Þjóðviljinn - 28.12.1937, Page 2
ÞJÖÐVILJINN
Ingnnn Jónsdóttir:
Minningar
Þessa.r minningar Ingunnar
frá Kornsá eru góð viðbót við
Bókina mína, sem. kom> út fyrir
nokkrum árum og hlaut vinsæld-
ir allra þeirra, er vel rituðum
þ'jóðlífslýsingum unn.a.
Eins> og áður hjá þessum, höf-
undir, er það hinn hlýi, kyrláti
andi mæðra vorra, ,sem svífur
yfir þessari bók, — m.anni verð-
ur einkennilega notalegt í skapi,
eins oig hin aldna kona sitji við
hlið manns í skajmmdegisrökkr-
inu og dragi dýrgripi reynslu
sinnar upp úr djúpi liðinnar æfi.
Bókin hefst á alllöngum for-
mála eftir dóttur höfundarins,
frú Guðrúnu A. Björnsdóttur, og
bregður hún upp skemtilegum
myndum. af æskuheimili sínu,
svipuðum þeim, er við mörg
könnumst við, sem alin erum
upp á fátækum heimilum í sveit.
Það eru þessar myndir af hinni
undarlegu gáfu öreigan,s og
barna hans, sem kann að gera
sér heila hátíð úr lítilf jörlegustu
aðstæðum, jafnvel einum súkku-
laðimiða, — enn hugsum vér til
slíkra st,unda með angurblíðum.
söknuði, og þó — og þó .er ekk-
ert fjær oss en að óska börnum
vorum hins sama hlutskiftis.
Að formálanum loknum hefj-
ast svo minningar frú Ingunn-
ar, .serni skiftast í þrjá aðalkafla:
Móðurætt mín, Endurminningar
úr Hornafirði og Á víð og dreif.
En aftur á móti skiftist, síða.sti
kafiinn \ allmarga stutta þætti:
Gleymska,, Björn sýslumaður
Blöndal, Þorsteinn í Kjörvogi,
Þorbergur Björnsson, Foreldr-
ar Guðmundar Magnússonar
prófessors, Magnús »blessaði«
og Konan við búrborðið.
Eins og þetta yfirlit sýnir, er
hér ekki um samfelda heild að
ræða, heldur einungis brotasilf-
ur, sem ekki er ráðrúm til að
skýrgreina nánar. En, skemst
er það af brotum þessum að
seigjai, að þar glitrar margt, sér-
kennilegra persóna, og atburða
og fer saman margvíslegur fróð-
leikur og látlaus lifandi frásögn,
sem endurspeglar t.rúlega hin
frumlægu, dulrænu blæbrigði
þess lífs, er íslensk sveitaalþýða
hefir átt við að búa á liðnum
tímum, þar sem náttúrubernsk-
an eir svo sna,r þáttur, að þjóð-
sagain vefst inn í hversdagslega
viðburði eins og eðlilegur og
sjálfsagður hlutur. Líf.sskoðun
höfundar er í flestu samgróin
þessari liðnu tíð, og enda þótt
margt kunni á milli að bera, á
það ekki við að fara,' að deila við
frú Ingunni, né aðrar slíkar kon-
ur um núverandi raungildi þess-
ara skoðana. — Það, sem oss ber
að gera, er að þakka þeim í ást
og virðingu þá ómetanlegu stoð,
sem þær hafa veitt; menningu
vorri með gáfu, sinni, elju og ást-
ríki. Öyndi ungu konunnar í
Grímstungu hefir vafalaust ver-
ið allþung raun, en konur þær,
er æðrulaust hafa sigrað slíkar
raunir og þaðan af þyngri, hafa
löngum verið unnendur. og verj-
endur þeirrar lífsþrár, sem. svo
oft hefir átt harla örðugt upp-
dráttar hér norður á íslandi.
Enda þótt, frú Ingunn hafi
staðið í tengslum við yfirráða-
stétt þessa lands, er hún alþýðu-
kona í s,inni instu gerð, enda hef-
ir menningarkjarni hinna bestu
embættismanna út um sveitir
landsins verið mjög af þeirri rót
runninn alt fram á vpra daga.
Hún lítur jafn vingjarnlega til
beggja, Blöndals sýslumanns og
Magnúsar »blessaða,«, og því
verður öll frásögn hennar svona
hugnæm, að æðasláttur hins
stríðandi lýðs niðar þar á bak
við.
Minningar Ingunnar Jónsdótt-
ur ber ekki að vega á mæli-
kvarða hinnar ströngustu lisitar,
en þær eru óbrotjnn, og væntan-
lega óbrotgjarn steinn í þann
varða, sem margt gott alþýðu-
fólk hefir undanfarið verið að
reisa á leiði hins liðna tíma.
Kennarinn: Hvernig beygist sögn-
in að valda,?
Pilturinn: Valda, valdaði, hef vald-
að.
Kennarinn: önei, góði minn. Valda,
ollaði, hef ollað; við þurfum að ta,ka
okkur fram í mððurmálinu.
• •
Sfærðfi'íeðitíini.
(Margir piltar voru veikir og
nokkrir höfðu beðið um frí).
Kennarinn (litur yfir bekkinn): Jú,
helmingurinn er veikur. Um hm, og
helmingurinn biður um frí, það er
víst ekki nema þriðjungurinn, sem
getur gengið upp!
• •
Dr. von Eicken heitir einn fræg-
asti sérfræðingur í augna-, eyrna- og
nef-sjúkdómum. Meir en helmingur-
inn af öllum iæknisverkum hans sið-
asta ár, var að taka, burt aukaliði &
nefjum ungra Þjóðverja.
• •
öllum meðlimum nasistaflokksins
þýska er bannað að vinna á nokkurn
hátt að útbreiðslu Esperanto eða
nema alheimsmálið.
• •
A: Þetta er alveg óþolandi hiti.
B: Hve mörg stig er hann?
A: 24 stig.
B: Hvaða ósköp, ekki kalla ég það
mikinn hita í svona, stóru herbergi,
• •
»Skiftir um hver á heldur«, sagði
kerlingin, »í gær var bliðalogn, en í
dag er versta veður«.
• •
Lord Halifax, sem nú er mikið tal-
að um, hét áður Lord Irvin og var
þá jarl Breta, á Indlandi. Þar áður
hét hann Edwa.rd Wood og var um
tíma landbúnaðarráðherra.
ymsir enskir yfirstéttarmenn skift*
álíka oft nöfnum og elstu togararnir
hér heima.
Jóhannes úr Kötlum.
Aðalfundup
Slysavarnafélags Islands.
verðnr haldinn í Reykjavík laugardaginn
26. febrúar 1938.
Dagskrá samkv. félagslögum.
Fuudarstaður og fundartími auglýst-
ur síðar. Stjórnin.
Ramsay Mac
»Hann var maður, sem unnið
hafði landi sínu mikið og þakk-
látt starf«, sagði enska blaðið
»Daúy Maih, sean. þekt er að
saxnúð ,sinni með fasismanum!, í
forystugrein, er það flutti 9.
nóv. síðastliðinn í tilefni af
dauða Ramsay MacDonalds, sem
tvisvar hafði verið forsætisráð-
herra og einu sinni foringi Al-
þ'jóðasambands jafnaðarmanna.
Það er ekki unt að lýsa því bet-
ur með öðru en þessu lofi hins
fasistavinsamlega blaðs, hversu
djúpt þessi maður var sokkinn.
MacDonald var sonur vinnu-
ma,nns í sveit. Hann hafði sér til
ágætis myndarlegt útlit, leik-
araróm og hégómagirnd sína.
Hann héltí sig vera vel mentaðan,
mann, en hafði þó ekki snefil af
þekkingu á marxismanum. Þess
vegna bjóst hann \ herferð til
þess að útrýma marxismanum
úr verklýðshreyfingunni. Fáum
vikum fyrir dauða sinn hafði
hann látið svo um mælt, að
hann væri enn sósíalisti, og það
, gaf einum skynugum blaða-
manni auðvaldsins tilefni til
þeirrar athugasemdar, að hann
væri að minnsta kosti engu
minni sósíalisti nú en í upphafi
síns pólitíska ferils.
I byrjun stríðsins mikla skildi
Donaid.
milli MacDonalds og annara for-
ingja enska Verkamannaflokks-
ins, þar sem honum, virtist það
nauðsynlegt, vegna tvítungu-
leiks þess, er hann lék, að tengja
hina »föðurlandssinnuðu« starf-
semi, er hann rak í kjördæmi
sínu, við hinar friðarsinnuðu
skoðanir öháða verkamanna-
flokksins, ,sem um þær mundir
var aðalbækistöð hinna borgara-
legu friðarsinna. Þetta gerði
borgarastéttinni mögulegt að
hafa MacDonald að skotspæni
allra árása sinna á hið stríðs-
fjandsamlega hugarfar verka-
lýðsins, og á þennan hátt jókst
lýðhylli MacDonalds geysilega.
Hann tók þátt í hinni »sósíal-
demókratisku verkamannaráð-
stefnu« '\ Leeds 1917, sem lýsti
yfir fylgi sínu við febrúarbylt-
inguna í Rússlandi. Aftur á móti
gerðist hann harðvítugur and-
stæðingur októberbyltingarinn-
ar, hinnar sósíalistisku bylting-
ar í Rússlandi. Hann hóf nú bar-
áttu gegn kommúnismanum,
sem. náði hámarki ,sínu 1920.
Þessari baráttu átti hann það að
þakka að hann var aftur tekinn
upp í forystu Verkamanna-
flokksins.
Þegar fyrsta Verka,manna-
ílokksstjórn Englands var
mynduð eftir kosningarnar 1923,
tók MacDonald við forsætisráð-
herra; og utanríkisráðherra-em-
bætti. Þegar samningarnir voru
teknir upp við Sovétríkin, beitti
hann sér gegn því, að England
veitti Sovétríkjunum lán. Þegar
samningum þessum hafði verið
slitið, var það aðeins gremja
meðlimafjöldans \ Verkamanna-
flokknum, .sem komi því til leið-
ar, að samningarnir voru aftur
upp teknir og að hætt var við
réttarfarsofsóknirnar gegn.
kommúnistaforingjanum J. R.
CampbeU.
Hið hóflausa hatur MacDon-
ald á marxismanum og bolsé-
vismanum var orsökin að ósigri
Verkamannaflokksins í kosning-
unum 1924. Blaðið »Daily MaiU
birti hið alræmda, falsbréf
»rcmða bréfið« eða Sinovéffbréf-
ið«, sem átti að hafa innhaldið
fyrirmæli frá Moskva til enskra
kommúnista. Flestir meðlimir
Verkamannaflokksins viður-
kendu, að hér væri um að ræða
falsbréf frá einni af fölsunar-
verksmiðjum Mið-Evrópu. En
Mac-Donald sendi samt sem áð-
ur harðort mótmælaskjal til
Moskva, krafðist »skýringa« og
viðurkendi þar með, að hann liti
á falsbréfið sem góða heimild.
1 hinu mikla allsheirjarverk-
fajli 1926 hafði MacDonald und-
irbúið svik þau, sem framin voru
og hann notaði óisigur þann, sem
hin endurbótasinnaða forysta
hafði valdið, til þess að hafa
frokari áhrif á flokkinn í »end-
urbótasinnaða« (reformistiska)
átt.
Mac Donald varð aftur for-
sætisráðherra 1929, og nú tók
hann að fjarlægjast flokk sinn
æ meira, Þegar fjármálaauð-
valdið tók að gera stjórninni erf-
iðleika með vel skipulögðum,
fjárflótta, framdi hann opinber
svik við flokk sinn og lét fela
sér að mynda »þjóðstjórn«, án
þess að hafa áður borið það und-
ir samflokksmenn sína. Aðeins
tveir foringjar Verkamanna-
flokksins — Thomas og Snowden
— tóku þátt í þessum svikum á-
samt MacDonald.
Á þennan hátt stofnaði hann
til nýs kosningaósigurs Verka-
mannaflokksins og kom því til
leiðar, að kosið var þing, þar sem
sátu 500 afturhaldsfulltrúar, en
aðeins 60 andstæðingar aftur-
haldsins. En um hríð sýndist í-
haldsmönnum, ráð a,ð nota Mac-
Donald sem auglýsingaspjald
fyrir sína afturhaldssömu, verk-
lýðsf jandsamlegu pólitík. En
þessi hégómagjarni, fáfróði og
málugi maður, varð hinum nýju
vinum. sínum til æ meiri byrði,
og þeir létu hann því fara 1935
til þess að setja Baldwin í em-
bætti hajis.
Við kosningarnar 1935 tapaði
hann þingsæti sínu við kosning-
ar í fátækrahverfinu í Seaham,
en komst þó á þing við aukakosn-
inga,r í íhaldskjördæmi. Á þingi
var hann algerlega áhrifalaus
eftir þetta.
Hinir gömlu vinir hans í Verka
mannaflokknum hötuðu hann,
og hinir nýju vinir han,s innan
burgeisastéttarinnar áttu ekkert
eftir annað en fyrirlitningu hon-
um til handa. I augumi ijöldans
var hann löngu hættur að vera
annað en hlægileg »fígúra,«.
Þýska fasistablaðið »Deutsche
Allgemeine Zeitung« hældi hon-
um fyrir það í, dánarminningu,
að hann hefði sem sósíalisti ávalt-
verið ,svarinn óvinur marxism-
ans. Þetta lof úr munni, örgustu
óvina verkalýðsstéttarinnar,
fullkonar mynd þessa veiklynda,
hégómagjarna manns, sem þjón-
aði bresku drottinstefnunni og
sveik verklýðsstéttina án þess að
sýna iðrunarvott.
Lenin hafði í upphafi séð í
gegnum Mac Donald og kallað
hann »meistara í áheyrilegri,
klingjandi, innihajdslausri slag-
orðafræði, sem virst gæti sósíal-
istísk, en þjónar í rauninni í öll-
um auðvaldslöndum því, hlut-
verki að dylja pólitík burgeisa-
stéttarinnar innan verklýðs-
hrey,fingarinnar«.