Þjóðviljinn - 01.05.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.05.1938, Blaðsíða 4
SjB Níy/af5'ib sjb Litli Willie Winkie Amerísk stórmynd frá Fox félaginu, samkvæmt hinni heimsfrægu I ndlandssögu eftir enska stórskáldið RUDYARD KIPLING Aðalhlutverkið, Willie Winkie leikur undrabarnið SHIRLEY TEMPLE. ásamt Victor McLaglen, June Lang, C. Aubrey Smith o. fl. Aðgm .seldir frá kl. 4. Sýnd í dag kl. 3, 7 og 9. Barnasýning kl. 3. Lækkað verð kl. 7. Aðgöngumiðar seldir frá I kl. 1. jf'l REYKJAVIKURANNÁLL H.F. REVYAN Foroardygðir 27. sýning þriðjudagskvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir á morg un, mánudag, kl. 4—7 og á þriðjudag frá kl .1. Venjulegt leikhúsverð eftir kl. 3 daginn sem leikið er. Aðeins örfá skipti ennþá. |j j»í1Ih•*[•• Úpboi*gínnl Næturlæknir í nótt er Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Aðra nótt: Ölafur Þorsteinsson, Mána- p;ötu 4, sími 2255. Helgidags- læknir í dag: Sveinn Pétursson, Garðastr. 34, sím,i 1611. Næturvörður er í Reykjavíkurapóteki og lyfjabúðinni Iðunn. Ctvarpið í dag: 9.45 Morguntónleikar: Sym- fónía nr. 2, eftir Brahms (plötur). 10.40 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Islenskukensla, 3. fl. 15.00 Miðdegistónleikar: Ýms lög (plötur). 16.00 Messa í Hafnarfjarðar- kirkju (Prédikun: Ragnar E. Kvaran. Fyrir altari: séra Garðar Þorsteinsson). 17.40 Otv. til útlanda (24.52m). 18.30 Bamatí.mi. 19.20 Hljómplötur: Þjcðlög frá ýmsum löndum. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Frétitir. 20.15 Hátíðisdagur verkalýðsins: a) Karlakór alþýðu syngur (söngstj.: Árni Björnsson). b) Erindi: Sósíalisminn og verklýðshreyfingin (Ölafur Hansson sagnfræð.ngur). c) Karlakóir verkamanna, syng ur (söngstj.: Hallgrímur Jak- obsson). d) Upplestur (Þorsteinn ö. Stephensen leikari). e) Hljómsveit Bjarna Böðvars sonar leikur og syngur. 22.J 5 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun. 8.30 Enskukensla. 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Þingfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.35 Fréttir. 20.00 Otvarp frá Alþingi: Aí- mennar umræður við 3. umr. um frv. til fjárlaga fyrir 1939 (E1 d h ú s d agsumr æðu r ). Ármenningar fara í skíðaför á morgun, kl. 81, ef veður leyfir. Er nú hægt að aka alla leið að skálanum í Jósefsdal. Farmiðar fást við bíl- ana. Skipafréttir. Gullfoss1 kam frá útlöndum í gærmorgun, Goðafossi og Brúar- foss eru í Reykjavík, Dettifoss fór frá Hamborg í gær, Lagar- foss kom í gærkvöldi, Selfoss ;er í Grimsby. Bíóin. Nýja Bíó er nýbyrjað að sýna kvikmynd eftir hinni frægu Ind- landssögu Kiplings: »Litli Willie Winkie“ og leikur Shirley Temple aðalhlutv. Gamla Bíó sýnir fjöruga og fyndna; mynd »Swing Time«' mieð Fred Astaire og Ginger Roqers í aðalhlutverk- unum, Nýja stúdentablaðið kemiur út, í dag og verður selt á götunum. Blaðið er fjölbreytt og skemtilegt að vanda. Skinfaxi, tí.marit U.M.F.I., 29. árg. 1. hefti, er nýkominn út. pjóðviljinn er 8 síður í dag. I. maí-blaðið verða allir að eiga. Það flyt- ur ágætar greinar eftir þekta nthöfunda og .stjórnmálanienn. blað félagsins Iðju, kemur út í dag. Blaðið flytur f jölda greina um iðnaðarmál og fleira, — einn ig margvíslegt skemtiefni. „Æskulýðsblaðið“ kemur út í dag. Flytur margt góðra greina; um, málefni æsku- lýðsins. Skreytt fjölda mynda. „Ungherjinn“, stórt og vandað barnablað, með mörgum myndum og skemti legumi greinum, kemur út í dag. Lesið vel auglýsinguna um tilhögun kröfugöngunnar og hátíðahald- anna í dag! & Gevmla ri'io % Swing time Fjörug og glæsileg söng- og dansmynd. Aðalhlutverkin leika hinir vinsælu leikarar: FRED ASTAIRE og GINGER ROGERS Sýnd kl. 9. Alþýðusýning kl. 614 VORDRAUMUR Barnasýning kl. 5: SMÁMYNDASAFN Skipper Skræk o. fl. Kaupum gamlan kopar ávallt hæsta verði. VERZL. GRETTISGÖTU 45 (Grettir). Flokksfélagar og aðrir lesendur! Skiptið við þá, sem aug- lýsa í pjóðviljanum, og lát- ið blaðsins getið! Kaupum tómar flöskur, soyu- glös, meðalaglös, dropaglös og bóndósir. Sækjum heim. VERZL. GRETTISGÖTU 45 (Grettir). Allir út á götuna í dag! Alexander Avdejenko; Eg elska ... 23 ir fótum okkar. Vilt kamillublóm bylgjast fyrir blæn- um. Rétt fyrir framan okkur hoppar smáfugl og kvakar angistarfult. Að lokum flýgur hann upp. Varjka nernur staðar og lítur í kringum sig, svo læð- ist hún, krýpur á kné og leitar vandlega í grasinu þeir eru naktir ennþá, hlustaðu hvernig þeir tísta í sama bili bar mig að og ég sá hreiðrið, sem var haglega gert úr stráum og hálmi. í því var hópur af örsmáum ungum, sem lágu í hrúgu. Varjka þekur hreiðrið aftur með stráum og segir: t- Sanj, þú mátt aldrei snerta unga, þá yfirgefur móðir þeirra þá. — Ó, hrópar hún, og víkur sér undan. Sjáðu, Sanj, Svo höldum við áfram leið okkar og troðum niður grasið. Döggin vætir fætur okkar, þistlarnir stinga og netlurnar brenna. Varjka nemur stað.ar og dregur andann þungt. Svo þrýstir hún höndinni að hjartastað, lokar aug- unum og andár djúpt að sér hreinu morgunloftinu. O, — Sanj, Sanjka. Það sem eftir er af leiðinni göngum við fót fyrir fót. Við göngum þögul gegnum „belgiska skóginn“ og niður að Severjankafljótinu, sem rennur lygnt og breitt við skógarjoðarinn. Hér afklæðumst við. Varjka breiðir kjólinn sinn á grein og sléttir úr fellingunum. Ég sit eftir á bakkanum og horfi á eftir Vörjku, því, að sjálfur er ég hræddur við vatnið. Hún syndir baksund í áttfna til mín, og ég sé, hvernig, hún spyrnir sér áfram með fótunum. Nú kemur hún upp á bakkann og glitrandi vatnsdropár sindra á mjöðmum hennar og grönnu mitti. Hún grípur í hönd inína og dregur mig niður að vatnsbakkanum. Eg strita á móti af öllum kröftum, en hún dregur Eg orga upp og lem með öllum öngum, en alt kemur fyrir ekki. Æ, reyndu að þegja, apakötturinn þinn. Eftir að ég var kominn út í vatnið, var ég óhrædd- ur. Hún syndir með mig björgunarsund út í miðja ána, og öll hræðsla er horfin. Á eftir hlupum við fram og aftur um bakkann, ausum vatni, hvort yfir annað, og veltum okkur í sandinum og sólskininu. Sólin er komin yfir skóginn og geislar hennar eru brennheitir. Við leggjumst í grasið og látum fara vel um okkur. Varjka breiðir úr hárinu, og það fellur vott og slétt niður eftir baki hennar og mjöðmum. Að lokum höldum við heimleiðis og Varjka hleypur á undan inér með kjólinn óhneptann í Viálsinn. A-lt í einu hverfur hún á bak við klett og kemur brátt aftur með fegursta blómvönd. Hún raðar blómuium um höfuð sitt og hleypur svo umhverfis mig með allskonar látum. Svo höld- uim við áfram eftir skóginum. Varjka er altaf að hlaupa út úr skógargötunni og hún kemur í hvert skifti með rautt blóm. Hún lileður á sig blómunum, uns höfuð hennar líkist mest blómvendi. Brátt kom- um við í skógarrjóður. Ég var bæði þreyttur og svangur. — Varjka, við skulum koma heim. Hún snýr sér í hring, og nokkur blóm falla úr höfuðdjásni hennar. Henni vöknar um augu, og varir hennar titra. — Æ, nei, Sanj, ekki strax. Við komum ekki heim, fyr en eftir sólarlag. Varjka gengur inn í húsið sólbrend, og með blóm- vönd stunginn Undir beltið, og blóm| í hárinu. Enn- fremur hefir hún komið með mikið af allavega litum blómum, sem hún 1 ættu'r í skaftpott fylltan af vatni,. sem hún réttir mömmu. En hve þau ilma mamma. Það birtir yfir hreysinu og það fyllist blóma-angan og gleði. Afi liggur hreyfingarlaus í rúminu og brosir. Mitjka og Njurka masa í ákáfa. — Gefðu mér rautt blóm. Án þess að hreyfa sig gefur afi Vorjku merki um að koma til sín. Hún gengur að rúmi hans, sest á stokkinn og faðmar hann að sér. — Segðu þeim að koma hingað öllum. Við setjumst umhverfis afa og bíðum. Rökkrið er að síga yfir ,og enginn vill kveikja á lampanum. Öldungurinn rís upp við dogg í rúminu og styðst við olnbogann. Þunt skeggið hristist. Hann andarp- ar og segir með lágum, veikum rómi: — Sjáið nú til börnin góð, Eg kann æfafornt æfin- týri, sem eg ætla að segja ykkur.; Hann hnígur aftur niður á svæfilinn og kastar mæðinni. Andardrátturinn er þungur og sogandi Svo byrjar hann aftur að tala, og tálar hægt milli bess sem hann fær hóstaköst.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.