Þjóðviljinn - 02.09.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.09.1938, Blaðsíða 2
Föstudagurinn 2, sept. 1938. ÞJÓÐVILJINN Sóknin vid Ebró; 5, grcin. HftlF il Þegar ég vaknaði morguninn 26. júlí var sólin komin upp og skein svo vingjarnlega yfirakra og aldingarða, og landið, sem fyrir þrem dægrum hafði verð í höndum fasista, virtist núsvo spanskt og friðsamlegt. Engin skothríð heyrðist. Ég hafðitap- að sambandi við alla kvöldið áður og fór nú á stúfana að leita að félögunum og gekk til fjalls. Eftir alllanga gönguraksjt ég á 4. kompaníið; það voru mestmegnis Skandinavar. Það hafði fengið skipun um að mar- séra alla leið upp á fjallstopp og bíða þar hinna. Þeir skýrðu frá því strákarnir, að leifar fas- istahersins hefðu flúið baráttu- laust um nóttina — og að allur fjallgarðurinn mikli — alt upp á efstu brún, er gnæfði viðhirn- in, — væri á okkar valdi! Ég hoppaði upp af ánægju, og á- kvað að slást í förina með 4. kompaníinu. Ég vissi hvortsem var ekki hvar brigadastjórnin lá og 'var því ekkert vit í að dvelja þarna niðri eða að leita út í óvissuna. Það leið á morguninn og sól nálgaðist hádegisstað. Við geng um stöðugt upp á við — hjalla af hjalla —. Hin spanska hádeg- issól, sem þið, lesendur heima, getið varla gert ykkur hugmynd um, helti geislaflóði sínu því nær lóðrétt yfir okkur. Allir báru vopn og bakpoka. Það var erfið ganga fyrir félagana, sem höfðu barist í* IV2 sólarhring við rýran kost og enga hvíld. Þó hækkuðum við smám saman — og loks stóðum við á fjalls- brúninni. Áfanganum var lokið! Hér uppi er pinjuskógur, og félagarnir lögðu sig þegar í skuggann og sofnuðu. Tíminn var nógur, því hinir voru allir ókomnir upp. Ég var ekki svefns þurfi, og gekk fram á brúnina og tók að virða fyrir mér um- hverfið. Við oss blasti sama dá- samlega útsýnið og ég hafði séð ‘fyrir 4 mánuðum síðan: Ebró- dalurinn frjósami breiddi sigút fyrir fótum okkar. Samfeldir vín- og nldingarðar eða olivu- ekrur. Fljótið mikla liðaðistum sléttuna og hvarf í þröngu, hrikalegu fjallaskarði langt burt til hægri. Borgin Asco og í5n- aðarborgin Flix, sem við höfð- um tekið í igær — ásamt 2 bæj- um ,sem ég þekti harla vel hin- um megin árinnar, — alt blasti við sjónum vorum. Fjallgarður- inn stóri ,sem með hernaðar- legu sinni gat ógnað frjósama og þéftbýla Ebródalnum, var (iftur í höndum Spánverja. Thn- rásarherinn var flúinn. Þessi dagur var notaður til stórkostlegra aðdrátta manna og hergagna, því búast mátti við gagnárás. Brátt tóku hersveitir að streyma að frá vinstri, heilir brigadar úr alspanskri divisjón, Effítr Hallgrim Halfgrímsson. Á sjúkrahúsi í Tarragona. sem í gær höfðu borist okkur á vinstri hönd og m. a. tekið Flix (þar sem þeir tóku 800 fanga og 50 vörubíla). Straum- urinn hélt áfram allan daginn. Þúsundir manna með alvæpni marséruðu fram hjá, þ. e. a. s. þegar hægt var að hreyfa sig fyrir fjandsamlegum flugvélum sem stöðugt sveimuðu yfir okk- ur. Þá hvarf alt í pinjuskóginn; og áreiðanlega hafa þeir ekkert l séð, því öllum sprengjum sín- um vörpuðu þeir einhversstaðar niðri við Ebró, þar sem ekkert lið hafðist lengur við! Skamt á bak við fjallsbrúnina lá sveita- þorp, og féll það viðnámslaust í okkar hendur. Undir sólarlag gengum við þangað og hittum þá meginhlutann af Skandinav- isku ’bataljóninni. Mat var deilt út, og nú loksins fengu félag- arnir að sofa eina nótt! Næsta morgun var haldið af stað til brigaðans. Á vegunum gengu nú vörubílar og bryn- vagnar, sönnun þess, að við höfðum skapað möguleikana fyrir flutningi stórra hergagna yfir fl ótið. Þar sem við gengum á veginum gat allsstaðar að líta herfang er fasistarnir höfðu hlaupið frá; en fallbyssurnar flestar voru á braít. Þeim hafði tekist að draga þær með sér um nóttina. Brigaðinn hafði haldið í átt- ina til borgarinnar Gandesa. Það var löng leið. Við gengum all- an daginn og fram á rauða nótt. Þá náðum við Ioks hinum bata- ljónunum og fengum mat, en ekki voru menn fyr lagstir til hvílu merki var gefið: Allir af stað! Margir bölvuðú hvíldar- leysinu, en það dugði ekki. Myrkrið varð að nota. Um daga var allur flutningur orðinn ó- mögulégur veí?na loftárása. Af stað var gengið — og er fyrsta dagskíman lýsti, komum viðtil bæjarins Dorbara, sem þegar var í okkar höndum. Bærinn var því nær mannlaus og allur sundurtættur af sprengjum. Þó var hann hreinasta bing bá, í samanburði við útlitið nokkrum dögum síðar, þegar fasistar höfðu skotið á hann látlaust dög um saman eins og til að hefna sín á húsaskrokkunúm, því eng- inn lýðveldishermaður hafðist þar við. Við héldum stanslaust gegnum bæinn og kompaníu'n- um var lagt út í „1. línu“ á milli Dorbera og Gardisa. Fasistar höfðu nú dregið að sér allmikið lið Mára og ítala og veittu harð- vítugt viðnám. Nú loks hitti ég brigadastjórnina eftir 2 sólar- hringa brottveru. Gandesa-vígstöðvarnar voru nú skipulagðar frá báðum hlið- um. Um nætur drógum við að fallbyssur og skriðdreka. Nokkr ar flugvélar fengum við einnig í okkar þjónustu. Fasistar gerðu hið sama, nema hvað þeirhöfðu margfalt fluglið (eins og venju- lega) á við okkur. Eftir 3 daga bardaga við mikið mannfall hafði okkur tekist að þoka lín- um vorum hægt og hægt áfram og taka eina og einá smáhæð af innrásarhernum. — Við nálguð- umst Gandesa hægt og örugt —, ég ætlaði að hitta nokkra Skandinaviska og þýska Télaga er þar foru. Þá lenti ég í riffla- skothríð frá fasistum og fékk brot úr ,,explusivri“ kúlu í vinstri handlegginn. „Björgun- armenjn hinnar spönsku ogvest- rænu menningar“ nota nefni- lega því nær eingöngu slík skot- færi nú á dögum, og eru það talsverðar framfarir frá því í Abessiníustríðinu, því þá notaði fasistinn aðeins dum-dum kúlur. — Þetta var þó ekki hættulegt sár, og ég dvaldi eftir sem áður á vígstöðvunum. En tveim dög- um síðar var ég nokkru verri og læknirinn skipaði mér á sjúkrahús. Þó ég hefði heldur óskað að vera og sjá Gandesa (falla í hendur lýðveldisins, varð ég þá að hlýða og aka burtu. Hallgrímur Hallgrímsson. Alpn íítn alt ladtfejst- IMMtflggm Framh. af 1. síðu. Manni fellur allur ketil| í eld yfir slíkri ábyrgðarlausri fram- komu. Og menn spyrja: Hverju sætir þetta? Þessari spurningu verður ekki svarað, nema með því að athuga aðdraganda þess ara atburð^ í stjórnmálum lands ins í heild sinni. Fyrir bæjarstjórnarkosningv arnar í vetur var þörfin fyrir sameiningu albýðunnar orðin svo mikil, að klofningsmennirn- ir í stjórn Albýðusambandsins gátu ekki komið í veg fyrir að verkalýðurinn gengi sameinað- ur til kosninga næstum alþstað- ar. — Én þeir hugsuðu fólkinu, sé'm hafði tekið af þeim ráðin, þegjandj þörfina. Meðan kosn- ingarnar stóðu yfir voru lögð á ráðin, hvernig tvístra skyldi hinum sameinuðu kröftum að kosningunum loknum. í Reykja vík gaf foringi kbfningsmanna sem skipaði efsta sæti á lista al- þýðunnar, út yfirlýsingu, þegar kosningabaráttan stóð sem hæst um það að hann og félagar hans myndu hafa að engu samn- inga þá, sem gerðir höfðu ver- ið milli flokkanna um bæjarmáj Reykjavíkur. Þessi yfirlýsing var 'gefin í því augnamiði, að spiHa fyrir fylgi listans, þar sem hann sjálfur skipaði efsta sæti, því honu.m þótti málstað sundrung- armanna best borgið með því að gengi sameiningarlistans yrði sem minst. í tveimur bæjum, Siglufirði og Neskaupstað, unnu verkalýðsflokkarnir sameinaðir glæsilegan kosningasigur og tóku stjórn bæjarmálanna ísín- ,ar hendur. í báðum þessum bæj um voru strax hafnar tilraunir til að koma verklýðsflokkunum í hár saman. Á Siglufirði tckst það ekki. Og þar er árangur- inn af samstarfi alþýðunnar svo glæsilegur, að engum dylst. Verkalýðssamtökin voru í hinni megnustu niðurlægihgu. Fé- lagsgjöld innheimtust illa og allar tilraunir til að ná kjarabót- um strönduðu að mestu leyti á innbyrðis baráttu hinna klofnu verkalýðsfélaga. — Nú er hið sameinaða verkamannafélag á Siglufirði eitthvert glæsilegasta, sterkasta og tiltölulega fjöl- mennasta verkalvðsfélag á bnd- inu, og það sem innheimtist í félagsgjöldum og áður var tal- ið í hundruðum, má uú telja í þúsundum. — Kauptaxti verka- mannafélagsins á Siglufirði ér nú langhæsti kauptaxti á land- inu og vinnutíminn stystur. I bæjarmálunum ríkti hnignun, afturför og óstjórn undir for- ustu íhaldsins. Síðan hinn.sam- einaði verkalýður tók að sér stjórnina, hafa orðið einhver hin mestu umskifti, sem dæmi eru til um nokkurt bæjarfélag um langan aldur. Atvinna hefir ver- ið sköpuð. Allstaðar tekið til óspiltra málanna um lagfæring- ar og framfarir á öllum sviðum. Siglfirðingar vita ofur vel, að allar tilraunir til að sundra al- þýðunni, miða að því einu að fá íhaldinu aftur völdin hend- ur. Og svo mikið hafa þeirlært af reynslunni, að þeir kæra sigf ekkert um að hrapa aftur niður í sama niðurlægingarástandið og þeir hafa nú haft sig upp úr, með sameinuðum kröftum. Því miður hefir klofnings- mönnunum tekist betur á Norð- firði í bili. En við spyrjum að leikslokum. — Við treystum því að Norðfirðingar sjái til þess, að hrakfarir sundrungaraflanna verði enn meiri þar en á Siglu- firði að kvöldi þess 11. septem ber. * Við síðustu alþingiskosningar var barist um það, hvort Breið- fylking íhaldsins og Bændafl ætti að ná völdunum á íslandi. Kommúnistaflokknum tókst að hindra það, eins og nú er al- kunnugt orðið. Kommúnistafl. skoraði á fylgismenn sína að kjósa Framsóknarmenn og Al- þýðuflokksmenn í mörgum kjör dæmum og hann skoraði jafn- framt á alla góða drengi úr al- þýðustétt, að fylkja sér um Kommúnistaflokkinn í öðrum kjördæmum, til þess að flokk- urinn fengi þau fulltrúaréttin d.i, sem honum bar og ósigur Breið fylkingarinnar væri tryggður um leið. — Það sy'ndi sig þá, að kommúnistar mátu ástandið rétt Enginn þeirra mörgu kjósenda, sem fylgdu ráðum hans þá, munu sjá eftir því nú. I þetta skifti snýr Kommún- istaflokkurinn máli sínu til al- þýðunnar á Norðfirði, til Alþfl.- manna og kommúnista og allra þeirra, sem lýðræði og fram- förum unna. — Hindrið sigur hinnar nýju Breiðfylkingar und- ir forustu íhaldsins, sem nú hugsar gott til þess að hafa Framsókn og Skjaldborgina í taumi, eins og Bændaflokkinn áður. Skapið sterka, starfshæfa vinstri bæjarstjórn með því að fylkja ykkur svo röggsamlega um D-listann að hann fái hrein- an meirihluta. Sigur sameining- armanna á Norðfirði, er sigur einingarinnar og ósip-ur íhalds og sundrungar um allt land. Brynjdlfur Bjarnason. FI«kksskrlfstof8B er á Laugaveg 10, opin alla virka daga frá 5—7 e. h. Félagar, munið að greiða flokksgjöld ykkar skilvíslega.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.