Þjóðviljinn - 24.05.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.05.1938, Blaðsíða 2
Þriðjudaginn 24. maí 1938 Þ JÓÐVILJINN Atvinnukúgun íhaldsmanna er skipulögð af Varðarfélaginu. Bærinn launar menn iil að framfylgia aivinnukúgun á sjó og landi það hefir verið á allra vitorði að þeir menn sem kalla sig sjálfstæðismenn, .hafa gengið allra manna lengst í því, að beita menn atvinnukúgun, til Jjess að afla íhaldsflokknum kjörfylgis. Atvinnukúgun íhaldsnis hefir upp á síðkastið færst mjög í aukana. Sérstaklega hefir at- vinnukúgun verið beitt um alla pá vinnu, sem bærinn á yfir að ráða. Hefir íhaldið í því augnamiði stofnað sérstakt fé- lag meðal verkamanna, sem kall að er „Óðinn(í. Inngönguskil- yrði í félag þetta er, að menn afsali sér sannfæringu sinni og játist skilyrðislaust undir ok ihaldsins. — Gegn þessu fá ineðlimir þess síðan forgangs- rétt að allri verkamannavinnu hjá bænum. — Þegar bæjar. vinnan hófst í vor, voru nær eingöngu teknir menn úr þessu atvinnukúgunarfélagi íhaldsins, en ekkert skeytt um það, að miðla vitinunni eftir því, hvar hennar væri helzt þörf. Þá hefir íhaldið nú hafið at- vinnukúgunarherferð gegn há- setum á togurum. Varðarfé- félagið hefir skipulagt þessa kúgun í samráði við skipstjór- ana. Atvinnukúguninni á tog- urunum hefir sérstaklega verið beitt gegn kommúnistum og öðrum róttækum sjómönnum. Aðferðin, sem skipstjórarnir hafa notað, hefir verið sú, að þeir hafa komið til sjómanna, sem þeir hafa talið að myndu fylgja kommúnistum, og sagt við þá: ,.pú ert í Kommúnista flokknum, og ég má ekki taka kommúnista á skipið. pú verð- ur að segja þig úr flokknum“. Hafi menn neitað því, að þeir væru í flokknum, hafa skip- stjórarnir borið það blákalt fram, að þeir hafi séð með- Iimaskrá flokksins! Sumir sjó- menn hafa lagt trúnað á þess- ar fullyrðingar skipstjóranna og svo vel hefir þeim í ein- síökum tilfellum tekist að blekkja menn, að sjómenn, sem aldrei hafa verið í Kommúrista flokknum, hafa komið á skrif- stofu flokksins og spurzt fyr- ir um það, hvort þeir væru inn- ritaðir í flokkinn. Þó að það sé vitanlega hin mesta fásinna, að halda það, að íhaldsmönnum, verkstjórum eða skipstjórum sé veittur aðgang ur að meðlimaskrá flokksins, þá hafa blekkingar um þetta samt borið árangur í einstaka tilfell- um. Hér er svo alvarlegt mál á ferðinni fyrir allt vinnandi fólk að þegar í stað verður að gera ráðstafanir til þess að fletta of- an af allri atvinnukúgun í hverju einstöku tilfellí, og sýna öllum landslýð, að mennirnir, sem gala hæst um sjálfstæði og ein- staklingsfrelsi, eru þeir mestu hræsnarar og harðstjórar, sem til eru með þjóð vorri. Hald- ist íhaldinu hinsvegar uppi að beita verkstjórum og skipstjór- um fyrir sig í atvinnukúgunar- skyni, verður þess ekki langt að bíða, að þeir fáu verkstjórar og skipstjórar, sem ekki vilja láta nota sig til slíkra skítverka, verða reknir, og aðrir þægari teknir í þeirra stað. en það þýð ir að framvegis fær enginn mað ur nokkurt handtak að vinna, hversu mikil sem þörf hanseða vilji er, nema hann afneiti sann færingu sinni og játist undir harðstjórn íhaldsins. Velt hoodur hvaö étið hefnr Jóoas Jödssok 08 hagsmanamðl sjðmanoa Á síðasta bæjarstjórnarfundi var til umræðu tillaga frá Jón- asi Jónssyni um að allir þeir er stundað hafa sjómensku frá Reykjavík, eitt ár eða lengur, skuli hafa ókeypis aðgang að Sundlaugunum og að SundhöII- inni fyrir einn þriðja venjulegs inngöngueyris. Sömu hlunnindi áttu og konur þeirra að hafa., Eftir sögn flutningsmanns áttú þessi hlunnindi að vera viður- kenning til þeirra, sem stund- uðu eða höfðu stundað hið á- hættu sama starf sjómannanna. Um það að sjómennimír séu fullkomlega verðir viðurkenn- ingar munu allir sammála, en hitt, að Jónas beri hag þeirra sérstaklega fyrir brjósti, hlýtur að koma sjómönnum algerlega að óvörum, þegar athugað er hverskonar viðurkenningar það . eru, sem hann á undanförnum árum hefir viljað láta þá verða aðnjótandi. pað var Jónas, sem fyrir nokkrum árum, bar fram á Al- þingi frumvarp um að svifta sjómenn sjóveðsréttinum, einu tryggingunnl, sem þeir hafa fyr- ir því, að fá kaup sitt greitt, og margur sjómaðurinn hefir orð- ið að nota í viðskiptum sínum við útgerðarmenn. pað er Jónas, sem hefirhald- . ið því fram, að kaup togara-' sjómannanna eigi mestan þátt í því að koma togaraútgerðinni í það öngþveiti, sem hún er í, og( í áframhaldi af þcirri skoð- un, barist fyrir samvinnuútgerð, í þeim tilgangi að veita alíri á- hættu útgerðarLnnar yfir á herð- ar sjómanna. pað var Jónas, í bróðurlegri einingu með íhaldinu, sem barð ist gegn lágmarkstryggingu sjó- manna á síldveiðum. Enn var það Jónas, sem á sxðasta Alþingi barðist ákafast fyrir því, að svifta sjómenn með gerðardómslögunum, réttinum til að ákveða sjálfir kaup sitt og kjör. r pað var Iíka Jónas, sem knúði fram ákvæðið um að ríkisverk- smiðjurnar greiði aðeins 85»/o af síldarverðinu til sjómanna ákvæði, sem ef framkvæmt verð ur, skaðar sjómannastéttina um hundruð þúsunda króna. Undan rifjum þcss sama Jón- asar mun frumvarpið, sem tveir af skósveinum hans fluttu á síðasta þingi, en dagaði þar uppi, um að svifta þá sjómenn, sem ráðnir eru fyrir fast mán- aðarkaup, kaupgreiðslu eftir 30 daga mánuði, og spara með því 4—5 daga kaupgreiðslu á ári, fyrir útgerðina. Þetta, auk margs, sem hér er ótalið, eru þær „viðurkenning- ar((, sem Jónas, á undanförn-' um árum hefir talið maklegar í garð sjómanna, og að þeim at huguðum er því ekki undarlegt, þó maður láti sér detta í hug, að undir þessari tillögu han3 búi eitthvað annað en um- hyggja fyrir sjómönnum og kon um þeirra. Það mun líka vera svo. Gamli maðurinn mun vera farinn að sjá það, að fjandskap- ur hans í garð sjómannastéttar- innar, er ekki vænlegur tilfylg- isauka, og mun þessi tillaga hans vera framkomin íþví skyni að bæta úr því. Reyndar munu ekki aðrir en hann sjálfur leggja trúnað á að honum takist sú tilraun, að kaupa fylgi sjó- manna með einskisverðúm hlunnindum, eftir að hafa nú í síðastliðin tíu ár barist gegn hverju þeirra hagsmunamrli og reynt á allan hátt að draga úr (þeim takmörkuðu réttindum sem þeir hafa notið. En sjómenn eru yfirleittglað lyndir menn, og munu því ef / vi!l gleyma þeirri lítilsvirðingu, í þeirra garð, er í þessari til- raun felst, og láta sér nægja að brosa að þessum fjörbrotum gamla mannsins. Björn Bjarnason. Knattspyrnumót annars flokks hefst í kvöld kl. 7.30 á íþróttavellinum. Smygl. . Við tollskoðun, sem fórfram í Dronning Alexandrine í fyrra kvöld, fundust 285 hálflöskur af áfengu öli. Voru ölbirgðir þessar faldar milli þilja í véla- rúminu. Báð við Jiví. — Ma.ðurinn minn hefir I eifðaskrá sinni ákveðið, að ef ég giftiít aftur, skuli fjprskyldur ættingi hans fá a.rf- inn. — Pá giftið' þér yður ekki aítur? — Jú — fjarskylda ættingjanum! Heimspekipróíessor fran kur segir svo frá um embættisbróður sinn, Þjóðverjann Mommesen: Mommesen sat ei,nu sinni í stræt- isvagni og vantaði þá gleraugun sín. Sneri hann út öllum vösum sínum, en gat þó ekki fundið þau. Við hlið hans sat lítil te’.pa. Sneri hún sér nú að honum og sagði: »Þú ert með þau á enni,nu«. Mommesen hagræddi gleraugun- um, leit ð telpuna og sagði: »Þetta var fallega hugsað af þér. t.elpa mín; hvað heitir þú « »Ég heili Anna Mommsen, pafcbií, svaraði telpan. •• Bankastjórinn: Það er neiman- mundur dóLtur mfcnnar, sem freistar yðar mest. BiðiUinn: Nei, nei, ai!s ekki! Bankastjórinn: Jæja, þá getið þér farið, því að ég vil alls ekki, fá neinn asha inn í fjclskylduna,. Faðirinn: »Þú ert altaf með þess- ar spurningar, Eiríkur litli. Aldrei var ég að ónáða íoreldra mína meö svona spurningum, þegar ég var lit- ill«. Eiríkur: »Þessu get ég vel trúað, þvl ef þú hefðir gert það, þá gætir Einstr þú nú svarað spurningum mínum«. •• Frúin (við stúlku, som er að bjóða sig í vist): »Hvers vegna var yður sagt upp vistinni, þar sem þér vor- uð áður « Stúlkan: >,Það var af þvl, að 6g gleymdi að þvo börnunum«. Börnin (öll I einu): »Góða mamma! Gerou það fyrir okkur að taka hana*. • • Kennarinn: »Hvað þarf húrt mamma þín að borga mikið fyrir 4 pd. af jarðarberjum, sem kaupmaður- inn segir að kcsti 69 aura pd.?« Drengurinn: >,Það er nú ekki gott að segja, því hújn er svo dæmalaust lagin á að fá afslátt bjá kaupmöna- unum«. *• Frúin: (tekur á móti gesti): »Kom- ið þér sæl.ir, hr. piófeisor, og vsl- kominn I hús mitt. En hvarnfg stend- ur á að þér komið ekki með konuna yðar « Prófessorinn vvaknar eins og af draumi): »Já, þarna kemur það! Ég var að brjóta heilann um þaó alla. leiðina; hverju ég hefði glcymt heima þegar ég fór af stað«. • • Skrítmir frelsishugniyndir. — Hvei æt’.i það sé, ssm er að g fta sig? — Hafiö þér ekki heyrt þaö? Þaöi- er maður, sem er nýsloppinn út úr betrunarhúsinu, þar sem hann hefir setið í átján mánuði. —• Nú* rétl! Það eru til menn, s.eni hafa merkilega, si rítnar hugmyr.dlr um frelsið. Karl ffiapússM. Mlnnliagarorð. Einar Karl Magnússon Hinn 15. þ. m. andaðist að hcimili sínu, Marargötu 2, Ein- ar Karl Magnússon, sonur Utbreiðið Þjóðviljanu Magnúsar Einarssonar, sem flestir fullorðnir Reykvíkingar þekkja undir nafninu Magnús á Seli. Kalli, eins og hann var venju- lega inefndur, stundaöi fciikk- smíðanám og lauk prófi í iðn- inni vorið 1933, en veiktist af slagi skömmu síðar og komst aldrei til fullrar heilsu eftir það. Vegna þessarar heilsuLilunar* gat hann ekki stundað iðn sína og tók þá íyrir að reka kafíi- hús undir nafnfhu Café RoyaL Rúmu ári eftir fyrstu veilcindi sín, veiklist hann aftur, og var alveg óvinnufær upp frá því. Þrátt fyrir þersi miklu veikindi hélt hann g*ðlyndi sínu og lífs löngun fram að þeim tíma, er hann veiktist í þriðja sinn, nú 1. maí. Allir, sem þekktu hann, höfðu þau ein kynni af honum, aðþeir sakna hans. Vertu sæll, Kalli minn, með þökk fyrir samverima. Iðnaðarmaður.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.