Þjóðviljinn - 28.10.1937, Qupperneq 1
2 ARGANGJJK
FIMTG DAGINN 28. okt. 1937
251. TOi.UkLAÐ
Gjaldeypisleyfiii beint tiS
smásala, smáátvegsmanna
og neytenda!
Þin«rsályktuiiartillaga Einars
Olgeirssonar og Isleifs Högna-
sonar tii umræðn í neðri-deild
I Neðri deild var til. umræðu
í gær þingsályktunrtillaga Ein-
ars Olgeirssonar og Isleifs
Högnasonar um úthlutun gjald-
eyrisleyfa.
f framsöguræðu sinni lagoi
Einar áherslu á það, að gjald-
eyrisleyfunum ætti að ráðstafa
með það fyrir augum, að dýrtíð-
in yrði sem minst, haga leyfun-
um þannig að þau verði vopn
gegn dýrtíðinni, en ekki til þess
.að auka hana. Sýndi hann fram,
á, að gjaldeyrishöftin hefðu víða
gefið heildsölum einokunarað-
stöðu gagnvart smákaupmönn-
anum, einkum þó í ReykjaVík.
Aðstöðu þessa hefðu heildsal-
arnir notað sér til gífurlegrar a-
lagningar. Normal-álagning
heildsala er 3—5% í beinni sölii
og 8—12% í lagersölu. En álagn-
ing heildsalanna er nú 21%.
Álagning smásala er 19%. En
meðallaun smásala í Reyjtjamk
eru ekki nema 3300 kr., en með-
allaun heildsala 16000 kr., eftir
eigin uppgjöf. Það mundi bæta
úr þessu misrétti, og gera heiid-
sölunura erfiðara fyrir með
þessa miklu álagningu, ef gjald-
eyrisleyfin væru veitt beint tit
smákaupmanna, smáútvegs-
manna og neytenda. Með því
móti mundu vörurnar fást ódýr-
ari, stórfeldum skatti yrði létt
af útvegnumi, og hringarnir
neyddir til samkepni, sem ef-
laust, hefðu heilladrjúg áhrif,
eins og dæmið um bensínið sýn-
ir. —
Ráðherrarnir Haraldur Guð-
mundsson og Eysteinn Jónsson
töluðu, báðir um tillöguna. Var
Haraldur því. meðmæltur að
meira yrði gert, að því en hing-
að til að veita gjaldeyrisleyfin
iieint til smásala. Eftir tillögu
Eysteins var umræðu um tillög-
una frestað, svo að hún gæti
fengið athugun í nefnd, og var
henni vísað til fjárhagsnefndar.
Ekkert samkomulag í London
Útlit fyrir að innrásarherinn verði ekki
fluttur frá Spáni í bili.
LONDON 1 GÆRKV. F.Ú.
Fundur var haldinn í. undir-
nefnd hlutleysisnefndar í gær
síðdegis. Umræður urðu allheit-
ar. Niðurstaðan var sú, að Ply-
mouth lávarði var falið að
semja tillögu um skilyrði fyrir
því, að hernaðarréttindi verði
veitt styrjaldaraðilumi á Spání,
og ennfremur að gera tillögur
um skipun nefndarinnar, sem á
að fara til Spánar.
Maisky harðorður í
garð Itala.
Maisky, fulitrúi Sovét-Rúss-
ilands, sakaði Itali um að hafa,
sett, þrjár herdeildir á land i
Cadiz síðustu dagana, og einnig
um að hafa gert tilraun til þess
að binda hendur nefndar þeirr-
ar, sem á að skipa, með því að
tilkynna opinberlega að tala ít-
alskra sjálfboðaliða á Spáni
yæri aðeins 40 þúsundir.
Þeir Eden og Corbin báru
báðir á móti því, að þeir hefðu
fengið opinbera, tilkynningu frá
ítölsku stjórninni um tölu ít-
alskra sjálfboðaliða á Spáni.
Undirnefnd hlutleysisnefnd-
arinnar hefir nú endanlega
horfið frá þeirri tillögu, að allir
erlendir sjálfboðaliðar á Spám
verði fluttir þaðan á burt. Allir
nefndarmenn, að undanteknum
Maisky, fulltrúa Sovét-Rúss-
lands hafa ákveðið að fara fram
á það við stjórnir sínar, að þær
samþykki bresku tillögurnar um
að hernaðarréttindi séu veit,t
styrjaldaraðilum á Spáni, þegar
brottflutningi erlendra sjálf-
boðaliða er vel á veg komið.
Maisky féll þó frá fyrri kröfu
sinni um) að hver einastj erlend-
ur sjálfboðaliði á Spáni yrði
fluttur burtu áður en hernaðar-
réttindi verði veitt. Hann tók
samt, fram, að þetta, þýddi ekki,
að hann samþykti bresku tillög-
urnar.
Eitnrgas í sókn nppreist-
armanna til Almeria?
50 flugvélar
og 10,000 vél- j
byssur setf á j
landíLissabon ,
og flutt tll upp j
!
reisnarmamia |
i
á Spáni - seg-j
ir L’Ovre.
Hermenn stjórnarinnar lœðast
reisnarmanna
með sprengjur að stöðvum upp-
í Carabanchel.
EINKASKEYTI TIL ÞJÖÐVILJANS KHÖFN 1 GÆRKV
M ADAME TABOUIS skýrir svo frá í dag
og kveðst kafa það eftir góðum heiraildura,
að uppreisnarmenn ætli að senda mikið lið frá
Norður-Spáni til Madrid-vigstöðvanna, og láta þar til
skarar skríða. Ennfremur segir hun, að frá hálfu
uppreisnarmanna sé von á mikilli sókn í áttina íil
Almeria. Það hefir vakið mesta eftirtekt við frétt
þessa, að Madame Tabouis kveðst vita að í þeirri
sókn ætli uppreisnarmenn að nota eiturgas.
Franska stórblaðið L’Ovre
flettir í dag ofan af því, að
miklar hersendingar eigi sér nú
stað frá Lissabon til uppreisn-
armanna á Spáni. Nýlega. komu
tvö ítölsk skip til Lissabon. Voru
þau fermd 100 flutningabifreið-
um, 50 flugvélum og 10,000 vél-
Atvinnuleysingjatalan vex nú
mjög ört, hér í bænum og munu
nú vera, um. 700 manns, sem eru
skráðir atvinnulausir, en síðustu
viku hafa verið aðeins 100
manns í atvinnubótavinnu. Nú
hefði mátt gera ráð fyrir að
meirihluti bæjarráðs hefði gert
einhverjar ráðstafanir til að
mæta hinum öra vexti, sem orð-
ið hefir í a.tvinniuleysingjahópn-
um upp síðkastið, en það er nú
öðru nær. Það eina, sem þeir
herrar gera er að bæta 110
mönnum við í atyinnubótavinn-
una og segja, jafnframt upp öll-
um, þeim, ,sem unnið hafa hjá
bænum, undanfarið við gatna-
gerð og jafnframt stytta vinnu-
byssum..
Salazar forsætisráðherra
Portugals hefir skipað svo fyr-
ir, að flutningatæki landsins,
sem með þurfi verði t.ekin til af-
nota við flutning varanna til
Spánar.
FRÉTTARITARI
tímann í atvinnubótavinnunni
um eina klukkustund, þrátt. fyr-
ir öflug mótmæli frá atvinnu-
leysisnefnd Dagsbrúnar.
Nú sjá allir skynbærir menn
að það nær ekki nokkurri átt að
svo fáir menn séu hafðir í at-
vinnubótavinn.u, þegar 700
manns eru skráðir atvinnulausir
og nú er ekki hægt að bera við
peningaleysi, því. ennþá er eftir
230 þúsund kr. af því íe, sem
verja á til atvinnubóta á þessu
ári og er það mun meira en til
var á sama tíma í fyrra.
Það eru fullir möguleikar á að
hafa að minsta kosti 250 manns
í atvinnubótavinn un n i.
Japanskai* fliig-
vélar Stalda tappi
§át8aiisi*i sókn í
gr-end vió Tsizan.
Kíuvepjap verj-
ast vsisklega.
LONDON 1 GÆRKV. F.Ú.
Japanskar sprengjuflugvélar
hafa í dag haldið uppi árá,s á
hersveitir Kínverja, þar sem
þær eru á undanhaldi sunnan
við Tazan. Ein sprengja féll á
breska, útvarðarstöð, en olli þó
ekki manntjóni, en Bretar skutu
á. flugvéliná úr Lewis-byssum.
Japanir segja.st. í dag hafa tekið
norður járnbrautarstöðina, og
skeiðvöllinn við Kiangwan og
Chengtu stöðina, vestan við
borgina. Einnig segjast þeir
hafa eyðilagt á parti járnbraut-
arlínu frá Shanghai til Nanking
og hafa komist, suður að járn-
brautinni frá Shanghai til
Iíangchow.
Kínverjar hafa nú komið sér
fyrir við Soochowlækinn, og bú-
ast, þar til varnar.
Japanir og 9-veIdaráð-
stefnan.
Japanska stjórnin hefir neit-
að að taka þátt í 9-velda ráð-
stefnunni, sem á að hefjast í
Briissel. á þriðjudaginn kemur.
Ástæðan sem st.jórnin færir
fyrir .svari sínu er sú, að Þjóða-
bandalagið hafi sýnt, hlut-
drægni í meðferðinni á deilu-
málum Kínverja og Japana, og
að tillagan um 9-velda, ráðstefnu
sé komin fram. á Þjóðabanda-
lagsfundinum.
700 skráðir atvinnuleysingjar
Atvinnubötavinnan er aðeins kák hjá
bæjarstjórnaríhaldinu.