Þjóðviljinn - 23.07.1938, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.07.1938, Blaðsíða 4
ss Kíý/e, bio sg I Leikaralíf í | Hollyvood. (Astar is Born) Hrífandi fögur -og tilkomu mikil amerísk kvikmynd er gerist í kvikmyndaborg- inni Hollywood. Öll myndin er tekin í eðli- legum litum, „Technioo- lor“. Aðalhlutv. leika: | Fredric March og Janet Gaynor. Orrbopglnn! Næturlæknir: í nótt er Daníel Fjeldsted, Hverfisg. 46, sími 3272. Næturvörður verður í Ingólfs- og Lauga- vegsapóteki þessa vifcu. Ctvarpið í dag: 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Pjóðlög. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Upplestur: „Skógurinnog æskulýðurinn“, I, eftir Chr. Ojerlöff, Guðmundur Hann- esson, prófessor. 20.45 Hljómplötur: Píanókbn- sert í (Es-dúr eftir Mosart og 21.20 Ungversk lög. 21.40 Danslög. 24,00 Dagskrárlok. Meðal farþega með Esju héðan í jgærkvöldi til Olasgow voru Erlingur Páls- son yfirlögregluþjónn, Jón Páls son sundkennari, Jónas Hall- dórsson og Ingi Sveinsson. Þá þlðÐVlLHNM Frá 1. maí 1938 í Moskva. Myndin er af stóru götuplakati, er víða gaf að líta í Moskva 1. maí. Á spjaldinu stendur: „Lifi alþjóðleg samhjálp verka- Jýðsins í baráttunni gegn fasismanum“. I fóru með skipinu 45 útlending- ar, sem komu að utan með síð- ustu ferð, og 15 útlendir skátar, er voru hér á skátamótinu. — Ennfremur nokkrir farþegar' til Vestmannaeyja. Tvö skemtiferðaskip „General von Steuben“ og „Milwaukie“ bæði þýsk, komu í gær. í gærkvöldi háðu skip- verjar af General von Steuben knattspyrnu við K. R. Upplestrarferð Haraldur Björnsson fór með Súðinni í gærkvöldi til Aust- Urlandsins. Er gert ráð fyrii* að hann ferðist um Austfirði og lesi upp, aðallega úr íslensk um leikritum. Fyrsti upplestur hans verður á Seyðisfirði sunnudaginn 31. júlí. Uppreisnarmenn gera loftárásir á- spanskar borgir Flugmenn uppreisnarmanna á Spáni hafa haft sig mjög í frammi í dag. Komu flugvél- prnajr í tveimur flokkum og var aðallega varpað sprengikúlum á hafnarborgir á austurströndinni, frá Valencla og suður á bóginn. Á einum stað fórust 38 manns, sem höfðu leitað hælis í byrgi, sem talið var skothelt. Á hafn- arborgina Gandia var varpað 50 sprengikúlum, og ollu þaér miklu tjóni í borginni. Tvær konur biðu bana, en 14 manns særðist. I brezku höfninni í Gandia varð ekki neitt tjón, hvorki á höfninni sjálfri eða á brezkum skipum, sem þar voru, Sex af flugvélum uppreisnar- manna flugu í morgun yfir Iandamæri Frakklands. Varþeg- ar hafin skothríð á þær, og flugu þær þá aftur suður yfir landamærin. Miklir bardagar halda áfram fyrir norðan Se- gunto. Skipafréttir. Gullfoss er í Kaupmannahöfn, Goðafoss fór frá Hull í ,gær áleiðis til landsins, Dettifoss er á útleið, Lagarfoss var á Siglu- firði í gær, Selfoss er á leið til Aberdeen. Súðin fór í straná jferð í jgærkvöldi, Esja fór utan. & GamlöfSlo % A skyrtunni gegnum bæinn Afar fjörug gamanmynd. Aðalhlutv. leikur: GENE RAYMOND Ungverjar senaja við Mussolini í fregn frá Budapest í gær- kvöldi eru talin upp nokkur at- riði, sem samkomulag varð um í Rómarför ungversku ráðherri- anna. Ungverjaland skal hér eftir teljast liður í ásnum Ber- lín—Róm, og samið vár um, að Ungverjaland seldi ítölum miklar kornbirgðir. Ungverja- land mun ekki yfirgefa Þjóða- bandalagið. Þá mun ungverska stjórnin bíða og sjá, hverju fram vindur, áður en hún tek- ur fullnaðarákvörðun til mál- efna Tékkóslóvakíu. Loks er svo ákveðið, að ítalía, Ungverja land og Þýzkaland geri með sér víðtækan sáttmála um stjórn- mál og viðskiptamál. Nokksskrifstofan er á Laugaveg 10, opin alla virka daga frá 5—7 e. h. Félagar, munið að greiða flokksgjöld ykka-r skilvíslega. ÚTBOD peir, sem vilja gera tilbo’ð í byggingu Hafnarhússins við Tryggvagötu, vitji teikninga og verklýsingar á Hafnarskrif- stofuna, fyrir kl. 6 á mánudag', gegn kr. 25.00 tryggingargfjaldi. HAFNARSTJ6RINN. Aiexander Avdejenko; Eg elska .. 88 Járnstraumurinn sortnar, hann i'ennur í smálækj- Ujm hægt og rólega eftir sandinum. É(g horfi nú á Kramarenko án minstu beiskju eða skapraunar. Hann er önnum kafinn við að loka fyrir flóðgáttina. Hann er með langa pípu sem er eins og byssuhlauþ í laginu og gegnum hana skýtur hann svo leirkúl- um innj í Jháofnskverkina. Ég hugsa, að Kramarenko hafi aldrei kynst og muni aldrei kynnast þeim kjör- um, sem faðir minn átti við að búa. Hann þekkir ekki hve járnkarlinn er þungur. Hendur hans eiþ orðnar vanar sjálfvirkum eimlokum. Ég geng til hans. Ég horfi beint framan, í hann — ég ætla að krefja hann reikningsskila og segi: í Jæja, svo við erum stöðugt skringilegir náungar, við Lesnjak? Kramarenko þegir, brosir eins og sak- bitinn og horfir vingjarnlega á Lesnjak. Hann stend- ur framain við vatnjsslönguna, hann lætur hvítglær- an vatnsbogann sáldrast yfir reyksósaðan, sótugan kuflinn Sinn og nuggar öskuna úr brendri skyrtunni. pRÍTUGASTI OG ÁTTUNDI KAFLI. Það kom sendill frá bæjarráðinui í skálann okkar. Hann fekk Mariu Grejorjevnu einhverja kvaðningu og var mjög alvarlegur á svip — svo tók hann við kvittun. Maria Grigorjevna gerði þrjá krbssa í kvitt- unarbókina og rétti mér seðilinn skelkuð á svip. Þar stóð, að hún v æri kvödd til að mæta á fundi bæjarráðsins í |dag. Hún ypti sívölum öxlunum, horfði óttaslegin á mig og spurði: Hvað vilja þeir mér? Ég rata ekki einu sinni þang- að. Hún settist niður alveg ringluð. Kötturinn neri sér mjúkt og flírulega upp við fætur hennar. Hann var orðinn óþekkjanlegur — hann var ,allur úfinn — hárið: í flyksum og alt óhreint. Maria Grigorjevna vanrækti hann, hún gaf honum ekki lengur mjólk úr skálinni eða kjötleifar á kvöldin. Kötturinn varð að sjá sér sjálfur fyrir fæðu. Hann var hálf tryllings- legur, með eilífan hungursgljáa í augunum. Á nóttunni var hann á veiðum ogj í ránsferðum. í gær hafði hann ósköp rólega myrt helminginn af kjúklingunum inni undir rúminu. Maria Grigorjevna lét sér ekki gremjast það. Hún leit yfirleitt ekkefy eftir hæjnunni. Bogatyrjov varð sjálfur að Jfóðra kjúklingana með hirsi — einstaka sinnum tók Boris að sér að sjá um þá. Égsá ekki Boris í marga daga. Eimvagninn hans dró járnbrautarvagna fulla af málmi til háofnanna. Sólarhringum saman fór hann ekki út úr eimvagn- inum. Hann svaf við ketilinn, og það aðeins á stöðv unum, meðan vagnarnir voru affermdir. Hann var eini eimvagnsstjórinn, sem hafði meira en eins árs reynslu. Allir hinir voru byrjenduþ. Hann var haldinn stöðugum ótta um eimvagninn sinn. Eina nótt kom Óg til hans og settist á rúmstokkinn hjá honum. Ég ætlaði að tala við hann um innfallið brjóst hans, um gegnsæjar æðarnar á gulum höndunum og um rauða sótthltadilana á skarpholda og beinaberum kinnum hans. — Boris ..... Boris! Hann sneri sér snögglega við og horfði á mig þreytulegum, dökkum augum, sem lágu falin djúpt, djúpt inni. Það andaði raka úr djúpi þeirra. Hann þagði, en í særðu og ergilegu augnaráði hans, gat ég lesið spurningu um, hvað ég eiginlega vildi honum. Éjg fór sem skjótast frá honum og frestaði samtal- inu, þar til síðar. En ég gerði leynisamning við Mariu Grigorjevnu, að hún gæfi honum heita mjólk pg svínafeiti að drekka. En .... hún hélt ekki loforð sitt. Ég hefi mú í þrjá daga sjálfur orðið að hlaupíf íjrjómabúið eftir mjólkinni pg síðan að sjóða hajna og láta feitina út í. ^Boris sest ekki lengur upp í rúmi sínu. Hann liggur fyrir, — hann er allurfguh.tr. Maria Grigorjeyna eyddi nú allri umhyggju sinni á ættingja sína, er hingað voru komnir, — hún hirti' ekki lengur um húsið sitt. Auk þess hljóp hún um alla skálana og hóf baráttu fy.rir því, meðal íbúa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.