Þjóðviljinn - 07.07.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.07.1938, Blaðsíða 2
Fimmtudaginn 7. júlí 1938. PJÖÐVILJINN Yfirgripsmiklar rannsóknir á eðli og háttum Golfstraumsins Sjö þjóðir þar á meðal Islendingar taka þátt í rannsóknunum Vjðial við dr. phil. A. Vedel Taaning Hafrannsóknarskipið „Dana“ kom til Reykjavíkur í gær,um hádegisleytið, úr langri rann- sóknarferð. Tíðindamaður pjóðviljans átti tal Við dr. phil. A. VEDEL TÁNING, foringja vísindaleið- jangursins, rétt eftir að skipið lagðist við Löngulínu, og bað hann að segja nokkur orð um skipið og förina. Dr. Táning skýrir svo frá: — Pað eru þrjú ár síðan ég kom til íslands, þá með gömlu „Dana“. Það skip sökk eftir á- siglingu í Norðursjónum, og þetta var byggt í staðinn. Er þetta önnur rannsóknarför skips ins. Rannsóknir þær, sem gerðar hafa verið eru þáttur í dönsku fiskiveiða- og hafrannsóknun- umj í Norðursjónum og norðan- verðu Atlanzhafi, en þær eru aftur þáttur í hinum alþjóðlegu hafrannsóknum. Rannsóknarefnin í ár hafa verið bæði á sviði líffræði og sjófræði (hydrografi). Við fórum frá Kaupmanna- höfn 14. júní, um Kielarskurð- inn og til suðvesturhorns ír- lands. Pangað komum við 20. júní, og hófum þar sjófræði- rannsóknirnar. Hlutverk okkar þar var einn liðurinn í alþjóðlegum rann- sóknum á eðli og ásigkomulagi Golfstraumsins. Upphafsmaður og skipuleggjari þessara miklu rannsóknarfyrirætlunar !er dr. Helland Hansen í Berlín, og undanfarin þrjú ár hafa verið haldnir margir fundir til und- irbúnings. Pessi ríki taka þátt í rannsóknunum: Frakkland, Þýzkaland, Skotland, Danmörk, Noregur, Island og Bandaríki Norður-Ameríku. Tilætlunin er að fá sem allra yfirgripsmest úrvinnsluefni um ásigkomulag Golfstraumsins, en hann hefir, sem kunnugt er, á- kaflega mikla þýðingu fyrirallt Jíf í Norðurhöfum, og löndum er að þeim liggja. Rannsóknunum er þannig hagað: Vestur af Azoreyjum liggur þýska hafrannsóknarskip- ið „Altair“, 4000 tonn að stærð. Enn 'vestar liggur franska skipið „Cari Mari“, en skip frá Bandaríkjunum, „Átl- iantis“, tekúir hydrografískan „þverskurð“ milli strandarinnar og Bermudaeyja, norska skip- ÍÖ, „Armauer Hansen“ siglir (Frh. á 4. síðu.) Sunnudaginn í miðföstu messaði prestur einn og lagði út af guð- spjalli dagsins: „Jesús mettar 5000 Ölafur „gossari‘“, þá í kirkju. Þegar er Ólafur hét, þá í kirkju. Þegar prestur hefir yfir guðspjallið og minnsit á „brauð og fiska‘“ segir Ólafur svo prestur heyrði: „já, já, brauð og fiskur, fiskur og brauð! Þar voru ekki grautarnir". ** Kaupmaður úti á landi hafði menn til fæðis og gekk uppkomin dóttir hans um beina. Þótti henni þeir ekki stundvísir til máltíða, og læt- ur orð falla á þá leið, að ekki veitti af að hafa þá í réttum svo til þeirra næðist á „réttum“ tíma. Um þetta kvað einn borðgestanna: Hrundin netta, handa mjalla heist í glettum svör ég finn, ef þú réttar okkur alla upp á slettist meydóminn. ** Bóndi einn á Barðaströnd, sem Jón hét, bjó þar rausnarbúi, en sambúð hjónanna gekk skrikkjótt. svo að orð var á gert. Loks fórsvo að Jón fer að heiman, en kona hans sat eftir með allt búið. Daginn, aem Jón fór að heiman kvaddi hann með þessari vísu, sem kunn er orðin: Er nú saddur sarpurinn og sýndist standa á þambi, burtferðar var biti minn banakringla af lambi. Eitt sinn er sjómenn voru lög- skráðir á skrifstofu sýslumanns, er talinn var nokkuð sérdrægur skeði þetta atvik: Þegar inn í forstofuna kom skildu menn þar eftir höfuð- fötin. Sýslumaður var þar fyrir og tók á móti sjómönnunum. Segir þá einn þeirra: „Það er best að ég hafi mína húfu með mér, svo henni verði ekki stolið". Sýslumaður svaraði engu, en leit reiðilega á manninn. ** Ökunnugur ferðamaður, er eitt sinn var staddur í Björgvin, hittir sendisvein og biður hann að vísa sér á Strandgötuna, hann eigi brýnt er- indi við mann þar. Drengurinn lof- ar því, en segir að það kosti 25 aura. Gesturinn gengur strax að því og réttir honum peninginn. Þá segir sendisveinninn: „I3ú stendur á miðri Strandgötunni, maður minn“. ** Dómarinn: Þvi skilaðir þú ekki peningabuddunni á lögregluskrifstof una, þegar þú fannst hana. Ákœrði: Ég fann hana svo seint um kvöldið, að skrifstofan var lok- uð“. Dómarinn: En næsta morgun? ÁkœrSi: Þá var hún tóm. , Utbreiðið bjóðviljaon Einn af boðberum ítölsku fasistamenn ingarinnar. Eftir Ilja-Ehrenburg. Hinn 25. janúar boðaði lög- fræðingurinn Marsico til fundar í ítalska bænum Avilino. Á þessum fundi hélt hann ræðu, -og hvatti íbúana til að hjálpa uppreisnarforingjanum Franco á Spáni. „Fimmtíu þúsund Pjóð- verjar eru komnir til Spánar. ásamt þeim verðum við að frelsa spönsku þjóðina frá rauðu harðstjórninni“. Fyrsta ítalska hersveitin var flutt til Spánar og kom til Cad- iz 6. febrúar 1937, fjögur flutn- ingaskip, er tundurspillar fylgdu Hermennirnir gengu inn í Breiðfylkinguna og fengu með- limaskírteini. En það var líka það eina„ er þeir áttu samefig- inlegt uppreisnarmönnum. Pví annars höfðu ítalirnir, sína eigin yfirboðara, eigin matreiðslu og meira að segja sín eigin hóru- hús. En hernaðartilkynningarnar voru hver annari raunalegri. Aðgerðirnar gengu allt öðruvísi en fyrirhugað var í Róm. Yfir- maður ítalska liðsins, Girnuzzi ofursti skrifar í mjög svo dap- urlegri fyrirskipun: „Hegnið með mestu hörku öllum aga- brotum, þau koma alltof oft fyr- ir“. — Ásamt öðrum skjölum, er stjórnarliðar rákust á, var á- róðursflugmiði með einkennileg um teksta: Um tár, tígrisdýr, svölur og inn á milli vísur eft- ir d'Annunzio og hátíðleg róm- antík. Flugmiðinn endar með þessari andríku setningu: „Ein- hverntíma skulu söngvar vor- ir hljóma um spánska jörð í takt við vor herskáu áhlaup“. Ekki veit ég hvernig hefir tejkist með sönginn, en hermenn lýðveldis- hersins hafa lítið heyrt til hans ennþá og hvað snertir herskáu áhlaupin, þá hafa þau ekki vilj- að blessast. Þrátt fyrir mikinn liðsmun hafa ítalirnir hvað eft- ir annað á flótta og átt fót- um sínum fjör að launa. I bar- dögunum' á Guadarra'mavíg- stöðvunum tóku stjórnarsinnar dag einn 20 ítalska skriðdreka og fjölda fanga. Peir hefðu get- að sent hlutleysisnefndinni í London heilt safn af yfirfor- ingjum, undirforingjum, her- mönnum og vopnum úr hin- um konunglega ítalska her. Einn fanganna, Sachi Achille'i, lautinant, sagði við mig: „Ég er foringi í ítalska hern- um og gegni skyldu minni sem slikur. Enginn mun nokkru sinni geta undirokað ítalíu. Við höf- um voldugan her. Við erum sendir hingað til Spánar til að hjálpa Franco hershöfðingja, er sjálfur hefir ekki nægan mann- afla. Bergonzoli hershöfðingi hefir látið þessi orð falla í ræðu: „Vér munum sýna spönsku þjóðinni hið stórkostlega við hina ítölsku fasistamenningu“. Ég skal nú í stuttu málisegja ykkur frá einum af þessum boð- berum hinnar fasistisku menn- ingar á Spáni. Nafn hans er Placido Dante. Hann er kennari að menntun, en hafði verið tekinn í ítalska herinn sem undirforingi. Ég vek athygli á því, að ég tek hvorki venjulegan verka- mann, iðnaðarmann né bónda sem dæmi, heldur einmitt kenn- ara. Ef kennararnir ættu ekki að geta framkvæmt hin djörfu menningaráform Bergonzolis hershöfðingja, hver ætli gæt\ það þá? — Eruð þér meðlimur fasista- flokksins spurði ég. - Já, — Hversvegna geng’UÖ þér i flokkinn? — Til þess að geta lifað sæmilegu lífi. — Hversvegna fóruð þér til Spánar? — Ég fékk skipun um það. ítalía ætlar að hjálpa Franoo. — Hversvegna hjálpar ítalía Franco.? Franco hershöfðingi hefirlof- að Italíu Baleare'yjunum. — Vitið þér hverjir sitja í spönsku stjórninni? — Pað er stjórn anarkista og. kommúnista. — Vitið þér hver Azana er? — Nei, það nafn hefi ég ald- rei heyrt. — Hver stjórnar Spáni? — Ég veit ekki betur en það sé kommúnistinn Largo Caball- ero. — Þekkið þér sögu föður- lands yðar? — Auðvitað. — Hver var Nitti'? — Kommúnisti1. — En Matteotti? — Hann dó þegar á fyrstu I árum fasistabyltingarinnar. i Eftir stutta þögn bætti Dante við, þessi boðberi fasistamenn- ingarinnar: — Rússland er að reyna að ieggja Spán undir sig ásamt Englandi og Frakklandi. — í hvaða skyni? — Til þess að vinna Gíbraltar Rússland gæti þá haft vald á öllu Miðjarðarhafinu. — Haldið þér virkilega að Rússland sé að reyna að leggja undir sig Gíbraltar í samráði við England, þar sem England á Gíbraltar nú þegar? Kennarinn þurrkaði svitannaf enni sér. Hann var sýnilega ó- vanur svona mörgum og flókn- um spurningum. Hann var giftur og átti konu iheimái í íAquilaj. í vösunum hafðí hann tylft mynda af kvenfólki frá Cadis, Sevilla og Burgos. Hermaður úr lýðveldishern- um, sem hlustaði á mig yfir- heyra kennarann, benti á höfuö hans og sagði: — Asni! Hermaður þessi var óbreyttur sveitamaður frá Jaen. En hon- um var það ljóst, að þessi kenn- ari var villimaður, að marokkó- búarnir voru menningarfólk í samanburði við hann, þennan villimann með tannbursta og gásgrímu, sendan af ítalskafas- ismanum til að eyðileggja hina ágætu spönsku menningu. Ilja Ehrenburg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.