Þjóðviljinn - 18.06.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.06.1938, Blaðsíða 3
P JOÐVILJINN Laugardaginn 18. júní 1938. lllðOViyiNN Málgagn Kommúni&laflokks Islands. Ritstjóri: Einar Olgeirsson. Ritstjórn: Hverfis'gata 4, (3. hæS). Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Laugaveg 38. Sími 2181. Kemur út alla daga nema mánudaga, Askriftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,25. I lausasölu 10 aura eintakio. Vikingsprent, Hverfisgötu 4, Sími 2864. Kosningafalsanir Því þótti bregða við hér á ár- unum, ef þingkosningar fóru fram, að íhaldið væri nokkuð djarftækt til kosningasvika. Er mönnum einkum í 'minni aðfar- ir íhaldsins í ísafjarðarsýslu, þegar það orð lá á að flokkur íhaldsins hefði sent þing- mann inn á löggjafarsamkundu þjóðarinnar með falsaðri kosn- ingu. Alþýðuflokkurinn for- dæmdi þessa framkomu mjög á sínum tíma, og í sam- vinnu við Framsóknarflokkinn hreinsaði hann til í hreiðri kosn ingafalsaranna eftir kosningarn- ar 1927. Þó tók íhaldið aldrei svo djúpt í árinni, að það treysti sér til þess að falsa frá rótUm kosningar og forsendur þeirra, Það lét sér nægja að búa til atkvæðin. Áttmenningarnir í Dagsbrún „trúnaðarmenn" félagsins völdu hinn kostinn, að fals:i forsend- ur kosninganna í Dagsbrún í stað þess að reyna við atkvæð- in. Þeir völdu þann kostinn að dreifa út bréfi, þar sem þeir sögðu þeim Dagsbrúnarverka. mönnum, sem ekki höfðu fylgst með undirbúningi kosninganna, að kosið væri um alt annað en það sem kosið var um.. Sem írúnaðarmenn, starfsmenn og stjórnendur félagsins svikust þeir aftan að félagsmönnum með bréfaskriftum sínum. Þetta hefir Alþýðublaðið verið að verja undanfarna daga, enda er ritstjórum þess nokkur vorluin, þar sem rökstuddur grunur ligg ur á því, að þessir sömu rit- stjórar eigi sinn þátt í bréfinu. Ti'únaðarbrot áttmenninganna er svo ótvírætt sem mest má vera, og fals þeirr'a öllum aug- ljóst. Alþýðublaðinu er þýðing arlaust að þvo þá félaga af þessu hvorutveggja. Annars verður það að telj- ast hláleg glettni örlaganna, að Sigurður Guðmundsson ráðs- maður félagsins, sem árum sam an hefir viljað fá iðgjald Dags- brúnar hækkað, skuli verða fyrsti maðurinn til þess að und- irrita falsbréfið. Sýnir það meira en meðal óheilindi, að hann skyldi ríða á vaðið og má mikið vera, ef aðrir honum verri menn liafa ekki átt þar frumkvæðið og haft hann að leiksoppi. En Dagsbrún verður að læra af þessari framkomu trúnaðar- manna sinna. Hún verður að Húsbyggingar eru vit- urlegasta atvinnubótin. Með þeim er bæti úr tvenskonar skorii í senn; húsnæðisskorti og aivinnuleYSÍsskortinum. Alpýöan krefst þess að pað sé byggt. Af hverju vill auðvaldið ekki byggja? Öllum, sem fylgjast með í húsnæðismálum Reykjavíkur, blöskrar . aðgerðarleysi vald- hafanna. Síðustu skýrslurnar um kjallaraíbúðirnar, sem Þjóðvilj inn hefir verið að birta, hafa vakið fjölda manna til vitundar um að við svo búið megi ekki standa. Og ekki vantar hendurnar til að vinna að byggingunum. — Hundruðum saman ganga verkamenn atvinnulausir, svo að það sverfur að fjölskyldum þeirra. Hvað væri sjálfsagðara frá sjónarmiði allrar heilbrigðr- ar skynsemi — og það er fyrst og fremst sjónarmið verkalýðs ins — en að þau hundruð manna, sem hrakin eru í ólög legar heilsuspillandi kjallara- íbúðir, fengju að vinna rið að 'byggja yfir sig heilnæmar, ó- dýrar íbúðir? Húsbyggingarnar eru lang- skynsamasta og sjálfsagðasta at vinnubótin, því með þeim er bætt úr þeim tveim meinum í senn, sem sárast þjá alþýðuna, atvinnuleysinu og húsnæðisskort inum. En auðmannastéttin streitist á móti þessari sjálfsögðu endur bót. Af hverju? Húsnæðisokrararnir vilja ekki láta hið opinbera seilast inn á „sitt svið“. Húsaleiguokrararn- ir óttast lækkun á húsaleigu. Byggingavöruverslanirnar ^tt- ast að einokun þeirra verði brotin á bbak aftur. Höfuðpaur- ar húsnæðisvandræðanna, okr- ararnir, sem lialda fjölda „hús eigenda" í helgreipum sínum, sjá fram á að okurrenturnar myndu lækka og slakna á fanta brögðunum. Og Landsbankinn fylgir þeim sem fyrr, að því að viðhalda hinu hneykslanlega á standi í húsnæðismálunum með því að hafa veðdeildina lokaða svo allir séu ofurseldir okrur- unum, hvað sölu veðdeildarbréf- anna snertir. læra meiri gætni í framtíðinm um val þeirra og hafa betra eftirlit með því að þeir bregð- ist ekki trausti félagsins. Dags- brúnarmenn eru nú sem óðast að átta sig á þessum mönnum, sem þeir hafa staðið hér að verki. Þeir eru að átta sig á flugumennsku áttmenninganna og þeir munu standa öruggir á verði fyrir þeirn í framtíðinni. Alþýðan er hrekklaus og sein- tæk til stórræða, en tæplega þurfa áttmenningarnir að búast við því að vinna fleiri „sigra“ með þömu vopnum og þeir þeittu á sunnudaginn var. Og þessi lýður á að fá að hindra það, að byggt verði yf- ir þúsundir manna, kvenna og barna, sem nú er verið að seig- pína til bana í rakafullum, dimmum kjallaraíbúðum, sem bannað hefir veriðj í 9 ár að búa í, lögum samkvæmt. Þessir herrar þjóðfélagsins segja sem svo: Það borgar sig ekki að byggja meir. — Ef það er byggt svo mikið að allir hafi sæmileg híbýli og enginn þurfi uð hýras't í beilsuspillandi íbúð, þá lækkar húsaleigan og gróð- inn við að byggja minkar eða hverfur. — Ef það á að vera gróðavegur að byggja hús, þá verður húsnæðisneyðin að hald- ast við. Með öðrum orðum: pað verð ur að viðhalda rakasömum, köldum gróðrarstíum fyrir berkla og hverskonar sóttkveikj- ur og láta barnflestu fjölskyld- lurnar hafast þar við, — svo að nokkrir braskarar geti haldið á fram að græða! Það er siðfræði og viðskifta- fræði auðvaldsskipulagsins. Alþýðan svarar því einu til, að geti auðvaldsskipulagið ekki þrifist nema samfara rökum kjallaraholum, myrkri, kulda og berklum fyrir börn og full- orðna, þá má það hverfa með! þessum óaðskiljanlegu förunaut- um sínum. Alþýðan heimtar dugnað og framtakssemi í húsbyggingarmál unum. Geti auðvaldsskipulagið ekki þrifist nema með aðgerðar- leysi og afturför, þá er það verst fyrir það sjálft. Kommúnistaflokkurinn hefir margbent á hvar taka skuli pen- ingana til að byggja. Verka- mannabústaðirnir standa sem óbrotgjarn minnisvarði um hvað hægt er að gera. Alþýðan krefst tafarlausra að- gerða gegn atvinnuleysinu og húsnæðisskortinum. Hún mót- mælir því að örfáir braskarar fái viðhaldið því óþolandi á- standi, sem nú ríkir í þessum málum. Alþýðan sameinast til að verða það vald, sem knýr fram: þær aðgerðir í þessum lífsnauð- synjamálum hennar, sem vald- hafarnir nú neita henni um. Atvlnnan flutt út úr landsnn. Útflutningur överkaðs salt- fisks vex hæitulega Útflutningur í janúar til apríl 1938 var alls 12,185,000 kr„ en innflutningurinn á sama tíma 14,344,000 kr. Hvað útfluttu vörurnar snertir er sérstaklega eftirtektarvert hvernig saltfisksútflutningurinn er. Útflutningur hefir verið sem hér segir í janúar—apríl.: Á verkuðum saltfiski 1937 6945 tonn. 1938 3757 tönn. Á óverkuðum sltfiski 1937 5438 tonn, 1938 9339 tonn. Þessi þróun sýnir að verkunin á saltfiski innanlands fer stór- minkandi. íslendingar eru að liætta að verka saltfiskinn sjálf- ir, h eldur flytja liann út óverk- aðan og láta verka hann erlend- is. Með þessu er atvinnuleysið á íslandi stórum aukið, einkum meðal kvenfólksins. Það er nauðsynlegt að gert sé allt sem liægt er til þess að breyta þessari þróun, því með henni er verið að gera íslensk- ar verkakonur atvinnulausar og gera ísland að hráefnalind, ný- lendu, —■* í stað lands, er vinn- ur að fullu úr hráefninu. Brúarfoss fer á Iaugardagskvöld 18. júm vestur og norður. Farseðlar óskast sóítir fyrir hádegi í dag. Dettifoss fer á mánudagskvöld 20. jún'i um Vestm.eyjar til Grimsby og Hamborgar. ' Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi á mánudag. Iþróttamótinu sem halda átti í gær, var frestað vegna óhagstæðs veð- urs. Reumerts-hjónin lesa upp í útvarpið í kvöld kl. 20.15. Þekkirdu Iwfunda falsbréfsins, er úrslitum réði í Dagsbrúnarkosning- unum? III hafa mörg peirra verk verid og pó verst hid sidasta. En pó er pad i samrœmi vio fals peirra í framkomu allri: ** Einn úthlutar vinnu. Hann er álika réttlátur í pvi og hann var sann- ordur i falsbréfinu. Þaö parf ekki sídur rannsókn á allt framferöi hans par, en fölsunina hans gagnvart Dagsbrúnarmönnum. Þoö pekkja hann allir atvinnuleysingjar. ** Annar fœst viö trgggingar og felst aöalstarf hans í pvi aö nota sann- fœringu sína til aö tryggja sig gegn atvinnuleysi. Er hún almennt talin oröin mjög slitin og óvist taliö hve lengi hún muni endast, pvi henni liefir veriö umsnúiö eins oft og veö- urhani snýst, er veörabrigöi eru i lofti. Öttast margir ad bráitt komi aö pví med pennan mann, aö hann hafi selt sig svo oft, aö hann viti ekki sjálfur len.gur hver á hann, — og fer hann pá óneitanlega aö verðd kaupendum gagnslitill. ** Þann priöja einkennir eftirfar- andi atburöur. Þegar Stefán Jóhann og Co. frömdu sín alrœmdú eidrof á jyivita fundt hinnar nýkosnu bœj- arstjórnar, sagöi pessi maöur: „Ald- rei hef ég séö pvílíka pólitlska stigo mennsku'". — Nú unir liann sér best i pví samfölagi stigamennskunnar, er hann pá fordanndi. M Jfurinn heit- ir Haraldur Þétursson. ** Ekki má gleyma garminum honuin Katli, — ég vona aö Ketill fyrirgefi aö ég nota lians nafn, paö er pc> inn, sem lætur útbásúna sig sem dyggasta pjón Dagsbrúnar og svikst svo um aö innheimta gjöldin til aö sannarlega of gott. Þaö er maöur- spillci fyrir stjórninni. Madurinn, sem kraföist pess á trúnaöarimnna- ráösfundi aö gjöldin yrdu hœkkiiö, og sendi svo út tvö falsbbréf til að Ijúga pvi upp aö andstceöingar hans œtluöu að hækka pau. Sitt félag sveik hann — með kossi, félagtð sem liafði borið\ hann á höndum s'<r árum saman. En nú mun hann ráð- inn hjá „Skj: Idboryi :ni“, sem Cðins- hanarnir vaka yfir, og aðalstarfui mun verða að bera róg. „Sjá hér lwe . . . ** Það skal nú ei fjölyrt um hina Það gildir um pá hið fornkveðna: „Segðu mér hverja pú umgengst og ég skal segja pér hver pú ert“, En um hersinguna alla mun sannast pað, sem Þorsteinn kvcið um slika: „Þrœlslund aldrei prýiur hann, par er að taka á nógu, hann gerði allt seni hundiir kann, hefði liann aðeins rófu‘“. FMksfélap r og aðrir lesendur! Skiptið við þá, sem aug- lýsa í pjóðviljanum, og !át- ið blaðsins getið!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.