Þjóðviljinn - 16.07.1938, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.07.1938, Blaðsíða 1
3. ARGANGUR LAUGARD. 16. JCLÍ 1938. Deildarfundur á mánudags- kvöldið I 162. tölublað Dagskrá augl. síðar Þlng Stðra - Rnsslands kemnr saman i Doskva. Fyrir þinginu iiggja mörg þýðingar- mikil mál, þnr á meðal st|órnarmyndnn iyrir Stóra-Rnssland. EINKASK. TIL PJÓÐV MOSKVA I GÆRKV. Hið nýkosna þing Stóra Rússlands kom saman í Kreml 1 Moskva í dag. þingsahirinn «r alveg íburðarlaus, nema í ÍÖðrum enda hans stendur hvít brjóstmynd af Lenin og ber í rauðtjaldaðan stafninn. Þingsalurinn er mjög litrík- ur yfir áð sjá. Á þingbekkjum sitja konur í ljósum sumar- klæðum, Kósakkar í glæsileg- um þjóðbúningum, ungafstúlk ur með rauðar skýlur og ungir karlmenn í hvítum rússablúss- um. Stóra Rússland er stærst hinna iellefu sovét-sambands- ríkja. Þingmennirnir eru 727 að tölu. Á slaginu kl. 18 voru þing- menn setztir. Gengu þá inn í salinn meðlimir ríkisstjórnar- innar og forsæti æðstaráðs Sov ét-ríkjanna, Stalin, Molotoff, Kaganovitsj, Vorosjilqff, Kalin- in, Mikojan, Andrejeff, Sdan- off, Jesoff, Litvinoff, Petrojv- ski o. fl. Var þeim tekið með fagnaðarlátum ,er engan énda ætluðu að taka. Þingsetningarfundinum ¦, stjórnaði aldursforsetinn, sam- yrkjubóndinn Barisjeff, 73 ára að aldri. Forseti þingsins var kosinn í einu hljóði Sdanoff, ritari miðstjórnar Kommúnista- flokks Sovétríkjanna, leiðtogi bolsévíkkanna í Leningrad. 1. varaforseti Tintjeroff, fyrr- um vinnumaður í sveit, nú for- seti þjóðfullaráðs Tataralýðveld isins. Annar varaforseti verka- konan Makarova, forseti verk- lýðssambands baðmullarverka- fólksins í Sovétríkjunum. Fyrir þinginu liggja mörg þýðingarmikil mál, meðal ann- ars stjórnarmyndun fyrir Stór^ Rússland. ". FRÉTTARITARI Kaíinin, forseti Æðstaráðs Sov étríkjanna á kosningafundi. — Með honum er Kúsnesoff, ritari fl.deildarinnar í Leningrad. Enn síldarlaust fyrir norðan. Norðanlands birti til í dag, lygndi og hlýnaði í veðri, en í nótt snjóaði niður í miðjar hlíðar. — Úti fyrir Siglufirði var ennþá talsvert mikil kvika síðast er fréttist, eða um kl. 15 í dag, en minni vestan Skaga. Flest skip voru úti í síldarleit, en ekki hafði orðið síldarvart. — Eitt skip kom i dag vestan að með 150 mál. Síldin var veidd á mánuag. Ríkisverksmiðjan á Sólbakka hefi rtil dagsins í dag tekið á móti 1570 smál. af karfa og ufsa til bræðslu. Afli togaranna er þessi: Sviði 553 smál., Maí 544 smál., Hávarður ísfirð' ingur 472 smál. -— Nýtt hrað- frystihús á Flateyri tók til starfa um síðustu mánaðamót og hefir þegar fryst talsvert af kola og lúðu. — Tveir bát- af Flateyri stunda dragnóta- veiðar og einn þorsk- og lúðu- veiðar. Afli er sæmilegur. FÚ. í gærkveldi. Sjémaðnr dejrr af slysforam. Það slys vildi til á vélbátn- um Keili frá Sandgerði um kl. \) í /morgun — þar sem hann lá á höfninni á Skagaströnd — að fyrsti vélamaður, Ingólfur Þorsteinsson frá Keflavík, 23 ára að aldri, sem var staddur niðri í vélarúmi skipsins, varð fyrir höggi' af vélarreiminni og beið bana samstundis. Formað- ur bátsins, sem var bróðir hans, var í klefa við hliðina á vélarúminu, er þetta vildi til. Heyrði hann óvenjulegan há- vaða og hljóp þegar yfir í vél arrúmið, en þá y'ar Ingólfur^að gefa upp andann. Héraðs- læknirinn á Blönduósi var taf- arlaust kvaddur um borð ískip- ið, en ekkert varð við gert. Var lík Ingólfs flutt til Blöndu- öss í líkhús sjúkrahússins þar. I FÚ. í gærkveldi. Danski íh aldsþingmað urinn Piirschcl gengst íyrir stofnun fasista- fiokks í Danmörku. A stefnuskránni er m a. »skipulagning» yerk lýðsfélaganna eftir pýzkum fyrirmyndum, K.HÖFN í GÆRKV. Kaupmannahafnarblaðið So- cialdemokraten birtir, í dag fregn með stórletraðri fyrir- sögn, að nokkrir kaupsýslu- ínenn og tveir stjörnmálamenn, p. á m. Piirschel, hafi haldiði feynilegan fund til þess að ræða um stofnun nýs stjórn- málaflokks, svokallaðs „pjóð- ernisbandalags", er hafi það pi. a. á stefnuskrá sinni, að sérfróðir menn verði skipaðir í ráðherrastöður, og séu þeir jaðein íráðgefandi, að ný lög verði sett um jarðeiginir og erfðarétt, að verkalýðsfélögin verði skipulögð eftir þýzkri fyr- frmynd o. s. frv. > í upphafi stefnuskrárinnar segir, að „undir merki skyld- ;:::.v>. ¦¦¦¦ :¦ y - .-'¦.-^ Christmas Möller forseti danska íhaldsflokksins. leikans skuli frelsi Danmerkur verndað". Þessi nýi flokkur mun birta opinberlega ávarp mikið á hausti komanda. og hvetja alla flokka til samvinnu með sér. Fréttaritari útvarps- ins hefir# fengið fregn þessa staðfesta. leirðir aokast i Palestina. Breska stjórnin þorir ekki að auka innflutning Gyðinga. LONDON í GÆRKV. F. U. Miklar óeirðir hafa enn orðið í Palestinu, sprengikúlu var varpað á götu í Jerúsalem og biðu 13 Arabar bana, þar af þrjár konur, en 29 særðust. Eru miklar æsingar í borginni og aukinn hervörður víða í borginni. I ýmsum öðrum borg um hefir verið óeirðasamt og manntjón orðið af völdum ó- eirða. Auknar ráðstafanir hafa verið gerðar til að koma í íveg fyrir óeirðir í Haifa, en þar hafa íkveikjur og árásir átt sér stað í dag, m. a. kviknaði í vopnageymslu, sem talið er að arabískur óaldarflokkur hafi átt. Vegna ummæla, sem fram höfðu komið á Evian-ráðstefn- unni um að leyfa enn aukinn innflutning Gyðinga til Palest- ínu. sagði Winterton lávarður, að þar hefði orðið að grípa til róttækra ráðstafana til að bæla niður óeirðir, en innflutningur Gyðinga til Palesíínu hefði ver- ið takmarkaður vegna þess, hversu ásíatt væri í landinu, og myndi ekki verða breyting þar á, fyrr en framtíðarskipu- Jagg í Palestínu hefði verið' á- kveðið. Frá því árið 1920 hafa 300 ,þús. Gyðingar flutzt til Palestínu, þar af 40 þús. Þjóð- verjar. Brezka læknafélagið hefir á fundi sínum rætt um hvort rétt væri að leyfa ' austurrískum læknum, sem flúið hafa land, leyfi til þess að stunda lækn- ingar í löndum Bretaveldis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.