Þjóðviljinn - 19.05.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 19.05.1938, Blaðsíða 2
Fimtudaginn 19. maí 1938. Þ JOÐVILJINN Oerð ar dómnr inn Þegar Paganini var spurður að því bver vœri mesti fiðlusnillingur heims- ins, svaraði hann jafnan: Það veit ég ekki, en Lepinsky er sá næstbesti. Stúlka í Ameríku stefndi auðmanni í ** einum, er hafði kyst hana í leyfis- leysi. Fyrst hai'ði hann boðið henni 500 dollara fyrir kossinn, en hún hafnaði því. Þá stal hann kossinum. Stúlkan heimtar 10 þúsund dollara í s-kaðabætur. Ekki hefur frést um lok málsins. • • Magnús gamli hældi sér af nýtni sinni. Og tók t. d. regnhlífina sxna. Hún er nú orðin 10 ára. Fyrir 7 ár- um var sett ný.tt handfang á hana og þreni árum seinna var settur nýr dúkur á hana. — Nei, hvað segirðu, sagði kunninginn. Hún er eins og ný að sjá. — Já, sagði Sigurgeir. — Og í fyrradag hafði ég skifti á henni og annari spán-nýrri á veitingahúsi. ** Karlmaður við rxðandi kvenmann: Ég þekki enga konu sem kann jafn vel að halda um taumana sem yður. Konan: Ég hef líka verið í hjóna- bandi svo árum skiftir. • • Frúin: Hvað sé ég! Vogið þér yður að fara út í kjólnum mínum? Vinnukonan: Frúin hefur oft og einatt sagt, að ég ætti að viðra föt- in sín. ** Gesturinn: Hvað þýðir annars þessi mynd? Málarinn: Paö er nú eftir aö vita. 1 baksýn er ólgandi sjór. Gesturinn: Ja-á, en að framan Málarinn birstur: Fyrir framan það er þroskur. ** Maðurinn: Góða, kona! Pessi ungi er alt of harðsteiktur. Konan: Já, en hann er máske kom- inn úr of soðnu eggi. ** Tveir vinnunxenn voru eitt sinn á sama bæ, og kom illa saman. Annar þeirra hét Halldór. Sunnudagsmorg- un einn snemma detldu þeir sem oft- ar og var þvi ekki lokið þegar að húslestri kom, um hádegisbil. Þegar lestrinum lauk, segir annar vinnu- maðurinn strax: »Já, ég ansa til þess aftur, Dóri minn«. Með þessu hófst deilan að nýju og stóð til kvölds. ** Bjarni og Helgi. áttu báðir heima í sömu sveitinni. Báðir voiu þeir al- þektir fyrir stífni, en þó einkum Bjarni; hann lét ekki hluta, sinn fyr- ir neinum manni, hvernig sem á stóð. Oft var um það talað, hvor þeirra mundi vera stíflundaðri, eða þrárri. Einu sinni urðu þeir samferða yfir F. U. K. F. U. K Ungir kommúnistar. Munið aðalfund F. U. K. í K. R.-húsinu uppi kl. 8V2 í kvöld. Stjórnin. Flokksskrilstofan er á Laugaveg 10, opin alla virka daga frá 5—7 e. h. Félagar, munið að greiða flokksgjöld ykkar skilvíslega. fjall um vetur og báru þungar byrð- ar, en ófærð var mikil á fjallinu og settust þeir á snjóinn og hvíldu sig. Þegar þeir höfðu setið um stund, segir Helgi: >:Eigum við ekki að standa upp?« »Jú«, segir Bjarni, »stattu þá upp fyrst«. »Nei«, segir Helgi og þar við sa.t. Um þetta deildu þeir uns báðir voru farnir að skjálfa, úr kulda, og dagur var að þroti kominn. Þá segir Bjaini: »Ég slend aldrei upp á undan þér, fari það bölvað, l'yr skulu báðir vei’ða hér úti á fjallinu en ég láti undan«. Sá þá Helgi að ekki þýddi að etja, kapp við Bjarna, og stóð fyr upp. Sagði Helgi svo frá síðar, að Bjarni væri eini maðurinn, sem hann hefði, orðið að láta, undan á æfinni. FRAMH. AF 1. SÍÐU uðatriði í kröfum stýrimanna, segir svo í dóminum: „Á skipum félagsins, sem hafa 3 stýrimenn, skulu vera þrí- skiptar vaktir, nema þegarskip stjóri telur, að nauðsyn beri til þess að víkja frá þessari reglu vegna öryggis skipsins. Þegar lagt er að bryggjum eða frá bryggjum, skal eigi kalla til starfa nema tvo stýrimenn, nema skipstjóri telji að brýna nauðsyn beri til þess. Nú eru tveir stýrimenn, þegar svo stendur á, kallaðir til starfa á frívakt, ogskal þá, eflagter að bryggju, sá þeirra, sem styttra hefir verið á frívakt, fá eina krónu fyrir hverja byrjaða hálfa klukkustund, sem tekin er af frívakt hans. Þegar lagt er frá bryggju, skulu stýrimenn sem hafa frívakt og kallaðireru til starfa, fá sömu aukagreiðslu, sem að ofan greinir. Aukagreiðsl ur þessar greiðast samkvæmt skýrslu skipstjóra.‘“ í raun og veru -hafa stýri- menn unnið lítið á. Kaup þriðju stýrimanna hefir að vísu hækk- að lítið eitt og st)?rimenn hafa að nokkru leyti fengið viður- kenndan rétt til eftirvinnukaups Dómurinn leynir því ekki, að dómsmennirnir hafa verið á bandi atvinnurekenda, eins og altaf hlýtur að verða, í raun og veru, um dóma, sem eins eru skipaðir. Þá sýna dómsniðurstöðurnar ennfremur, að afstaða sú, er Kommúnistaflokkurinn tók frá öndverðu til þessa máls, var hár- rétt. Gerðardómur leysir slík mál aldrei svo viðunandi sé fyr- ir aðra en atvinnurekendur. Og auk þess er með gerðardóm- um skapað mjög hættulegt for- dæmi í launadeilum. Klofningsmennirnir í Alþýðu flokknum, sem áttu frumkvæði að þessum dómi, geta ekkert af honum hlotið nema vansæmd eina, enda var Alþýðublaðið hljótt í jgær. Tilkynnið bústaðaskifti. peir af áskrifendum þjóðviljans, sem hafa bústaðaskifti eru vinsamlega beðnir að tilkynna afgreiðslunni hvert þeir flytja, svo að komist verði hjá vanskilum. ÞJÓ ÐVILJINN Laugavegi 38. Sími 2184 Alpýðnfsrlkiniim í Berlín lýsir yfir samúð með málstað Tékkóslóvakíu Úr „Deutsche Volkszeitung,“ París. Fylgjendur alþýðufylkingar- arinnar þýzku í Berlin hafa gef ið út yfirlýsingu um vináttu sína við Tékkóslóvakíu, og segja þar m. a.: „Vér erum tengdir vináttu- böndum við hið lýðfrjálsa ríki, Tékkóslóvakíu, við Frakk- land alþýðufylkingarinnar og hinar friðelskandi þjóðir Sovéí- ríkjanna“. í annari yfirlýsingu frá al- þýðufylkingunni í Berlín segir svo: „Ef oss auðnast ekki að af- stýra styrjöld, þá skuluð þér og Iandsmenn yðar vita, að lýð- veldi Tékkóslóvaka á einnigvini hérna megin skotgrafanna . . Það er fjarri oss, að skoða á- rás á yðar litla land sem hetju-> dáð af Þjóðverja hálfu‘“. Þessar einlægu og kjarkmiklu yfirlýsingar, vitnandi um frjð- arþrá þýzku alþýðunnar, mitt í stríðsæsingum nazístanna, bera merkilegt vitt/ um frels- isbaráttuna í Þýzkalandi. Þeim herrum í Róm og London er vissara að taka þá staðreynd með í reikninginn, að lýðræðis- ríkið Tékkóslóvakía á vini og bandamenn, ekki einungis í Frakklandi og Sovétríkjunum, heldur líka í Þýzkalandi. Rödd alþýðunnar heyrist yfir landamærin, þrátt fyrir æðis- gengin öskur stríðsæsingamann anna. Rödd alþýðunnar ber sáttarorð og friðar milli þjóð- anna, sem nazistarnir eru að reyna að egna saman til blóð- ugrar styrjaldar. Þýzka alþýðan veit, að sér- hver árás á sjálfstæði Tékkó- slóvakíu, hvort sem hún kem- ur heiman eða erlendis frá, þýð ir styrjöld, að fjöldinn í Tékkó slóvakíu leggur út í baráttu, að herinn í Tékkóslóvakíu hlífist ekki við að beita vopnum sín- um. Prag er ekki Vín. Á Aust- urríki og Vín lá mara Schuss- niggs-alræðisins, en í Prag lif- ir lýðræði og frelsi, og alþýðan mun verja frelsið og lýðrétt- indin til hins ýtrasta. Það sýna einingarfylkingarnar 1. maí, og kjörorðin, er þá hljómuðu um allt landið og fundu hljómgrunn út um alla Evrópu: „Vér vilj- um frið, — en vér höfnum því að lifa við kúgun“. Það er ekki síst umhyggjan fyrir þýzku þjóðinni, sem ligg- ur bak við þessar yfirlýsingar alþýðufylkingarinnar í Berlín, um afstöðuna til Tékkóslóvakíu Evrópustyrjöldin, sem kviknar við landamæri Tékkóslóvakíu, ef Henlein og yfirboðari hans fá að þjóna lund sinni, hlýtur að kosta þýzku þjóðina miljónir mannslífa. Hættan fyrir Tékkóslóvakíu er mikil, — en hættan og vand- ræðin eru ekki minni fyrir þýzku þjóðina, ef á annað borð kemur til stríðs. Því má ekki gleyma, að Tékkóslóvakía á volduga bandamenn. fskyggilegar fréttir berast frá landamærum Slésíu og Tékkó- slóvakíu. í borginni Neisse sterkri setuliðsborg skammt L landamærum Tékkóslóva' i, var stofnað til almennrar her- kvaðningar 1. maí. Frá Schweid nitz, Hirschberg og Zittau ber- ast fregnir um mikinn liðssam drátt, einkum tank-fylkingar og riddaralið, og það er varla til- viljun, að einmitt í Troppau í Tékkóslóvakíu, rétt við landa mærin, stofnar Henlein og flokkur hans til nýrra og nýrra ögrana og æsinga. Enginn skyldi láta blekkjast af opinberum yfirlýsingum. — Tékkóslóvakía er í yfirvofandi hættu, og það er skylda allra þeirra, er berjast fyrir frelsi oy friði, a ð margfalda viðleitni sína til verndar Tékkóslóvakíu. Einn þýðingarmikill þáttur í þeirri viðleitni eru yfirlýsingar alþýðufylkingarinnar í Berlin eri í þeim birtist sami andinn og ríkir meðal frelsishetjanna á Spáni, og mun að lokum sigra stefnu kúgunarinnar. Á þessari stundu, þegar ver- ið er að semja nýjar hernaðar- áætlanir í Róm, og enska íhald- ið er að breiða það út, asamn ingar milli stjórnmálamanna geti komið í stað baráttu fjöld- ans, er full þörf á að lýsa því ótvírætt yfir, að þjóðirnar muni ekki líða neinn „hlutleys- isnefndar“-skrípaleik gagnvart Tékkóslóvakíu. Kommúnistaflokkar allra aiida munu þegar taka upp harðvítuga og fórnfúsa baráttu fyrir málstað Tékkóslóvakíu, eins og þeir hafa gert fyrir spanska lýðveldið, og þýzku kommúnistarnir munu ekki láta sitt eftir liggja. Óvinur Tékkóslóvakíu kemur frá hinu kúgaða föðurlandi voru. Hann er um leið óvinur vor, óvinur frelsisins í ættlandi voru, hann skoðar Þýskaland alt- af sem innri „vígstöðvarnar“‘. — Ætti það þá ekki að vera sjálfs sagt mál, að öll stjórnarand- staðan í Þýzkalandi hefji upp raust sína og krefjist þess, að sjálfstæði og frelsi Tékkóslóv- akíu sé eirt. Alþýðufylkingin í Berlínstarf ar ólöglega við afskaplega erfið skilyrði. Samt hefir hún fundið . tóm til þess að ræða málefni, Tékkóslóvakíu og taka um það. ákvarðanir. En Þjóðverjar er- lendis, útflytjendurnir, semgeta hættulaust látið álit sitt í ljósi, hafa enn ekki látið eins ótvírætt til sín heyra og félagarnir f Berlín. Leiðtogar hinna ýmsu hópa jafnaðarmanna í útlegðinni hafa um allt annað að hugsa. Þeir láta sér nægja að kvarta í sífellu um harðstjórnina. Þeir lýsa með fjálgleik og þolinmæði her- ferðum Hitlers, áfor/mim hans og framtíðarhorfunum. En þeim virðist aldrei koma til hugar að sjálfir gætu þeir gert eitt- hvað. Það ætti ekki að vera svo erfitt að skilja, að baráttusam- fylkingu verður að nynda taf- arlaust, ekki einungis í Spánar- málunum og til árangursríkr- ar baráttu heima fyrir, heldur einnig til verndar sjálfstæði Tékkóslóvakíu. Þar er einfalt mál, að andstæðingar fasism- ans verða að vinna saman,taka sameiginlegar ákvarðanir um sameiginlegar framkvæmdir, og létta þannig félögunum heima í Þýskalandi baráttuna, semþeir heyja með dauða og fangelsi yfir höfði sér við hvert snor. Vér fylgjendur alþýðufylking- arinnar erlendis, munum gera skyldu vora í þessu máli í ná- inni samvinnu við félagana heima í Þýskalandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.