Þjóðviljinn - 25.08.1937, Side 2

Þjóðviljinn - 25.08.1937, Side 2
Miðvikudagurinn 25. ág'úst 1937. PJOÐVILJINN if Aí öllum hrávörum sem hækkað hafa í verði á siðastliðnu ári, er eng- in tegund sem hefir hækkað eins mikið, eins og ull. Hversu mikla verð hækkun hér er um að ræða, er auð- veldast að sjá af skýrslum þeim um ullarverð sem gefnar eru út X Brad- ford i Englandi, en þar er miðstöð enska. ullar-iðnaðarins. Vísitala fyrir ulla.rverð var áttatíu og sex fyrir einu ári, en er1 nú 123 og er af því ljóst að verðhækkunin nemur hér um bil fimtíu af hundraði. í lok þessa mánaðar hefjast mikii ullar uppboð í Ástraiíu og- gera menn ráð fyrir að verðið haldist að minsta kosti á þeim. Þessi verðhaakkun á ull er þvi merkilegri, sem næst stærsti kaupandi á heimsmarkaðinum, sem er Japan, hefir nálega ekkert keypt i síðustu tólf mánuði, vegna úgrein- ings í verslunarmálum við Ástraliu, en eftirspurnin hefir verið svo mikil frá öllum kaupendum, að þessa hefir ekki gætt i verðlaginu. Meða.l þeirra þjóða sem selja, ull, skýtur þeirri spurningu hvað eítir annað upp, hvort ekki sé ástæða til að óttast gerfiullar gerð. Er það að- allega Pýskaland sem nú fæst við slíka framleiðslu. Er talið að þýskar verksmiðjur framleiði nú árlega. um 90 þúsund smálestir af gerfiull og þessi íramleiðsla er i örum vexti. Enn er ekki fengin á það full reynsla, að hve niiklu leyti, gerfiullin getur komið I ullar stað, en aðal reglan virðist vera s.ú að blanda, henni saan- a,n við venjulega, ull. I þeim löndum sem framleiða »11 til mikilla. muna hafa menn nánar gætur á hvað gerist i þessum efn- um og í Ástraliu, Nýja-Sjála,ndi og Suður-Afríku hafa ullarkaupmenn i sameiningu komið á með sér fésterk- um félagsskap til þess að vinna á móti gerfi-ullinni, en a,uka, notkun ullar. — (F.ú.) Leitin að Levanevsky Fjörar flugvélar bún- ar fullkomnustu tækj- um hefja leitina að nýju. LONDON í GitíRKV. Fjórar flugvélar eru nú sagð- ar tilbúnar til þess að hefja leifc að Levanevsky og félögum hans, um Norðuríshafið og Alaska. Segja stjórnenduir leitarinnar að svo gjörsamlega muni verða feit- að, að ekki muni verða fermetri af ís eftir skilinn, Flugvélarnar eru allar útbúnar með lending- arútbúnaði til. þess að lenda á ísnum, Hver flugvél er útbúin með þremur loftskeytasendi- tækjum, sex mána.ða matarforða handa áhöfninni og öllujn útbún- aði til vetur.setiU í norðurhöfum. Þar sem rökkurtímabilið byrjar í norðikrhöfum 10. september verður leitin torveldari en ann- ars, en hver flugvél verður út- búin með sérstökum flugeldum, sem brenna 3 eða 4 mínútur og lýsa u.pp umhverfið. (F.Ú.) Umskipti á 8páni. Á einu ári hefir stjórnm komið sér npp fyrirtaks lier. Fyrir eiiin ári foörðnst liðsveitir heimar nær vopnlausar. Eftir Björn Franzson. Niðurl. Helstu atriðin, sem skapað hafa hinn mikla aðstöðumun lýð- veldisins nú og fyrir einu, ári, eru þessi: Lýðveldið á sér nú fjölmenn- an reglulegan her, sem mun vera að minsta kosti eins f jölm.ennur og. fasistaherinn. — Fyrir einu: ári va.r ekki til samfeldur her, heldur óreglulegar liðssveitir. — Lýðveldið hefir komið sér upp hraðvaxandi vopnaiðju, sem framl.eiðir jafnvel flugvélar og skriðdreka, og er nú hægt að segja,, að þessi hálfrar miljónar her sé sæmilega búinn að her- gögnum. — Liðssveitirnar gömlu. voru, því nær vopnlausar. Lýðveldið hefir eignast’ ágæta, foringjaskóla, sem. þegar hafa útskrifað f jölda af fullnuma, liðs- foringju,irh flest menn. úr stéttr um alþýðunnar. Stjórnarherinn mun nú eiga sér nægilega fjöl- ment foringjalið, og hafa þa,r á meðal komið í ljós ýmsir fram.- úrskarandi hæfileikamenn í her- st.jórn. — Liðssveitirnar gömlu, skorti því nær algerlega ment- aða herforingja. Lýðveldisherinn hefir verið j sameinaður undir eina herstjórn, er samræmir hernaðaraðgerðir ha,ns á öllujn. vígstöovum. — Liðssveitirnar gömlu börðust upp á eigin spýtur, oft án alls sambands sín á milli, Innan, hersins hefir verið kom- ið á ströngumi heraga. — Liðs- sveitirnar gömlu, gerðu. eins og þeim sýndisþ hver á sínum stað, og jafnvel. einstaklingar innan þeirra fóru sínu, fram. Lýðveldisherinn er nú ágæt- lega skipulagður, hefir aflað sér nauðsynlegrar æfingar og reynslu. — Liðssveitirnar gömlu voru óskipujagðar, óæfðar og ó- reyndar. Loks hefir herinn, að mestu leyti verið hreinsaður að þeim yf i rstéttarherforingj ura, sem smeygt höfðu, sér inn í hann tii þess að reka þar erindi fasista, en á þessu hefir mjög borið, alt, fram á síðustu, tíma, og er þessi ófögnuðu-r jafnvel ekki ad fujlu yfirunninn enn. Auk þessa hefir stjórnarher- inn ýmsa ótvíræða yfirburði um. fram her fasista. Enda þótt. stjórnarherinn hafi færri flugvélar, eru þær yfirleitt betri og hraðfleygari, og flug- mennirnir erui í heild sinni miklu .snjallari. Þetta er dómur reynslunnar. Dæ,má: Dagana 12. og 13. júlí eyðilögðu stjórnar- flugvélar 25 flugvélar fýrir upp- reisnarmönnum í loftorustum.— Þrjár síðustui vikurnar í júlí- mánuði mistu uppreisnarmenn 83 flugvélar (af hér um bil 300 flugvéla flota, sem þeir áttu). Það er ekkert leyndarmál, að með sfcjórninni berjast all-marg- ar rússneskar flugvélar og flug- Flugvélar stjórnarinnar sigra! Maclridbúar áliorfendur. menn,*) og um flugflota. Frane- os vita allir m.enn, að hann er þýskur og ítalskur. Ofangreind- ar staðreyndir telja margir merki um yfirburði rússneska flughersins umfram, þann þýska, og ítalska, og víst er um það, að hinir þýsku og ítölsku flugmenn á Spáni hliðra sér oftast, hjá að leggja til loftorustu við rúss- *) Aftur á, móiti eiga þær fregnir ekki við nein rök að styðjast, að óbreyttir rússneskir hermenn berjist í liði stjórnar- innar. neska flujgmenn, ef hjá því verð- ur komist. Þá m.á ekki gleyma því mik- ils verða. atriði, að hermenn stjórnarinnar berjast af frjáls- umi yilja, fyrir háleituím hug- sjónum, fyrir sjálfstæði lands síns og frelsi þjóðar sinnar. En með fasistum berjast, erlendar leigusveitir, sem hafa verið kúg- aðar eða, prettaðar til að fara til Spánar, eða þá Spánverjar, sem mörgum. hverjum, ef til vill flestum, er ógnað til herþjónustu gegn vilja, sínum,. Þetta, atriði | hlýtur æ meir að breyta styrkt- Athygli kartöfluframleiðenda er hérmeð vakin á því, að útsöluverð vort er nú kr. 40,00 hver 100 kg. Jafnframt er á það bent, að framleiðendum er heimilt að selja kartöflur beint til verslana og neytenda á alt að 3 kr. lægra verð, hver 100 kg., en útsöluverð vort er á hverjum tíma. Grænmetisverslun rikisiiis. arhlutföllunum stjórnarhernum í hag. Alt, þetta hefir ska.pað stjórn- arhernum yfirburði, sem m.yndu tryggja sigur hans á nokkrum mánuðum, að öðru; óbreyttu. Gegn þessari þróun hafa fasist- a,r; ekki öðru frarn að tefla en síaukinni íhfutu,n fasistaríkj- anna. Hversu, mikið sú íhlutun kann a,ð aukast á næstunni, um það verður ekkert, sagt, en, eftir því fer að sjálfsögðu, gangur styrjaldarinnar á næstu m.ánu.ð- u;m- Þá kemiur til greina afstaða lýðræðislandanna og Þjóða,- bandalagsinis, vöxtur samfylk- ingarhreyfingarinnar, stríðið í Kína. o. fl. — Herstjórnaráætlun lýðveld- ishersins á Madridvígstöðvunum (en þær eru eftir sem áðux þýö- ingarmiestu vígstöðvarnar) er sú að stíja aðalstyrk fasista, frá Madrid, en einangra lið það, sem þeir hafa í háskólaborginni og þar í grend. Takmarkið er að loka, tönginni E1 Escorial — Talavera, og væri Madrid þar m,eð bjargað frá sprengjum frá, uppreisnarskotvirkjunum. Fyrst- um sinn mun það vera ætlun her foringjaráðs lýðveldisins að taka Navalcarnero með sókn a,ð norð- an. Allar líkur benda til þess, að stjórnarherinn mun,i á næstiunni. hefja, ennþá, stórkostlegri sókn á þessumi slóðum, að júlísóknin hafi ekki verið annað en undir- búningur. Ef til vill fáum við á næstu vikum að heyra merki- leg tíðindi frá. Madrid-vígstöðv- u,num. Björn Frcmzson. Verðíækkim Nýtt dilkakjöt og svið Kjöldeild Vesturgötu 16. Sími4769 Kominn heim Hallur Hallsson tauulækuir. Hvað hefir þú gert til að útJbreiða ÞJÓÐVILJANN?

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.