Þjóðviljinn - 26.01.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.01.1938, Blaðsíða 4
ss Níy/Oi T5io afs Hætíule^ kona mikilfengleg amerísk kvik- mynd. Aöalhlutverkin leika: PR:\NTCHOT TONE og BETTE DAVIS. leikkonan fræga sem ame- ríkumenn dáðst að sem ,sinni fremsitur »kara.kter« leikkonu. Aukamynd: BORRAH MINEVITCII hinn heimsfrægi munnhörpu snillingur og hljóm,sveit. hans leika nokkur fjörug lög,. B'órn fá eklri aðgang. Næturvörður er þessa viku í Reykjavíkur- og Iðunnarapóteki. Næturlæknir Kristján Grímsson, Hverfis- götu 39, sími 2845. Utvarpið í dag 8.30 Enskukensla. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 18.45 Islenskukensla. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Sönglög eft- ir Schubert:. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Bækur og menn (Viljh. Þ. Gíslason). 20.30 Kvöldvaka: a) Lodewyckz prófessor frá Ástralíu): Um Ástralíu: 150 þJÓÐVILIINN ára landnáimsafniæli Breta þai'. b) Magnús Jónsson prófessor: Erindi. c) Séra Sigurður Einar&son: Kaflar úr norrænum bókment um, II. d) Ýms lög. 22.15 Dagskrárlok. Esperantistar Esperan.to-fundur verður hald inn á. Hótel Skjaldbreið annaö kvöld (fimtudagsikvöld) og hefst kl. 9. Búlgarski blaðamaðurinn Ivan Krestanoff talar um mikil- vægt málefni. Skorað er vinsam- lega á alla, sem einhverntíma hafa meira eða minna lært esp- eranto, að koma á fundinn. Félagsstjórnin. Þvottakvennafél. Tækifærisverð. Ýmsar vörur svo sem: Iívenpeysur, Barnakjólar o. fl. sem hafa. óhreinkast við mátun eða heimlán, eða sem á eru smá. prjómagallar, seljast með tækifærisverði. Laugareg 40 Vesta Sími 4197. 0amlaf3íó % Kvikmynda- stjarnan Fjörug og afarspennandi amerísk gamanmynd. Aðal- hlutverkin leika: M A E W E S T, WARREN WILLIAM og RANDOLPH SCOTT. Brúarfoss fer á fimtudagskveld, 27. janú- ar, kl. 8 um Vestmannaeyjar, til Leith og Kaupmannahafnar. Freyja FRAMH. AF 1. SIÐU. margar stofnanir og atvinnu- rekendur. — Félagið tók og þátt í rekstri barnaheimilisins Vor- Ix)ðans ásamt fleiri félögum. Auk þess sem félagið hefir feng- ið bætt kjör félagskvenna í því er varðar kaup og sumarleyfi hefir það komið því til leiðar, að þær fá kaup þó þær s.éu frá störfum. vegna veikinda, sé það ekki leng.ur en 1 mánuð. Á fundinum: voru kosnar í stjórn: Þuríður Friðriksdóttir formaður, endurkosin, varafor- maður: Þóra Jónsdóttir, endur- kosin, Petra Pétursdóttir ritari og Sigríður Friðriksdóttir gjaíd- keri endurkogin. Meðstjórnandi: Kristbjörg Jóhannesdóttir. Kosn ir voru fulltrúar th Alþýðusam- bandsþings og hlutu kosningu Þuríður Friðriksdóttir og Sig- ríður Friðriksdóttir. GAMLA BlÓ NÝJA BlÓ Kosningafnndir Alistans fimtudaginn 27. janúar klukkan 6 síðdegis stundvíslega í báðum húsunum. — Margir ræðumenn frá báðum flokkum. — Tveir karlakörar, talkór o. a. Reykvíkingar fjölmennió á stærstu stjórnmálafundi sem enn hafa veriö haldnir. Aðgöngumiðar á 25 aura seldir á kosningaskrifstofu A-listans Laugaveg 7 og afgreiðslum Alpvðublaðsins og Pjóðviljans. Vickr ISaum. Helena Willfuer 38 burt af'tur. Hurðarskellir, hvísl, .stunur, — aíl- vana, kveinkandi stunur, .svo að Helenu verðufr illa við. Hún getur ekki setið á sér;, en læðist út á gang- inn. Nú neyrir hún, istunurnar skýrar. Hún veit ekki fyrr en frú Friederichs er þar komin. »Hvað eruð þér að gera hér? Liggið þér á hleri«, . spyr hún hát,t og hræðslulega. »Ég þa.rf á brautarstöðina, og ,sækja töskuna mína. Haldið þér að henni skáni ekki bráðum«, spyr Helena, og lítur til dyranna. »Herra minn trúr, það er naumast að þér eruö hjartveikar. Það e'r vant að heyrast öðruvísi til þeir,ra«. Helena læiddist út í kvöldrökk'rið. Enn rigndi, og þessi óaflátanlega rigning breiddi vonleysisblæju yfir alt. IJún borgar reikninginn á gistihúsinu, og telur ennþá einu sinni aurana sína. Það er lít.ið orðið eftir, frú Friedrichs búin að fá 100 mörk í fyrirfram- greiðslu, og önnur 100 mörk á hún að fá, þegar öllu er aflokið. Fyrir utan hús frú Friederichs stendur bíll, og hóp- ur kvenna stendur við útiidyrnar og þær eru að stinga saman nefjum og hvíslast. á. Helena verður dauðskelk- uð. Var verið að drýgja glæp þarna uppi. »Skyldu stunurnar vera hættar«, hugsat. hún og gengur hægt upp stigann. Karlmaður, sem hún hefir ekki séð fyr, opnar dyr.nar fyrir henni. »Hvern ætlið þér að tala við«, spyr hann og horfir hvasst á hana. »Frú Frederichs —« »Eruð þér undir hennar hendi«, spyr maðurinn, og verður litið til töskunna.r. »Nei, ekki ennþá«, segir Helena, og veit ekki hvað hún á að segja. »Þá vil ég ráða yður til að hafa yður á burtu sem skjótast,. Ég er lækni'r,, dr. Hartmann, — það voru aö gerast mjög alvarlegir hlutir hér í húsinu. Það er von á lögreglunni á hverri stundu, og ég ,sé ekki að þaij ,sé vert að fleiri lendi í þessu má]i. Eigið þér nokkuo inni?« »Nei —« Dyrnar á íbúð frú Frederichs, fy'rverandi ljósmóð ur, skullu aftjur. Slitin stigaþrep, forvitin augu í hverri dyragætt. Helena stendur grafkyr nokkur augnablik, það er eins og hún ætli að hníga niður. Svo tekur hún töskuna sína og flýtir sér burt. Ambrosius prófessor hafði lengi fundiið á sér að- draganda stórslysa. Og að ]>eim kom, einmitt þenna sama rigningadag, ,sem Helena Willfúer var að læð- ast um Frankfurt, í hættulegum erindagerðum. Það varð enginn landskjálfti, ekki heldur sprenging í gas- stöðinni, ekki einu sinni sprenging á, tilra.unastofunni. Voðinn tók á sig gerfi iít.ils* hréfs, skrifað á þykkan, fínan og ilmandi pappír, og var það afhent í villu Ambrosiusar prófessors. »Góði vinur«, skrifaði Pastouri. »Ég hef lofað þér fullri hreinskilni, og því vil ég nú gera þér ljóst hvern- ig sakir standa. Hjónaband okkar er mishepnaö, eins og þú munt sjáfur hafa fundið. Ég bið þig því að sjá um skilnaði'nn. Ég fór alfarin úr húsi þínu snemma í moi*gun, af því að ég vil ekki gera úr þér táldreginn eiginmann. Ég hef í rauninni aldrei orðið þín, og nú er ég bundin öðrum, og þar með er öllu lokiö okkar á. milli. Ég kveð þig og þakka þér fyrir liðna tim- ann. Mér þykir leitt að hafa valdið þér sorgar, en þú ert svo sterkur og hefir sta’rf þitt að lifa fyrdr. Mér er og verður hlýtt til þín, hveir veit nema að þú getir fyrirgefið mér síðar. — Svo hef ég etlvki. meira að skrifa. Yvonne«. Þegar Amhrosius hafði iokið lestri hréfsins, og gert sér Ijóst, hvað það þýddi, þreif hann á loft gríðarstórt steinhylki með stærsta pájmanum úr vetrargarðin- urn, og slengdi því í gólfið. Amhtosius var ofsafenginn ástríðumaður, og sárs- aukinn gerði hann óðan eins og villidýr’ í búri. Hann beit í knýtta hnefa sína, reif sundur nótnablcð á Allir á Bío-íuii(tina á morgm T

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.