Þjóðviljinn - 14.09.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.09.1938, Blaðsíða 2
/ Miðvikudagurinn 14. sept. 1938. 1 Þýskalandi gtngur sú saga, að af þeim þrem eiginleikum, að vera gáfaður, vera heiðarlegur og vera nasisti hafi hver Þjóðverji ivo- Ef hann er gáfaður og nasisti, þá er hann ekki heiðarlegur. Ef hann er heiðarlegur og nasisti, þá er hann ekki gáfaður . Og ef hann er gáfaður og heiðar- legur, þá er hann ekki nasisti. *• Kaspersen vill gjama gifta sig, en þar sem hann er nokkuð við aldur, telur hann ráðlegast að velja brúðarefnið þannig, að hún sé kom- in nokkuð til ára. Hugur hans reikar milli tveggja, ekkju og frá- skilinnar konu. Einu sinni ræðir hann þetta mál við kunningja sinn. — Mér hrýs hugur við fráskild- um konum. Ég held að ég verði að snúa mér að ekkjunni. — Nei, segir vinur hans, hafðu nú mitt ráð. Gifstu þeirri fráskildu Það er síður hætta á því að hún verði í ittma og ótíma að tala um fyrri manninn sinn, sem þá fyrir- mynd, sem þú átt að haga þér tftir i einu og öllu. ** Norsk kvjkmyndaleikkona var ný- komin heim frá Ameríku og gort- aði af frægð sinni eins og gerist og gengur . — Þeir buðu mér 15000 dollara ef ég vildi verða kyr í Ameríku. Rödd úr áheyrendahópnum: — Voru það Ameríkumenn eða Norðmenn sem buðu þetta? Hestur og asni voru að deila. Hesturinn hrósaði sér meðal ann- ars af ættgöfgi sinni, en asninn svaraði háðslega: Eftir nokkur ár verða bílarnir búnir að útrýma hestunum, en ösn- um verður altaf nóg af. y ** 1 lyfjabúðinni: Ég keypti hér í gær gigtarplástur. — Batnaði gigtin ekkert við plást urinn? — Jú, en nú er ég kominn til þess að fá eitthvað til þess að ná plástrinum af mér aftur. ** — Nú eru bílarnir bráðum búnir að útrýma hestunum. — Jæja, sei, sei, reyndu bara að búa til buff úr Fordbílnum þínum þegar hann er orðinn gamall og ónýtur. ** — Hvað margar koníaksflöskur seljið þér daglega? — Svona sex til sjö flöskur. — Þér gætuð vel selt helmingi meira. — Hvernig ætti ég að fara að því? — Hella glösin full, það er allur vandinn. ** — Er læknirinn, sem þú ætlar að giftast efnaður maður? — Já, auðvitað, hélstu að ég gift- ist honum heilsunnar vegna? ** Kennarinn: Til hvers er húðin af kúnum fyrst og fremst notuð? Lærisveinninn: Til þess að halda kúnni saman . PJOÐVILJINN Chambsrlaln-stförnln á i vSk að verfast. Sfefna sfjórnarínnair í tifanríkísmáftsm er orðín ksíns, laíns? évínsæl langf inn í raðír enska íhaldsS Vetðm Eden f oríngí íhaldsf lokfesíns i sf að Chaml Breska stjórnin hefir nú loks gefið ákveðna yfirlýsingu um það, hvoru megin brezka heims veldið ætli sér að vera í kom- andi heimsstyrjöld. Slík yfir- lýsing hafði ef til vill gerbreytt viðhorfinu 1914, í byrjun heims styrjaldarinnar. Slík yfirlýsing hefði getað sparað mikið af æsing og erfiðleikum er orðið hafa á stjórnmálum álfunnar í sumar, frá því að Hitler sýndi sig líklegan til að framkvæma hótanir þýzkra nazista um árás á Tékkóslóvakíu. Enginn þarf að ætla, að Chamberlain ,og íhaldsklíka sú, er næst honum stendur, hafi skyndilega orðið afhuga makk- inu við fasistaríkin, en það hef- ir verið þeirra sterkasta stoð á vettvangi alþjóðastjórnmál- anna undanfarið. Enginn þarf að láta sér detta í hug, að brezka íhaldsstjórnin skipi sér nú í friðarfylkingu lýðræð_ isríkjanna með ákveðna afstöðu gegn stríðsfyrirætlunum Hitl- ers sökum þess að hún hafi séð sig um hönd. Nei — en stjórn Chamberlains er orðin 'svo völt í sefsi, að hún getur ekki lengur streist á móti hinu volduga enska almenningsáliti, er krefst þess , að England taki ótvíræða afstöðu með lýðræð- isríkjunum á móti fasismanum, hún getur ekki lengur haldið niðri óánægjunni í sjálfum í- haldsflokknum um þá utanrík- ispólitík, er hefir kostað ráðu- neytið vinsælasta íhaldsforingj- Ijinn í Englandi, Anthony Eden,, og lagt hið þunga lóð Breta- veldis í stjórnmálum heimsins fsrsistamegin í vogarskálirnar. Þjóðviljinn hefir áður skýrt frá hinni- markvissu alþýðu- hreyfingu, er risið hefir upp í Bretlandi síðustu mi?serk er stefnir að sameiningu allra lýðræðis- og friðarafla í land- inu gegn íhaldsstjórn Chamb- erlains. Þessi hreyfing fer s> vaxandi og berjast kommúnist_ ar við hlið samvinnumanna, líb- erala og einingarmanna Verka. mannaflokksins. að sköpun sam- einaðrar þjóðfylkingar gegn breska íhaldinu. Þessi viðleitni hefir enn tafist vegna afstöðu hægri foringja Verkamanna- flokksins, sem berjast enn gegn einingunni. En einnig innan íhaldsflokks- ins á Chamberlain mjög í vök að verjast. Meðan Baldwin var forsætis- ráðherra, tókst honum aðsam- pina andstæðurnar í íhalds- flokknum svo að lítið bar á þeim út á við. Sjálfur var Bald- win mitt á milli hinna gömlu, þröngu erkiíhaldsmanna og hinna ungu, sem á margan hátt voru þeim andstæðir. En þessi CHAMBERLAIN eining er nú að fara forgörð- um undir stjórn Chamberlains, og jafnframt minkar traust þjóðarinnar á íhaldsstjórninni og íhaldsforsjá yfirleitt. Aukakosningar þær ,er fram fara í Bretlandi milli hinna reglulegu þingkosninga, hafa löngum pött loftvog í breskum stjórnmálum, sem hægt væri að treysta. Síðan Eden lét af ráðherrastörfum, vegna ágrein- ings um utanríkispóliííkina, hafa farið fram sex aukakosningar til þingsins. Þær hafa farið svo, að atkvæði íhaldsmanna hafa lækkað um 8%, en atkvæði Verkamannaflokksins (er studd- ur hefir verið með ráði og dáð af kommúnistum) aukist um 28o/o. Af þessum kosningaúis'itum má draga þá ályktun, að' í þeim kjördæmum, sem íhaldsmenn höfðu aðeins 3000 atkv. meiri- hluta eða minna árið 1935, sé nú allsendis óvíst hvernig kcsn- ingarnar fari. Og þessi kjör- dæmi eru það mörg, að vinni andstæðingar íhaldsins þau, er meirihluti íhaldsins í þinginu farinn. Ennfremur hefir Chamberlain orðið að • fresta kosningunum, sem mun þó ekki hafa verið ætlun hans. Hann hefir með utanríkispólitík sinni gertstjórn sínasvo óvinsæla, aðóhugsandi er að leggja til kosninga fyrr en eitthvað hefiir breyst. Með utanríkispólitík Chamb- erlains, er einkum hefir lýst sér í stöðugri undanlátfsemi við fasistaríkin og makki við þau, hefir virðing Bretlands í alþjóðamálum beðið mikinn hnekki. í sjálfum íhaldsflokkn um hefir andstaðan gegn Cham berlain einmitt orðið hörðust um utanríkisstefnuna. Enn er í minni mál enska þingmanns- ins Sundy's, tengdasonar Churc hills. Sundy réðst heiftailega á sleifarlag Chambeilains-stjórn arinnar í loftvarnarmálum. Stjórnin ætlaði að taka þetta óstint upp, og kæfa málið með því að stefna Sundy fyrir her- rétt. En andstaða þingsins var svo sterk, að Chamberlain sá sér vænst að láta undan — flug málaráðherrann, Swinton, varð að fara frá, árásir Sund)'S tekn- ar til greina. í þessu máli kom einnig frarh afstaða. hersins. Brtski herinn er langt frá því að vera örugt Iýðræðisafl, en á seinni árum hefir myndast samband ungra liðsforingja, er lætur mjög öll málefni hersins til sín taka, og ¦í gamni eru oft nefndir Ung- tyrkir. Liðsforingjasamband þetta hefir knúð það fram að brezki herinn hefir verið vél- búinn með það fyrir augum að hann væri færari til sam- starfs við franska herinn, — og loftflotinn aukinn og endur- bættur með beinu tilliti til s'jríc's við Þýskaland. Það voru þessir ungu liðsforingjar, sem síðast- liðinn vetur knúðu fram þ)''ð- ingarmikil mannaskifti í ýms- um æðstu stöðum brezka hers- ins — í stað foringjanna af gamla skólanum komu fulltrú- ar „Ungtyrkjanna". En Chamberlain virðist fram að þessu því aðeins hafa getað hugsað sér bandalag við Frakka með því móti, að Frakk- Iand yrði gert að einskonar breskri sjálfstjórnarnýlendu, er færi að ráðum ensku stjórnar- innar í einu og öllu. Fram- koma Chamberlains í Tékkó- slóvakíumálunum, sendiför Runcimanns og „ráðleggingar" hans til Prag-stjórnarinnar, er EDEN alt til þess gert að hjálpa I IHler til að ná takmarki sínu í Ték- kóslóvakíu án þess að til opinn- n.r styrjaldar komi, sem gæti dregið Frakkland og þá líka England inn í stríð við Hitlers- Þýskaland. Slíkt mundi gera ljótt strik í reikning breska í- haldsins. Utanríkisstefna Chamberlains eykur klofninginn í íhalds- flokknum. Sagt er að Baldwin þyki eftirmanni sínum farast illa flokksstjórnin, og sé hann orð- inn.Chamberlain mjög mótsnú- inn. Þetta hefir lítið komið fram opinberlega ennþá. Þó má ráða af grein er birtist ný- lega í tímariíinu „Foreign af- fairs", að þessi orðrómur sé réttur. Höfundur hennar er Gor- don Lennox, utanríkismálarit- stjóri „Daily Telegraph" og æskuvinur Anthony Ede.ns. I greininni er það sagt skýrum stöfum að Baldwin ætlist til að Anthony Eden taki við forysía íhaldsflokksins í náMii fram- tíð. En þessi klofningur innan breska íhaldsflokksins hefir aldrei úrslitaþýðingu. Sköpun þjóðfylkingar gegn breska íhaldinu er það eina, sem get- ur trygt að hið volduga Bret- land skipi sár afdráttarlaust við hlið lýðræðisríkjanna til vernd- ar heimsfriðnum. Ffá þíngi éfag^ ífierðifa vefka^ manna i Svíþjóð Þingi ófaglærðra verkamanna og verkamanna, sem vinna í verksmiðjum í Svíþjóð er ný- lega lokið. Við stjórnarkosning- ar í stjórn sambandsíns fengu kommúnistar einn fulltrúa kjör- inn og auk þess voru ýmsir kommúnistar kjörnir í trúnaðar mannaráð sambandsins. Á þinginu var ennfremur sam þykt að senda námssendinefnd til Sovétríkjanna. Rætt var um 40 stunda vinnuviku og ákveð- ið að leita fyrir sér um stytt- ingu vinnutímans, án þess þó að dagkaup lækkaði. Samband- ið samþykti að veita 25000 kr~ til hjálpar spönsku þjóðinni og auk þess 5000 krónur til hjálp- ar Kínverjum. Á þenna hátt vildi sambandið sýna samhug sinn með hinum stríðandiþjóð- um á Spáni og Kína. Að lokum má geta þess, að þingið sam- þykti 2000 króna fjárveitingu til Friðarfélagsins sænska.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.