Þjóðviljinn - 17.11.1937, Síða 4

Þjóðviljinn - 17.11.1937, Síða 4
sjs Ný/o Tb\b 3£ Stórkostleg; amerísk kvik- mynd, er byggist; á sann- sögulegum, viðburðum úr sögu Englands er gerðust í Indlandi árið 1857, og í Krímstríðinu 1858 út af þeim viðburðum hefir enska stórskáldið Lord Tennyson ort sitt ódauð- lega kvæði The Charge of the Light Brigade. Aðalhlutverkin leáka: Errol Flyan og Olivia de Havilland. Úi»rboi*ginnt Næturlæknir. Halldór Stefánsson, Ránar- götu 12, sími 2234. Næturvörður er í Ingólfs- og Laugavegs apóteki. TJtvarpið í dag 8.30 Enskukensla, 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 18.45 Islenskukensla. 19,10 Veðurfregnir. 19.20 Þingfréttir. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Bækur og menn (Vilhj. Þ. Gislason). 20.30 Kvöldvaka: a) Einar Öl. Sveinsson dr. phil.: Æfisögur, II. b) Vilhj. Þ. Gíslason: Úr örv- ar-Odds sögu, III. c) Bjarni Ásgeirsson alþm.: Úr ljóðum Guðmundar Böðv- varssonar: »Kysti m.ig sól«. Ennfremiur sönglög og harm- óníkulög. 22.15 Dagskrárlok. »Lyra« komi frá útlöndum í gærmorg- un kl. 9. Málverkasýning Karen WittrHansen hefir nú verið opin í Oddfellowhúsinu nokkra daga. Mun sýningin enn- þá verða opin um, nokkurt skeið., Arsskýrslur Bálfararfélags Islands er ný- komin út fyrir árið 1936. Er þar prentuð skýrsla, síðasta aðal- fundar og yfirlit yfir bálfarar- málin hér á landi og .framtíðar- horfui' þess. Ennfremur er gerð nokkur grein fyrir starfsemi bálfarafélaga erlendis. »Menntamál« Nýtt hefti þessa tímarits er nýkomið út. Hefst ritið á grein. eftir Ármann Halldórsson upp- eldisfræðing um gáfnapróf barna, Auk þess er í ritinu marg vísleigur fróðleikur fyrir hvern þann, er áhuga hefir á uppeldis- málum, Ritstjóri tímaritsins er Sigurður Thorlacius skólastjóri Austurbæj arbairnaskólans. Leikfélagið sýnir »Þorlák þreytta« annað kvöld. Gamla Bíó sýnir ennþá hina heimsfrægu rússnesku kvikmynd »Uppreisn- in við Kronstadt«. Hefir mynd þessi að undanförnu verið sýnd víðsvegar um EVrópu og hvar- vetna hlotið hinar mestu vin- sældir. Myndin er frá dögum rússneska, borgarastríðsins. Fjöldi, erlendra hersveita sækir í áttina til Petrograd og er að því kominn, að taka borgina. Þá er það ,sem, sjóliðarnir frá Kron- stadt koma og veita borgarbú- um, hjálp og hrekja hvítliðaher- sveitirnar af höndum< sér. Mynd- in eir sannsöguleg. Frá Akiireyri Framhald af 1. síðu. uðu fiski á bifreiðina, en hinu megin stóð Logi og var að binda gaflfjölina með kaðli. Sjómenn- irnir urðu einskis varir fyr en Logi var horfinn. Héldu þeir .fyrst að hann hefði brugðið sér eitthvað frá, en taka síðan eftir að kaðallinn er slitinn og annar endinn horfinn, en gaflfjölin. ó- bundin. Eftir nálægt klukku- stund fanst líkið í sjónum rétt við bryggjuna og var þegar flutt í sjúkrahúsið. Reyndi læknir lengi lífgunartilraunir en árang- urslaust. — Ætlað er að Logi hafi hrokkið úti af bryggjunni, þegar kaðallinn slitnaði og ef til vill rotast um. leið og hann féll, því áverki var á höfðinu og eng- inn heyrði hann, gefa, hljóð frá sér. — Logi var 27 ára, lætur eftir sig konu, eitt barn og aldraða foreldra. (F.Ú. í g-ærkv.) Frá Kína FRAMH. AF 1. SIÐU. lægð frá borginni. Þaðan liggur leiðini til Pukow, en, það er só. hluti, Nankingborgar, sem stend- ur norðan Yangtse-fljóts, og er þar endastöð járnbrautarinnar frá Tientsin, GamlaI3io 4| Uppreisnin við Kronstadt Stórfengleg söguleg rúss- nesk talmynd, um hetju- dáð sjóliðanna frá Kron- stadt í lok byltingarinnar 1917. Á^íalhlutverkin leika: G. Buschujew og B. Saitscikow. Bönnuð börnum innan 14 * ára. Leikfél. Reykjavíkur Þorlákur þreytti skopleikur í 3 þáttum eftir Neal og Ferner, í staðfærslu EMILS THORODDSEN Aðalhlutverk leikið af hr. HARALDI Á. SIGURÐSSYNI. SYNING Á MORGUN kl. 8. Aðgöngumiiðar seldir í dag frá kl. 4 til 7 og eftir kl. 1 á morgun. SIMI 3191. Rikisskip Esja kom til Reykjavíkur í gærkvöldi. Súðin er : Danzig. HEINKOMAM. 7. FTIR FRITZ ERPENBECK. framar«. Þriggja ára nasista- stjórn .hef.ur gjörsamlega breytt mianneskjunum. Þegar jafnvel Dóra, talar svona varlega við mig Hann hætti að vinna. En hvað gat svo sem, stúlkao gert annað, þegar Pidders fólkið stóð þarna, yfir frá og horfði á? Hlaupio upp um háls mér? Fjarstæða!« »Hvert ætla,rðu?« spurði gamli maðurinn', þegar Wilm fór að þvo sér u.m heindurnar við brunninn. »Til ríkislögreglunnar. Eg verð að sýna mig þar daglega<<„ Gamíi maðurinn starði á hann steinhissa. Löng þögn. Skyndilega rak hann myrkju- kvíslina af afli í mykjuhauginn. »Öþökkarnir«! tautaði hann og spýtti. Þá hló Wilm. Þetta var frjáls og glaðlegur hlátur. Hann gekk að föður sínum, tók um axlir hans og hristi hann: »Öþokkar«, sagði hann, »þú hefir rétt fyrir þér, þetta eru óþokkar«. Hann þreifaði eftir hönd gamla mannsins, þeir tókust þétt í hendur og hann næstum. þvi kallaði: »Já, nú er alt í lagi«. Öli Nedderfehn tvísteig ró- legur og ánægður: »Jæja, farðu þá góði, farðu ba-ra. Komdu samt aftur í hádegismatinn. heyrirðu það? og segðu Horsche lögreglumanni — nei, segðu honum heldur ekki neitt . . .« Svona margar setningar í einu hafði gamli miaðurinn ekki talað lengi. Wilm lá ekki mikið á til lög- reglustöðvarinnar. Ha,nn naut göngunnar. Nokkrum sinnum skelti hann upp úr, þegar hann hugsaði til föður síns. Hann hafði altaf kvjðið endurfunda við nágrannana og kunningjana, en þeir voru alti öðru vísi en hann hafði ímyndað sér. Það hlaut að vera orðið altalað, að hann væri kominn aftur. Raun- ar höfðu nokkrir bændur, sem, hittu hann komið sér hjá því að heilsa honum. Voru þeir orðnir nasistar, eða var það bara af varkárni? Það vissi Wilm ekki. Aftur á móti kölluðu aðrir, sem hann hafði ekki veitt athygli: »Halló Wilm! Ertu orðinn svona mikill mleð þig?« Jafnvel feiti gestgjafinn, Schölmer, sem hafði verið aðalvitnið á móti honum, þar eð hann fullyrti að Wilm hefði flutt uppreisnar- sinnaðar ræður á veitingahús- in,u og æst upp fólkið. Hann kom nú til Wilm fagnandi og vildi rétta honum hendina þó Wilm tæki ekki eftir því, og hvattdi hann til þess að lokum aö koma og fá sér edtt staup. Wilm afþakkaði þetfca þurlega, en það virtist, ekki hafa, nein áhrif á hinn. »Jæja einhverntíma seinna þá«, sagði hann, »það er ekki fcil að másvirða«. Á lögreglustofunni va,r annað andrúmsloft. Hölsche gelti alveg jafnhás og áður, og hinn ungi aðstoðarmaður hans, W ilm þekti hann ekki, gargaði ,fram ótal spurningar í belg og biðu. Þetta. var borgarbúi. Auðvitað nasistí, uppskafningur. Að lok- um þegar hann .haíðí skoðað skjöl Wilms og tekið frá þau, sem hann ætlaði að halda, eftir, fanst honum nauðsynlegt að halda smá áminningarræðu yfir Wilm. Hann áminti Wilm. Hann ítrekaði það nokkrum sinnum að Wilm skyldi ekki láta sér detta, í hug að halda áfram fyrri egn- ingum sínum — »við fréttum alt fyr en yður dettur í hug! Skilj- ið þér?« Ösjálfrátt réfcti Wilm úr hand- ieggjunum niður með síðunum, og sló sama,n hælunum, þó hann væri á sokkaleistunum -— eins og hanr. hafði vanist úr fanga- búðunum. »Til þjónustu!« sagði hann fattur. Þetta virtist falla garghænsn- inu vel. »Gott, þér miegið fara«, hann kinkaði kolli til merkis um að hann vildi að hann færi. Þegar Wilmi gekk frarn hjá Höschke í fremri stofunni og' fór aftur á klossana sína, kinkaði hann kolli til hans og sagði held- ur kuldalega en þó vingjarnlega. »Láttu nú ekki manninn skaða þig aftur«, en þrátt fyrir rudda- skápinn hljómuðu þeissi, orð föð- urlega. Wilm, leitaði fyrir sér að svari, en fann það ekki. 1 því kom Jens Vanderheid faðir Dóru inn. Hann var stór maður, grannur en klunnalegur, hafði mikið ljóst hár, sem farið var að grána. »Heil Hitler«, sagði hann hátt. »Heil Hitler«, tautaði Wilm og lyfti ósjálfr,á,t.t handleggnum, eins og hann hafði vanist í fanga herbúðunum, en lét hann þó fljófct síga aftur. »Góðan daginn, Vanderheid«, heilsaði Iföschke. Jens athugaði Wilm frá hvirfli til ilja. »Nei lítið nú á — hvað hefir þú svo lært,«, sagði hann og hló upphátt, »ha, ha«. Síðan sneri hann sér til lögreglumanns ins og spurði: »Hvað gengur á? Til hvers hafið þið látið kalla á ,mBg? Ég hefi lítinn tíma, ha, ha ...« Höschke hafði tekið ofan ein- kennishúfuna og klóraði sér í skallann. »Þa,ð er komið bréf til þín,«, sagði hann hás,, »það er eitfchvað í sambandi við Eirík son þinn. Bréfið er þarna inni. Heidegger lögreglustjöri mun fá þér það«. »Hingað til ykkar — bréf? Ekki með póstinum?« Jens Vand erheid hristi undrandi höfuðið. »Hve;rnig stendur á. því?« Skyndi lega virtist .hann verða, hrædd- ur: »Eitthvað opinbers eðlis? Reykvískir neytendur kunna vel að það sýnir viðskiptaaukningin og félags- mannafjölgunin i siðustu viku. meta starfsemi Kaupfélagsins,

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.