Þjóðviljinn - 24.06.1938, Blaðsíða 3
PJO Ð V I L J I N N
Föstudagurinn 24. júní 1938
llJÓÐVIUINN
Mftlgagn
íslands.
Kommúnistaflokks
Ritstjóri: Einar Olgeirsson.
Ritstjórn: Hverfisgata 4, (3.
hæð). Sími 2270.
Afgreiðsla og auglýsingaskrif-
stofa: Laugaveg 38. Sími 2181.
Keniur út alla daga nema
mánudaga.
Áskriftargjald á mánuði:
Reykjavík og nágrenni kr. 2,00.
Annarsstaðar á landinu kr. 1,25.
f lausasölu 10 aura eintakiö.
Víkingsprent, Hverfisgötu 4,
Simi 2864.
Alþýðublaðið sér
ofsjónir
Sálarástand Alþýðublaðspilt-
anna var með lakasta móti í
gær. Fylltu þeir dálk eftir dálk
með allskonar óráði og ofskynj-
unum. Gengur þetta svo langt
að þeir sjá leiðandi menn
Kommúnistaflokksins upp í
Reykholti, rýnandi í fyrirskipan
ir frá Stalin um að innbyrða
Héðinn Valdimarsson þegar í
Kommúnistaflokkinn, og svo er
þeim förlað orðið, að þeir eru
hættir að geta lesið venjulega
íslensku.
Virðist Alþýðublaðspiltunum
einkuin hafa elnað sóttin við
sameiningartilboð það, er Jafn-
aðarmannafél. Reykjavíkur hef-
ir sent stjórnum Alþýðusam-
bandsins og Kommúnistaflokks-
ins.. Ritstjórum Alþýðublaðsins
er það ljóst, að framtíð þeirra
b\'ggist á því, að verkalýðurinn
só klo-finn í fjandsamlegar sveit
ir og berist á banaspjótum inn-
byrðis. Fyrir að kynda glæð-
urnar í herbúðum alþýðunnar
fá þeir laun sín, goldin af Ste-
fáni Jóhann Stefánssyni og
öðrum „verklýðsforingjum"
,,Skja]dborgarinnar“. Pað er
þvi síst að undra, þó að þeim
sortni fyrir augum og sjái rautt,
þegar nýr áfangi er að hefjast
á leiðinni að fullri einingu al-
þýðunnar. Og hetjurnar sjá
auðvitað fyrst og fremst bylt-
ingu og blóðsúthellingar. —
Stefnuskrá Alþýðusambandsins
með veigalitlum breytingum,
verður í þeirra augum komm-
únistisk.
Að kommúnistar vilja ekki
^skilyrðislaust, og hvað sem á
dynur, einskorða sig við lög og
þingræði í baráttu alþýðunnar
fyrir valdatöku sinni, verður í
augum þeirra Finnboga Rúts
og Stefáns Péturssonar, að
þeirri reginfirru, að kommún-
istar vilja ekki vinna að valda-
töku alþýðunnar á grundvelli
þingræðis og laga, það er rétt
eins og mennirnir hafi enga hug
mynd um að ofmikið og mis-
skilið fylgi þýskra • jafnaðar-
manna við vafasamt þingræði,
og enn vafasamari lög, lyfti
Hitler upp í valdasessinn. En
ritstjórum Alþýðublaðsins er
annað sýnna, en að læra afstað-
reyndunum.
Alþýðublaðið í gær er fyrst
og fremst rasandi yfir því, a'ð
nú skuli hafin ný sókn að því
marki að sameina alfa aiþýðu..
Eigum við að hætta á að 4000
Islendingarbætistvið í atvinnu-
leysingjahópinn hér heima?
Yarasamt framferði gagnvart Dönum búsettum hér
Að undanförnu hefir nokkuð
verið rætt í blöðunum um af-
stöðu okkar Islendinga til ann-
ara þjóða og til erlendra manna
sem hér dvelja eða eru búsett-
ir. Þó hefir ekki verið minst á
eitt atriði þessara mála, nema
hvað vikið var að því hér í
Þjóðviljanum, en það er afstaða
okkar til Dana.
'Þau tuttugu ár sem liðin eru
síðan Sambandslögin gengu í
gildi, höfum við yfirleitt ekki
haft annað en gott af Dönum
að segja. Þeir hafa á margan
hátt verið vinsamlegir og lið-
f.egir í okkar garð, og þau gagn
kvæmu réttindi, sem felast i
sambandslögunum, hafa íreynd
inni orðið okkur meira í hag
en þeim. Það er því fyrsta og
sjálfsagðasta skylda okkar íut-
anríkismálum að halda vel
Þeir hella sér yfir kommúnist-
ana fyrir óheilindi í sameining-
armálunum, án þess að geta þó
beht á eitt einasta atriði. Sjálf-
ir hafa ritstjórar Alþýðublaðs-
ins látið þess getið, sem raunar
allir vissu áður, að allt þeirra
skraf um einingu hefði verið
,,taktik“ og ekkert annað. —
Skjaldborgarforingjarnir og
ritstjórar Alþýðublaðsins hafa
alltaf barist eins og úlfar gegn
einingunni. Allt tal þeifra um
einingu var óslitin röð af ó-
heilindum, allt frá því, aðsamn-
ingaumleitanir hófust fyrst fyr-
ir tæpu ári og þar til grímunni
v'ar kastað að fullu í vetur með
yfirlýsingu Stefáns Jóhanns og
brottrekstri Héðins Valdimars-
sonar og Jafnaðarmannafélags-
ins.
Almenningi hefir þegar bor-
ist svar Alþýðublaðspiltanna við
sameiningartilboðinu, og erþað
á þá leið, sem vænta mátti og
allir vissu fyrir, en þrátt fyrir
allt skal ósagt látið, hvort hér
er um svar Skjaldborgarinnar
að ræða.
Kommúnistaflokkurinn mun
hinsvegar taka þetta mál til
meðferðar á næstunni, og liann
mun gera allt til þess, að sam-
eina aljiýðuna, annað enn að
svíkja liana.
Kommúnistaflokknum hefir
frá öndverðu verið full alvara
með sameiningarmálin, og
hann mun sýna það nú sem
fyr. Sama máli mun gegna um
sameiningarmenn Alþýðuflokks
ins, og vonandi er svo mikið
enn um manndóm og vitsmuni
innan „Skjaldborgarinnar" að
hún velji fremur þann kostinn
að vera með en móti í sókn al-
þýðunnar á komandi árum. —
Hinsvegar breytir það engu
máli hvar litlir karlar eins og
Finnbogi "Rútur og Stefán Pét-
ursson standa.
samninga okkar við Dani, með-
an þeir eru í gildi, og gefa ekki
að ástæðulausu tilefni til ýfinga.
I þessu efni er þó ríkjandi bein-
línis hættulegt skeytingarleysi..
Hinn gamli urgur frá dögum
sjálfstæðisbaráttunnar liggur
hér enn í landi, svo að Danir
kvarta oft undan því að það
andi kalt til þeirra hér og að
þeir mæti jafnvel ókurteisi af
þjóðernislegum ástæðum, enda
eru þau blöð til sem beinlínis
gera sér að regiu að ala á slík-
um urg.
Alvarlegast er þó að það
liggja fyrir skýlaus brot á Sam-
bandslögunum af okkar hálfu.
Sambandslögin kveða svo á,
að íslendingar og Danir hafi
gagnkvæman og jafnan rétt til
atvinnu í báðum löndunum.
Þetta atriði hefir í reyndinni
- orðið okkur svo stórkostlega í
hag, að nú eru um fjögur þús-
und íslendiugar búsettir í Dan-
mörku, en aðeins um tvö hundr
uð Danir hér. íslendingar njóta
velvildar og fylsta réttar í- Dan-
mörk^i og eru margir í ágæt-
um stöðum, t. d. skifta þeir ís-
lendingar hundruðum, sem eru
í föstum stöðum hjá ríki og
bæjum. Islendingar njóta og
hverskonar trygginga og styrkja
svo sem atvinnuleysis- og elli-
trygginga, til jafns við Dani,
enda þótt Danir, sem hér eru
buscttir, geti ekki vænst sam-
svarandi hlunninda, þar sem fé-
lagsmálalöggjöfinni er hér
miklu skemra komið en í Dan-
mörku. Það mætti því ætla, að
þeir fáu Danir, sem hér eru,
næðu nokkurn vegin rétti sín-
um ,þar sem slíkt er beint hags-
munamál fyrir okkur, auk þess
sem annað væri samningsbrot.
en því miður er langt frá, að
svo sé..
Það kemur ekki ósjaldan fyr-
ir, að faglærðir Danir eru ráðn-
ir hingað, og síðan sagt upp
vinnu eftir skamman tíma, með
þeim rökum, að íslendingar séu
búnir að læra af þeim iðnina
og geti því tekið við. Það er
jafnvel dæmi til þess nú fyrir
skemstu, að manni hafi verið
sagt upp vinnu við ríkisstofn-
un með þeirri skýringu, að fag-
lærðir íslendingar sæktu um
starf hans, og hann hefir feng-
ið skriflega yfirlýsingu þess efn
is undirritaða af forstjóranum!
Það kemur og fyrir, að danskir
iðnrekendur fá ekki innflutning
til jafns við íslendinga eða er
algerlega neitað um innflutning
á vörum ,sem íslendingar fá
að flytja inn. Með önnur rétt-
indi fer á sömu leið. Atvinnu-
laus Dani fær hér ekki atvinnu-
bótavinnu, gamalmenni ekki elli
styrk, t. d. varð maður, sem
hafði verið búsettur hér í 40
ár að fara til Ðanmerkur til að
njóta þar ellistyrks.
Það er eðlilegt að Danir hér
séu óánægðir með þetta ástand,
þar sem þeir geta ekki betur
fundið ,en verið sé á skipulagð-
an hátt að flæma þá úr landi,
enda eru nú margar fjölskyld-
lu.r í þann veginn að hverfa til
Danmerkur, ef ekki rætist úr á
næsturini..
Það er fyllilega tími til kom-
inn að menn geri sér ljóst, að
hér er um alvörumál að ræða,
mál sem í fyrsta lagi er okkur
til vanvirðu og hlýtur auk þess
óhjákvæmilega að baka okkur
margvíslegt tjón.. Um þessar
mundir er mikið atvinnuleysi í
Danmörku, svo að lnindrað fjöl
skyldur flytja nú út til Mið-
Ameríku til að leita sér þar
atvinnu. Það má því nærri geta,
að því verður ekki tekið þegj-
andi, ef Danir fara að flæmas^
heim héðan í stórhópum. Og
hvað er þá eðlilegra en að reið-
in bitni á þeim íslendingum sem
úti eru ,og farið verði að segja
þeim upp atvinnu í stórum stíl,
enda er það vitað, að óánægjan
út af þessum málum er þegar
orðin svo mögnuð í Danmörku,
að búast má við slíkum ráðstöf-
unum hvenær sem er.
Við getum með öðrum orð-
um átt von á, að alt að 4000
íslendingar flæmist hingað heim
og bætist í atvinnuleysið og
vandræðin sem fyrir eru — ein-
ungis fyrir vanrækslu og skeyt-
ingarleysi af okkar hálfu.
Það verður að gera þá kröfu
til ríkisstjórnarinnar, að hún af-
stýri slíkum vandræðum tafar-
laust. Hún hefir nú fyrir
skemstu sýnt þann einstaka á-
huga á utanríkismálum, að
senda frá sér bréf til verndunar
vafasömu mannorði vissra ein-
ræðisherra í Mið- og Suður-
Evrópu, mundi þá vera ósann-
gjarnt að gera þá kröfu ámóti,
að hún sjálf héldi Sambands-
lögin og sæi um, að þau væru
haldin, þannig að okkur hljót-
ist ekki stórtjón af að brjóta
þau. Ríkisstjórninni er innan
handar að kippa þéssu máli í
lag á einum degi, svo að segja,
og það má hún vita, að alþýða
manna mun síst kunna henni
þakkir fyrir, ef hún lætur það
undir höfuð leggjast.
StðrstðkaiiggÍBi slitið.
Samþykkt ábyí^ð fyrir st. „tram'
sóknM Siglufirði til sjómannastofu.
Sjómannastofa Siglufjarðar.
Meðal þeirra mála, sem þing
ið afgreiddi síðustu dagana, var
ábyrgð st. ,,Framsókn“ á Siglu-
firði, svo að hún gæti kom-
ið upp sjómannastofu þar á
staðnum. Alþingi hefir sam-
þykkt að veita 30,000 kr. til
byggingarinnar, gegn því, að
tveir fimmtu hlutar kostnað-
arins kæmu annarsstaðar frá.
Fór stúkan því fram á að Stór-
stúka íslands ábyrgðist fyrir
sína hönd 20,000 kf. gagnvart
ríkissjóði.
Fjármálanefnd mælti með
því við stórstúkuþingið að það
fæli framkvæmdanefnd sinni að
undirrita nauðsynleg ábyrgðar-
skjöl f. h. Stórstúkunnar.
Var það samþykkt.
Samþykktar tillögur.
Stórstúkuþing íslands 1938.
þakkar útvarpsráði fyrir þann
stuðning, sem það hefir sýnt
menningarbaráttu hennar.
Stórstúkuþingið skorar á fram
kvæmdanefnd sína að athuga
möguleika á því, að útvarpað
verði frá Akureyri 10. janúar
1939, á 55 ára afmæli Regl-
unnar, erindum, í tilefni afmæl-
isins.
Heiðursfélagi.
Stórstúkunnar. var kosinn í
einu hljóði Erlendur Árnason,
umboðsmaður stórtemplars í
st. „Báru“ í Vestmannaeyjum,
sem gegnt hefir því embætti
um þrjátíu ára skeið og verið
templar í 40 ár..
Skeyti.
Samþykkt var að senda Pétri
Ottesen alþingismanni alúðlegt
þakkarskeyti fyrir það, að hann
hefir verið svérð og skjöldur
bindindismálsins á t Alþingi.
Þá var og samþykkt að senda
Jónasi Halldórssyni sundkappa
heilliskeyti í tilefni af hinum
glæstu sundafrekum hans: Jón-
as er ekki góðtemplari, en hann
hefir aldrei neytt áfengis eða
tóbaks.
Stórstúkuþinginu var slitið i
gærkvöldi og höfðu þá fundF
staðið sleitulítið síðan i. laugar-
dag..
Stórtemplar Friðrik Á. Brckk-
an kvaddi fulltrúa með stuttri
ræðu, þakkaði þeim fyrir kom-
una og það að þingið hefði
haft á sér virðuleikablæ, sem
Reglunni sómdi.
Árekstur.
I fyrrakvöld varð árekstur
milli bifreiðar og hjólreiðamans
á mótum Reykjanesbrautar og
Hringbrautar. Meiddist hjól-
reiðamaðurinn nokkuð og var
hann fluttur á Landsspítalann,
gert þar að meiðslum hans.
Hann heitir Davíð Jóhannesson
og á heiraa að Haukalandi.