Þjóðviljinn - 26.10.1938, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.10.1938, Blaðsíða 2
Miðvikudagurinn 2^. okt. 1938. ÞJÓÐVILJINN Nýlega hefir verið gerð í Sovét- ríkjunum kvikmynd eftir hinni frægu skáldsögu Tolstojs „Kreut- sersonatan“. Myndin er tekin í Len- ingrad að mestu leyti, ' * Árið 1664, 5- desember, strandaði enska skipið Menay í Ermarsundi. Aðeins einn maður komst lífs af og hét hann Hugh Williams. 5. desember I785 strandaði skonn- orta á eyjunni Mön. Einn maður komst af og hét hann Hugh With- ams. I 5. desember 1820 rakst farþega- skip á dráttarbát á ánni Thems. Einn maður komst af eins og áður og hann hét Hugh Williams. 5. desember 1889 strandaði kola- skip frá Leeds og einn maður komst af ásamt sonarsyni sínum. Þeir hétu báðir Hugh Williams. •* Paulette Goddard, sem lék á móti Chaplin í „Nútíminn“ hefir ekkert látið á sér bera síðan hún lék í þeirri mynd, þar til nú fyrir. skömmu að hún var ráðin til þess þð leika; í kvikmynd hjá Metro-Gold wyn-Mayer. •• 1 verslunarhúsi einu í Svíþjóð, þar sem mikið var jafnan um kaupend- ur hafði ein stúlkan það starf á hendi, að líta eftir því, að viðskifta- vinimir stingju engu í vasa sinn. Dag nokkum kom kona inn í búð-/ ina og spurði eftir prjónavesti. Stúlkan tók þegar eftir því að kon- an smeygði prjónavesti niður í tösku sem hún var með. Var hún þvínæst beðin um að ganga inn í skrifstofuna og að skila prjónavest- inu aftur. — Gjarna, sagði konan og dró upp prjónavesti sem hún hafði kom- ið með til þess að ganga úr skugga um hve stórt vestið átti að vera. •• 1 Ameriku eru menn þegar byrj- aðir að mála bíla með sjálflýsandi litum. Sagt er að þrátt fyrir hvaða myrkur sem er sjáist slíkir bílar á iöngu færi. Búast Ameríkumenn við að slíkir bílar sem þessir muni fara sjgurför um heiminn. En nú er eftir að vita, hvort slíkir bílar þykja gefast vel ef hætta er á loft- árásum, og hvað segja þeir um sjálflýsandi bíla, sem stjóma loft- vömunum. *» Talið er að engar konur lifi jafn einmana og nokkrar sem hafa tekið sér búsetu á eyðiey skamt frá Höfða borg. Skip kemur þangað aðeins einu sinni á hverjum tveimur mán- uðum, en að öðru leyti hafa þær ekkert að segja af umheiminum nema þegar svo ber við að skip strandar. En þrátt fyrir alt hafa þær þó símasamband við land, og þegar ein af þessum konum veiktist fyrir skömmu síðan, gátu þær komið boð- um til lands um að þær þyrftu á lækni að halda. En konunum líkar vel lífið og þær hafa látið þess getið að þær æski ekki eftir neinum breytingum á hag sínum. Jafnframt fullyrða þær að fjöldi kvenna sé miklu frem- ur einmana en þær, og það ekki síst konur sem búiai í hringiðu stór- borganna. Þ|öðvlnafálags baknrnar. Hér hafa um fjölda ára starf- að þrjú félög til bókaútgáfu fyr- ir almenning. Félög þessi eru, eins og kunnugt er, Bókmenta- félagið, Þjóðvinafélagið og Sögufélagið. Öll hafa þessi fé- lög unnið sitt merka starf, en um tvö þau fyrnefndu má það að minsta kosti segja, að þau voru komin út á háskalega ein- hæfar brautir í útgáfustarfsemi sinni. Slíkt gildir enn að fullu með Bókmentafélagið, enda fækkar félagsmönnum þar ár frá ári, og ekki annað séð en að sá félagsskapur lognist að fullu út af næstu árin ef ekki verður tekið í taumana. Um Þjóðvinafélagið er nokk- uð öðru máli að gegna. Það hefir þegar tekið í taumana, og reynt að laga sig eftir kröf- um nútímamanna. Síðustu árin hefir félagið gefið út ýmsar læsi legar bækur, sem mætt hafa al- mennum vinsældum og má þar nefna „Bakteríuveiðarnar“ í þýðingu Boga Ólafssonar. Ársbækur Þjóðvinafélagsins eru að þessu sinni fjórar: „Al- manak“, „Andvari“, „Örnefní í Vestmannaeyjum“ og „Bréf og ritgerðir“ eftir Stephán Q Step- hansson. Almanak Þjóðvinafélagsins mun vera sú bók, sem er einna útbreiddust um land alt. Ber þó síður en svo til, að bók þessi sé merkilegri en aðrar bækur, sem út koma á árinu. Hitt veldur hér öllu um að bók þessi hef- ir að geyma dagatalið með fjölda upplýsinga þar að lútandi Þar sem bók þessi er svo mik ið keypt, ætti það að vera félaginu sérstök hvatning að vanda vel frágang hennar, og hafa efni bókarinnar í sem mestu samræmi við þarfir al- mennings, eftir því sem stærð lejdir. Til dæmis er erfitt að sjá hvaða þýðingu það hefir að birta nær tveggja ára fréttir eins og gert er í árbókinni. Þetta hefir vafalaust haft sína þýðingu fyrir 50—60 árum, með an fréttasambönd öll stóðu langt að baki því sem nú er. En þessu verður að breytja; í sámræmi við kröfur nútímans. Hins sama gætir að nokkru um Andvara. Hann virðist enn- þá að mestu klæddur í sama snið og hann var fyrir 60 árum. En hinu má ekki gleyma, að hann geymir nú myndarlegt safn af æfisögum þeirra manna, mest hefir borið á undanfarin hundrað ár. Þar að auki geymir Andvari ekki svo veigalítinn hluta af æfistarfi tveggja ágætra íslenskra náttúrufræðinga, þeirra Þorvaldar Thoroddsen og Bjarna Sæmundssonar. Að þessu sinni geymir hann góða grein frá óbygðum íslands eftir Pálma Hannesson rektor, ásamt ýmsu fleiru sæmilega læsilegu. Þriðja bókin er „Örnefni í Vestmannaeyjum“ eftir dr. Þor- kel Jóhannesson. Þetta er all- mikil bók, og sýnir glögt hvers vænta má, ef öllum héruðum landsins verða gerð sömu skil og jafnframt hve gífurlegt starf slík örnefnasöfnun yrði. Höfundur bendir réttilega áþað í formála, hvílík náma örnefnin séu fyrir atvinnu- og menning- arsögu þjóðarinnar, en það eru einmitt þær greinar íslenskrar- ar sagnaritunar, sem öll önnur saga byggist á, og mest hefir verið vanrækt af íslenskum sagn fræðingum. I ritinu eru ennfrem ur tvær gamlar sóknarlýsingar frá Vestmannaeyjum og er önn- ur þeirra yfir 200 ára gömul. ■Er í þeim margvíslegan fróðleik að finna um háttu Eyjaskeggja áður en nútíminn reið í garð. Það hafa orðið kaflaskifti í sögu íslands síðasta mannsaldur inn, og það er verk núlifandi kynslóðar að safna eftir föngum minjum horfinna tíma og horf- innar menningar. Eitt af þessum minjum eru örnefnin. Slík rit verða aldrei skemtilestur, eða samfeld saga, heldur baugabrot til þess að steypa upp úr sögu landsins . Fjórða og síðasta ritið eru „Bréf og ritgerðir“ Stephans G. Stephanssonar. Er það byrj- un á miklu ritverki í minsta kosti þremur bindum. Þjóðvilj- inn mun síðar skýra nákvæm- ar frá þessari bók, en hins má geta, að hér er vafalaust um merkilegt safn að ræða. Steph- an G. Stephansson var svo stór- merkur maður í íslenzkri menningarsögu, að allt sem hann snertir á erindi til þjóð- arinnar .Og mikill fengur er það íslenskum bókmenntum,. að eignast nú Stephan G. Steph ansson allan, kvæði hans, bréf og ritgerðir. Með þessari útgáfu hefir Þjóðvinafélagið ráðist í stór- virki, sem er líklegt til þess að afla því almennra vinsælda. Madiiriíiia,, sem hvorkí AlþýdnbL né M©rgnnl?L þordii að ncína. Rykfrakfear karla. Vcrð btf* 44,00, 49,50, 59,50, 74,50 Og Út altlll* arefní, jafngódír þeím dýrusfu, sem fásí í bæn~ um, kr» 108,50* V E S T A Lau$fave$ 40» Ungliagaskóli ReykJaviknr fekur fíl sfarfa 1, nóv. n» k. I skólanum verða kenndar sömu námsgreínar og kenndar eru í fyrsta bekk gagnfræðaskóla. Skólagjald kr. 10,00 á máuuðí Umsóknum verður veítt móttaka á Vesturgötu 17 tíl mánaðamóta. Haraldur Gttðmundsson Vesturgötu 17. FfoKksskrlfstofan er opln alla vlrkadaua kl. 5-7. Sfmi 4757. Félagar eru beðnir aö koma sem fyrst og gera upp flokksgjöldin. Á meðal nokkurra heilla- óskaskeyta, sem stofnþingi sameinaða sósíalistaflokksins bárust, var eitt frá Martin Andersen-Nexö. Blöð bæjarins hafa gert þessi skeyti að umtalsefni en á svo undarlegan hátt að þau þora ekki að nefna nafn And- ersen-Nexö, en velja þann kostinn að gera úr honum einhvern dularfullan Kaup- mannahafnarbúa og annað þessháttar. Mun þó Nexö vafalaust einna kunnugastur af núlifandi Dönum hér á landi, enda er það án efa; orsök þess, að ekki mátti nefna hann með nafni. Samband ísl. berklasjúk* línga sfofnað Stofnþing Sambands íslenskra berklasjúklinga var sett að Víf- ilsstöðum 23. þ. m. af formanni undirbúningsnefndarinnar, Karli. Matthíassyni. Forseti þingsins var kjörinn Gunnlaugur Sæ- mundsson. Aðalumræðuefni þingsins var stefnu- og starfsskrá sambands- ins og lög þess. Þingið sátu um 30 fulltrúar >og lauk það störf- um 24. þ. m. Á þinginu flutfu ræður Sig. Sigurðsson berkla- yfirlæknir, Sig. Magnússon yf- irlæknir og Óskar Einarsson læknir við Reykjahælið. í stjórn sambandsins voru kósnir: Andrés Straumland for- seti, Herbert Jónsson riiari, Sig- urleifur Vagnsson gjaldkeri og meðstjórnendur jón Rafnsson, Karl Matthiasson, Ásberg Jó- hannesson og Þórhallur Hall- grímsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.