkynning yfir dagana 8. —18. mars. Fyrirsagnir stórblaðanna eru flestar á þessa. leið: »Fyrir verna- un hinnar fasistísku menningar^. Tilkynningin er um 231 fa-llna her- menn, og a-l.ls hafa nú verið gefnir upp 1994 dánir og 250 horfnir ítalsk- ir hermenn í Spánarstyrjöldinni. -Ar Listsýning til styrktar spúnska lýðreidinn er verið að undirbúa í Kaupmannahöfn, og á að opna hana. i júnílok. Fim.tiu listamenn hafa til- kynt þáttöku sína með um 100 lista- verkum. Eftir sýninguna eiga, lista,- verkin að seljast til ágóða, fyrir Spánarsöfnun Ma.tteottisjóðsins. Húsmæður á fátæku heimilunum í Reykjavík Sendiö Einar Olgeirs^on á þing til að taia þar máli yl kar. - Kjósið D-listann 20. júní Þér f'inst, ef til vill húsfreyja að þig varði líitið um pólitík. Heimili þitt og börn þín er þinn heimu-r og hann veitir þér ærið erfiði og áhyggjuefni, ekki síst nú. En er þér ekki ljóst, hvað af- koma heimilis þín-s er háð hátt- um þjóðfélagsins og að hinir mörgu brestir þess bitna einmitt á þér, börnum þínu-m og heimili. Hvað finst þér um öryggis- leysið í atvinnupni? Hvað um sjálft atvinnuleysið, húsaleigu- okrið,. hækkandi verðlag á öllum nauðsynjum? Hvað u-m tolla-na, nefskattana o. s. frv.? Er.ui þetta ekki alt; fyrirbrigði sem snerta heimili þitt og afkom-u þess? Er það ekki einmitt af þessum or- sökum að börnin þín verður að -skorta svo margt, sem þau mó- ske búa að alla æfi? Er það ekki af' þessum sökum að þú getur ekki veitt börnurn þínum þá mentun, -sem hæfileikar þeirra Bílstjórar hafa engu gleymt. Ihaldið licíir altaf barist á móti samlökmn og hagsmnnnm bílstjóra. Jakob Möller þykist alt í einu vera orðinn bílstjóri og hrópar í »Vísi« á, laugardaginn: »Mun- um bensínskattinn«. »Við höf-um ekki gleym-t, þvi ennþá bílstjórarnir í þessum bæ og ,um. alt, land er stjórnarflokk- arnir ætluðu að svifta okkur at- vinnu með hækkun bensínskatts- ins« . . »Eg veit ekki til að við eigum neina fjandmenn aðra en ykku,r« (þ. e. þá rauðu,). Eg get fullvissað Jakob um það, að við höfum engu gleymt og múnum engu, gleyma, við mun- um miklu lengra fram í tímann en honum mundi þykja æskilegt. Það er ekki tilætlunin, hér að verja aðgerðir stjórnarflokk- anna í þessu, máli, en hitt: vildi ég athuga nokkuð, hvort við bílstjórar lítum svo á að þeir séu okkar »einu fjandmenn« eða hvort við munum ekkert annað verra úr herbúðu-m Jakobs Möll- er og annara breiðfylkingar- postuila. Við miunum eftir því að við, unnum sigur í bílstjóraverkfall- inu — ekki fyrir það að Jakob Möller eða aðrir breiðfylkingar- menn .hjálpuðu okkur til þess. — Nei, þeirra »hjálp« var fólgin í því að æsa menn upp á móti vinstiri flokkunum, til þess með- al annars að tryggja bansín- hringunum, áframhaldandi okur- álagningu'. Við munum eftir því, vörubíl- stjórar,. að þegar byrjað var á virkjun Sogsins þá vildum við fá að vinna þar að, eins og reyk- vískum verkamönn-um. var trygt með sa-mningi. En firmað Höj- gaard & Schujts vildi fá að flytja alt efni austur á bílum, sem það ætlaði að flytja inn frá Danmörku. Hvað gerði sjálf- stæðishetjan Jakob Möller og breiðfylkingar postularnir? Þeir gengu í lið með danska miljónafélaginu, á móti fátækum bílstjórum. og heimtuðu að Dan- irnir fengju að annast flutning- inn, og til að fylgja þessu sein best fram, afhentu, þeir Eggert Claessen málið. En sjálístæðishetjurnar biðu þarna herfilegasta ósigur, bíl- stjórarnir fengu sínum málum framgengt með hjálp verkalýðs- samtakanna. Og við miunum. fleira, Jakob: Fram að árinu 1931 var fé- lagsskapur bílstjóira allu-r í mol- um og málum þeirra þannig hátt- að, að til. vandræða horfði. Vöru- bíl-stöðvar voru þá orðnar fimm, að tölu, samkepni og niðurboð á taxta var komið út í, svo miklar öfgar að ekki mátti við svo búið lengur standa Því var það að vörubílstjórar samþyktu með yf- irgnæfandi meirihluta að leggja niður þessar 5 stöðvar og stofna eina allsherjar stöð; og jafn- framt að leitað yrði samstarfs við verklýðssamtökin og þá sér- -st-aklega Dagsbrún. Síðan var þett-a gert og bílstjórarnir gengu allir í verkamannafél. Dagsbrún. En hvað skeður? Nokkrir íhaldsmenn neita aö beygja sig undir meiri hlutann og halda áfram. rekstri vörubíla- stöðvar í Varðarhúsinu. Stuðn- ingur »Sjá,lfstæðisfl.« við þessa sprengingarmenn sást; glöggt á því að H. f. Kveldúlfnr gerir samning við þá um allan akstur, sennilega fyrir lægri taxta en samtökin ákváðu. Einnig í þessu, máli beið íhaldið herfilegan ósig- ur, en það ákvað. að koma fram hefndum. á samtökum bílstjóra. Mál var höfðað á, hina sameigin- legui stöð fyrir að gera tvo flugu- menn íhaldsins útlæga úr sam- tökunum. Kra-fist var skaðabóta, semi nam tugum þúsu,nda, enda var vitanlega höfuðpaurinn og sækjandi málsins Eggert, Claes- sen. Ihaldið tapaði þessui máli þannig að skaðabóitakrafan var látin niður falla. En Claessen var ekki ánægð- u.r — fyrir hönd Sjálfstæðis- flokksins — hann lét stefna persónu,lega öllum stjórnarmeð- limum stöðvarinnar til ábyrgðar fyrir þessari skaðabótakröfu. Það mál hefir gengið illa og dregist mjög á, langinn, en nú hefir Claessen gefist upp við það að fullu. Eftir þessu að dæm.a, þá er ekkert. undarlegt þó Jakob Möll- er vilji minna okku,r bílstjóra a »fjandmenn okkar« og við erum honurn þakklátir fyrir það. Hitt er annað mál, hvort Breiðfylk- ingunni vex nokkuð fylgi fyrir það að Jakob hefir gefið. tilefni til að rifja upp og íhuga hverjir eru hinir rauinverulegu, fjand- menn samitaka bílstjóra og verk- lýðssamtakanna í heild. Bílstijórar munu hér á eftjr muna hvérjir eru fjandmenn þeirra, og hverjir hafa lagt þeim lið. Þeir hafa engu gleymt. Sv: G. Hvert ataði á er Hvert atkvæði, sem greitt er lista Kommún- istaflokksins, D-listan- um, tryggir það að koma að — ekki einum, ekki tveimur — heldur að minsta kosti þremur kommúuistum á þing. Þess vegna eru at- kvæðin á D-listann dýr- mætust. Vinstri menn! Sam- einist um að tryggja sigur D-listann — ósig- ur íhaldsins Kjósid D-listann. og nútíminn annars gefa ástæðu, til? Og svo þetta, sem ef til vill er sárast af öllu; atvinnuleysi þeirra og óvissa um framtíðina. Getur þú svo sagt; að þig varði ekki um pólitík? Þrátt, fyrir marga og stóra galla veitir þjóðfélagið þér enn þá rétt og ropgu/leika til að vinna að betri lífskjörum og vaxandi réttindum. Það gefur þér rétt, til, með atkvæði þínu, að hafa áhrif á hvaðá stefna ræður í stjórnmálum hér á landi um ó- fyrirsjáanlega í'ramtíð. Það er með tilliti til heimilis þíns og 'barna, að þú átt a>ð neyta þessa réttar þíns nima. 20. jími. Hér í Reykjavík eru, ekki svo fáir menn, sem hafa 2—8 þús. kr. tekjur á mánuði eða jafnvel margfalt, meira en þú verður að lá,ta þér nægja handa heimili þínu, á ári. Þessir menn hafa hrifsað til sín þau- sérréttjndi að geta ljfað í óhófi þó a-llan al- menning skorti sjálfsögðustu lífsnauðsynjar. Nú hafa þessir menn myndað hina svokölluðu. Breiðfylkingu t-il þess að tryggja sér áframhaldandi sérréttinda- aðstöð'u á kostnað hinnar vinn- andi alþýðu. Með viðbjóðslegu lýðskrumi reyna þeir nú að blekkja fólkið og fá það til þess með at-kvæði sínu, að vinna á móti sínum eigin hag. Hvað ætlar þú að gera hús- freyja og móoir? Ætlar þú að gefa Breiðfylk- ingu-nni atkvæði þitt og tryggja þannig ,sérróttindamönnunuro á- framhaldandi aðstöðu til þess að ræna þig og heimili þitt lífs- möguileikum, Ætlar þú að hjálpa mönnun- um, með 20—96 þús. kr. tekjurn- ar? Nei, og aftur nei, það er til nógur matu-r í þessu landi, þó þú hafir lí-tið að skamta. Nóg' efni í fatnað, þó þín börn séu klæðlítil. Og það bíða ótæm- andi verkefni þó maðu-rinn þinn og sonur hafi ekkert ao gera. Og það eru, nógir peningar t-il fram- kvæmda ef vit og réttlæt-i ráða.. Þessvegna notar þú atikvæði þitt. t,il þess að tryggja heimili þínu og börnum, þaui lífsskilyrði,. sem þetta land getur veit't. Þessvegna greiðir þú atkvæði á. móti Breiðfylkingunni og þar sem. það verðu-r þyngst, á metu,n- um. Þessvegna sendir þú Einar 01- geirsson á þing til þess að tala þar máli þínu og annara fátæk- linga, þessvegna kýst þú D-list- ann 20. júní, Húsmóðir. Fyrsta skylda kommii nista er að tryggja, að samfylkingin verði ekki roiin Þannig er reynslan af samvinnu við* kommúnistaflokka um ríkisstjórn BLUM. LONDON 1 GÆRKV. Kommúnistar stu,ddu stjórn Blums í' gærkvöldi,, þegar frum- varpið til heimilda handa stjórn- inni til þess að setja lög meó stjórnartilskipun um takmark- aðan tíma, um gjaldeyris- og fjármál, kom. til. umræðui og at,- kvæðagreiðslu í fuilltrúadeild franska þingsins. Kommúnistar lýstu því yfir, að þeir teldu það fyrstu skyldu sína að tryggja að -samfylkingin FRAMHALD á 4. SXÐU Alpýðublaðið og 9. nóvember »Töluiverður hluti af áheyr- endurn voru, u,ngir menn og mui> þetta hafa verið úrvalslið komm- únista. — Þeir Alþýðuflokks- menn, sem, þarna voru, voru- auðvitað á, einu máli u,m það aá> fá frið aftur á fundinum, en: -sprengingarmennirnir hindr- uSu það«. (Alþbl, 10/11, 1932). »Þegar á, leið fundinn tók fjöldinn sem, fyrir ut;an var aö ókyrrast og höfðu sumir þar ýimsan stráksskap í framrni, Verður þettia að -skoðast ein- göngu -sem heimskuleg ólæti, þvl þa-u gera heldur að auka andúð en samúð með kröfum verka- lýðsins«. (Albl. 11/11. 1932). Morgunblaðið og 9. nóvember »Ef það er rétt, hjá lögreglu- stjóra, að hann hafi nú nægilegu liði á að skipa, hversvegna læt- ur hann þá ekkij til skarar skríða gegn for-sprökkum uppþo-tsliðs- ins?« (M;gbl. 11/11. 1932). »Er ríkisvaldið ekki þess megnugt að ha-lda uppi löguna og reglui í landinu? Ástandið er þannig núna, að ríkisvaidið virð- ist vera máftlaust. — Ofbeldis- mennirnir ganga ennþá lau-sir«..

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.