Þjóðviljinn - 18.06.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 18.06.1938, Blaðsíða 1
1 3. ARGANGUR LAUGARDAG 18. JÚNÍ 1938. 138. TÖLUBLAÐ. A þriðja hundrað stúdentaáÞingvöII- um-í dynjandi regni Stúdentamótið heldur áfram hér í bænum í dag. Sludeniamóiið hófsi á Þingvöllum í gœr eins og fvrirhugað var. En alian daginn var syngjandi rigning, svo að þáiliakendur, er voru á þriðja hundrað, trðu að hafasi við innan dyra. Um níuleytið í gærmorgun lögðu stúdentarnir af síteð frá Reykjavík, í góðu skapi þrátt fyrir illviðrið. Þegar austur kom, setti. formaður stúdenta- félags Reykjavíkur, Sigurður Ólason, lögfræðingur, mófið. Forseti var kosinn Alexander Jóhannesson, prófessor, vara- forseti Sigurður ólason, ritarar Lárus Blöndal og Sigurður Grímsson. Var því næst gengið til dag- skrár, og hófst hún með því, að Sigurður Eggerz mælti fyr- ir minni íslands, og ræddi hann einkum um sjálfstæðisbaráttuna Ólafur Lárusson, prófessor, flutti ýtarlegt erindi um hags"- munamál stúdenta. Tók hann einkum fyrir stúdentafjölgunina og framtíðarhorfur á atvinnu. Var báðum málunum vísað til nefndar. Þessu næst var borðaður há- degisverður. Kl. 2ýi var fundur settur að nýju, og flutti þá Al- exander Jóhannesson erindi um Háskólann og fram.tíð hans,Lúð vík Guðmundsson ræddi um skólamál alment og Ragnar Jó- hannesson um félagsmál stúd- enta. Að.loknum fundinum varsam eiginlegur miðdegisverður og gleðskapur mikill, flutt minniog sungnir stúdentasöngvar. Að því loknu fóru menn að halda til Reykjavíkur. í dag verður framhaldsfundur í Nýja Bíó kl. 2, þar sem nefndir skila álitsgjörðum og málin verða rædd frekar. í kvöld lýkur mótinu með sameiginlegum fagnaði að Hó- tel Borg. Þjóðviljinn mun síðar birta ýtarlega grein um mótið. Þingkosningar í Eire De Valera hótar að afnema hlutfallskosningar, ef flokk- ur hans fær ekki meirihluta LMENNAR- kosningar fara framj í £ire í dag, en taln- ing atkvæða byrjar ekki fyr en á morgun og endanlegar nið- urstöður verða ekki kunnar fyr en í næstu viku. Kosningarnar fara framvegna J>ess að verkamannaflokkurinn neitaði að styðja stjórnina í því að gerðardómur væri Iát- inn skera úr kaupdeiíumálum> manna í opinberri þjónustu. Stjórnin varð í Jminni hluta'með eins atkvæðis mun. De Valera lýsti þá yfir því, að það væri ætlan hans að gera stjórnina svo 8terka, að hún gæti kom- ist af án stuðnings verkamanna flokksins. Þegar þingið var rof- ið hafði flokkur stjórnarinnar 67 þingmenn af 136. Búist er við mikilli kosninga- þátttöku. Menn sem fylgjast með kosningaundirbúningnum í Dublin, búast ekki við neinni verulegri breytingu á styrkleika hlutfalli flokkanna, og Iiggur það í því, að þeir gera ráð fyr- vr að atkvæði skiftist allmikið. De Valera hefir látið orð falla um það, að ef að hann getf ekki fengið nægilega sterkan meirihluta kunni hann að neyð- ast til þees að nema úr gildí Wth. á 4. síðu.) Þáttur ,Skiald- borgarinoar* í kaupdeilu neta bætingamanna Alþýðublaðið í gær er með skæting til kommúnista fyrir afskifti þeirra af deilu netabæt- ingafólks við atvinnurekendur. Þeim Alþýðublaðspiltum hefði sennilega verið betra að þegja um þessa deilu, því þann einan Iþátt eiga þeir í henni að hann ei þeim til Ijítils sóma. En fyrst þeir á annað borð fara að gera hana að umtalsefni, er rétt að' minna þá á nokkrar staðreyndir. 1. Aðeins v^ígna þess að einn af hjálparkjöftum „Skjald- borgarinnár", Sveinn Sveins son, meðeigandi netaverk- stæðis Björns Benediktss., vildi ekki semja við „Nót" um kjarabætur þær er hún krafðist fyrir hönd kvenn- anna, og leitaðj á náðir Sig urjóns Péturssonar og Cla- essens, til þess að komast hjá því, komst deilan á það stig, sem raun varð á. 2. Aðeíns vegna þess að stjörh Alþýðusambandsins neitaði „Nót" um nauðsyn- legajn stuðning í deilunni, nema hún sliti sambaindí sínu við „Iðju", var það ráð tekið, en ekki af neinni óánægju meðlimanna. Hváð mikið Alþýðusahibands stjór^iin hefir slakaið 0 frá þeim samjningum, sem „Nót" var búfn áð gera við einn atvinnu- rekanda, er blaðinu ekki kunn- Pað verður ef til vill síðar kb'mið náhar inn á þetta mál hér í blaðijiu. Ffá síMvsið BaBjarstlóraarihaldið krefst pess ið lolið sé fpir rafmagn hjá peim sem sknida átsvðr on gas " Síðastliðna viku losuðu við ríkisverksmiðjurnatr, á Siglu- 24 skip. Hæst þeirra skipa er Grótta með 1150 mál, og Venus með 1050 mál. Síldin veiðist á Qrímseyjarsundi austur við Flatey.. Síldin er frekar mögur um 10 af hundraði af fitti. Veð- ur hefir mjög hindrað veiðar undanfarið.. í dag hafa engin skip komið með síld að landi og ágætt veiðiveður. Öll skip eru úti. Bræðsla byrjaði í kvöld en síldarvart hefif orðið í dag £ SRP. (FÚ) Á bæjarstjórnarfundinum í fyrradag lögðu fulltrúar Komm- únistaflokksins fram breytinga- tillögur við frumvarp að reglu- gerð fyrir rafmagnsveitu Rvík- ur. Frumvarp þetta mun vera samið af forráðamönnum í- haldsins í bæjarmálum. Höfuðatriði þessara breytinga tillagna er eftirfarandi: í 14. grein frumvarpsins er gert ráð fyrir áframhaldandi mælaléigu eins og tíðkast hefir að undanförnu. Bæjarfulltrúar Kommúnistafl. leggja hinsvegar til að þessu atriði verði breytt þannig að rafmagnsveitan leggi til mælitæki endurgjaldslaust. í 17. grein frumvarpsins er Rafmagn^veirunni heimilað, að loka fyrir rafmagnið og senda skuldakröfuna til innheimt'u með lögtaki ef vissar ástæður eru fyrir hendi. Ástæður þær, sem gert er ráð fyrir að heimili slík- ar aðgerðir eru meðal annars; „pegar bæjarráð ðskar stöðvun- ar á rafmagnssölu til notanda vegna ógreiddra bæjargjalda hans. í öðru lagi „þegar Gas-. stöð Reykjavíkur biður Raf- magnsveituna um að loka fyrir strauminn, vegna þess, að not-* andi hefi ekki greiitt gas, koks, eða annað til Gasstöðvarinnar". Bæjarfulltrúar Kommúnista- flokksins leggja til AÐ BÆ|DI þESSI AKVÆÐI VERÐI FELD NIÐUR. Þá eru og breytingatillögur við frumvarpið eða þau ákvæði þess er fjalla um lokun fyrir straum, sökum vanskila, í breyt! ingatillögunum er lagt' til að ekki verði heimilt að loka fyrir straum vegna vanskila, nema því aðeins að tekjur notanda á því tímabili, sem vangoldið er fyrir, hafi verið að minsta kosti 10% hærri en lífeyrir sem hon- um væri ætlaður, ef hann væ.ri á framfæri bæjarins. Ennfremur leggja þeir til, að lokunarfrest'- urinn verði lengdur úr einni viku uppí í tvær vikur, Um breytingartíllögur þessar þarf ekki að fara mörgum orð- um. Einkum eru það ákvæði 17. greinar frumvarpsins, §em. eru fyrir neðan aíla gagnrýni. Á- kvæði eins og þau, að hægt sé að loka fyrir rafmagn hjá mönn- um, sem ekki skulda rafveitunni einn einasta eyri, eru svo hneykslanleg sem mest má vera. ', ' Fimti landsfundur kvenna hefst í dag. 30-40 fulltrúar utan af landi komnir ti! Reykjavíkur. Landsfundur kvenna hefst í kvöld með kynningarkvöldi í MiðbæjarbarnaskólaniEin, Er þetta fimti landsfundurinn, sem Kvenréttindafélag íslands gengst fyrir. Var sá fyrsti hald- inn í Reykjavík árið 1924, ann- ar á Akureyri 1926, þriðii og fjórði í Reykjavík árin 1930 og 1934. ' t- Öllum kvenfélögum á landinu hefir verið boðið að senda full- trúa á fundinn, og eru komnir 30—40 fulltrúar utan af landi. Á morgun, s.d., 19. júní, verð ur fundur kl. 2 í rAlþingishúsinu og hefir Pórður Eyjólfss. hæstar. dómari framsögu um „Réttaraf- stöðu konunnar ííslenska þjóð- félaginu", en síðan verða um- ræður um það mál. Annað kvöld verður sameiginkgt borð hald í Oddfellow-húsinu og verður ræðum og skemtiatrið- um þaðan útvarpað. Önnur mál, er landsfundur- inn tekur til meðferðar eru þessi: 1. Skýrslur frá kvenfélögum. 2. Samvinnumál kvenna. 3. Mæðralaun. 4. Atvinnumál og atvinnunám kvenna. 5. Réttarbætur kvenaak 6. Húsnæði í sveitum og létt- ir heimilisstarfa. 7. Hvíldarvika húsmæðra og heilbrigðismál. 8. Húsmæðrafræðsla. 9. Heimilishjálp í sveitum og kaupstöðum. Qert er ráð fyrir að fundur- f»i. i 4. •»«.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.