Þjóðviljinn - 01.05.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.05.1938, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILJINN Sunnudaginn 1. niaí 193S- (SJÓQVIIJINN Málgagn Kommúnistaflokks Islands. Ritstjóri: Emar Olgeirsson. Ritstjórn: Bergstaöastræti 30. Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Laugaveg 38. Sími 2184. Kemur út alla. daga nema mánudaga. Askriftargjald á mánuði: Reykjavik og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,25. 1 lausasölu 10 aura eintakiö. Víkingsprent, Hverfisgötu 4, Sími 2864. EinÍDgin sigrar Á einu ári, frá 1. maí í fyrra til 1. mají í ár, hafa gerst stór- viðburðir í verkalýðshreyfing- unni á íslandi. Pá, — 1. maí 1937 — urðu kröfugöngur alþýðunnar tvær, — og þótt alda samfylkingar- stefnunnar hefði þá þegar risið svo hátt, að kröfuganga sam- fylkingarinnar yrði hin eigin- lega kröfuganga alþýðunnar, og þátttaka Péturs Q. Guðmunds- sonar og Halldórs Kiljan Lax- ness í hátíðahöldunum undir- strikaði samfylkingareðli þeirra, kom þó miklu færra alþýðufólk út á götuna þennan maí-dag en árið áður, — án efa sökum von- brigðanna á síðasta augnabliki um sameiginleg hátíðahöld allra alþýðusamtakanna. Hátíðahöldin 1. maí í fyrra bentu þó ótvírætt til þess sem síðar kom fram: Samfylkingar- stefna Kommúnistaflokksins hafði fundið þann hljómgrunn meðal alþýðufólks, að hennivar vís sigur. I kosningabaráttunni sem í hönd fór — alþingiskosningun- um 20. júní — gerði Kommún- istaflokkurinn marg-ítrekaðar tilraunir til að ná samkömulagi við stjórn Alþýðuflokksins, en áranguslaust. Kommúnistaflokk- urinn sneri sér þá til meðlima flokksins, til alþýðunnar allrar, í fullri vitund um samfylkingar- vilja fólksins, — og undir kjör- orðinu: Sterkur kommúnista- flokkur getur knúð fram sam- fylkingu, vinnur flokkurinn einn hinn glæsilegasta kosningasig- ur, sem unninn hefir verið hér á landi, en andstæðingar ein- ingarinnar stórtöpuðu. Kosningasigurinn vanst ekki síst fyrir hina drengilegu fram- kömu flokksins, er bauð hvergi fram, þar sem framboð hans hefði getað felt vinstri þing- menn; en studdi allsstaðar þá frambjóðendur vinstri flokkanna er tæpir voru fyrir. ! beinu framhaldi kosninga* baráttunnar beitir kommúnista- flokkurinn sigrinum og áhrifum hans til að efla einingarstefn una, er nú fær byr undir báða vængí. Fylgjendur sameiníngar verklýðsflokkanna í sósíalistisk- an verklýðsflokk verða í meiri- hluta á þingi Alþýðusambands- ins í háust — láta einungis und- an síga í bili fyrir hótun hægri mannanna um klofning í flíokkn- um. Fnlibomlð hernaðarbandalag mllli Breta og Frakka. Herforingjaráð beggja laadaaaa tafea npp samwinnn. Enskur kafbátur. LONDON I QÆRKV. FÚ. Jjjfe ÁÐHERRAFUNDURINN í London er aðalviðb urðurinn, ® sem heimsblöðin ræða í dag, og kemur öllum þeim helztu saman um, að hann sé einn hinn merkilegasti atburð- ur, sem gerzt hefir í stjórnmálum álfunnar upp á síðkastið, Halifax lávarður gaf út yfirlýsingu í dag þess efnis, að hin nána samvinna, sem framvegis myndi verða milli herfor- ingjaráða Frakklands og Bretlands væri ekki bein afleiðing viðræðnanna í London, heldur áframhald af þeirri samvinnp sem áður hefði verið fyrir hendi. Franska blaðið Le Jour kemst svo að orði um þessar viðræður, að hernaðarbandalagið milli Frakklands og Bret- lands sé nú loks orðið að veruleika og að þýzkaland verði að sætta sig við það, hvort sem því Iíkar betur eða ver. Ennfrem ur segir blaðið, að franska stjórnin hafi með hinni röggsam- Iegu framkomu sinni sýnt öllum heiminum hvað hin tvö stóru lýðræðisríki í Vesturhluta álfunnar geti gert, ef þau eru sammála. New York Times tekur í sama streng og segir, að hér sé um meira en venjulegan vin áttusamning 'að ræða, því að telja megi, að Frakkland og Bretland hafi gert með sérhern aðarbandalag. Berliner Tageblatt kemst svo að orði, að það sé vonandi, að Chamberlain sýni ekki minni Iskilning, á málaleitunum og nauðsynjamálum Þýzkalands en hann hafi nú sýnt frönsku stjörninni, og eitt megi Bret- land vita, að afdrif Sudeten- Þjððverjanna séu grundvallar- staðreynd í stjórnmálum Evr- ópu, sem ekki verði komizt á snið við. Annars er meiri hluti þýzkra blaða sammála enskum enskum og frönskum blöðum um það, að ályktanir Lundúna- fundarins hafi gert Mið- Evrópumálin auðveldari við- fangs og þannig orðið til þess að stuðla að því að friður hald- ist. ! opinberri tilkynningu, sem ;út hefir verið gefin um viðræð- urnar í London segir að aðal- 'takmarkið með þeim hafi verið að athuga möguleika á því, að unnt yrði að varðveita friðinn í álfunni án þess að það kost- aði það, að gengið væri á rétt smáþjóða og varnarlítilla ríkja. í bæjarstjórnarkosningunum í janúar 1938 tekst svo opinber samfylking verkalýðsflokkanna svo að segja um alt land. Hægri mennirnir og trotskista- klíkan við Alþýðublaðið grípa til síðasta örþrifaráðsins til að reyna að hindra sigurgöngu ein- ingarinnar — kljúfa Alþýðuflokk inn. Þaðan var svo skamt að því óþokkaverki, að semja þrælalög um verkalýðshreyfing- ^ina, í samráði við afturhaldið. Það tókst að hindra í bili kosningasigur verkalýðssamtak- Janna í Reykjavík. En það tókst ekki að hindra það, að fölkið í verkalýðsflokkunum kyntist, lærði að vinna saman, lærði það að engar eðlilegar ástæður skifti því í tvo stjórnmálaflokka. Árangur þessarar reynslu sést í dag með hinum glæsilegu há- tíðahöldum samfylktra reyk- vískra verklýðssamtaka. í dag — 1. maí 1938 — ljómar sig- urvissan af andlitum reykvískra verkamanna, Öllum þeim fjölda, sem fylkir sér undir merki eirtingarinnar í dag, hefir skilizt það, að skil- yrðið fyrir því, að þeir fáikröf- um sínum um atvinnu og auk- in réttindi framgengt, er ein- ing og styrkur verkalýðssamtak ianna. I da'g — 1. mai 1938 — strengja verkamennimir þess heit, að skapa I náinni framtíð eitt voldugt verklýðssamband, éúm sterkan sósíallstiskan alþýðuflokk. Iðnnðmsfrnmvarp afgreitt til Ed. Breytingartillögur þær, sem Framsóknarflokkurinn ber fram á þingi við iðnnámslöggjöfina, voru til 3. umr. í gær og afgr. úr deildinni til efri deildarmeð atkvæðum Framsóknar og Sjálf stæðismanna gegn atkvæðum kommúnista og Alþýðuflokks- manna. Tillögur þessar fjalla, eins og kunnugt er, um að rýmka rétt- indi meistara til þess að fjölga nemum og nota þá við iðnina sem ódýran vinnukraft. Verði frv þetta að lögum, má búast við að þeir „góðu og gömlu dagar“ renni upp á ný, að sveinum sé sagt upp vinn- unni óðar er þeir hafa öðlazt réttindi. Með frumvarpi þessu er stig iðstórtspor afturábak, eins og fléstu, sem Jónas Jónsson frá Hriflu tekur sér fyrir hendur um þessar mundir . Hluti af enskri hersýningu. Henleín hefur í heitingum. LONDON í GÆRKV. FO. Henlein, foringi Sudeten- Þjóðverja hefir gefið út ávarp þar sem hann skorar mjög á flokk sinn að fjölmenna til funda þeirra og kröfugangna, er flokkurinn efnir til á morg- un, 1. maí. Dagur sigursins sé nú að nálgast, svo að flokkur- inn fái kröfum sínum fullnægt. Annars er gert ráð fyrir, að 1. maí verði með nokkuð öðrum blæ. í Tékkóslóvakíu nú enund anfarið, með því að stjórnar- völdin hafa krafizt nákvæmara eftirlits með fundum og kröfu göngum en undanfarin ár. Ungverska stjórnin gefur út yfirlýsingu í idag, þar sem hún lofar þýzka minnihlutanum f Ungverjalandi meiru sjálfsfor- ræði í málum sínum, en hann áður hefir notið. Yfirlýsingin er undirrituð af forsætisráðherra landsins, Kalman Daranyi og segir hann að þessi ráðstöfun sé gerð til þess að sanna það, að Ungverjaland vilji staðfesta vináttu sína við Þýzkaland. Utbreiðið Þjóðviljann 1. mai skemtnn alþýðnsamtakanna. sem Kommúnistaflokkurinn annast, í K. R. húabu sunrnuf. 1. maí kl. 9 e. h. SKEMMTISKRÁ: 1. Ræða: Eggert Þorbjarnarson 2. Karlakór verkamanna.. 3. Upplestur: Jóh. úr Kötlum. 4. Ræða: Ölafur H. Einarsson. 5. Ungherjar skemmta. 6. Ræða: Haukur Björnsson. 7. Karlakór verkamanna. 8. Dans. Aðgöngumiðar í K. R.-húsínu frá kl*. 5 í 'þag. |

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.