Þjóðviljinn - 03.05.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.05.1938, Blaðsíða 4
SjB Níý/a ttio ss Liili Willie Winkie Amerísk stórmynd frá Fox félaginu, samkvæmt hinni heimsfrægu I ndlandssögu eftir enska stórskáldið RUDYARD KIPLING Aðalhlutverkið, Willie Winkie leikur undrabarnið SHIRLEY TEMPLE. ásamt Victor McLaglen, June Lang, C. Aubrey Smith o. fl. Sýnd í kvöld kl. 6 fyrir börn og kl. 9 fyrir full- orðna. Aðgm. seldir frá kl. 4. Hliómsveit Reykjavikur „Bláa kápan“ (De tre smaa Piger) verður sýnd miðvikudaginn 4. maí kl. 8V2. VIÐHAFNARSÝNING (og Benefice) til ágóða fyrir PÉTUR JÓNSSON Aðgöngumiðar með hækkuðu verði fást í Iðnó í dag kl. 4—7 og með venjulegu verði.eftir jkl. 1 á morgun. Sími 3191. þíÓÐVIUlNli OrWginni Næturlæknir Páll Sigurðsson, Hávallag. 15, sími 4959. Næturvörður er í Reykjavíkurapóteki og lyfjabúðinni Iðunn. Útvarpið í dag: 12.00 Hádegisútvarp. 19.20 Pingfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.35 Fréttir. 20.00 Útvarp frá Alþingi: Al- mennar umræður við 3. umr. um frv. til fjárlaga fyrirl939 „Fornar dyggðir14 verða sýndar í kvöld í 27. sinni. Aðgm. verða seldir eft- ir kl,. 1 í dag. Venjul. leikhúsv. eftir kl .3 í dag. Aðeins örfá skipti eftir ennþá. 1. maí blaðið fæst ennþá og er selt í Heimskringlu og á afgreiðslli Nýs lands. Allir alþýðumenn þurfa að eignast þetta ágæta blað . ■ }[ * '4'á 'f! t. maí merki Athygli skal vakin á því, að all/ir, sem enn hafa ekki gert skil fyrir merkjum og bíöðum er þeir tóku til söl(u 1. maí, eru beðnir að gera það í dag. Uppgjörið fer fram á afgreiðslu blaðsins Nýtt land kl. 10—12 f .h. og 4—5 e. h. Bláa kápan var leikin síðastl. miðvikud., enn fyrir troðfullu húsi. Næsta sýning verður á morgun og verður hún til ágóða fyrir Pét- ur Jónsson óperusöngvara. Hjónaband. 1. maí voru gefin saman í hjónaband af Páli Hallgríms- syni sýslumanni í Árnessýslu, ungfrú Ragnh. E. Möller aug- lýsingastjóri Ríkisútvarpsins og Jón Magnússon fil. kand. Skipafréttir. Gullfoss, Goðafoss, Brúar- foss og Lagarfoss eru, í Reykja- vík, Dettifoss er í Hull og Sel- foss í Rotterdam. Axel Blöndal læknir hefir breytt viðtals- tíma sínum og er hann fram- vegis til viðtals kl. 11/2—3 e. h. Happdrælli Háskóla Islands Endurnýjun til priðja flokks er hafin. Endurnýjunarfrestur er til 4. maí Endurnýjið fyrir pann tíma, annars eigið þér á hættu að miði yðar verði seldur öðrum. A. ©etmlði f?)io % Swing time Fjörug og glæsileg söng- og dansmynd. Aðalhlutverkin leika hinir vinsælu leikarar: FRED ASTAIRE og GINGER ROGERS REYKJAVÍKURANNALL H.F. REVYAN Fornar df gðir 27. sýning i í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 1. Venjulegt leikhúsverð eftir kl. 3 í dag. Aðeins örfá skipti ennþá. xuxuunnnnnuzi 1. MAÍ FRIÐSAMLEGUR í TÉKKÓSLÓVAKÍU LONDON í GÆRKV. FÚ. Stórkostleg hátíðahöld í til- efni af 1. maí voru í Tékkó- slóvakíu, þar sem Sudeten-Pjóð verjar höfðu undirbúið mikil hátíðahöld, og óttast var að draga kynni til óeirða, fór allt furðu friðsamlega fram, og er það þakkað því, hversu um- burðarlynd tékkneska lögregl- an var. 1. MAÍ I ENGLANDI. Framh. af 1. síðu.'' en nokkru sinni fyrr, og þar fluttu fimm þingmenn komm- únista og verkamanna ræður !fyrir 20,000 manns. Kröfðust þeir breytínga á utanríkismála- stefnu brezku stjórnarinnar, og þá einkanlega í afstöðu hennar gagnvart spönsku stjórninni. Alexander Ávdejenko; Eg elska ... 24 — Jæja, börnin góð. Fyfir löngu síðan var uppi góður, heilbrigður og djarfur maður. Hann gat mulið grjót í sand milli handanna. Þessi maður var 'eins og hann væri gerður af járni. En hann áttí fekkert annað en vöðvaorku sína.....því að, h'vorki guð eða menn hföðu gefið honum neitt. Hann var blásnauður vesalingur. En einu sinni datt þessum vesaling í hug að freista hamingjunnar og hann hljóp af stað. Hann eyddi orku fóta 0g) ihanda og þaut í sífellu áfram. Ljós augna hans þlioknuðu og hann hélt áfram að hlaupa. Og að lokum aumkaðist hamingjan yfir hann. ... Afi Ivarð að taka sér málhvíld, því að hóstinn ætlaði fð kæfa hann. .... En hann gerði það til þess jeins að draga dár að honum til þess að buga hann til fulls. Það fer hrollur um mig, og Mitjka og Njurka [ætla ,að hagræða höfði öldungsins á svæflinum en hadri ýtlir hendi hennar frá sér og æpír: I Nei, bíddu. Hvað átti hann að gera þessi maður í .æfintýrinu? Hamingjan hafði fallið honum í fskaut og þlegar hann þóttist halda henni milli jhandanna, brann hún til ösku. Maðurinn féll til jjprðar og í högginu meiddist hann á höfði og. misti tennurnar og ljós augna hans sloknuðu. Afi, elsku afi, hættu að segja þessa sögu, hún er svo hroðaleg, sagði Varjka grátandi. Nikanor reis upp í rúminu. Stóran líkama hans bar yfir okkur öll og höfuðið náði því nær upp í rjáfur. — Þar með var æfintýrið úti, og hinn óhamingju- sjami maður sem ætlaði að grípa gæfuna, gengur um jjörðina eins og vofa. Frið finnur hann aldrei fyr :en í kirkjugarðinum, þegar vilt perutré vaxa við gröf hans og vindurinn þýtur um krónur þeirra. Örmagna hnígur öldungurinn niður í rúmið aftur og blóðið litar fölvar varir hans. Rúmið brakar uindir honum, og það brestu'r í stoknum. Varjka krýpur á kné við rúmið, og hárið fellur ljaust niður um herðar hennar og bak, meðan hún þurkar gamla manninum um munninn með horni inu á græna sunnudagskjólnum sínum. — Afi, elsku afi, á morgun færi ég þér sitrónu, hvíslaði hún grátandi. Sjötti kapítuli. Kozjma kemur inn í kofann, fölur og magur. Hann var kominn alla leið hingað í sjúkrahúsföt- unum. Ermin á skyrtunni flaxaði fyrir vind- inum.eins og handleggurinn væri horfinn. En Kozjma skeytti því engu. Hann gekk þögull um kvosina/ flram hjá leirkofum námumannanna og smiðanna. iKozjma var lotinn í herðum, eins og hann væri að ileita að einhverju á leið sinni. Svo kom hann heim til okkar og gekk inn reykandi í spori. Eg fylgdi honum eftir með augunum. Eg vissi viegna hvers göngulag hans var svo hægt og hátíð- <egt. f Kozjma gekk inn á mitt gólfið og lét sig hníga niður á bekk. Hann andaði með opnum munninum, og ég sá, að tungajn( í honum var rauð og þrútin. Annar handleggurinn hékk niður með síðunni Hanrt virtist óvenju langur og í einhverju hrópandi mis- jjæmi við aðra hluta líkamans. Neglurnar snertu jgólfið eins og til að krafsa leirinn upp, úr því. Umhverfis hann var dulræn þögn. Nikanor gamli megnaði ekki að færa blikkolluna upp að vörum iSÍnum. Njurka Mitjka og ég önduðum djúft og prjónarnir féllu í orðlausri þögn úr höndum mömmu. Allir virtust hafa gleymt því, að það sauð upp ú^ pottinum og nokkuð af þeim mat, sem í hont(m átti að vera, var kominn út á gólf. 1 Kozjma leit upp geispandi, og bað: — Gefið mér ofurlítinn vatnssopa. Afi tók bollann sinn, og fálmaði aumkvunarlega með hann í riðandi höndunum. Mamma virtist nú hafa áttað sig. Hún stóð á fætur og gekk út 4ir stofunni. Við börnin urðum djarfari og skriðum úr felunum hjá ofninum. Njurka gekk djarf- lega að bróður sínum, benti á ermina sem féll mátt- l,aus niður og spurði: — Hvað hefir þú gert við handlegginn? Þetta snerti piltinn á óvæntan hátt. Fyrst var ísjím hann vildi hrinda systur siuni frá sér. En í ;stað þess dró hann telpuna til sín og duldi grátandi Jaugu sín í hári heninar. Afi lyfti höfðinu, og varirnar bærðust eins og hann vildi segja eitthvað, en ekkert hljóð heyrðist frá.honum. . ^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.