Þjóðviljinn - 14.01.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.01.1938, Blaðsíða 3
ÞJÖÐVILJINN Föstudaginn 14. janúar 1938. (UðOVIUINN Málgagn Kommúnistaflokks Islands. Rltstjóri'. Einar Olgeirsson. Ritstjórn! Bergstaðastræti 30. Slml 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Laugaveg 38. Slmi 2184. Kemur út alla daga nema mánudaga. Askriftagjald á mánuði: Reykjavlk og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,25 Íf lausasölu 10 aura eintakið. Prentsmiðja Jöns Helgasonar, i Bergstaðastræti 27, simi 4200. »Menn sneiða hjá þér beggja bil, sem bann- færir — en styrkir til« Bllað Jónasar frá Hriflu, N. Dbl„ sem var blað Fram.sóknar fyrir noikkru, reynir nýlega að svara spurningu, er ég lagði fyr- ir það um hvað Framsóknar- flokkurinn hygðist að gera til að afstýra þeirri »harðstjórn bank- ann,a«, semi lýðræði og þingræði nú stafaði hætta af. Öl.l tilraun til að Sivara þess- ari spurndngu stranidar á því ein falda a,t.riði að blaðið þorir ekki að skilja hvað við er átt með »harðstjórn bankanina« og svar- ar því, eðlilega út, í hött. Nú skal, þetta málgagn J. J. upplýst umi að sjálft orðalagið »harðstjórn bankanna« er fyrst notað af Jónasi frá Hriflu í Tím- anum í ágúst 1932, þegar hann er að segja frá því. að hægt hefði verið að koma fisikhringnum, S.I.F., á annað hvort með lög- gjafarvaldi Alþingils eða, með harðsitjórn bankanna«, Jónas viðurkendii með því að satja þetta tvent að jöfnu að banka- valdið á Islandi væri í raun jafn sterkt, löggjafarvaldi Alþingis. Og síðain hefír það áþreifanlega sýnt sig að bankavaldið stendur jafnveil löggjafarvaldinu sjálfu ofiar, þannig að J. J. hefir orðið að viðiurkenna að í, það skifti, sem hann var montnastur af því að Alþingi hefði sýnt sig sem »húsbónd.a, á sínu heimilk (með samiþykt laganna um fiskimála- nefnd 1934), þá 'hefði Lands- bankinn tekið sér húsbóndavald- ið eftir á og knúið fram, breyt- ingar á þeim lögumL Og nú gerist álíka atburður með síLdarbræðslurnar. J. J. hót- aði því strax á þinginu í haust, er Alþinigi breytti því ákvæði, að aðeins mætti greiða 85% út á Sií.ldina og heimilaði föst kaup, — að þá skyldi Landsbankinn knýja það fram semi lánardrott- inn, sem Alþingi hefði e|kki vilj- að setja inn sem löggjiafi. Og nú er það gert. Nýja dagblaöinu er því ekki til, neins að fara undan í flæm- ingi. Lttndsbankavaldið er nú eins og hvað eftir arrnað að setja- sig ofwr löggjafarvaldi þjóðar- innwr — og Jónas frá Hriflu er aðalmaðurinn við að hjálpa því til þessi Það &r því ekki til neins fyrir N. dbl. að bannfæra í orði kveðnu harðstjórn bankanna, en styðja svo Landsbankann og styrkja í því að koma fram í Iðnaðarverkamenn og blekkinar Morg- un blaðsskrif aranna Iðja hefir frá öndverðu verið fylgjandi einingu verkalýðsflokkanna Morgunblaðið í gær gerir að umrEeðuefni! tillögu er Iðja sam- þykti á fundi sínumi sí.ðastliðinn sunnudag, og birtist hér í blað- inu í fyrradag. Eins og vænta má, skýrir blaðið rangt frá fram komu tillögunnar og gangi máls- ins. Ég mun því skýra það hér, með nokkrum orðum. 1 ágúst, síðaistl. sumar sam- þykti Iðja á fjölmennum fundi áskorun á verklýðsflokkana, um sameiningu, og síðar aðra, um samvinnu flokkanna í bæjar- stjórnar kosningunum. Á þessu sést, að samþ. síðasta fundar er í fullu samræmi við fyrri gerð- ir félagsins og beint áframhald af þeim, enda, fullyrði ég að bak við allar þessar samþ. standi meirihluti félagsmanna. Ennfremur er það rangt hjá Mogganum að tillagan hafi ver- ið borin fram af kamimúnistum, hún er borin fram af formanrd félagsins, og studd af öUum við- stöddum stjómarmeðlimum, en aðeins einn þeirra er komrrmn- isti. »Mogiginn ætlar að rifna af monti yfir því, hvað mikiið tillit íhaldið taki til iðnaðarfólksins, í þágu helstu fjárglæfra- og fé- sýslumianna landsins, gegn meg- inhluta þjóðarinnar. Slíkri hræsni er best svarað með hinum siígildu orðum Steph. G. Stephanssonar um flokk, er þannig breytir': »Menn sneiða hjá þér, beggja — bil, sem bannfærir en styrkir til«. röðun sinni á listann. En hvort sem vjð lesum listann aftiur á bak eða áfram, er hann óslitin röð af verklýðsandstiæðingum. Sérstaklega státar blaðið af Helga Hermann,, en allir, sem eitthvað þekkja til afstöðu hans af málum iðnarins, vita að þau hníga öll í sömu átt, fjandskap við verkafólk. og nemendur. Líka er það rangt að enginn hinna listanna hafi iðnaðarmann í öruggu sæti. A-listinn, -—■ listi alþýðunnar — hefir iðnverka- mann í öruggu sæti, mann, sem eftir 10 ára starf, í iðnaðinum þekkir að fullu þarfdr og kröfur iðnverkafólksins. Og annað, s,em meira er umi vert, hvert evnasta sæti A-listans er skipað mönn- um sem hafa barist og eru á- kveðnir í að berjast fyrir hags■ munum iðnverkafólks og annars v&rkalýðs. Iðjufélagar, nú eigið þið að velja: annarsvegar flokkarnir. sem bygt hafa verklýðssamitökin og staðið á verði umi hagsmuna- mál ykkar og með harðvítugri Útbreiðið Þjóðviljanii! Aflið Þjóðyiljanum nú þegar íjölda nýrra áskrifenda, því hann er eina dag- blaðiö, sem virkilega berst fyrir sigri A-Aistans Síðan Kommúnistaflokkurlnn 30. desember ákvaðað herða sóknina fyrir blaðinu eru komnir 77 nýir áskrifendur. Þar af komu 8 11. janúar, 9 12. janúar og 2 í gær. — Herðið nú sóknina enn meir. barátfu sk,a,p að ykkur þann rétt er þið njófcið í þjóðfé- laginu, hinsvegar íhaldið, sem sífelt berst, með hnúum og hnef- um, gegn hverri réttarbót ykkur til handa, sem vill hneppa verk- lýðssiamtökin í þrældqmsfjötra vinnulöggjafar og svifta ykkur réttinum til að ákyeða, með sam- tökum, ykkar, kaup og kjör. Eg treysti því, að Iðja verði ekiki sá hlekkurinn í samtaka- keðju verkalýðsins, sem nú brest ur, og hjálpi íhaldiinu með því, að halda völ.dum, heldur verði hún öruggur þátttiakandi í þeim sígri er alþýðan vinnur yfir í- haldinu þann 30. þ. m. Kjósið A-LISTANN. Björn Bjarnason. H. F. Eimskipafélag íslands. AÐALFUNDUR Aðalfundur Hlutafélagsins Eimskipafélags Islands, verður haldinn í Kaupþingssalnum í húsi félagsins í Reykjavík, laug- aridaginn 18. júní 1938 og hefsf kl. 1 e. h. tMjlrí&Sítj&f fV5 fí)bí>% Hvaða Usti er það, sem Jónas frá Hriflu er á? Ekki er það listi samvinnu- manna í Reykjavík, því helstu afrek Jónasar í samvimmmálum eru þau að vera með i að setja eitt samvmnufélag á hausinn, — og níða svo niður Pöntunarf élag Verkamanna, eftir að það var stofnað og segja i Samvinnu- skólanum að það verði að drepa það. Og ekki er það listi framsókn- wrmanna, því Jónas frá Hriflu sækir nú ekki lengur fram, held- ur skríður aftur á bak, brosandi út í hcegra munnvikið. Líklegast er það þá listi Lands bankans, því Landsbankinn er það eina, sem gamli maðurinn hefir haldið trygð við, af því sem• hann áður barðist fyrir. Og það vmm vera af því að Landsbank- inn hefir sjálfur svikið þjóðina — fyrir Kveldúlf og Hambro. Alþýðan hefir skap- að Reykjavík Svo er þettia blað að spyrja okkur kommúnista um hvernig við ætlum. að skapa og tryggja fult frelsi hér á Islandi, — og getur ekkd sjálft svarað einföld- ustu spurningunni um hvemig afmá skuli harðstjórn eins rík- isbankans! — Ég hef að vísu áð- ur rakið þetta mál, sem N. dbl. hér spyr um, mjög ýtarlega í greiln rninni »Leið í,sl. þjóðarinn- ar úr gjaldþroti auðvaldsins til velmegunar sósíalismans« í Rét,ti, 1. hef.ti 22. á.rg. Ættu þess- ir spyrjendur að kynna sér það, — en þeirn til frekari skilnings- a.uka mun ég siamti næstu daga takia þetta mál enn nánar fyrir í grein hér í blaðinu, til þess að sýna frami á hverniig skapa skuli og viðhalda hér skipulagi, þar sem peningavaldið, sem hægri menn Framsóknar n,ú beygja sig fyrir og beygja Alþingi undir, sé með öllu afnumið og íslenska þjóðín ráði. málum sínum, full- komilega sjálf, sem, ein, samein- uð þjóð, — ein vininandii stétt. E. O. DAGSKRA: 1. Stijórn félagsins slkýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári, og frá. starfstilhöguninni á yfirsta,ndandi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endur- skoðaða rekstursreikninga ti.1 31. desember 1937 og efnahags- reikning með athugasemdum endurskoðenda, svörumi stjórn- arinnar1 og fíllögum, til úrskurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiftdngu árs- arðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn félagsinsi, í stað þeirra sem úr gang;a samkvæmt félagslögunum. 4. Kosning edns endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umiræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sern upp kunna að verða borin. Þeiir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgpngumiða. Að- göngumiðar að fundinum verða afhentir hlufhöfum og umboðs- mönnumi hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 15. til 17. júní næstk. Menn geta fengið eyðubiöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. Reykjavíkl, 12. janúar 1938, STJÖRNIN. FRAMH. AF 1. SXÐU. En svona getur þetta ekki gengið lengur. Ihaldið hefir fyr- ir löngu fylt mæli synda sinna, og það getur hvorki með blíð- mælum, hótunum eða blekking- um skotið sér hjá reikningsskil- unum. Alþýðan krefst, þess ein- um rómi, að henni verði fengin í hendiur full umráð yfir þeirri borg semi hún hefir reist og lát- ið vaxa úr reifum. Fyrst þegar íhalidið hefír verið svift völdum. í bænum getur al- þýðan farið að reisa sér viðun- andi híbýli og önnur þau þæg- indi, sem, hún hefir í hundrað og fimtíu ár reist handa auð- mönnunium einumi. Þá fyrst verður Reykjavík borg alþýð- unnar, sem bygði haina. Hver' einasti maður, sem í ein- lægni óskar þess, að alþýðan ráði Reykjavík skipar sér 30 janúar um lista alþýðunnar, A- listann. KJGSIÐ A-LISTANN OG GERIÐ REYKJAVIK AD YKKAR BORG.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.