Þjóðviljinn - 19.06.1938, Blaðsíða 4
98 Ný/ab'io s§
Bðsuesk orleg
Spennandi og áhrifamikil
ensk stórmynd er gerist' í
Rússlandi fyrir og eftirbylt
inguna og sýnir viðburða-
ríka sögu um rússneska að-
alsmær og enskan bblaða-
mann.
\ðalhlutverkin leika:
MARLENE DIETRICH
og ROBERT DONAT.
Börn fá dkki aðgang.
Sýnd í kvöld
kl. 5, 7 og 9.
i Lækkað verð kl. 5.
,
Orboíglnnl
Næturlæknir
Halldór Stefánsson, Ránarg-
12, sími 2234, aðra nótt Jón G.
Nikulásson, Freyjugötu 42,sími
3003, helgidagslæknir Eyþór
Gunnarsson, Laugaveg 98, sími
2111.
Næturvörður
er í Ingólfs- og Laugavegs-
apóteki.
Útvarpið í dag:
9.45 Morguntónleikar: a) Píanó
konsert í G-dúr, nr. 7, og b)
Symfónía í (C-dúr, nr. 34, eftir
Mozart (plötur). ,
10.14 Veðurfregnir.
11.00 Messa í Dómkirkjunni
(síra Pétur Oddsson).
12.15 Hádegisútvarp.
15.30 Miðdegistónleikar frá Hó-
tel Borg.
17.40 Útvarp til útlanda ,24.52^,
19.10 Veðurfregnir.
MOÐVILJIWM
Auglýsing um
takmörkun umferðar
Samkvæmt ákvörðun bæjarstjörnar
á tundi hinn 19. íyrra mánaðar
og með tilvísun til 41. gr. lög-
reglusamþykktar Reykjavíkur, er
akstur blfreiða bannaður
nm Hafuarstrætl í vestur-
átt.
Lögreglustjórinn í Reykjavík,
18. juní 1938.
Jönatan
settur.
lallvarðsso
Wj &
m
19.20 Hljómplötur: Klassiskir
dansar.
19.40 Auglýsingar.
19.50 Fréttir.
20.15 Sumarþættir (V. Þ. G.).
20.40 Hljómplötur: Létt lög.
20.50 Útvarp frá hátíðasamsæti
Kvenréttindafélags íslands í
Oddfellow-húsinu: Ávörp og
ræður; hljóðfæraleikur.
21.50 Danslög.
24.00 Dagskrárlok.
Útvarpið á morgun.
10.00 Veðurfregnir.
12,00 Hádegisútvarp.
15.00 Veðurfregnir.
19.10 Veðurfregnir.
19.20 Hljómplötur: Söngvar úr
tónfilmum.
19.40 Auglýsingar.
19.50 Fréttir.
20.15 Minningarkvöld Dansk-ís-
lenska félagsins í Reykjavík
um lausn átthagabandsins í
Danmörku 20. júní 1788:
a^ Dönsk tónlist (plötur).
b\ Ávarp ^Sendiherra Dna).
c) Erindi <Guðbrandur Jóns-
son prófessorp
d) Upplestur (Porsteinn Ö.
Stephensen, leikari).
Dönsk tónlist (plötur).
22.00 Dagskrárlok.
Skipafréttir.
Gullfoss er á leið til Kaup-
mannahafnar frá Leith, Goða-
foss fór frá Hamborg í gær,
Brúarfoss fór vestur og norður
í gærkvöldi, Dettifoss er í
Reykjavík, Lagarfoss er á Aust-
fjörðum, Selfoss er í Reykja-
vík.
Foreldrar
sem óska að koma börnum
sínum fyrir á barnaheimili ,,Vor
boðans“ í Brautarholti á Skeið-
um, sendi umsóknir sínar fyrir
22. júní. Eyðublöð fást á skrif-
stofu Verkakvennafél. Frarnsókn
í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu
Skrifstofan er opin sunnudag,
mánudag og þriðjudag kl. 4—6
og verða þar gefnar allar nán-
ari upplýsingar.
Landsmöt síúdenta.
(Frh. af 1. síðu.)
veitingu kennaraembætta við Há
skólann, þannig, að sjálfsákvörð
unarrétti hans sé borgið.
2f að sinna ítrekuðum kröfu^
háskólaráðs um sæmileg launa-
kjör og vinnuskilyrði háskóla-
kennara.
Landsmótið telur nauðsyn á
að stofnuð verði við Háskóla
íslands
Kennara- og
Atvinnu- og viðskiftamála-deild
4. Landsmótið ályktar, aðtek-
inn verði upp árlegur íslenskur
stúdentadagur, auk 1. des., og
felur Stúdentafélagi Reykjavík-
ur framkvæmdir í því máli.
Gamlab'ib %
Fær i allan m
(En Flicka kominer til Stan)
Fjörug og bráðskemtileg
sænsk gamanmynd..
Aðalhlutverkin leika:
ISA Queusel,
AKE OHBERG og
NILS WAHLBOM.
Sýnd í kvöld kl .7 og 9.
Alþýðusýning kl. 7.
Á alþýðusýningu kl. 5 í allra
síðasta sinn.
Framhald
„Granna mannsins“.
Börn fá ekki aðgang.
5. Landsmótið felur Stúdenta-
félagi Reykjavíkur að' gangast
fyrir næsta landsmóti íslenskra
stúdenta, er haldið verði eigi
síðar en árið 1940.
Um sjöleytið byrjaði svo fagn
aður stúdenta að Hótel Borg og
stóð hann lengi nætur.
I næsta blaði Pjóðviljans verð
ur birt ýtarleg grein um mótið.
Atvinna.
Reglusamur piltur eða stúlka getur
fengið atvinnu við fréttastörf og kvöld-
gæzlu í Ríkisútvarpinu.
Æskileg kunnátta: Tungumál, sérstaklega góð þekking á
íslenzkri tungu, og vélritun.
Umsóknir, þar»sem tilgreindur sé aldur, menntun. fyrri at-
vinna, ef nokkur hefir verið, og meðmeeli, ef nokkur eru, send-
ist skrifstofu Ríkisútvarpsins fyrir 23. þ. m.
Skrifsfofu Ríkisútvarpsins, 1ö. júní 1938.
Jónas Dorbergsson
útvarpsstjóri.
Alexander Avdejenko;
Eg elska . . 58
Ég ligg í rúminu með skó á fótunum og fel
!þa undir sænginni. Ég er aleinn í stofunni, ?og
glugginn er biksvartur í náttmyrkrinu. Innan úr
„Rauða horninu“ heyrast raddir. Þar er einhver
að kenna, en ég- ligg hér aleinn, sjúkur á sál og,
líkama og læt mig dreyma ferlega vökudrauma.
Loksins er kveðjustundin að renna upp. Loksins
íæ ég að yfirgefa þetta bölvaða barnahæli. Petta
er það rétta augnablik. Engin fluga er einu sinni
á sveimi og raddirnar í Rauða-horninu eru þagn-
(aðar. Ekkert hljóð framar úti á ganginum. Tíminn
er kominn. Ekkert eftrr annað en að svifta- ofar
af sér sænginni og hlaupa út um gluggann niður
í grafhljóðan garðinn. Bíða þar um stund. Svo
ibíður skcgurinn . . . bjóðvegurinn . . . hvinur járn-
(þrautarlestarinnar . . . kokain.
Dýrðleg framtíð. Ég hefi engan' hug á því að
lyfta höfðinu frá koddanum. Höfuð mitt er þungt,
og mér finnst ég ekki geta hreyft það þó að ég
vildi. Ég skyldi þó aldrei vera orðinn veikur. Ég!
þýt upp úr rúminu með andfælum, horfi í krfng
um mig og nú rennur það allt í einu upp fyrir mér,
lað mig langar ekkert til þess að yfirgefa barna-
hælið. Það er sem nokkur hluti tilveru minnar sé
tengdur þessum stað órjúfandi bönduni.
Boris rís upp í rúminu. Skellur. Bók, sem hefir
legið ofan á rúminu dettur á gólfið. Þegar leiðind-
in ætla að buga mig rís hann stundum upp og les
fyrir mig dálítinn kafla. Ég blunda aftur og heyri
vingjarnlegan málróm hans suða fyrir eyrum mín-
um, meðan ég var að sofna. Ég heyri gegnum svefn-
inn hvernig hann lokar bókinni og leggur hana frá
sér og laumast svo á tánum yfir í rúm sitt. Stund-
um þegar ég hefi lokið fyrstur við morgunmatinn
minn og er byrjaður að sleikja diskinn, gefur Bor-
is mér af sínum mat. Pó að hann sé magur og mat.
arþurfi kernur fyrir að hann segir:
— Sanj, þú mátt drekka alla mjólkina mína,. ég
held að mér verði ekki gott af henni.
Ég drakk mjólkina, en gleymdi að þakka fyrir
mig. Ég hélt að hann væri að sækja eftir vináttu
minni, þorparinn. Nú langaði mig til þess að sjá
hann enn einu sinni, áður en ég færi, fá að hor^a
á sofandi andlitsdrætti hans. Mér leiddist líka í
aðra röndina að yfirgefa hreinlætið og þokka heim-
ilisins, eins og það kom anér fyrir sjónir fyrsta
daginn, er ég vaknaði hér til vitundar. Ég sá jafnvel
fyrir mér rennibekkinn, þakinn ryki, þegar ég væri'
farinn.
Nei — það líður aðeins sekúnda. Hetmskuleghela
brot. Ég ríf ábreiðuna ofan af næsta rúmj og sveifla
benni í kringum mig. Skyndilega staðnar hver taug
í líkama mínum Nú verður Boris að sofa ábreiðu-
laus í kuldanum.
Tómhentur geng ég að glugganum, opna hann
og lofa vindinum að koma inn. Mér finst frostið
læsa um mig járnklóm. Ég hika, en herði þó brátt
upp hugann, stíg upp í gluggakistuna og ætla að
hlaupa út. En í sama bili grípur einhver um herð-
(ar mínar Ég lít við og sé að það er Antonitsj..
Skeggið á honum er eins og á broddgelti. Hann
sleppir mér óðar aftur og segir vingjarnlega, nærri
hvíslandi.
— Sanj, því ferðu út um gluggann? Farðu heldur
út um dyrnar.. Ljónin á þrepunum eru steindauð og
enginn meinar þér að fara.
Pað er kveikt í stofunni og ég sé Antonitsj og
öll hin flökkubörnin, sem eru komin inn í stofuna.
Birtan ætlar að blinda mig.
Antonitsj segir biðjandi við börnin:
— Drengir, fylgið Sanj til dyra.
Mér er nóg boðið. Ég hleyp fram að dyrunum og
fram ganginn, sem mér virðist aldrei ætla að taka
enda. Enginn fylgir mér eftir. Ég heyri aðeins eina
einustu rödd.
— Út með hann. Slíkir náungar hafa hér ekkert
að gera.
Pað er Petjka, sem kallar til míu.
Ég fel mig inni í þvottahúsinu sest þar upp í
glugga og gráturinn bugar mig.