Þjóðviljinn - 14.07.1937, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.07.1937, Blaðsíða 2
Miðviku-dagurinn 14. júlí 1937. ÞJOÐVILJINN Fréttaritari frá Mancliestcr Gu- ariliiin, sem dvailið hefir á Aragoniu- vígstöðvunum hefir nýlega, skrifað grein um þann félagsanda og fyrir- myndar aga, sem ríki i spánska, lýð- veldishernum. Hann er sérstaklega hrifinn af því, að allstaðar eru bœk- ur hjá hermönnunum I skotgröfunum. Hann kveðst hafa, talað við hermann, sem x byrjun stríðsins kunni hvorki að lesa né skrifa, sem ekki er óal- gengt 1 sumum héruðum Spánar, en hafði lært hvorttveggja af hjálpfús- um félögum í hvíldartímunum bak við víglínunai Hann sagði að í sinni herdeild hefðu í byrjun verið margir ólæsir, en nú hefðu þeir allir lært lestur og skrift. it Frá Honolulu kemur sú frétt, að þjóðlega atvinnumálastjórnardeild- in sé nú að rannsaka kærumál 500 verkfallsmanna frá sykurekrunum. Verkamennirnir segja, að þeir verði að búa við vinnuskilyrði, sem minni mjög á bændaánauð miðaldanna. Varð menn aki-anna hika ekki við að hóta. þeim með vélbyssum. Verkfallsmenn- irnir krefjast hærri launa, viðurkenn- ingar á verkalýðsfélagi sínu og að hætt verði að beita þvingunum til þess að vernda hina gömlu vinnu- samninga. ic Frá Madlld er símað að í mála- ferluixum gegn fasistunum, sem reyndu að koma sér inn í lofther stjórnarinnar hafi það komið fram, að fasistarnir hafi agiterað fyrir þvl meðai flugmannanna: að ganga yfir til óvinanna. Játningar hinna dæmdu Peter Freuchen í Sovétríkjimum. Danski nordurfarinn og landkönnuðnrinn P. Frencken, ætlar að fara vísindleiðangur til ís- hafslanda Sovétríkjanna. Hinn kuoini danski landkönn-; uður og íshafsfari, Peter Freu- ;j| chen, er nýlega kominn til Len-: ingrad, og verður hann þátttak-: andi í vísindaleiðöngrum, sem: fara á til nyrstu, íshafshéraða: Scvétríkjanna, og rannsaka þjóð- líf og háttu, Norðutrbúanna, Við kom.u sina tíl Leningrad: áttiu, blaðamenn viðtal við Freu-: chen, og sagði hann þeim m. a.: eftirfarandi: »Mér var sönn ánægja að þvi j a.ð taka boði prófessors Otto: Schmidt, u.m að koma til Sovót-: ríkjanna. Nú gefst mér kostu,r á: að kynnast pólarrannsóknum j, vísindamanna Sovétríkjanna og j ég þa,rf ekki að taka það frarn, I að á því sviði standa Sovétríkin j nú fremst í heimi. Mér þykir enn j vænna um þann m.ikl.a árangur j er náðst hefir, vegna þess að; hann skuli vera umninn af þjóðji sem mér þykir mjög vænt; u,m. Þa.ð var leiðangur Otto Schmidt sem. tókst fyrst að lenda á Norð- urheimskautinu, og nú hefir hin- um djörfu flugmönnum Sovét- ríkjanna tekist. ,að fljúga yfir pólinn til Ameríku. Slíkar dáðir sem þessar vitna ekki einungis fasista leiddu til þess, að hægt var að afhjúpa. þýðingarmikla. njósnamið- stöð fasistanna. Peter Freuchen. u,rn, áræði o.g dirfsku, heldur einnig um tækni á mjög háu. stigi,. Prófessor Otto Schmidt,, for- ingi pólarrannsókna Sovétríkj- anna er ekki einungis ágætur vísindamaður, .heldur einnig fyr- irmyndar skipuileggjari, sem kann að velja fólk og nota það. Það er óhætt að slá því föstu, Nýtt verklýðsfélag Nýtt verkalýðsfélag var í fyrradag stofnað í Arnarnes- hreppi í Eyjafirði og var stofn- fundurinn haldinn í samkomu- húsinu á Reistará. Félagið heitir Verkamanna- félag Arnarneshrepps og voru, á stcfnfundinum samþykt lög fyrir það og að það gengi, í Al- þýðusambandið'. 1 stjórn vorui kosnir: Ingólfur Guðmundsson form.. Aðalsteinn Jónsson ritari og Ingimar Brynjólfsson gjaldkeri og í varastjórn G'uðmundur Rós- enkransson, Árni Þorláksson og Bjarni Pálmason. að Sovétríkin eiga nú slíkt mann va.1 ungra pólarvísindamanna að heimurinn m.un fyr en varir standa á öndinni yfir afrekum þeirra«. Og Peter Freuchen endar við- talið á þessum orðum: »Á einni fyrstu ferð minni til heimskautalandanna misti ég annan fótinn, — og er því seinn til snúninga. Eg get ekki annað en hrifist með ,af eldmóði hinna ungu heimskauítafara Sovétríkj- anna, og ég hlakka til að byrja á nýju.m rannsóknarleiðangrum í Norðuirveg«. Frá Leningrad hélt Peter Freuchen áfram til Moskva, en þaðan ætlar hann til nyrstu, stranda landanna, sem áður voru, einu nafni kölluð »Síbería«, og ranns,a,ka þar siði og .háttu, frumhyggjanna.. Hann hefir í hyggju að skrifa síðar bók um rannsóknir sínar í lieimskauta- svæðum Sovétríkjanna. FBAMHALD AF 1. SIÐU að verða og er augljóst bæði í New York, Washington, London og París að menn eru. hræddir um. að hér kunni að draga til svo alvarlegra óeirða að ófriður kn;nni að hljótast, af. Það sem einkum styður þessa, skoðun, er það ,að utanríkismálaráðuneyti Japan hefir lýst því yfir að fram koma Kínyerja í þessu, deilumáli væri þannig að það væri aug- ljóst að taka þyrfti fastar á til þess að kenna Kínverjum og kín- versku stjórninni .hvernig ættl að koma fram við Japani. Seinustu skeytí frá Nanking lierma að stjórnin þar sé ennþá að gera sitt ýtrasta til þess að koma á sættujm Anthony Eden átti í dag t,al við sendiherra Japana í London og sagði að breska stjórnin léti sér m,jög ant um hvernig fram úr þessu deilumáli rættist. Hann átti einnig tal við sendih.erra Bandaríkjanna, í London um þetta mál. Um árangur af þess- u,m viðræðum er ekki kunnugt. SovétíSugið Framhald af 1. síöu. klukkutím.a á flugi og alt, gengið að óskum,. Stöðvakerfi það sem Rússar hafa sett upp á ísnum í kringum Norður-heimskautið dugði svo vel að aldrei liðu meira en þrjár klukkustundir á m.illi að fregnir fengust frá flugmönn- uinum. (F.Ú.) Spánnl Spánnl Ellen Hörup, hínn þekti danski rithöfundur, er getið hefir sér orðstír fyrir óþreytandi baráttu sína í þágu friðarmálanna, ritaði nýlega í »PoIitiken« eftir- farandi grein um atburðina á Spáni. Niðurl. Þannig var sá grunnur er Spánarstyrjöldin reis af og þannig er það með öll stríð. Verndun auðmagnsins er grund- völlurinn fyrir ».hlutleysispóli- tík« stórveldanna, sem rekin er til hagsm,u,na fyrir Franco. Hann var fulltrúi afturhaldsins, með honum stóðu auðvaldsherr- ar Spánar. Frá hans hendi . þu.rfti ekki að óttast að verki smiðjur yrðui þjónýttar, námur teknar eignarnámi eða jarðeign- um landsherranna skipt u,pp m.illi langsoltinna bænda og vinnumanna. Þess vegna beittu hin lýðræðissinnuðu stórveldi óðar refsiaðgerðum gegn löglegri lýðræðisstjórn Spánar. Þess- vegna neitaði Frakkland að selja stjórninni flugvélar. Þessvegna neitaði England skipum stjórn- arinnar um olíu í Gibraltar. Þess vegna var stjórnarskipun- um þegar 9. ágúst s. 1. bannað að sigla á Tangerhöfn. Þessvegna er hinni svokölluðu hlutleysis- pólitík, ásamt, með stöðugum brotum: fasismans á henni sífelt haldið uppi. Meðan spænska þjóðin berst fyrir frelsi sínu, liggur peninga- valdið í lævíslegri fyrirsát alt í kring. Úr launsát sinni fylgist það með rás vi'ðburðanna. Það er það, sem gefur m.erkið, þegar stjórnir þess kippa í þræðina. En hvernig er svo hægt að samrýma þessa nöktu, hags- munapólitík enskra og franskra yfirstétta við stórvelda-hags- muni beggja þessara ríkja. Enska heimsríkinu, getur ekki staðið á sama, þó að ítalir reisi fl.otastöð og flughöfn á Mallorka. og víggirði Ceuta, þannig að Gí- braltar missi alveg gildi sitt sem verndarvirki enskra siglinga til Indlands. Enn þá verri eru horf- urnar hjá Frakklandi. 1 fyrsta lagi yrði því algerlega bægt frá Afríkunýlendum sínum, svo að það gæti ekki flutt blökku- mannahersveitir yfir Miðjarðar- haf, ef til ófriðar kæmi. Auk þess yrði það svo umkringt af 3 fasistaríkjum, ef Franco sigr- aði á Spáni. Engu að síður hefir Frakk- land fylgt, Englandi í hl,u,tleysis- pólitíkinni. Bæði þessi lýðræðis- ríki hafa í trássi við alþjóðarétt og sína, eigin stóiwelda-hagsm;uui neitað spænsku stjórninni um vopn. Þau hafa heldur kosið að sjá Franco sigra, en að verkalýð- Urinn fengí vOpn í hönd — og eiga þar óskilið m.ál jafnaðar- maðurinn Leon, Blum og íhalds- maðurinn Baldwin. Þeir .hafa sett hagsmuni auðvaldsins ofar stórveldahagsmunum ríkjanna. Eða lítur það aðeins þannig út á yfirborðinuí. Eru stórveldin máske aðeins hernaðarleg verndartæki auðmannanna? Er peningavaldið svo sterkt, að það ráði jafnan úrslitum? Enskl utanríkismálaráðherr- ann, herra Eden staðfestir þessa skoðuu. Þegar í septembermán- uði hafði hann tilkynt, Hitier að »Spánn og spænskax eignir skuli vera ósnert. Þeirra öryggi má ekki skerða af neinum aðila,, eftír að landið kemst út úr þess- um, vandræðum«. England bíður þannig úrslilta Spánarstríðsins, án þess að gera sér nokkrar sérstakar áhyggjur. Hvor aðilinn sigrar skiptir ekki miklu máli — í einu atriði standa, þeir jafnt að vigi. Þeir verða báðir jafn-blásnauðir, og peningalaust er ekki hægt, að stjórna. Þeir verða að ieita til þeirra sem. eiga peninga. Það eru Frakkland og England. Þeir verða neyddir til að samþykkja þau skilyrði, sem, enskt og franskt auðvald setur þeim. Hr, Eden hefir þegar minst á eitt þessara skilyrða. Það bitnar mest á hinum eriendu banda- mönnum, spænska afturhalds- ins Hitier og Mussolini. Þeir hernaðarlegu ávinningar, sem þeir hafa náð og franska og enska yfiridrotnunarstefnan ekki vilja sætta sig við, af þeím verð- ur tæpast mikið eftir. Og spænskra verkamanna frá borg og bygð m.un bíða hið sama, 1 8 mán'uði ,hafa þeir með ein- stæðu hugrekki varist gegn hin- um þremur erfðaféndu,m: kirkju, landsheiTum og hervaldi. Víða höfðu þeir tekið verksmiðjurnar og myndað verkamannaráð. Það vorui þeir sem börðust. Ef stjórn- inni veitti betur voru það þeir, sem uunu sigurinu. En þjóðfylk- ingin, bandalag verkamanna- og borgaraflokkanna tafði þá þjóð- nýtingu á verðmætum landsins, sem var takmark verkalýðsins. 1 Kataloníu, semi hafði veriq gjörhreinsuð að fasistum, kom þetta fyrst í ljós. Hernaðar- nefnd andfasista var leyst, upp, I stað þess kom, hin. gamla borg- aralega stjórn, ásamt hermála- stjórn, sem skyldi annast alt, er að hernaðinum laujt Hin fyrri ríkisvél tók aftu,r upp starf sitt með embætitísmönnum sínum og skrifstofufólki. Allir flokkar tóku þátt í Þjóð- fylkingarstjórninni — líka kommúnistar og anarkistar. Og þar með var brotinn oddurinn af róttækni byltingarflokkanna,*) Ef hr. Eden þyrfti aftur að blanda sér í innri mál Spánar, mu,ndi hann að þessu sinni snúa- áminning sinni til spænsku verkamannanna. Og hann mun segja hið sam,a við þá og ha,nn brýndi fyrir fa.sistu,nu.m: Hags- munir breska aiuðvaldsins »sku,lui ósnertir, öryggi þeirra má ekki skerða af neinum að- ila«. * Mun þessum leik Ijúka eins og einatt, áður, að f jöldinn vinni orusturnar og valdhafarnir hirði ágóðann, eins og Saint-Just forðum; sagði? Ellen Hörup. '■') Þessi grein frú Ellen Hörup gefur mjög ljósa hugmynd um hið svívirði- lega, baktjaldamakk enska og franska auðvaldsins I Spánarstyrjöldinni og hinar raunverulegu orsakir, sem liggja á bak við hina svokölluðu hlutleysis- pólitík. I>ó cru ýins atriðl sérstaklega I sið- ari hluta, greinarinnar, sem Þjóðvilj- inn ekki getur verið sammála,. Frúin, virðist telja, að með þátttöku sinni 1 þjóðfylkingarStjórninni og andúfi gegn skyndilegri og skefjalausri þjóð- nýtingu, hafi verkalýðsflokkarnir svikið sinn eigin málstað. Hitt mundi sanni nær að þjóðnýtingin sjálf er lítils virði, ef ekki er hægt að verja landið fyrir óvinunum. Það er fyrsta atriðið — skilyrði alls annai-s. Til þess þarf einhuga átak allra lýðræð- isflokka og sterka, og markvissa stjórn. Þess vegna teljum við, að flokkarnir hafi gert rétt með því að binda sig fyrst við stefnuskrá sam- fylkingarinnar og þjóðnýta aðeins það, sem nauðsyn krafði og taka, þátt í stjórnunum til að skipuleggja og herða baráttuna gegn fasistaherjun- um. I>ýð.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.