Þjóðviljinn - 07.08.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.08.1938, Blaðsíða 2
Sunnudaginn 7. ágúst 1938. ÞJÓÐVILJINN Faðirinn: „Má ég vckja eftirtekt þína á því, að ég er faðir þinn“. Sonurinn: „Á það nú líka að vera mér að kenna“. ** Mussolini hefir í blaði einu birt nokkrar athugasemdir, sem homim þykir benda í þá átt. sem að Na- póleon hafi gert tUraunir til þess að stæla stjórnvisku sína. ' ** — Það er aðeins ein aðferð til þess að græða fé á heiðarlegan hátt. — Hver er hún? _ Á, datt mér ekkl í jhug að þú þekkir hana ekki. ** Chamberlain sagði ný lega frá þvi í ræðu, að hann vildi ekkert bera á mótí Því ,að Italir ættu einhvern þátt í Spánarstyrjöldinni, en hinsveg ar vantaði allar sannanir fyrir því. ** De Llano, einn af hershöfðing- um uppreisnarmannanna á Spáni, var um tíma á hvers manns vör- um fyrir ölæði sitt og hinar alkunnu útvarpsræður frá Sevilla. Nú heyr- ist hans að engu getið framar og orsökin er sú, að hann hafði stungið í eigin vasa um nokkurt skeið 3000 stpd. á viku af tolltekjum Franoos. Fé þessu kom hann aðallega fyrir i enskum bönkum í Gibraltar. Sagt er, að De Llano sitji nú sjálfur í fangelsi því í Sevilla, sem hann hafði áður yfirstjóm á, og var al- ræmdast um langt skeið af ölhim slíkum stofnunum. ** Það hefir verið efnt ^il happ- drættis tú Þess að hjálpa honum Jóni gamla. Hefir Þú fengið Þér einn miða? B: Nei, enda veit ég ekki hvað ég ætti að gera við karlugluna ef ég hrepti hann. ** ' i ]■" Það er mjög algengt, einkum í auglýsingum, að settar séu saman myndir af hinum ólíkustu tegund- um og búin til ein mynd úr öllu saman. Sagt er að danska æfin- týraskáldið H. C. Andersen hafi í æsku sinni haft mjög gaman af Þessu ,en þá voru vitanlega ekki slikar auglýsingar komnar til sög- unnar. Klipti Andersen myndimar niður og raðaði Þeim saman á ýimsa vegu og bjó til úr öllu saman hin ar kyndugustu myndir, sem sumar hverjar eru enn til sýnis. ** Ein af þektustu myndum af þessu tagi er frá kommunarða-uppreisn- inú5i í París 1871. Sýnir hún hóp af kommúnörðum sem eru að skjóta annan hóp af munkum. Lengi vel var haldið að mynd þessi væri ,,ekta“ en við nánari rannsókn á því hvern- ig geislamir hafa fallið á ljósmynda- plötuna þegar myndimar voru tekn- ar, kemurj í ljós, að hér er um tvær myndir að ræða; mynd af kommun- örðunum, sem miða byssum sínum og önnur mynd af munkum. Mynd ir þessar hafa svo verið settar sam- nn á eftir til þess að „sýna“ hryðju- verk kommunarðanna. Jónas Gnðmnndsson i gapastokknnm. Efíír Bjarna Þórðairson NordfírdL Niðurlag. Verhalýðsmálín. Jónas skildi við yerkafýðssam tökin hér í bæ í þeirri mestu eymd og niðurlægingu, sem hægt er að hugsa sér. Þegar honum varð það ljóst, að fylgi hansi í félaginu færi svo þverr- andi, að vafasamt væri, hvort honum tækist að nota það sér til pólitísks framdráttar, lét hann það sigla sinn sjó. Árum saman voru engar bætur ráðnar á kjörum verkafólksins, taxtinn var ómerkilegt pappírsgagn og allt eftir því. Það var því ekki fagurt um að litast í verkalýðs- hreyfingunni þegar samfylking- armenn náðu félagsstjórninni. Og fjármálin. Ekki má gleyma þeim. Nær ekkert hafði eðlilega innheimst af gjöldum og fleiri þúsundir voru í vanskilum við Alþýðusambandið. — Nú hefir mjög skift um, enda er mönn- um ólíkt Ijúfara að greiða fé- lagsgjöldin þegar félagið vinn- ur markvisst að réttarbótum og er vel á verði um hagsmuni fólksins. Og í ár skiftir inn- heimtan þegar hundruðum, ef ekki þúsundum króna. Og nú skal ég drepa á helstu störf félagsins síðan verklýðs- sinnar tóku við. í fyrra var vinnutíminn stytt- ur um eina stund án Iækkunar á dagkaupi í fyrra var komið á 8 stunda vöktumi í síldarbræðslunni, með fullu kaupi. En félagið komst svo seint í góðar hendur, að ekki vannst tími til að knýja fram allsherj- arkauphækkun. í vetur átti svo að hækka kaupið. Félagið hafði samþykkt miklar kjarabætur og var ákveð ið að halda þeim til streitú. En hvað skeður? Fyrverandi for- maður félagsins kemur með reidda hnútasvipu bankavalds- ins sér um öxl og segir: Ef þið hækkið kaupið, þá fáið þið ekki verksmiðjuna. Og þessi maður heitir Jónas og hann er Guðmundsson. Samt sem áður var settur sér- stakur skipavinnutaxti, sem J. G. hafði barist gegn árum sam- an. Var kaupið hækkað úr kr. 1,10 upp, í kr. 1,50. Framvegis verður af kappi að því unnið að ná þeim kjarabót- um, er Jónas með úrslitakostum Landsbankavaldsins náði af verkalýðnum. Taxtabrotin hafa verið fyrir- byggð og félagslegur þroski hef ir aukist. Eitt dæmi um taxta- brot skal tekið: Níels Ingvars- son, hinn þrefaldi forstjóri, ætl- aði að láta kverfólk við kola- flökun á íshúsinu vinna í 120 tíma fyrir 50 aura pr. tíma með þeim forsendum að þær væru að læra. Við þetta vildi V. N. ekki sætta sig og niðurstaðan varð sú, að kvenfólkið fékkfult tímakaup, 80 aura í stað 50, og gekk alt í verklýðsfélagið. Þeir, sem þekkja fortíð Jón- asar vita, að hann hefði ékki verið að rekast í svona „smá- munum“. — BÆJARSTJÓRNIN. Það væri lítil sanngirni í því, að ætlast til þess, að eftir tæp- lega hálfs árs veru okkar íbæj- arstjórninni værum við búnir að gera einhver ósköp, einkum þegar þess er gætt að við höf- um1 í raun og veru allan tímann veriðj í stjórnarandstöðu. — Þó hefir okkur ekki orðið svo lítið ágengt. Sundlaugin er komin á þann rekspöl, að gera má ráð fyrir að hægt verði að byrja á verkinu í haust. Það er að þakka áhuga og starfi okkar. Dráttarbraut er kominn á rek- spölinn. Það er einnig fyrir at- beina okkar. Bæjarbryggjan, er var að hrynja, hefir verið lög- uð og verið er að mála bæjar- pakkhúsin, sem staðið hafa ó- máluð! í 10 ár. Hvorttveggja er unnið fyrir okkar starf. Fjár- hagur Hafnarsjóðs hefir verið aðskilinn frá bæjarsjóði, en að því kem ég nánar, er ræða skal um fjármálavit Jónasar. Ogsíð- ast en ekki síst höfum við end- urbætt reglugerð Sjúkrasam- lagsins og aukið réttindin, en hún er ekki enn orðin gildandi, því vinir Jónasar í Trygging- arstofnuninni virðast hafa ann- að að gera, en að afgreiða hana. Og í framfærslumálunum höfum við fyrirlfggjandi á- kveðnar tillögur, sem við mun- um leggja fram í haust er út- hlutun styrks kemur til fram- kvæmda aftur. f vetur vannst ekki tími til annars, en rann- sókna. Er þeim var lokið, var komið að þeim tíma, er menn almennt hættu að taka styrk og frestuðum við því, að leggja fram tillögur. Við höfum tekið nákvæma skýrslur um húsnæði styrkþega og höfum ákveðnar tillögur um endurbætur á þeim svo um gagngerða breytingu á aðferð við úthlutun. Hinsvegar er, og hefir alltaf verið stefna okkar að gefa mönnum kost á að vinna fyrir sér, en það vilja Jónasistarnir ekki. Þarna hefir þú, Jónas, nokk- uð um að hugsa! En hvað hafa þínir dindlar hér lagt til? — Því er svarað með einu orði: Ekkert. Bókstaf- lega ekki neitt. Þeir hafa enga tillögu flutt í einu né neinu af vandamálum fólksins. Það gæti líka orðið umhugs- unarefni fyrir þig! Þá kem ég að fjármálaviti Jónasar, en úr því vill hann gera mikið og þykist alt- af hafa getað slegið lán. Því skal ekki neitað, að Jónas er nokkuð seigur að ljúga út pen- inga, ení í því er líka allt hans fjármálavit falið. — Fjárhagur bæjarins ber greinilegt vitni um fjármálaglópinn, er þar hefir ráðið lögum og lofum. Allt í botnlausu feni skuldamennsk- unnar. Allt fjötrað í víxlum, vöxtum og afborgunum, og allt eru þetta verk fjármálaspekings ins Jónasar Guðmundssonar. Hefði Brimir ekki grætt í fyrra, ef eitthvert vit héfði ver- ið í framkvæmdastjórninni? Hefði Fóðurmjölsverksmiðjan tapað 100 þús. kr. ef fjármála- hæfileikar forstjórans hefðu verið svona í meðallagi? Forstjóri beggja fyrirtækj- anna var Jónas Guðmundsson. En einna gleggsta dæmið um glópskuna er dæmið um Hafn- arsjóð Neskaupstaðar. Þegar bærinn keypti Hafnar- mannvirkin var til þess tekið lán að upphæð kr. 45.000. — Afborganir og vextir skyldu nema kr. 3000 á ári. Þar sem Hafnarsjóður greiðir árlega mik Sð á annan tug þúsunda, virðist svo sem hann mætti undir þessu standa. En svo fór þó ekki. Tekjur sjóðsins voru teknar í botnlausa bæjarkassahítina og ekki hirt um skuldina. Og á bæjarreikningana höfðu aldrei verið færðir áfallnir vextir af láninu svo um sl. áramót var skuldin kr. 20,427,23 hærri en talið var. Og nú erum við að reyna að bæta fyrir afglöpfjár- málaglópsins. Dæmið þetta er táknandi fyrir viðskiftamáta hans. Annars væri gaman fyrir Jón- as, þegar hann situr í mjúku hægindastólunum í hlýju stof- unni sinni, langt í burtu frá frelsisbaráttu þess fólks, er hann sveik, að láta hugann reika til sinnar frægu Akureyrarfarar í fyrrasumar og viðskiftanna við eiganda skuldabréfanna í þeirri för. Ég tel rétt að leiðrétta þá sögusögn J. G. að ég sé í stjórn Togarafélagsins. Það er égekki, len ég er í varastjórninni. Senni- lega getur því J. G. haldið á- fram sínum fjármálalegu fim- leikum þar, óáreittur af mér. J. G. reynir að hártoga þá setningu í grein minni, er ég segi, að hjörð hans sé ekki heppilegir hirðar handa verka- lýð Neskaupstaðar. Ég skal nú reyna að berja ofurlítinn skiln- ingsneista á þessu inn í kollinn á Jónasi. Við skulum þá fyrst athuga hverjir eru hin raunveru lega hjörð Jónasar, þeir, sem hlýða þegar smalaflauta hans hljómar. Það eru þeir Ólafur, Sigurjón, Eyþór og Oddur. - Og er ekki meiningin að þessir menn séu forustumenn alþýð- unnar hér, eða með öðrum orð- um hirðar alþýðunnar. — Ann- ars væri gaman fyrir Jónas, af því hann hefir svo gott kennara- próf og parksis í stílakennslu, að fletta upp á fyrra blaðinu með lönguvitleysunni, neðst í fyrsta dálki hennar. Þar gefur að líta þessa setningu: Bjarni byrjar strax að tala um „svik“ af hálfu Alþýðuflokks- manina, í ;Neskaupstað. En hann nefnir hvergi í greininni hvað ■ þeir hafi svikið. (Leturbr. J. G.)| Sem dæmi upp á svikin nefnir hann kosningu í stjórn P. A. N. (Leturbr. mín, B. Þ.) . . Já, Jónas minn, það er von þú spyrjir hvað menn megi vera vitlausir til þess að fá að skrifa í blöð. Það er vafalaust skynsamleg ákvörðun hjá þér, Jónas, að skrifa ekki meira um þessi mál. Þú græðir ekkert á þeim. Það er ekki langt síðan þú stóðst í ritdeilu við Jóhannes Stefánsson og stóðst þar uppi sem brenni- merktur opinber falsari. — Það er ekki gott að segja nema þú fengir fleiri slíka stimpla, el þú heldur áfram og það er víst alveg á takmörkum að þú megir við því. ! niðurlaginu segir Jónas að kommúnistar hafi aldrei og hvergi byggt upp, heldur alls- staðar rifið niður. — Hverjir byggðu upp pöntunarfélögin f Reykjavík, sem voru fyrirrenn- I arar KRON? Það voru komm- i únistar. en rústamennskan er hjá nótum Jónasar, því þeir höfðu sett á hausinn, — ja, hver veit hvað mörg kaupfé- lög í Reykjavík? Og hvers- vegna dafnar Kaupfélag verka- manna í Vestmannaeyjum und- ir forustu þingmanns kommún- ista, ísleifs Högnasonar, á sama tíma og félag Alþfl. fer á haus- inn? — Hugleiddu þetta, Jónas minn. Þetta er orðið lengra mál, en égi í tupphafi ætlaði, og þó á ég margt ósagt. En við eigum vort á Jónasi austur til að stjórna Skjöldu á lensinu og þá skuI-< um við spjalla betur við hann. Þegar maður lítur yfir þetta síðasta bókmenntaafrek Jónasar verður manni á að hugsa,hvort hann hafi ekki haft eitthvað ann- að en heilbrigða skynsemi í kollinum þegar hann vann það. Viði kömmúnistar bíðum kosninganna með mesta jafn- aðargeði. Við vitum að alþýðan þekkir sína kölluri og sína menn og við vitum að flokkur okkar er hinn sterkasti í bænum. Og að lokum vil ég kveðja til baráttu fyrir sigri alþýðunn- ar alla þá, er vilja að alþýðan en ekki íhaldið og fylgifiskar þess, ráði bænum. — Þann 11. sept. undirstrikum við, það að það eru kommúnistarnir, sem alþýðan treystir. \ Neskaupstað 27. júlí 1938. Bjami pórðarson. Bjatrgaðí 73 mönnum Framhald af 1. síðu. í Starkarhúsum við Stokkseyri. Foreldrar Jáns voru Sturlaug- ur Jónsson og kona hans, Anna Gísladóttir. Hann var kvæntuf Vilborgu Jóhannesdóttur frá Skipum, sem lifir mann sinn, og eignuðust þau 10 börn. Eru 7 þeirra á lífi, flest búsett I Reykjavík. — Jón var þjóð- kunnur maður fyrir það, hvó mörgum hann h’afði bjargað Hr sjávarháska, en það voru alls 73 menn — bjargað ýmist frá yfirvofandi hættu eða bráðum bana. FO. i gærkv.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.