Þjóðviljinn - 01.07.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.07.1938, Blaðsíða 2
Föstudaginn T. júlí 1938. PJÖÐVILJINN 12. þing Ð Sambandsþing U. M.. F. í., sem haldið var í Þrastaskógi dagana 11. og 12. júní s. 1.. hefir áður verið getið lítilshátt- ar hér í blaðinu, en nú þeg- ar fundargerðir Iiggja fyrir með þeim samþykktum, sem þar voru gerðar, þykir rétt að geta nokkru nánar um það mark- verðasta af störfum þingsins. Eitt híð naikverðasta afþeim praktisku rjiálum, sem ung- mennafélögin hafa látið til sín taka undanfarið er án efa bar- átta’ þeirra fyrir atvinnu handa æsku Iandsins. Petta ný- afstaðna þing tók þetta al- varlega mál einnig til meðferð- ar og var eftirfarandi tillaga samþykkt í einu hljóði: „12. sambandsþing U. M. F. í. að Þrastalundi 1938, felur stjórn sambandsins, ásamt hlutaðeigandi héraðssam- böndum, að leita samvinnu við öll æskulýðsfélög kaup- staðanna um aðgerðir í at- vinnumálum æskunnar við sjóinn. Skal lagt til grund- vallar frumvarp til laga frá sambandsstjórn U. M. F. í. og nefnd frá fulltrúaráði ís- lenskra barnakennara. Einnig skal leita samvinnu við Sam- band íslenskra barnakennara. Þingið hvetur sérstaklega til þess að framkvæmdir verði hafnajr í þessu máli hið bráð- asta, með ræktunarstarfi eða öðru, enda þótt í smáum stíl samþands- . f. 1. se' Er lítill vafi á því, að mörg æskulýðsfélög bæjanna munu fús til þessa samstarfs, sem hér er rætt um bæði með því að taka upp sameiginlega baráttu fyrir framgangi þessa máls,sem er orðið aðalvandamál æskunn- |ar í bæjunum og eitt af aðal- vandamálum þjóðfélagsins, og eins með því að hjálpa U. M. F. f. við það, sem það vill gang- ast fyrir að hrinda í fram- kvæmd í þessu efni. Hinsvegar komu fram radd- ir á þinginu um það að reyna að ná samstarfi við önnuræsku- lýðsfélög um það að koma á eins árs þegnskylduvinnu æsku- fólks. Þeirri tillögu og fleirum tillögum í sambandi við mögu- leika á þegnskylduvinnu varvís- að til sambandsstjórnar. Mun sambandið ekki beita sér fyrir ueinu í þá átt, bæði þar sem Aðalsteinn Sigmundsson fyrv. forseti U. M. F. í. slíkt hefir lítinn hljómgrunn meðal æskunnar almennt og eins er hitt vitað, að mörg æskulýðsfélög, sem um at- virinumál æskunnar fjalla og benda á leiðir til lausnar á þeim hafa o’ft og nijög ákveðið lýst sig andvíg hvérskonar þegn- skyldu og þvingunarráðstöfun- um, í þessu efni. Þingið tók mjög mörg mál til meðferðar og er hér ekki rúm til að lýsa nema fáum þeirra. Um bindindismál voru samþykktar ýmsar merkar til- Iögur í þá átt að minka neyzlu áfengis og skora á félögin, að þola ekki ölvaða menn á sam- komum sínum. Þá var og sam- þykkt tillaga um að skora á AI- þingi og ríkisstjórn að láta fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu um það, hvort leyfa skuli að flytja áfengi inn í landið eða ekki. í friðarmálinu var samþykkt eftirfarandi tillaga: „12. þing U. M. F. í. telur varðveizlu friðarins höfuð- skilyrði fyrir vexti menningar og framfara mannkynsins. Lýsir þingið ánægju sinni yf- ir gjörðum sambandsstjórnar í þeim málum og æskir þess, að U. M. F. í. vcrði framveg- is í samvinnu við þau æsku- lýðsfélög, innlend og erlend, er að varðveizlu friðarins vinna". Unr íþróttamál og um út- breiðslumál ungnrennafélaganna voru samþykktar ýmsar merki- legar tillögur. Þó sá þingið sér ekki fært að leggja til að hafist yrði handa nú þegar um hús- byggingu í Reykjavík, sem all- ir voru þó sammála um að nauð synlegt væri fyrir sambandið að' eignast sem fyrst. Þá skoraði þingið á ung- mennafélögin að vinna, af alefli að stofnun heimavistarskóla í sveitum, þar sem þeir eru ekki þegar fyrir hendi. Hafa þaú og á undanförnum árurn unnið mikið starf í þágu þessa nauð- synjamáls í mörgum sveitum landsins. Fjöldamargar fleiri ályktanir voru gerðar á þinginu um ýms mál og ýmsar þeirra merkileg- ar, en ekki er hér rúm til að ræða fleiri þeirra. U. M. F. í. hefir hér sem oft áður sýnt mikinn áhugafyr- ir ýmsum helstu áhugamálum æskunnar í landinu. Er sam- bandið í örum vexti síðustu ár- in og mun mega vænta vax- andi átaka þess um atvinnu- og menningarmál æskunnar eft- ir því, sem kraftar þess aukast í átökunum við að hrinda hin- um nýju viðfangsefnum í fram- kvæmd. J. Til þings í Alaborg. Alvilda Larsen forseti S. U. K. í Danmörku. Dagana 6.—7. ágúst verður almennt æskulýðsþing Norður- landa haldið í Álaborg í Dan- mörku. Til þess er boðað af samböndum ungra kommúnista á Norðurlöndum, en öllum framsæknum og frjálslyndum æskulýð og samtökum hans, er heimil þátttaka í mótinu. í fyrrasumar boðuðu sam- böndin til móts í Gautaborg í Svíþjóð, og var það sótt af þúsundum ungra manna og kvenna frá Norðurl^ndum. Þar voru líka nokkrir æskumennfrá íslandi. I ár er búist við miklu meiri þátttöku, og það, að mótið verð lur háð í Danmörku mun gefa því sérstakan svip. Allir vita, að síðan fasism- Hleifarvatn - Krisnvik. í för Félags ungra kommún- ista til Krísuvíkur um seinustu helgi voru 27 þátttakendur. — Nokkrir fóru á hjólum, en flestir óku í bíl nýja Krísuvík- urveginn á enda. Hann nær nú í gegnum hraunið. Þegar þang- að kom spenntu menn á sig bakpokana, og héldu af stað. Gengið var um skarðið á milli Sveifluháls og undirhlíða, yfir í Breiðdal, og síðan suður að Kleifarvatni og út með því að vestanverðu. Vegurinn út með vatninu liggur nokkuð hátt, og eru snarbrattar skriður og inó- bergshellur niður að því. Eft- ir 3y2 tíma gang komum við að brennisteinsnámunum, þar var slegið upp tjöldum á bökkum smálækjarsprænu rétt neðan við hverasvæðið. Hverasvæði þetta mun vera eitt hið mesta hér á landi. Leirinn í kringum hverina er allavega litur. Þeg- ar menn vöknuðu á sunnudags- morgun leit frekar illa út með veður. Himininn var kafskýjað- ur og margir bjuggust við rign- ingu er á daginn liði. Þó var af- ráðið að halda suður í Krísu- vík. Frá námunum og suður að bænum er hálf tíma gangur. Þegar þangað kom hittum við bóndann að máli. Hann býr nú einn í Krísuvík í járnklæddum t imburskúr, sem áður hafði verið kirkja. Áður var töluverð byggð í Krísuvík, en hefir nú lagst í eyði. Þegar búið var að skoða kirkjuna og gömlu bæja- rústirnar skiptist hópurinn í tvennt. Sumir fóru að sjá stóra brennisteinshverinn liann myndaðist við jarðskjálfta 1926 og mun vera stærsti hver hér á landi, en aðrir héldu niður að Krísuvíkurbjargi. Klukkan 4 voru allir komnir að námunum aftur. Var þá svift upp tjöldum og haldið af stað heim. Gengið var yfir Sveifluhálsa eftir Ket- ilsstíg. Þegar kemur vestur á hálsbrún opnast dýrðlegt út- sýni. Fyrir neðan mann ligg- ur Hafnarfjörður og Reykjavík og nærliggjandi héruð, með Esju og Akrafjall í baksýn, en í fjarska sést Snæfellsjökull teygja snjóhvítan kollinn uppí heiðbláan himininn. Veður er nú hið besta, skafheiðríkja og logn. Klukkan 9 komum við að bílnum. Allir eru í ágætisskapi, dökkir í framan af sólbruna og mátulega þreyttir eftir langai göngu. Þegar fólk er búið að koma sér fyrir í bílnum hefst söngurinn, og honum linnirekki fyr en bíllinn nemuy staðar á Laugaveg 38. 6. Komið með í ferða- lög F.U.K. inn komst til valda í Þýskalandi hefir hann unnið ákaft að því að færa út kvíarnar norður á bóginn og þá fyrst og fremst til Suður-Jótlands. iií sem eitthvað hafa fylgst með stjórn málum á Norðurlöndum, þekkja þær aðferðir, sem fasisminrt hefir beitt við að ná þar áhrif- um með kúgun, í gegnum verzl- unarviðskipti, með njósnurum sínum og spellvirkjum og um- boðsmönnum. Við könnumst við jrýsku íkveikjumennina og spellvirkjana í Suður-Jótlandi sem reka pólitík sína með brunneitrunum og öðrurn svip- uðum aðferðum. Engum bland- ast hugur um hvílík hætta Dan- mörku stafar af fasismanum jtýska og hversu örlagaríkar af- leiðingar það hefði fyrir öll hin Norðurlöndin efhannkæm- ist þar til valda. Það er þessi hætta, sem vakið hefir danska og skandinaviska alþýðu til æ ákveðnara og markvissara and- ófs gegn þessum aðsteðjandi voða og allri afsláttarsemi og undanhaldi við þennan meginó- vin. Og æskan fer hér í fylk- ingarbrjósti. Það er hún, sem á að erfa landið, — gleðjast eða þjást undir þéint arfi, er samtíðin skilar henni. Það bitn- ar fyrst og fremst á henni, ef helkrumla afturhaldsins nærað kyrkja í greip sinni öll þau réttindi og hagsbætur, sem far- nar og farandi kynslóðir hafa unnið sér í langri og fórnríkri baráttu. En það er ekki aðeins gegn hinni þýsku fasismahættu, sem barist er, heldur jafnframt gegn öllum einræðis- og afturhalds- tilhneigingum í 'eigin landi. Hér verður að skapa órofa fylkingu frjálshuga æsku til varnar rétt- indum og frelsi — og til ör- uggrar sóknar til betra ogsælla lífs. Á hinu volduga æskulýðs- móti, sem háð var í fyrra í Gautaborg mættu tveir fulltrú- ar íslenskrar æsku, þeir Jó- hannes Jósepsson og Aðal- steinn Sigurðsson og sóttu rík- ari gleði, samhug og áhuga í fylkingar hinnar frjálshuga og velmenntu æsku frændþjóða vorra. Það ætti að vera metn- aður okkar íslenzkra æsku- manna að fjölmenna á þetta mikilvæga mót frænda vorra og sýna með því skilning á eigin nauðsynjamálum og frjálshuga samstarfi við æskulýð annara landa. Vér viljum því skora á alla þá frjálslyndu æsku, sem á þess kost að sækja þetta mót. Allar nánari upplýsingar um mótið, tilhögun þess, ferðir og kostnað fást hjá Björgólfi Sig- urðssyni Grettisgötu 34. — Að lokum er það áskorun vor til allrar íslenskrar æsku aðfylgj- así sem best með þessu móti og mun verða skrifað nánar um Jiað hér í blaðinu síðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.