Þjóðviljinn - 03.09.1938, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.09.1938, Blaðsíða 3
P J Ö ÐVILJIN N Laugardagurinn 3. sept. 1938. Alþýðan í Neskanpstað mnn svara nlðskrlfnm Jðnasar Gnðmnndssonar Hóíanír hans um refsladgerdír gegai Nordfírðlngum ef D~lísfíim fær meírihlufa^ er marhleysa fóm. Effír Lúdvih Jósepsson. Eitt aðalstarf Jónasar Guð- mundss. forstjóra hjá Skjald- borginni er nú að skrifa níð í Alþýðublaðið um ýmsa bæjar- > búa hér. Notar hann sér óspart þá aðstöðu, að samgöngur hing að eru strjálar og því mjog erf- itt að koma andsvörum við. Síð ustu og mestu svívirðingarnar skrifar hann t. d .svo seint, a^ ómögulegt er að þær greinar verði komnar hingað svo snemma, að hægt sé að svara þeim fyrir kosningarnar ll.sept n.k. Sýnir þetta vel hve Jónas er ósvífinn og hve hræddur hann er að gefa andstæðingum sínum kost á að svara. Pó að þessi níðskrif Jónasar séu enn ekki komin hingað austur, hef- ir mér borist til eyrna nokkuð af þeim. Hér í þessari grein vil ég einkum slá niður blekk- ingu þá, sem Jónas reynir að gera að sínu flotholti og stefnt er gegn okkur ,sem stöndum að lista sameiningarinnar. Égmun minna eltast við hinn persónu- lega skæting hans, en þori hann að koma hingað austur fyrir kosningarnar, þá má hann vera þess fullviss, að alþýða bæjar- ins mun svara honum og láía hann fara þá mestu sneypuför sem nokkur einn maður hefir farið hingað austur. Taugaóstyrkur Jónasar er hann hugsar til kosningaúrslit- anna hér, kemur engum Norð- firðingi á óvart. Peir vita hvað hefir gerst og hvað koma hlýt- ur. AðalfuIIyrðing Jónasar. Sérstaka áberslu le^gur Jónas á, að ef við sameiningarmenn náutn meirihluta, rnuni ríkisvald ið neita að viðurkenna stjórn okkar og gera okkur lífið al- veg óbærilegt og auk þess muni bankarnir, allir sem einn, stöðva alt fyrir okkur. Petta er svo sem heldur þokkalegur áburður á stjórn hinna vinnandi stétta og banka- valdið, og fram úr öllu hófi traust viðurkenning’ á lýðræð- ■» inu rnarg um talaða í okkar kæra landi. Aðeins, ef ákveðnir menn úr tveimur viðurkendum stjórnmálaflokkúm landsins og auk þeirra nokkrir utanflokka- menn, kynnu að komast í meiri- hluta í bæjarstjórninni í Nes- kaupstað, — ja, þá ætti ríkis- stjórnin að neita að framfylgja Iandslögum gagnvart bæjarfé- laginu ,Og hverju ætti svo rík- ið ,eftir þessu ,að neita? Jú,það getur ekki verið annað en þetta: Að neita að hafa hér héraðs- lækni, bæjarfógeta og prest og greiða laun þeirra. Pað ætti að neita að fylgja landslögum og greiða þingað atvinnubótafé og að endurgreiða fátækrastyrk. Það ætti að neita að greiða lög- skipað framlag til sjúkrasam- lagsins og ellilauna. Að hugsa sér nú aðra eins fávísku og þessa og alveg er það makalaust, að þeir menn skuli kalla sig Alþýðuílokks- rnenn, sem láta sér detta til hugar að svona fasistisk til- tæki muni verða framkvæmd og það af ríkisstjórn, sem þeir sjálfir veita stuðning. Þessi uppástunga Jónasar til að kúga alþýðuna hér ,frá því að velja þá menn, til fórustu, sem hún trúir best fyrir málum sínúm og til að kjósa jafnvel þá, sem hún trúir verst, er runnin "frá sótsvartasta íhald- Skuid umfram eign er þó í rauninni miklu meiri, því eign- ir hafa ekkert verið afskrifað- ar. Jónas endaði einnig stjórn sína svo á einu af fyrirtækjum bæjarins, að það skuldaði rösk- ar 125 þúsundir króna umfrarn eignir, sem þó era metnar alltof hátt. Og þegar svona var komið flýði Jónas í burtu héðan úr eymdinni og hreiðraði um sig í bankaráði Landsbankans. Pað er ofur eðlilegt, að al- þýðumenn hér spyrji, er þeir heyra fullyrðingar Jónasar: Ér, það virkilega tilfellið, að bankarnir og ríkisstjórnín neiti að láta lögin gilda fyrir reglu- söm prúðmenni, með hreinafor tíð og setja að skilyrði fyrir á- heyrn, að maður sé drykkjurút- þr og méð fortíð t. d. eins og Jónas? Hver eiiiin og einasti Norð- firðingur verður að skilja, að fullyrðing Jónasar um að við fáum ekki að njóta landslaga, ef hann fái ekki að ráða hér öllu, er helber vitleysa, þvíslíkt styðst ekki við nokkurt sann- leikskorn. Jónas hefir mist tiltrú allra sem fjármálamaður og hannhef ir að fullu fyrirgert rétti sínum til að blatida sér inn í bæjarmál Neskaupstaðar. Pað er gjörsamlega þýðingar laust af Jónasi að reyna að telja Norðfirðingum trú um, að nokk inu í landinu. Óhjákvæmilegt er í þessu sambandi að rifja lítillega upp hvern rétt Jónas Guðmundsson hefir til að hrópa út yfir lands- bygðina, að það sé aðeins hann einn og taglhnýtingar hans„ er eigi og megi ráða hér málurn, svo ríkis- og bankavaldið geti verið ánægt og setið á sér með að brjóta landslög. Hefir Jónas stjórnað Neskaupstað af þeirri prýði, að búast megi við, að ríkisstjórnin geri þær aðgerðir, sem hann væntir, svo hann geti ráðið hér áfram og hefir fjár- málakænska hans’ verið svo á- berandi, að peningamennirnir í bönkunum finni sig knúða til að grípa til áður óþektra ráða til að viðhalda stefnu Jónasar hér? Hvað segja svo staðrevnd- irnar héðan? ur banki, tæki ver t. d. Alfonsi Pálmasyni, reyndum og gætn- um manni, en Ólafi Magnússyni og Sigurjóni Kristjánssyni, svo tveir af hans helsíu mönnum hér séu nefndir. Ég vil ekki eyða mörgum lín- um til svara hinum óþokkafégu, persónulegu dylgjum og árás- um J. G. á þá Sigdór Brekkan og Alfons. Slíkar dylgjur munu koma liði hans hér í koll. Sag- an af því að Héðinn hafi farið með þá Sigdór og Alfons í skemtiferð upp í Hérað, er í fullu samræmi við önnur ósann- indi hans. Pessar persónulegu árásir J. G. eru í beinu framhaldi af hrópum hans að þeim Bjarna Pórðarsyni og Jóhannesi Stef- ánssyni og er ég þá aðeins einn eftir af 5 efstu mönnum lista okkar. Ég efast heldur ekki um að svívirðingar hans um mig séu þegar komnar á . pappír hans, en geymt sé að þrykkja þær svo örugt nregi telja að fyrir kosningar nái svörin ekki - Norðfirðingar! Látið ekki blekkjast af Jónasi Guðmunds- syni eða peðlingum lians hér heima. Skapið sterka bæjarstjórn, sem sinnir nauðsynjamálum bæj arins. Kjósið 5 D-listamenn í bæjarstjórn. Neskaupstað 27. ágúst 1938. Lúðvík Jósepsson. í ársloh 1933áttíbæjarsjóðurhr. 75 127,44 shuldlausa eígn 1934 — — 62 120,09 — — 1935 — — 28 685,62 — — 1936 — — 8 914,22 — — — 1937 shuldar bæjarsj. 18 831,09 umfram eígnír Hvað gerir kvenfólkið? Alþ'ýðukona á Norðfirði skrif- ar ieftirfarandi alvöruorð til norðfirskra kvenna: Ég heyrði það í húsi núna um daginn, að það væri verið að endurreisa eina allra ill- ræmdustu knæpuna, sem til hefir verið í þessum bæ, og ég segi rétt eins og er. að ég var lengii andvaka nótíina eftir, því ég á mann, sem hefir drukkið og ég á drengi, sem kannske búa yfir þeirri tilhneigingu, ef hún er vakin. Svo ég fór til kunningja míhs, sem er dálítið pennafær og bað hann að setja hugsanir mínar á pappírinn og hér eru þær: Pað er sagt, að sumir valda- mestu og ríkustu menn bæiar- ins standi bak við þetta, eða það sé í skjóli þeirra. Ég veit að margt fólk hugsar til þess með kvíða, ef knæpuöldin á að renna hér upp aftur. Og eigi það ekki að verða, þarf að taka stíft í strenginn. Krist- inn Ölafsson vildi ganga milli bols og höfuðs á knæpulífinu hér og tókst það að mestu, þrátt fyrir andróður spillingar- pflanna í sínum flokki; en hann er nú farinn. Pað er sagt að kvenfólkið í sumum bæjum hér á landi sé farið að drekka, en við höfurn nú_ ekki lært þá list Norðfjarð- arkonurnar. Við ættum því að geta sameinast um það, að berj- ast á móti þessu böli. Ég er nú ekki mikið inn í pólitík, en svo mikið veit ég að D-listamönn- um er alvara með að kveða nið- ur áfengisdrauginn hérna í bæn um. Ég man líka vel eftir því, þegar átti að ábyrgjast 25 þús- und króna skuld fyrir stærsta leynisalann hér og þegar það mistókst, að koma þá hér upp opinberu bruggaríi. Pá var það Sigdór Brekkan, sem harðvít- ugt og drengilega kvað það nið ur. Mér er sama hvort það er Bolsi eða Krati, eða hvað þeir nú kalla sig, ef hann berst fyrir réftu máli, þá fylgi ég honum. Og þetta er stórmál. Ef við vilj- um beita okkur konurnar þá er- um við eitt sterkasta aflið í bænum. Og að íokum þetta: Pið konur ,sem eigið menn, og mæður ,sem eigið sonu, og ungu stúlkur, sem eigið bræður eða unnusta, ég beini til ykkar eldheitri áskorun um það, að, kasta öllum flokka-hleypidóm- um fyrir borð og muna eftir því við kjörborðið, að heimilis- lán okkar er kanske undir því komið, • að drykkjuskaparplágan geysi ekki á ný yfir bæinn okk- ar, og að einu mennirnir sem hægt er að treysta í þeirri bar- áttu eru D-Iistamentiirnir. Alþýðakona. ,Skjaldbotrgín' vauf lagið tim bæjarsíjérann á NorðfírðL Petta veit hver Norðfirð- ALPÝÐUBLAÐIÐ lýsir því yfir í gær með fer- legustu gífuryrðum, að um samkomulag hafi aldrei ver- ið að ræða um bæjarstjóra- kjör á Norðfirði. Ekki verð- ur séð, hvað Alþýðublaðið meinar með þessu, þar sem hver Nprðfirðingur veit hið gagnstæða. Sannleikurinn er sá, aðfyr- ir bæjarstjórnarkosningarnar náðist samkomulag um að Jóhannes Stefánsson yrði bæj arstjóri. Samningur þessivar ð vísu munnlegur, en engum kom þá til hugar, að ekki mætti treysta munnlegum samningi við jafnvel hægri menn Albýðuflokksins. Hitt er annað mál, að munnlegir samnmgar mundu ekki verða gerðir við Skjaldborgina nú. ingur og er hægt að færa nóg vitni að því. Eftír kosningarnar híldu leiðandi menn Alþ.íl. á Norð- firðl fund um mél'ð. Að fund inum Ioknum tjáði Ólafur Magnússon kommúnistum, að samþykkt befði verið að styðja jóhaunes sem bæjar- stjóraefni, gegn því að Jó- hann Guðmundsson yrðifor- síjóri Fóðurmjölsverksmiðj- unnar. Að svo varð ekki, er sök annara en kommúnisfa, og gæti Alþýðublaðið ef til vill fengið upplýsingar um þeð hjá Landsbankanum og Jónasi Guðmundssyni. Hægt mun að sanna með votíorðum hlutaðeigandi manna, að hér sé fa-ið nreð rétt mál. Utbreiðið Þjóðviljann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.