Þjóðviljinn - 19.06.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.06.1938, Blaðsíða 3
P JOÐ VILJINN Sunnudaginn 19. júní 1938. JMÓOVHJINN Málgagn Kommúnistaflokks íslands. Ritstjóri: Einar Olgeirsson. Ritstjórn: Hverfisgata 4, (3. hæð). Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa: Laugaveg 38. Sími 2184. Kemur út alla daga nema mánudaga. Askriftargjald á mánuði: Reykjavík og nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,25. t lausasölu 10 aura eintakiö. Vlkingsprent, Hverfisgötu 4, Simi 2864. Kyitðttaofsékiinar í Þýzkalaidi. Ný ofsóknaralda gegn gyð- ingum flæðir yfir Þýskaland þessa mánuðina. Nazistarnir láta sér ekki nægja að gera þenna kynstofn réttlausan, neita hon- um um þau einföldustu rétt- indi, er siðað þjóðfélag veitir þegnum sínum, heldur eru Qyð- ingar ofsóttir og svívirtir hvar sem þeir finnast, framin hermd arverk á húsum þeirra og eign- um, og börn þeirra svift öllum framtíðarmöguleikum innan tak- marka þýska ríkisins. Meðferð Gyðinga í Pýska- landi er skipulögð miðaldavilli- menska, færð til tuttugustu ald- arinnar. Kynþáttafræði nazist- anna, sem höfð er til réttlæt- ingar þessari villimensku er kerfisbundin hjátrú, þó að „and- legir leiðtogar" þýsku nazist- anna útbásúni þessi fræði sem „kynþáttavísindi nútímans“.. Harðstjórar seinni alda hafa ó- spart notað Qyðingaofsóknir til að beina huga alþýðunnar frá baráttunni gegn kúgurunum. Þegar uppreisnarhreyfing al- rnúgans í Rússlandi magnaðist, voru hvað eftir annað settar af stað hamslausar Qyðingaof- sóknir, Qyðingum kent um alt sem illa fór og rcynt að snúa réttlátri reiði alþýðunnar yfir harðrétti og bágindum á hendur þessa landflótta kynstofns. Gyðingaofsóknirnar í Þýzka- landi eru af svipuðum toga spunnar. En þar á að ganga lengra, svo virðist sem að tak- markið sé alger útrýming Gyð- ingakynstofnsins úr landinu, — það verða alltaf einhverjir „marxistar“ eftir til að of- sækja. Allur hinn siðaði heimurhorf- ir með hryllingi á kynþáttaof- sóknir þýzku nazistanna. Þarer verið að rífa það niður, sem unnizt hefir á um samstarf og bræðralag ólíkra kynstofna. Þar er verið að ofsækja margt hið dýrmætasta og glæsilegasta er þýzkumælandi menn hafa lagt tii heimsmenningarinnar. Verkalýðshreyfingin um heim allan mótmælir þessum ofsókn um. I Sovétríkjunum er sam- búð ólíkra kynþátta hætt að vera þjóðfélagsvandamál. Þar Alþýðan keinitar að lðgln nm kjalt arafkfiðlr sðn kaldln. Lðgreglanfjórl og bæ|arst|órn verða að gera tafarlausar ráðstafanir. A Hverflsgðtunni ern menn lifandfi grafnir i jörð. i. „Lögin í gildi“ Þeir spara það venjulega ekki „betri borgararnir“ að heimta að verkalýðurinn haldi lögin, og að hin uppvaxandi kynslóð sé alin upp til lög- hlýðni og þegnskapar. Það vantar ekki vandlætinguna hjá þessu fólki yfir ólöghlýðni „bolsanna“, og allt ætlar af göflum að ganga, ef verkalýð- urinn beitir samtökum sínum til að brjóta þrælalög á bak aftur. En hvernig eru svo þau Iþg haldin, sem verkalýðnum eiga að vera að gagni? 1929 voru sett lög, sem banna kjallaraíbúðir og fyrirskipa út- rýmingu þeirra. þegar þessi lög voru sett voru í Reykjavík 300 kjallaraíbúðir. Síðan hefir kjall- araíbúðum fjölgað þannig að nú eru þær orðnar 1109! Þær hafa næstum þrefaldast. Og yf- irvöldin aðhafast ekkert. Og í þessum bönnuðu kjall- araíbúðum búa ólöglega 3559 manns, þar af 1077 börn. Svo virðast sumir menn ætl- ast til að þeir sem vaxa upp í ólöglegum, heilsuspillandi kjallaraholum, sem yfirvöldin láta þrífast í trássi við lögin, bara til að tryggja gróða liúsa- braskaranna, fái sérstaka virð- ingu fyrir yfirvöldunum, lög- gjafanum og öllu þingræðinu! Þeir sem þannig hugsa ættu að minnast orða Marats, frönsku byltingarhetjunnar, um að „öreigarnir skuldi þjóðfélag- inu ekkert nema hatur og glæpi“. Þeir valdhafar, sem einskis- virða allar kröfur fólksins til sómasamlegs lífs, setja lög að- eins til að blckkja það og þver- brjóta þau síðan á Jiví sjálfu, — þeir munu síðar meir upp- skera eins og þeir nú sá. Allir sem unna frelsi og vel- ferð íslenzku þjóðarinnar — all- ir sem vilja skapa virðingu fyr- ir Iýðræði og lögum landsins, eiga því að taka undir kröfuna lum það, að endi verði bundinn á það hneyksli, að tíundi hlutí Reykvíkinga verði að lifa í grenjum, sem bannað er með lögum að búa í. sem verkalýðurinn ræður, lifa þjóðir og kynþættir við jafn rétt, einingu og árangursríkt samstarf. II. Ihaldsbæjarstjórnin og Hverfisgatan: „Eaklnn og jorðin geyma verka- mannabornin bezt“ Bjarni Benediktsson h'e'firlýst því yfir fyrir hönd íhaldsins, að það sé ekki í verkahring þess opinbera að sjá um að bæta úr þörfum manna fyrir húsnæði: Það þýðir lauslega þýtt: Okkur varðar ekkert um þó að fólkið verði úti á götun- um í Reykjavík eða drepist í pestarbælum, sem það verður að leita skjóls í í trássi við öll lög. Það væri holt fyrir íhaldsbæj arstjórnina að ganga einhvern- tíma að afloknum fundi, t. d. í kjallaraíbúðirnar1 við Hverfis- götuna, sem lægi nú næstþeim — ég tala nú ekki um að búa í nokkrum þeirra mánaðartíma. Við Hverfisgötuna eru 45 kjallaraíbúðir, og í þeim búa 137 íbúar, þar af 35 börn. í 21 af þessum er raki, í mörgum er rottugangur. Meira en helmingur af þess- um íbúðum eru ekki mannabú- staðir (lélegar, mjög lélegar eða óhæfar). I annari hverri' íbúð eru gluggarnir annaðhvort alveg í jörð, eða engin hæð frá jörðuj Og það er ekki forgarður fyr- ir einum einasta glugga, nema túnblettur við einn. Svo er sagt að sólin skíni jafnt fyrir alla. í sumum af þessum íbúðum er svo lágt undir loft, að íbúarn- ir geta aldrei staðið uppréttir, ef þeir eru meðalmenn, t. d. lofthæðin 166 sentímetrar. Hvað mundi t. d. frú Guð- rún Jónasson, bæjarfulltrúi og heilbrigðisnefndarkona segja um að elda við „eldstó á gangi“ í tveggja herbergja kjall áraíbúð, sem auk þess fær þessi meðmæli frá skoðunarmönnum: „rotta, kalt, mjög léleg“. Ann- ara þæginda er ekki getið, nema auðvitað fylgir raki íbúð- inni og gluggarnir snúa í öfuga átt. — Þessi íbúð er á Hverfis- götu 80 og frúin færi ekki á mis við þægindin, þó hún vilt- fst í jaðra en þessa, sem lýsingin á við. Það eru sem sé 3 kjall- araíbúðir á Hverfisgötu 80, en það er rotta í þeim öllum. Við vitum hverju íhaldið svarar þessu öllu: „Það er ekki í okkar verkahring að bæta úr þessum þörfum manna“ — með öðrum orðum: Rakinn, jörðin og rotturnar geyma verkamannabörnin bezt. Við vitum livað er í verka- hring íhaldsforsprakkanna: pað er í þeirra verkahring að neita fátækum verkamönn- um um vinnu, þegar þá vantar liana. pað er í þeirra verkahring að neita veikluðum börnum úr sólarlausum íbúðum um sumar- dvöl — og mæðrum þeirra Iíka. pað er í þeirra verkahring að sjá um, að eitt þýzkt auð- félag, Albingia, græði 150,000 krónur á ári, á íbúum Reykja- víkur. pað er í þeirra verkahring að greiða Knud Zimsen 10,000 kr. -á ári í eftirlaun, fyrir ut- an þær 5—10.000 kr„ sem hann fær frá Albingia á kostnað bæj- arbúa. 1 En er kommúnistar leggja til að senda 2—300 fátæk börn í sumardvöl eða að byggja heil- næmar íbúðir, — þá er það ut- an við „verkahringinn“ eða „engir peningar til“. pið þúsundir heiðarlegra manna og kvenna, sem fylgt hafið þessum forsprökkum, — eruð þið ekki bráðum búin að fá nóg af þeim? L 0. e. T. Utbreiðtlu- og skemmtifund heldur Sfórstúka íslands í íðnó sunnudaginn 19. juní kl. ö e. h., með aðsioð gððra ræðumanna, söngvara, upplesara, leikara og söngkórs Góð- templara. Enginn inngangseyrir. Allir velkomnir meðan húsrúm leyf- ir. — Dagskrá fundarins geta þeir, sem oska, keypt við inn- ganginn fyrír kr. 0,25. Msetið stundvíslega. fjpsisMrtiKi M(]lríMnj5r 1 Ef Jesiís Kristur Irefdi alizt upp Þýzkalandi nú á timum, hvernig skyldi hafa farið fyrir honum fid? ** Facir hans var fátœkur trésmið- ur. Hann myndi hafa verið sviftur verkstœði sinu og rekinn úr landi, m bannað að taka með sér and- virði sinna litlu eigna. — Það myndi víst' varða við lög á Islandi að líkja pessn framferði Hitlers við gerðir Heródesar fórðum eðasegja að fiýzka stjórnin hefði stolið eign- um h ans. ** Segjum svo ao Jesiís hefði orðið ejtir í Berlin hjá frcendun, -m, er Jósep var rekinn úr landi. Hann hefði fiá aldrei fengið i cesku að leika sér með öðrnin börnum, orðið að sitja á sérstökum bekkjum fyr- ir Gyðinga, verið brennimerktnr sem föðurlandslaus og fyrirlitinn frá upphafi. — Og svo einn góðan veð- urdag hefði frœndum hans verið kastað út um glugga og settir i fangelsi, en hann sjálfur látinn ganga með spjald á baki eftir göt- unum, er á stceði letrað: uÉg er svivirðilegur Júði sem hefi leyft mér að segja: „Gefið foringjanum pað, sem foringjans er, og guði ficið sem guðs er.‘“ ** Og fiað er ekki ólíklegt að end- irinn á tilveru hans hefði orðið sem hér segir: ** Einn dag i júní 1938 fór hann upp á Kreuzberg i Berlin og byrj- aði að halda rceðu með pessum orð- um: „Scelir eruð fiér, Játœkir, pvi að yðpr er guðsriki". En er hann sagði: „Vei yður, fiér riku, pvi að pér hafið tekið i'it huggun yðar“, pá fiustu að honum 10 stonmsveitar- menn og lömdu hann niður og fluttu liann i Columbiahaus. Paðan barst svo Gyðingi einum ,er fiekkt hafði manninn, likkista með líki hans i vg var bannað að opna kistuna, — eins og tlðkast nú i Þýzkalancli, fiegar líkin eru illa tilreicld. ** Þann dag tilkynnti fiýzka stjórn- ■in í útvarpinu: „1000 Gyðingar voru teknir fastir til að vernda fiá fyrir reiði fólksins". ** Hvort vill svo Hermann Jónas- son heldur ákcera Örvar-Odcl fyrir guðlast eða móðgandi ummœli um Hitler? Aðalbjörn Stefánsson prentari, andaðist á Landakots spítalanum í gærmorgun eftir stutta legu.. Hann var hálf-sjöt- ugur að aldri. Aðalbjörn var einn af stofnendum Prentarafé lagsins er það var stofnað fyrir rúmum 40 árum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.