Þjóðviljinn - 24.09.1938, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 24.09.1938, Qupperneq 2
Laugardaginn 24. sept. 1938. PJOÐVILJINN Starfseml KBON f KR0N hefir á þessia áirí heypf ívö sfórhýsí og aukid Eins og kunnugt er hafa þýskir nasistar bannað hinn mesta fjölda af pýskum bókum og gert upplögin upptæk. Nú hafa Þjóðverjar grip- ið til þess ráðs að flytja þessar, bækur út í stórum stíl til þess að afla sér gjaldeyris fyrir þær. Bæk- ur þessar hafa verið fluttar til ým- issa landa, en mest hefir þó farið tii Englands. 3 ** Kvikmyndaleikarinn alkunni, Har-* old Lloyd er nú kominn til Eng- lands og ætlar hann þar að sjá um upptöku á nokkrum gleðimynd- um í félagi við enska háðleikar- ann W. C. Fields. Jafnframt ætlar Lloyd þó að halda gamalli venju og láta taka eina mynd árlega, þar sem hann sjálfur Ieikur aðalhlut- verkið. ** Sovétvinafélagið danska hefir á- kveðið að koma upp í haust sýn- ingu á rússneskum bamabókum og teikningum rússneskra skólabama. Sýningargripina fær félagið frá Hollandi, því að í sumar fór fram sýning á þeim í Amsterdam. * Fegurðardrottning Evrópu var fyrir nokkru kjörin í Kaupmanna höfn. I samkeppninni tóku þátt flestar af fegurðardrottningum Ev- rópulandanna og dvöldust þær um tíma í Kaupmannahöfn áður en val- ið fór fram. Finska fegurðardrotln- ingin Sirka Salonen varð fyrir val- inu og er nú fegurðardrottning Ev- rópu. ** Prestur nokkur í Noregi átti i deilu við einn bóndann í sókninni, sem var bæði auðugur og mikill fyrir sér. Eitt sinn er þeir deildu sló í svo hart á milli þeirra, að bóndinn rak prestinum kinnhest. — Prestur var að hugsa um að launa fyrir sig, en í sama bili segir bónd- inn. — Það stendur í heilagri ritningu, að ef einhver slær þig á hægri vangann, þá áttu að bjóða honum þann vinstri.. Prestur féllst óðar á það, og bóndinn rak honum annan kinnhest, — En heyrið þér maður minn; — sagði presturinn — nú stendur ekkert meira um þessi mál í heil- agri ritningu. Að því búnu greip presturinn bóndann og lumbraði á honum svo, að hann komst við illan leik heim til sín. ** Þýski sendiherrann í London, von Dircksen sat fyrir nokkru síðan í veislu þar sem ýmsir af helstu mönnum Englands voru samankomn- ir. Við hlið hans sat ung kona, er hann vissi að var af ætt Rosebery lávarðar. Sendiherrann fór þegar að „viðra sig 'upp“ við konuna og segir — Hin fögru, dimmu augu yðáil hljóta að vera arfur frá hinum skosku forfeðrum. Nei, yðar hágöfgi .svaraði konan brosandi ,þau hljóta að vera arfur frá gyðinglegum forfeðrum mínum. Einn af forfeðrum mínum var nefni- lega Meyer de Rothschild barón. mfög sfarfsemi sina á öííum smötzm. Nýlega er komið út blað, sem Kaupfélag Reykjavíkur og ná- gnennis gefur út til útbýtingar meðal félagsmanna. I ritiþessu eru ýmsar greinar, er fjalla um starfsemi KRON á árinu. Fyrst er gerð nokkur grein fyrir starfsemi félagsins á und- anförnum árum, hvernig Kaup- félagið hefir jafnt og þétt sett niður verð á nauðsynjavörum almennings, uns matvöruálagn- ingin hefir lækkað meira en um helming frá því sem hún var áður en neytendahreyfingin byrjaði að starfa. Kaupmenn- irnir spyrntu á móti til að byrja með, en hafa nú orðið að fara að dæmi KRON og lækka verð á vörum sínum. KRON hafði þegar við síð- ustu áramót, náð þeim árangri, sem hér hefir verið rakinn. Síð- an hefir félagið vaxið til mik- illa muna og eflt og treyst starf semi sína á allan hátt. Sfarfsemí KRON á fyrstu hentugleika. Árið 1936 byrjaði Pöntunar- félag verkamanna að starfrækja vefnaðarvöruverslun í Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu. Hús- næði hefir verið þar mjög af skornum skamti og hefir það hindrað mjög allan viðgang vefnaðarvöruverslunarinnar. Kaupfélagið hefir því samið við Útvegsbankann um leigu á neðstu hæðinni við Lækjargötu 1. Er ríú verið að breyta inn- réttingu h'ússins í samræmi við þær kröfur, sem verður að gera til slíks húsnæðis. Búist er við að þetta húsnæði verði tilbúið um áramótin, svo að þangað megi flytja vefnaðarvöruversl- unina og búsáhaldadeildina. — Hefir verið áformað að byrja skóverslun í húsnæði félagsins við Bankastræti 2. Hitt hefir ekki verið ráðið til hvaða starf- semi húsrúm félagsins í Alþýðu húsinu verður notað. Ftresðsltisfaí-fsGrni KRON munir Kaupfélagsins og við- skiptamannanna í tvennum skilningi. Viðskiptamennirnir fá hærri vexti af sparifé sínu og Kaupfélagið ódýrara rekstursfé, sem skapar, því möguleika til enn frekari verðlækkunar. Pá má ekki gleyma því atrið- inu, sem er mjög þýðingarmik ið, þótt óbeint sé, og það er að losa félagið sem mest undan fjármálaáhrifum bankanna og heildsalanna. Slíkt verður aldrei metið til fjár, ef það heppnast. Orborginní Næturlæknir í nótt er Kristín Ólafsdóttir, Ingólfsstræti 14, sími 2161. jjcssta árr. Af störfum KRON á þessu ári má fyrst og fremst nefna það, að í júlímánuði keypti KRON verslunarhús Valdimars Long í Hafnarfirði. Kaupverð- ið var 95 þús. kr. og telur fé- lagið sér það miklu hagkvæm- ara, en eins og áður var, með- an félagið leigði í húsinu. Hús þetta er vafalaust glæsilegasta verslunarhús í Hafnarfirði og ef til vill eitt fegursta verslunar hús landsins. Kaupfélagið hefir eins ogáð- ur var sagt frá hér í blaðinu keypt verzlun þá, er Alþýðu- brauðgerðm hefir starfrækt í Verkamannabústöðunum um pokkurt skeið. í ársbyrjun hafði KRON aðeins eina kjötbúð og gerði þetta félagsmönnum mjög erfitt fyrir um viðskipti við fé- lagið á þessu sviði. Tók þá KRON það til bragðs að inn- rétta nýtísku kjötbúð á Skóla- vörðustíg 12. Þá hefir og ver- ið komið upp kjötbúð í hús- næði félagsins í Hafnarfirði. Loks má geta þess að fyrir nokkru síðan keypti Kaupfé- lagið húseignina á Vatnsstíg 6. Er þetta stór bygging, sem í framtíðinni verður notuð fyrir vörugeymslu, pöntunaraf- greiðslu, efnagerð og loksverð- ur það sölubúð. Húseign þessi. kostaði 65 þúsund krónur og telur Kaupfélagið að hér hafi verið um mjög hagkvæm kaup að ræða. Framfíðarsíörfín Kaupfélagið hafði ætlað sér að koma upp húsnæði fyrir út- sölustaðina í Skerjafirði og í Sandgerði. Af ófyrirsjáanlegum orsökum hefir þó ekki verið hægt að koma þessu í verk. Kaupfélagið mun þó leysa úr þessum viðfangsefnum við KRON hélt uppi nokkurri fræðslustarfsemi í fyrravelur, og býst við að efla hana til nokkurra muna í vetur. Var starfsemi þess aðallega falin í námshringjum, enda er það mjög í samræmi við fræðslu- starf neytendahreyfingarinnar í öðrum löndum. Ekki hefir enn verið tekin nein fullnaðará- kvörðun um hvað gert skuli í þessum efnutn, er frekast er búist við að félagið leggi til húsnæði og kennara eða leið- beinanda. Gerir félagið ráð fyrir að veila mönnum nokkrar lei^beiningar um val námsefn- is og samverkamanna, þar sem þess er tæplega að vænta að fólk geti valið slíkt aðstoðar- laust, meðan þessi þáttur af starfsemi félagsins er ekki kunn ari en raun er á. Pá hefir félag- ið og gert ráðstafanir að und- irbúningi húsmæðrafræðslu. Varla má þó gera ráð fyrir því,- að þetta geti nú fyrst um sinn orðið í stærra stíl en þarf til þess að bæta úr bráðustu nauð syn félagskvenna. Innlánsdeíldín Yngsti þátturinn í starfsemi KRON er innlánsdeildin. Hún tók íil starfa um síðustu mán- aðmót. í innlánsdeildinni fá rnenn hálfu prósenti hærri vexti en hjá öðrum peninga-' stofnunum. Meðal félagsmanna er allmikill áhugi fyrir viðgangi innlánsdeildarinnar. Hafa eink- um margir, sem komu af síld* veiðum í haust, lagt þar inn hluta af fé sínu til síðari tíma, þegar kemur fram á veturinn og minna verður um peninga. Er þetta mjög þægilegt fyrir félagsmenn, en um leið aflar það Kaupfélaginu ódýrara rekstursfjár, en það annars ætti kost á. Fara hér saman hags- Næturvörður er þessa viku í Reykjavíkur apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Útvarpið í dag: 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19,20 Hljómplötur. Létt lög. 19,40 Auglýsingar 19.50 Fréttir. 20,15 Upplestur: „Gegnum lystigarðinn“. Sögukafli. Guð mundur Daníelsson rithöf. 20,40 Hljómplötur: a. Kvartett í D-dúr, eftir Mendelsohn. b. Slavneskir dansar, eftir Dvorák. 21,25 Danslög . 24,00 Dagskrárlok. Dansleikur verður í Iðnó í kvöld og hefst kl. 9Vs. Húsinu er lokað kl. 111/2. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó frá kl. 6, sími 3191. Skipafréttir. Gullfoss er á leið til Leith frá Kaupmannahöfn, Goðafoss fór frá Hull í gær áleiðis til Vestmannaeyja, Lagarfoss er á leið til Austfjarða frá Leith, Sel- foss er á leið til Grimsby. Ríkisskip. Súðin var á Búðardal kl. 4 í gær. Esja var væntanlieg til Norðfjarðar kl. 8V2 í gærkvöldi, Telpa verður fyrir bíl. í fyrradag ók bifreið norður Barónsstíginn og við gatnamót Grettisgötu og Barónsstígs ók hún fram hjá annari bifreið sem stóð á götunni. í sama bili hljóp lítil telpa fyrir bifreiðina og sá bílstjórinn hana ekki vegna bifreiðarinnar sem stóð á götunni. Lenti telpan á bifreið inni nálægt afturhjólunum, féll Orðsendíng fíl ung*>kommúnísfa* Félagar! Fyrsti haustfundur Félags ungra kommúnista, sem hald- inn var í fyrrakvöld, ákvað að safna 300 krómum í tilefni af þingi SUK. Við skorum á ykkur ungu kommúnistar að taka öflugan þátt í þessari söfnun, þingi okk- ar til heiðurs óg tilgangs fyrir sameiningu æskulýðsirs. Setjið stolt ykkar í það að lúka söfnun þessarar upphæðar £ sem skemstum tíma! Fénu má skila á skrifstofu fé- Iagsins, Laugaveg 10, alla virka daga frá kl. 6—7 e. h. Árangur söfnunarinnar verð- ur jafnóðum birtur í Þjóðvilj- anum. Stjórn F. U. K. Kaupendur Þjóðviijans eru áminntir um að greiða áskrifí- argjaldið skilvís- lega í götuna og skrámaðist nokkuð á andliti. Bílstjórinn ók telpunni þegar á Landsspítalann og svo heim aftur er læknisaðgerð hafði farið fram. Telpan er þriggja ára og heitir Agatha Kristjánsdóttir og á heima á Njálsgötu 72. Atvinna við siglingar. Atvinnumálaráðherra hefir skipað fimm manna nefnd til að endurskoða lögin um sigl- ingar, samkvæmt ályktun, er gerð var á síðasta Alþingi. Voru þessir skipaðir í nefnd- ina: Kristján Bergsson forseti Fiskifélags íslands, Pálmi Lofts son forstjóri, Ólafur H. Jóns- son framkvæmdastjóri (tiln. af Félagi ísl. botnvörpuskipa- eigenda), Jón Axel Pétursson bæjarfulltrúi (tilnefndur af AI- jiýðusambandi íslands) og Ás- geir Sigurðsson skipstjóri (til- nefndur af Formanna- ogfiski- mannasambandi íslands), en Þorsteinn Árnason vélstjóri á að taka sæti Ásgeirs í nefndinni þegar rætt er um atvinnu vél- stjóra. Kamelíufrúin , hin alþekta saga Alex- ander Dumas, sem Gamla Bíó sýnir nú kvikmyndina eftir, Jcomi í bókaverslanir í gær. Er ]>etta allstór bók, vönduð að frágangi. íslenska þýðingin er eftir Karl ísfeld blaðamann, en útgefandi bókarinnar er Kristj- án Sæmundsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.