Þjóðviljinn - 28.06.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.06.1938, Blaðsíða 2
P JOÐ VILJINN Ferðabækur Vilhjálms Stefánssonar. íslendingum hefir löngum þótt það hin besta skemmtun, að hlýða á æfintýri frá fjar- lægum löndum. Sjálfir voruþeir í fornöld víðförulir og kyntust ýmsum þjóðum, og þeir sem heima sátu hlýddu hugfangnir á lýsingar þeirra. Síðar komu þeir tímar, að íslendingar „greru við torfuna". Utanferð- ir lögðust niður að mestu, og sjaldan áð menn fóru út fyrir pollinn, var förinni heitið til Kaupmannahafnar. Sjóndeildar- hringur þjóðarinnar varð lítilla sunda og lítilla sæva. Á þess- um öldum er þess þó getið, að einn íslendingur fór alla leið til Indíalands og varð för sú mjög fræg og rómuð. Hann skrifaði ágæta ferðalýsingu, sem öld- um saman gekk mann frá manni Þjóðtrúin óf sinn æfintýralega glitvefnað um ferðalanginn og honum varð jafnvel ekki skota- skuld úr því að ræða við apa, ef þörf hefði gerst. En nú hafa reginfjarlægðir fortíðarinnar orðið kleifari en .'P±g> " • uíSf jat - . ~ ___________________________________________________________________________________________________ Hundasleði. menn höfðu hugmynd um og kynntist þjóðum, sem höfðu enga hugmynd um , qkkar á- gætu menningu; þjóðum, sem enn lifðu steinaldarlífi eins og farfeður vorir fyrir þúsundum ára, þjóðum, sem ekki höfðu kynnst fyrstu kristniboðunum, en undu þö glaðir við sitt í ,hin- um afskektu heimkynnum sín- um. Vilhjálmur Stefánsson hefir nu Eskimóahundur með bagga. Heimurinn hefir svo at ritað stórar bækur um ferðir minkað í augum mann- sínar ,rannsóknir og mannraun- F>að sem áður var far- ,ir í Norðurvegi. Er Vilhjálmur snjall rithöfundur og bækur hans hafa unnið sér miklar vin- sældir og verið þýddar á fjölda mála, og nú he.ir Ársæl! Árna- son hafizt handa um útgáfu þeirra á íslensku. Tvö bindieru þegar komin út: í fyrra bindinu „Veiðimenn á hjara heims“, ■ skýrir Vilhjálmur frá fyrstuför sinni til norðurstranda Kanada, en sú ferð var honum hinn nauðiynlegasti undirbúningur áður. segja anna. ið á mánuðum og árum er farið á dögum og vikuni. Hinar fornu æfintýrabygðir út viö heimsrönd“ eru sokknar og orðnar að þversdagslegum landssvæðum eins og ódáins- akrarnir, sem íslensk þjóðtrú skapaði inni í miðjum Lang- jökli og norður í Ódáðahrauni. Þeir eru ekki margir íslend- ingarnir, sem hafa gerst land- könnuðir, og þó voru það ís- lendingar, sem fyrst fundu Grænland og fyrstir Evrópu- manna stigu fæti á meginland Ameríku. Á síðari öldum hef- ir víst enginn gerst landkönn- uður af Islendingum, nema Vil- hjálmur Stefánsson. Vilhjálm- ur hefir farið þrjár langar ferðir um löndin nyrst í Amerj'ku. — Hann hefir numið tungu þeirra þjóða, er þar byggja, kynnzt lifnaðarháttum þeirra, siðum og trú. Fótgangandi og með hunda sleða eða Eskimóabátum hefir hann ferðast þúsundir kílómetra um norðurhjara Ameríku, „kom ist út úr kortinu“. Þar fatm hflnrt lönd, sem engir hvítir að síðari rannsóknum hans enn norðar á eyjarnar, sem liggja milli norðurheimskauts- ins og meginlands Ameríku. Þar lærði hann að lifa éins og inn- fæddur maður og þar nam hann tungu Eskimóa, en hvorttveggja reyndist honum harla nauðsyn- legt stðar. Það hefir að jafnaði þótt brenna við, að landkönn- uðir færu um norðurveg eins og gestir. Þeir töldu sig þurfa að hafa með sér Sllar vistir, i og sóttist því ferðin mörgum : sinnum seinna en ella. Vilhjálm- : ur er ef til vill fyrsti norðurfar- í inn, setn gerrði sig fyllilega ! heimakominn í þeim löndum, I sem hann fór um. j I annari bók. sinni leggur Vil- I hjálmur enn land undir fót og ■ nú er förinni haldið lengra j norður á bóginn. í fyrri för ; sinui hafði hann heyrt hval- ; veiðimenn og sæfara tala um | ,,hvíta“ eskimóa, seni byggðu ; ey eina norður í íshafi. Lék í Vilhjálmi hugur á að kynnast i þeim, og hugði, að hér væru | jafnvel afkomendur íslendinga | hinna fornu, er eitt sinn bygðu Grænland. I bók sinni „Meðal | Eskimóa“ skýrir hann frá þess- ari ferð sinni. Gerist nú frá- sögíiin öll hugnæmari, þvt hér er verið að nema ný lönd, og okkur finnst sem hvert æfin- týrið reki annað. Einn daginn kemur Vilhjálmur til Eskimóa- þorps eins og er þá allt í einu kominn hundruð og þúsundir ára aftur í tímann. Jafnvel frumstæðasta tækni nútímans er „gufuð“ upp. Ibúar þorpsins hafa steina, sem þeir laga til að vopnum og verkfærum. Steinaldar-Eskimdar. Einu' sinni var maður í kirkju. Hann var greindur vel og marg- fróður, en í þetta sinn talsvert hreifur af víni. Honum þótti lítið koma til ræð- unnar, einkum að því leyti, að efn- ið væri allt lánað úr ýmsum guðs- orðabóknm, og talaði um það við sjálfan sig, en svo hátt, að vel mátti heyra: „Þetta er úr Stúrms- hugvekjum" — „þetta tók hann hjá Vídalíni‘“ — „þetta er úr Árna- postillu‘“ o. s. frv. Presturinn heyrði þetta og fór að síga í hann. Loks segir hann við meðhjálparann: — „Rektu hundinn út‘“! Þá segir mað- urinn með mestu hægð: „En þetta tók hann hjá sjálfum sér“. , ** Hrylggurinn er röð af beinum; höfuðið situr á öðrum endanunt, en þú sjálfur á hinum. ** Ólafur sntiður í Kalastaðakoti þótti ærið kaldur í svörum; konu Ólafs langaði mjög til þess að láta son þeirra læra til prests. Eitt sinn er hún flutti það mál við mann sinn, svaraði hann: „Ég held að þeir skilji hann Strandhreppingar þótt hann tali ekki latínu, þegar hann fer að betla. ** Guðjón: „Ekki þarf ég að kvarta undan konunni minni, hún hefir ekki talað eitt stygðaryrði til mín, full- an hálfan mánuð‘“. Gísli: „Svo er nú það. En hve- nær er hennar von heim aftur úr ferðalaginu. ** Snennna á 19. öld bjó í Neðra- skarði í Leifársveit, bóndi, er Þor- valdur hét, vandaður maður og vel tnetínn, en óvenju blótsamur. Einn vetur, þegar hann réri á Akra- nesi voru illar gæftir, en nægur fiskur fyrir. — Á langa frjádag var sjóveður gott og vildi Þorvald- ur róa þegar um ntorguninn, en formaður vildi lesa fyrst, og var svo gjört. llestrarlokin kemur Þor- valdur út og sér að menn eru al- mennt rónir; hleypur hann þá inn með ofboði og hrópar í baðstofu- dyrunum: „Hafðu helvízka skönnn fyrir lesturinn! Þeir eru allir komn- ir 1.-1 andskotans! Ég held það sé best að við fjöndumst á eftir!““ ** Meðhjálpari síra Sæmundar Hólmr prests á Helgafelli, sent Guðntund- ur hét, sótti prest til að þjónusta dauðvona kerlingu. Þegar prestur kom var kerling nýskilin við og féll presti það illa. „Það skal í hana sanit! Haldið þér sundur á henni kjaptinum mr. Guð- mundur‘“. Athöfnin fór svo fram. Þeir þekkja að vísu eirinn og nota hann nokkuð, en hvað um það, sá setu ekki hafði alman- akið upp á vasann hlaut aðlíta svo á, að hanrí hefði hrapað í tímanum og að Jesús Krist- ur mundi vera ófæddur. Fólk- ið var hið blíðasta heim a'ð sækja, og húsfreyjan dró afVil- hjálmi vosklæði með sömu al- úð og gestrisin sveitakona á íslandi tekur enn í dag á móti mönnum, sem komnir eru um langa og torsótta vegu. Lýsir nú Vilhjálmurr dvöl sinni með- al steinaldarmannanna, atvinnu- vegum þeirra, siðum, töfrum og trú. Þeir una glaðir og ánægðir við sitt hlutskipti og höfuð- regla þeirra í viðskiptunt er einn fyrir alla og allir fyrireinn. Steinaldarmönnum þessum finst lítið til menningarafreka hvítu 'mannanna koma, og þegar Vil- hjjálmur sýnir þeim, hvernigmá skjóta hreindýr með byssu á mörgum sinnum lengra færi en tneð boga, hrista þeir aðeins höfuðin og minnast töframanns- ins, sem skaut hreindýr, sem var hinummegin við fjallið. — Læknum þeirra verður eng;n skotaskuld úr því, að taka hrygginn úr mönnum, án þess að nokkur missmíði sjáist, svo að það er von að þeim finnist ekki neitt sérstaklega mikiðtil um skurðlækningar hvítumann- anna. Vilhjálmur dvaldi hjá stein- aldarþjóð þessari um hríð or undi vel hag sínum. Hann tók þátt í lífsbaráttu hennar, veið- um, Jerðalögttm og hverju sem að hendi bar. Þegar hann hafði notið gistivjnáttu Eskimóanna um hríð, sneri hann heim aft- ur. Annari ferð hans' í Norður- vegi varlokið og h'ann var orð- inn frægur maður, sem hafði aukið meir þekkingu okkar á norðurhjara veraldar, en nokk- ttr annar til þess tíma. Vilhjálmi var ekki til setunnai>- boðið, litlu síðar lagði hann af stað í þriðju för sína norðttr.. Frá henni er sagt í bókinni: „Heimskautslöndin unaðslegu", en fyrstu bindi hennar eru nú að byrja að koma út. Frásögn Vilhjálms er öll ein- föld og hugnæm. Hann lýsir þjóðum þeim, sem hann um- gengst með satnúð og skilningi og forðast að mæla þær að öllu á sama málband og hvíta menn, eins og sumum ferðalöngum hættir til að gera. Hann tók ungur ástfóstri við Norðurveg ■og þar ihlefir hann unnið sína sigra. Vilhjálmur hefir öllum mönnum fremur svift hulunni af norðurhjara veraldarinnar. Hann hefir fært hann nær okk- ur, en um leið sýnt, að Ultima Thule, hið nyrsta bygða land var fjær en við hugðum. Ríkisskip. Súðin er í Reykjavík og fer annað kvöld| í strandferð vestur um land. Esja er væntanleg til Glasgow í dag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.