Þjóðviljinn - 06.04.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.04.1938, Blaðsíða 4
sð l\fy/a r^)'io ss Hokfiii | sjónarmið (Lost Horizon) Síórkostleg amerísk kvik- Í mynd gerð undir stjórn 1 kvikmyndasnillingsins Frank Capra. Aðalhlutv. leika: Ronald Colman, Jane Nyatt og fl. Kvikmyndagagnrýnend- ur heimsblaðanna hafa talið kvikmynd þessa hið mesta listaverk hvernig sem á hana sé litið. Opborginni Næturlæknir Gísli Pálsson, Laugaveg 15., sími 2474.. Næturvörður < er þessa viku í Reykjavíkur- apóteki og lyfjabúðinni Iðunn. Otvarpið í dag: 8.30 Enskukennsla. 10.00 Veðurfregnir. 12..00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 18.45 íslenzkukennsla. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Pingfréttir. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Bækur og menn. 20.30 Kvöldvaka: a. Dr. Einar Ól. Sveinsson: Úr Sverrissögu. b. Sig. Einarsson dósent: Úr norrænum bókmenntum, - IV. c. Helgi Guðmundsson þjóð- sagnasafnari: Vestfirzkar þjóðsögur. Ennfremur sönglög og harm- óníkulög. . 22.15 Dagskrárlok. íþróttafélag Reykjavíkur hefir fengið Súðina til þess að fara vestur á Isafjörð á skíðavikuna, sem þar verður um páskana. Súðin leggur af stað þann 13. þ. m. og kemur svo snemma suður aftur, að menn geti farið til vinnu sinn- ar á þriðja í páskum. Þeir, sem fara á skíðamótið, geta dval- ið um borð í Súðinni meðan dvalið er á ísafirði. Allar nán- ari upplýsingar er hægt að fá í síma 3811. Karlakór verkamanna Samæfing verður á föstudags kvöldið kl .8.30 á venjulegum stað og tíma. Skóviðge ðir Sækjum — sendum. Fljót afgreiðsla. Hliómsveit Reykjavíkur ! ,BIáa kápan‘ verður leikin í kvöld kl.. 8.30 í Iðnó. ) í næst síðasta sion Skóvinnusfofa Jens Sveinssonar Slt fitseit. Njál^götu 23, sími 3814. Göm!öI?)iO A V A 1 ynr r í París Afar fjörug og skemmíi leg amerísk gamanmynd. Aðalhlutverkin leika: CLAUDETTE COLBERT ROBERT YOUNG og MELVIN DOUGLAS. Reykjavíkurannáll h. f. REVY4N Leiðrétting.. Hér í blaðinu hefir sú villa slæðst inn í gær, í greininni um vinnulöggjöfina, þar sem stendur ,,félagsdómuru á nokkrum stöðurn í stað „sátta- semjara.“ „Bláa kápan“ í verður leikin í kvöld kl.. 8,30 j í Iðnó.. Er þetta í næst síðasta ; sinn, sem þessi vinsæla óper- etta verður sýnd hér, og þarf ekki að efa, að enn eiga marg- ir eftir að sjá hana, sem hafa fullan hug á því.. En nú fer að verða hver síðastur.. Skipafréttir.. Gullfoss er í Rvík, Goðafoss fór frá Grimsby. í gær, Brúar- foss fór frá Kaupm.höfn í gær, Dettifoss var á Húsavík í gær. Lagarfoss er í Kaupmannahöfn, Selfoss er í Hamborg. Kvennakór Verkakvennafélagsins Fram- sókn hefir söngæfingu kl. 8 í kvöld á venjulegum stað. Mun- ið að mæta stundvíslega. Gerist áskrifendur! Skemtiferð til Isafjarðar E.s. Súðin 13.—18. apríl. Páskavikan! Skíðavika ísfirðinga! Upplýsingar í síma 3811. IpRÓTTAFÉLAG REYKJAVÍKUR. Katlakórlnn ,Fðstbræðnr‘ SðngstJérS: Ján Halldórsson Einsöngvarar: Arnór Halldórssson og Einar B. Sigurðsson.. Einsöngvarar: Arnór Halldórsson og Einar B. Sigurðs- Aðgöngumiðar seldir í Bókaversl. Sigf. Eymundssonar og versl. K. viðar. »Fornar dygðir« 20. SÝNING. Fimmtudagskvöld 7.. þ. m. kl. 8 stundvíslega í Iðnó. Aðgöngumiðar seldir kl. 4—7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. Venjulegt leikhúsverð daginn sem leikið er. Ekki tekið á móti símapönt- unum. Spania Alt C/3 til <ð 0) 3 5* hrein- •p—« * c CO • a CO germnga Alexander Avdejenko: Eg elska ... 5 — Nei, sjáið þið til piltar.. Rauði Nikanor erkom- inn á fyllirí. — Gefðu stráknum á kjaftinn, frændi, beint á kjaftinn, svo að hann lokist. — Ostap, lumbraðu á þeim rauðhærða. Skeltu honum á gólfið. Æ, mikill dæmalaus klaufi getur þú verið. — Gangið á milli. Eg sé enga ástæðu til þess að láta þá velta sér svona eins og skjaldbökur. Pessi einmana friðarrödd var óðar höfð í háði og spotti og óhljóðin halda áfram.. Nikanor kastaði mæðinni, laut yfir soninn, sem lá stynjandi á gólfinu og spurði: — Hvar eru peningarnir? Ostap sleikti bólgnar varirnar, lagaði skyrtuna sína og sagði: — Ég veitti eftirlitsmanninum — — mig — — mig langaði svo til þess að fá fasta atvinnu.. Nikanor stirðnaði allur og endurtók þetta töfra- orð hvað eftir annað.. — Fasta atvinnu, fasta atvinnu, hvíslaði hann og laut yfir soninn bljúgur.. Ostap sá mynd sína í þöndum augum föðursins, sem tindruðu af fram- andi slikju.. Hann var búinn að gleyma smámun- unum.. Svo lyfti Nikanor höfði sonarins, og strauk úf- ið hár hans með hrjúfri höndinni.. Rödd hans var rugluð af sektarvitund.. — Því sagðirðu mér þetta ekki fyr? Þvílíkur ó- viti og þöngulhaus — Annar kafli.. Þau komu meðati þeir Nikanor og Ostap voru við vinnu sína.. Konunum var vísað til bekkjanna, þar sem menn þeirra sváfu.. Þar sátu þær fratn í rökkur á pinklum sínum, pem höfðu að geyma aleigu þeirra í jarðneskum verðmætum.. Þær töluðu ekki við nokkra lifandi sál og klæddust ekki úr yfir höfnunum.i Harpina var dökkeygð og hún stalst til þess að virða fyrir sér rúm mannsins síns, og það fór léttur roði um vaxir hennar og vanga þegar hún hugsaði um hann.. Hvar skyldi hann geyma gjafirnar, sem hann hafði skrifað um í bréfum sínum? Marina var tekin að grána í vöngutn og hún réri sér í ákafa á bekknum.. Hún huldi andlitið í dökkum höndunum og hugsaði til þeirrar fram- tíðar, sem beið hennar hér.. Grentjan yfir brostnum vonum hvarflaði ekki frá henni.. I fjörutíu ár hafði hanadreymtum heimili sitt,um smjörgerð og mjaltir á köldum vetrardegi. Marina lokaði augunum af feársauka og lét sem hún svæfi. Kosjma var sá eini úr hópnum, sem virtíst enga kvíða. Það var ungur, dökkhærður drengur með stór og tindrandi augu. Hann hljóp eins og ör um allan ekólann og klifraði upp á bekkina.. Ýmsir urðu til þess áð rétta honum brauðbita, og litli stúfurinn hljóp með hann til m ömmu sinnar og ömmu og skifti brauðinu á milli þeirra. Svo hljóp hann af stað aftur eitthvað út í skálann. Seint um kvöldið komu þeir Nikanor og Ostap frá vinnu sinni. Ostap faðmaði móður sína að sér,gekk svo til konu sinnar og reif af henni skýluklútinn. Hárið dökkt og mikið féll mjúklega niður um herðar hennar. Augnabliki síðar sat Harpina við hliðina á Ostap og sagði honum helstu nýungarnar heiman úr sveitaþorpinu. Nikanor gekklíka innískálann, liægt ogíþungum hugsunum. Kona hans og tengdadóttir heilsuðu hon- um yfirlætislaust. Kozjma kom hlaupandi til afa síns í hendingskasti. Gamli maðurinn greip drenginn, brá honum á loft og lét óhreint skeggið strjúkast við andlit barnsins. Litli snáðinn hló, Nikanor taut- aði eitthvað fyrir munni sér, Harpina þerraði gleði- tárin af augum sínum. Ostap kjökraði af hamingju. Marina ein var þögul og þungbúin:. I augum hennar blikuðu engin tár. Hún réri sér fram og aftur á stokknum, endrurn og eins var sem kippir færu um fölvar varir hennar. Nikanor flýtti sér að þvo kolasallann af andlitinu Svo tók hann sér sæti við hlið konu sinnar og lagði höndina á hné hennar. —Nú verður okkur ekki undankomu auðið. Hér verðum við að stofna nýtt heimili. Marina hallaði höfðinu upp að barmi hans og létt- ur skjálfti fór um líkama hennar. Afinn fékk eitt skálahornið til afnota fyrir sig, son- inn og konur þeirra beggja, sv.o tjaldaði hann fyrir hornið með baðmullarábreiðu.. Allir verkamennirnir komu til þeirra með þvott sinn og fatnað til aðgerð-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.