Þjóðviljinn - 31.03.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.03.1938, Blaðsíða 2
Fimtudagurinn 31. mars. 1938. PJOÐVILJINN Jón Snæbjöm Jónsson. Vtinningarorð. Meö íslenskum sjómönnum bar,st hingað sú fregn, að um mánaðarmótin sept.—okt. f. á. hafi látislt, í Grimby Jón Snæ- björnsson frá Lambeyri í Tálknafirðii, en þar hafði hann dvalið síðan 1911. Jótn Snæbjörn var fæddur á Lambeyri 4. apr. 1877. Faðir hans var Jón bóndi á Lambeyri Jónsson. Er sú ætt mér að öðru ókunn. Móðir Jóns'Snæbjarnar var Kristín, dóttir Snæbjarnar bónda í Dufansdal í Arnarfirði, Pálssonar í Stapadal í Arnar- firðí, Hákonarssonar prests að Álftamýri, Mála-Snæbjörnsson- ar (d. 1767) á. Sæbóli í Dýrafirði Pálssonar. Jón Snæbjörn misti föður sinn ungur, enda var hann kominn að iotumi fram af elli, þegar Jón Snæbjörn. fæddist stóð faðir hans rétt á sjötiugu. Ungur vandist Jón sjómensk- unni, og stundaði hana, fyrst hér heima um langt skeið, og síðan við strendur Ameríku og Eng- lands fram til ársins 1916 (að mig, minnir) að hann misti hand- legginn við ströndun á skipi sem hann var háseti á, við Skotland. Jón Snæbjörn var merkilegur maður á margan hátt, — minni hans og mælska og ekki hvað síst vinnuþol var með afbrigð- úm, sama mátti segja umi geð- þrýði hans og ráðkænsku. Aldr- ei minnist ég þess að sjá Jóni »bregða« sem kallað er, og voru þó oft til þess ærnar ástæður meðan við dvöldum saman. Hann unni réttlæti í fylstu merkingu þessi orðs, og lét ekki hluta sinn fyrir neinumi ef út í þá sálma fór, og á hann var hallað. Kynni mín við Jón Snæbjörn hófust þegar hann var 23 ára; en nán- ust Qg best voru þau þegar við urðum skipsfélagar og samverka menn á skonnortunni Heklu vet- urinn 1910—11 og á togaranum »Petunúr« frá Grimsby sama ár, en þá skildu leiðir okkar. Við kvöddumst seint í ji'mí í Grims- by dokk og sáumst .aldrei upp frá því. Þó nú séu liðin full 27 á,r síð- an við Jóin Snæbjöm vorum .ski.psfélagar, og nánir samverka menn, eru og verða jafnan við þann mann bundnar mætar og góðar minningar. Ég minnist hans því nú sem híns ágæta og. trausta félaga, og atorkusama og ráðsnjalla sjómanns, Pó að Jón Snæbjörn dveldi meir en aldarfjórðung fjærri ættjörð sinni, og fornum vinum, gleymdi hann þeimi ekki, slíkfc var svo fjærri lunderni hans, heldur fylgdist hann af hinum mesta áhuga á, því semi hér fór fram í þjóðfélagslífinu. Svo hafa sagt mér sjómenn héðan að varla, muni hafa komið íslenskti skip í Grimsby- »dokk« án þess að Jón kæmi þar um borð og spjallaði við landa sína, spyrði þá frétta að- heiman og fengi hjá, þeim blöð og bækur, enda, áfcti hann meðal þeirra marga, vini, sem styrktu hann og réttu hjálpandi hönd. Eftir að Jón Snæbjörn misti hendina var hann eins og gefur að skilja, örfátækur maður og sá styrkur sem hann fékk, 12 sh. á viku, hrökk skamt til framfærslu, varð hann að vinna fyrir sér, en sú vinna sem hann gat unnið var takmörkuð mjög, og seinustu árin lítil eða, engin. Hann þráði að komast; heim til Islands, þó iítt muni hann hafa látið á því bera. 1 þessum, minningarorðum hef ég oftast nefnt hann eins og hann var jafnan nefndur meðan hann var hér á landi. Gjöri ég það af því að hans mörgu k-unn- ingjar villist .síður á, hver mað- urinn var. En ekki fékk hann að halda því nafni lengi eftir að til Englands kom. Varð ég sfcrax var við að hann var nefnd- ur Stári-Jón, sií.ðan Ka.nada-Jón, af því að hann var lengi, á, skipi, sem fiskaði þar, og nú síðustu árin Islands-Jón. Tel ég víst að honum, hafi sjálfum geðjast best, að því nafni. Jón Snæbjörn var alla æfi heil.suhraustur maður, eftir því sem ég best veit. Seinasta dag- inn sem hann lifði. var hann frískur sem endranær, gekk er- inda sinna, en kom ekki aftur. Þegar að va.r gáð var hann ör- endur. Jón Snæbjörn var hár maður vexti og beinvaxinn, grannvax- inn og hraustlegur, dökkur og hrokkinhærður, en varð á seinni Tyclio licalic: Svo sem mörguin. mun kunnugt, liggur stjörnuspeking- urinn danski, Tycho Brahe, og kona hans, grafinn undir kirkjugólfinu í Theinkirkjunni i Prag. Nú eru liðin lúm 300 ár síðan ha,nn dó og fór ný- lega fram vfðgerð á kirkjunni. Þegar grafarhvelfingin var opnuð fundusf þar kisturnar með líkum þeirra lvjóna, og héldu þau sér svo vel, að auðvelt var að þekkja Tycho. Skeggið líktist mjög því, sem það er sýnt á myndum af honum og nefið vantaði svo sem eðlilegt var, því það misti hann eitt sinn í einvígi, en bar upp frá þvl »smíðað« nef. árum gildur mjög Oig þungfær, hann var prýðilega að sér í öll- um undirmanns störfum, og viljamiaður mestj. Ég þakka Jóni Snæbirni allar okkar samverustiundir. Ég hika ekki við að segja, að hann hafi í einu og öllu verið meðal hinna bestu og 'traustustiu íslenskra, sjómanna, sem ég hefi kynst. Lifi minning slíkra drengja., Róserikranz Á. Ivarsson. Pað sem gerst hefir I Austurríki, er lærdómsríkt fyrir þá menn, sem telja sig fylgjandi, þjóðlegu sjálf- stæði. Flokkur þeirra Dollfuss og Schussnigg bældu niður verklýðs- hreyfingunai í Austurríki i febrúar- 1934, drápu ýmsa, bestu menn henn- ar og lögðu lýðræðið að velli. — 5 mánuðum síðar, 25. júlí 1934, lét Hitler myrða; Dollfuss, og 11. mars 1938 lagði hann svo Austurriki undir sig og afnam sjálfstæði þess. Og nú stendur Schussnigg fyrir dðmi Hitl- ers, foringjar »föðurlandsfylkingar- i,nnar« í fangabúðum, — það eru launin ha.nda Schussnigg og fylgis- mönnum hains, fyrir að hafa rutt Hitler brautina til Wien. • • Mennirnir, sem myrtu Dollfuss Austurríkiskanslara 25. júli 1934, gerðu það að undirlagi Hitlers, sem lofaði þeirn aðstoð, enda, átti þá að rnynda nasistastjórn í Austurríki. Ea Hitler sveik þá, — og þeir voru dæmdir til dauða. fyrir morð og skotnir. — Nú lætur Hitler grafai þá upp, — hann hefir a.ltaf haft dálæti á morðingjum, Hitler, — líka þeim^ sem hann hefir svikið í trygðum. Þróunarlerill Stefáns Péturssonar og svika- ferill samsærismann- anna í Moskva. Framh. Við skulum nú gera ofurlitla hugsaða tilraun ,sem er til þess fallin að varpa skí.ru ljósi yfir májaferlin í Mosikva og annað í sambandi við þau, Stefán Pétursson er maður nefndur. Hann varð í æsku hrif- inn af kommúnismanum og las margt í þeim fræðum, eins og Karl Kautsky á sínumi tíma. Hann gekk snemma í Koimmún- istaflokk Islands, en undi ,s'ér illa, eins og Trotski, ef hann fékk ekki einn öllu að ráða. Hann hélt sig vera mikinn fræði mann og þóttist alt vita betur en aðrir, sbr. Trotsky, Bucharin o. fl. Að lokum var hann rekinn úr flokknum, eins’ og’ Sinovjev, Kamenjev o. fl. úr Bolsévikka- flokknum, en, hefði þó að líkind- um átt þangað afturkvæmt, ef hégómagirnd hans og önnur skapgerð hefði ekki varnað hon- um þess. Hann tekur þegar þá stefnu að reyna að kljúfa komm- únistaflokkinn og stofna nýtt flokksbrot og gekk í því skyni milli meðlima flckksins til að fá þá á sitt band, ,sbr. Trotsky & Co. En honum tókst raunar enn lakar en hinum rússnesku skoð- anabræðrum hans, m'eð því að hann gat ekki klofið einn ein- | asta mann frá flokknum. Þá á- kveður hann að ganga í lið með mönnunum, sem hann fram tii þess dags, hafði sjálfur oft og tíðum: í ræðu og riti. kallað sósí- alfasista og höfuðstoð burgeisa- gtéttarinnar inntm verklyðs- hreyfingarinnar. Hann kemst að sem undirtylla við blað sósí.al- demókrata sem sérfræðingur í kommúnistaníði og Rússlands- ró|gii. Á svo sem einu ári gerist al- ger bylting í sálarlífi þessa m,anns. öllum; sínum æskuhug-- sjónumi varpar hann fyrir borð í einu lagi. Það, sem áður var honum sannleikur, er nú orðin lýgi, það, sem, áður var hvítt, er nú orðið svart — en ekki sem árangur af skoðanalegri þróun eða innri baráttu í leifc að sann- leikanum, heldur einungis vegna særðrar metorðagirndar, sem nú er snúin upp í blint hatur til þeirra manna og málefna, sem hann hafði áður aðhyllst. Þessi fyrverandi kommúnisti er nú orðinn einhver hatramasti fjand maður kommúnismans, sem til er á íslandi, sbr. Ölaf Friðriks- son, Doriot, Kautsky, Trotsky o. fl. Hann hefir sí.ðan reynt að vinna kommúnismanum alfc það ógagn, e,r hann hefir mátt, þí að ekkert af því hafi raunar hrinið á Kommúnistaflokki fs- lands og óhappamaðurinn hafi, •einmitfc gert sínum núverandi bandamönnum, stóirum, meiri skaða en kommúnistum:. Lengra er hinni raunverulegu þróun hlutanna ekki komið, og nú hefst hin. hugsaða tilraun. — Gerum ráð fyrir, a,ð Island væri orðið sósíalistískt ríki undir for- ystu sameinaðs flokks íslenskrar aíþýðu (sem St.P. er engu minni þyrnir í augum en sjálfur Kom- múnistaflokkurinn). Gerum ráð fyrir, að inn í þennan samein- aða flokk myndi þessi maður slæðast ásamt heiðarlegum Al- þýðuflokksimönnum og kommún- istum. Hvað myndi hann aðhaf- ast þar? Fyrst og fremst myndi hann reyna a,ð ota sér áfram,, til að verða foringi. Hann myndi í sinni lítt takmÖrkuðu hégóma- girnd koma með kenningar og ■»teóríur« um það, að svcna mætti flokkurinn ekki fara að, svona væri ekki hægt að byggja upp sósíalismann, landbúnaðinn yrði að skipuleggja á annan hátt, verklýðspóilitík flokksins yrði að breytast, Hann myndi hafa »teóríur« á hverjum, fingri, eins og þeir Trotsiky, Sinovjeff og Bucharin, og einkenni þeirra allra myndi vera það fyrs-t og fremst;, að þær færu í öfuga átt við kenningar flokksins í heild. Þetta eru engar tilgátur út í blá- inn. Við þekkjum þennan mann af nokkura ára starfi hana í Kommiúnistaflokknum og geturn sagt. með nokkurn veginn óyggj- andi vissu, að svona mýndi fara. Gerum nú ráð íyrir því, sem líklegasti er, að hinn sameinaði flokkur íslenskrar alþýðu bæri gæfu til að ftaka ekki mark á skvaldri þessa kenningakuklara, semi alt vissi öllum befcur. Hvað myndi hann þá taka til bragðs? Reyna, eins og Trotsky og' félag- ar hans, að stofna umhverfis sig klíku innan: flokksins til baráttu gegn flokksstjórninni. Þetta er beldur engin tilgáta út í bláinn, því að einmitt þetta reyndi St. P. að gera innan Kommúnista- flokksins, þegar sýnt var orðið, ,að hann var þar í minnihluta, að vísu með litlum árangri. Alveg sérstaklega myndi hann veitast að sinum höfuðfjenidumi, hinum fyrverandi meðlimum; Kommún- istaflokksins; innan hins samein- aða flokks. Eða hver heldur, sem les skrif hans um kommúnista i Alþýðublaðinu um þessar mundir, að hann mýndi nokkurn tíma semja frið við þá? Þegar klofningsstarfsemi St. P. innan hins sameinaða flokks væri komin á þetifca sfcig, er ekki ólíklegt, að flokkurinn sæi sig nauðbeygðan til að víkja honum úr röðum sínum, eins og Bolsé- vikkaflokkurinn varð að víkja þeim, Trotsky, Sinovjeff ou s. frv. Hvað myndi hann nú taka til bragðsi? Vafalausti fara að dæmi Trotsky, Sinovjeffs og þeirra kumpána og reyna að stofna sér- stakan andsósialistískan flokk, l;oma sér upp leynilegri prent- smiðju oi. s. frv., eins og þeir gerðu 1927. Þessi tilgáfca er ekki úfci í bláinn, því að 1934, eftir að búið var að víkja St. P. úr Kom- múnistaflokknum, hafði hann það siama í huga og reyndi, eins og fyr er sagti, að kljúfa raenn frá flokknum. Nú eru allar líkur til, að enda þótt klofningshetja okkar hefði getað fengið í lið meö sér nokkra menn af sínu sauðahúsi, aði þeiim hefði ekki tekist, fremur en rúss nesku klofningsmönnunum, að afla sér neins fylgis meðal verka lýðsins og alþýðunnar á Islandi. En hvað á lítil klíka að gera, sem stendur uppi einangruð og fylgislaus, afhjúpuð fyrir allri alþýðu semi klofningsmenn, hafi hún ekki manmdóm og siöferðis- þrek til að viðurkenna mistölc sín og snúa af sundrungabraut sinni til samstiarfs við hin ó- spiltu öfl verklýðshreyfingarinn- ar? Hún á ekki annars' úrkosta en að taka upp leýnistarfsemi gegn verkalýðnumi og hinum raunverulegu foringjum, hans. Sjóðandi af særðri hégómagirnd og hatri til þeirra foringja verk- lýðshreyfingarinnar, sem þeir hafa beðið lægra hlut fyrir í bar átfcunni, munu þeir vaxpa, fyrir boxð öllum þeim sósíalistísikum sjónarmiðum, sem þeir kunna enn að eiga til. Þeirra eina sjón- armið verður að hefna sín á and- stæðingum sínum, berja þá nið- ur með hvaða, ráðum sem vera skal, jafnvel þó að það verði hinu sósíalistiska ríki til tortím- ingar, sem verkalýðurinn hefir komið á fót með áratiuga baráttu og fórnum. Framh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.