Þjóðviljinn - 19.01.1939, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.01.1939, Blaðsíða 3
ÞJÖÐVILJiNN Fimmtudagurinn 19. jan. 1939 uuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuu u u u u n u uuuuuuuuuuuu Dagsbrinarmenn hafa orðið U U U U uuuuuuuuuuuu Ární Guðmundsson: Krísfófetr Gtrimsson: Gudmundutr Ó. Guðmundsson: Vefkamenn í Dagsbrún hafa míkíð ferf, en engu gSeymf Nú bregður svo undarlega við ,að Skjaldborgarliðið iog íhaldsmenn eru ,allt í einu fann ir að sýna feikna áhuga fyrir verklýðsmálum, — fyrir stjórn- arkbsningunni í Dagsbrún. Það er eins og öll þeirra tímanlega og eilífa velferð sé undir því komin að reylcvískir verkamenn gleymi nú öllum þeirra orðum og gjörðum, sem þeir hafa tal- að og unnið ]>eim og félagi þeirra til óþurftar. Skjaldborgarmenn vilja láta verkamennina í Dagsbrún gleyma öllum svikunum' í fyrraá vetur í sambandi við bæjar- stjórnarkosningarnar, öllum þeim ósannindavaðli, sem þeir hafa þyrlað upp um Dagsbrún á síðastliðnu ári, öllum þeim lygum og svívirðingum, sem þeir hafa hrúgað samanumfor- mann hennar og alla þá menn, sem hafa með festu og einurð haldið á rétíi verkalýðsins og Dagsbrúnar. I>eir vilja láta þá gleyma því, að; í heilt ár hefur varla komið út nokkurt tbl. af Alþýðublaðinu svo, að þar hafi verið • minnzt á verklýðsmál til annars en að rægja verklýðsfé- lögin og fordæma starfsemi þeirra og forustumenn, efstörf þeirra voru ekki eftir kokka- bókum Stefáns gerviforseta Al- þýðusambandsins iog annarra, sem sitja í hálaunuðum embætt- um, er þeir hafa koinizt í ineð' því að látást vera að starfá fyrir fátæka alþýðu, sem byggir þennan bæ og hálfsveltur, vant- ar allt, setp þarf til þess að lifa sæmilegú ' lífi. Þeir vilja láta verkamennina gleyma þvT; þegar þeir hvöttu þá til þess að greiða atkvæði móti auk- inni atvinnu í bænum við alls- herjaratkvæðagreiðs'una í hausfc Þeir vilja láta þá gleyma vinnu- löggjöfinni, sem þeir verkalýðs- vinirnir gengust fyrir að sam- þykkja á síðasta þingi, þvert pfan í yfirlýstan vilja verklýðs- félaganna. Þeir vilja láta þá gleyma þrælalögunum, semþeir létu samþykkja á gerviþingi Alþýðusambandsins í haust. Þeir vilja láta þá gleyma, þeg- ar þeir með lögregluvaldi mein- uðu réttkosnum forseta sam- bandsins og öðnum löglegum fulltrúum verkamanna inngöngu á Sambandsþingið. Þánnig mætti lengi telja, og myndi, ekki hlutur þeirra' Skjaldborgar- manna batna, þó haldið væri áfram. ihaldsmenn vilja láta Dags- brúnarmenn gleyrna þv'í, að þeir hafa aldrci lagt annað til verklýðsmála en ofsókn á sam- tökin og unnið þeim allt það ógagn ,sem þeir hafa getað, barizt móti hverskonar réttar- bót sem verkamenn hafa óskað eftir, hvAð smávægileg, sem hún hefur verið. Þeir hafa talað um að fangelsa foringja þeirra, og jafnvel að leysa þyrfti upp verklýðsfélögin til þess að vinnu friður fengist í landinu. Þeir vilja láta |>á gleyma því, að á hundadögum Ólafs Thors stofn- uðu þeir 100 manna hvítliða- sveit til þess eins að berja á verkamönnum og eyddu til þess hálfri milljón króna ,en á sama tíma var verkamönnum synjað um vinnu og borið við peninga- leysi. Þeir vilja láta verkamenn gleyma allri atvinnunni við hita- veituna, sem borgarstjóri íhalds ins lofaði þeim s.l. vetur. Verkamenn muna, hverju þeir mega búast við úr þeirri átt, j>að eru þeir margbúnir að reyna. Nei, verkamennirnir í Dags-1 brún hafa engu gleymt af ]>essu Þeir hafa lært margt, sem kem- ur þeim nú í góðar þarfir í baráttunni fyrir réttindum sín- um og Dagsbrúnar. Þeir hafa lært að meta störf sameiningar- manna, þeirra manna, sem alltaf hafa staðíð og munu standa í fylkingarbrjósti íslenzkrar verk- lýðshreyfingar. Verkamenn irninu sýna það við þessar kosningar, að þeir meta meira sín hagsmuna- og fag- legu mál, en pólitískan reipdrátt einstakra stjórnmálaflokka. Þeir vita það, að velferð Dagsbrún- ar er þeirra eigin velferð ,og kjósa eftir j>ví, hvar sem þeir liafa lialdið sig undanfarið í hinni pólitísku baráttu. Þeg- ar þeir bera saman þá menn, sem þeir stilla upp ,verður mun- urinn áberandi mikill. Flestir mennirnir á Skjaldborgar- og íhaldslistunum eru alveg ó- þekktir verkamönnum, og hafa fæstir af þeim unnið nokkuð að félagsmálum áður og því liætt við þeir dugi til lítils ann- ars en vera handlangarar póli- tískra spekúlanta, félaginu til skaða eða eyðileggingar. Á listum Trúnaðarráðs Dags- brúnar, sem eru að öllu leyti skipaðir sameini garmöanum, ier valinn maður í hverju sæti.| Engum eiv. betur trúandi en þeim til þess að stjórna Dags- brún á kiomandi ári og verja hana fyrir áföllum í hinum pólitísku ofviðrum, sem geisa unr landið þvert og endilangtj Héðinn Valdimarsson hefur verið formaður Dagsbrúnar í 13 ár. Undir forustu hans hef- ur hún efh:t og vaxið, svo hún er nú lorðin ríki í ríkinu; hún er það sterkasta baráttuvopn, sem íslenzkur verkalýður á til, öll félög stór og smá líta til hennar og vænta sér helzt styrks J>aðan, éins og þau liafa lík'a mörg fengið og munu fá. Fyrir þetta starf hefur Héðinr sætt hatri og ofsóknum fráand- stæðingunum, fyrir það aðhann hefur aldrei hvikað frá málstað alþýðunnar, alltaf haldið á rétti þeirra fátækustu og máttar- minni, fyrir þá hefur hann fórn- að hverjum sínum frítíma og fjármunum og ætlast ekki til anniars í staðinn en að þeir fá- tæku verkamenn, sem hann berst fyrir, skilji sínar cigin þarfir og hvað þeim er sjálfum fyrir beztu. Þetta meg- um við vel inuna, þegar við bertun saman þau formannsefni sem eru nú í kjöri við þessar Dagsbrúnarkosningar. Við vörubílstjórar, sem erum deild í Dagsbrún, og höfum nýverið gert ýlarlegan samning Framhald á 4. síðu. Eftír tuftugu og eíns árs ossr- starf í Dagsbrún Til alhnpnsr fyrir Dagsbrúnari „Kvöl á sá sem völ á“, segir málshátturinn. Svo munu ýms- ir Dagsbriinarmenn hugsa nú, j>ví að margir munu vera á strætum og gatnamótum og segja: „Kjóstu okkar lista“. Því niiður verð ég að segja, -því of margir fara eftir áeggj- an annarra manna en hirða minna um að hugsa málin sjálfir. Ég ætla með nokkrum orð- um að gera tilraun til þess að skýra málin fyrir ykkur, verka- menn, í þeirri von, að ykkur verði auðveldara að taka af- stöðu, ef þið eruð á báðum eða jafnvel þremur áttum. Kristófer Grímsson 19. janúar 1918 gerðist ég fé- lagi í verkamannafélaginu Dags brún, þá 16 ára gamall, hefi ég því í dag verið meðlimur fé- lagsins' í 21 ár. Áður en ég gekk í Dagsbrún hafði ég mætt á flestum fundum félagsins nokk- ur ár með pabba mínum. Ég liefi fylgzt með og tekið þátt í störfum félagsins þessa rúma 2 áratugi. Þótt mér fyndist eðli- legt að gera að umtalsefni á þessum afmælisdegi mínum það mikla gagp, sem Dagsbrúnhef- ur unnið reykvískum verka- mönnum, þá ætla ég ekki að gera það nú, en í stað þess ætla ég að minnast lítilsháttar á þá tvo menn, er mér eru minnisstæðastir fyrir mikil störf og góða forustu í mál- efnum félagsins. Ólafur Friðrikssion er sá mað- urinn, sem ég tel að hafi raun- verulega með þátttöku sinni í Dagsbrún fyrstu árin, með fyr- irlestrum og ræðum gert okkur verkamennina kröfuharðari um betra líf. Hann var ætíð sá, er beitti sér fyrir því að fé- lagið krefðist betri launa og betri aðbúðar en við áttum að venjast, og hann mætti ætíð á fundum og vinnustöðum þegar allt valt á kjarki og krafti for- ustumanna félagsins, því ótti verkamannsins \ið atvinnu- sviptingu, ef átök yrðu liörð, varð oítast þess valdandi, að verkamennirnir drógu sig í hlé eða jafnvel sýndu mótþróa þegar mest reið á, að þeir stæðu saman. Ólafur Frið- riksson var um skeið mesthat- aði maðurinn í þessum bæ, vegna þátttöku sinnar í forustuj Dagsbrúnar. Atvinnurekendur létu blöð sín flytja vitfirrtar persónulegar svívirðingar um hann, og kom jafnvel fyrir, að á fundum'' í Dagsbrún yrði hann fyrir árásum frá þeim, er hann hafði helgað líf sitt. Héðinn Valdimarsson gekk í Dagsbrún strax eftir að hann hafði lokið hagfræðinámi er- lendis. Ástæðan til þess voru '•kynni lians af jafnaðarstefnunni, sósíalismanum. Tækifærið til að vinna fyrir þær hugsjónir var hvergi meira en einmitt í Dagsbrú.n, félagi verkamann- anna, sem voru fyrininna alþýðuheimilanna í bænum. Ég ætla ekki að rekja sögu Héðins Valdimarssonar í Dagsbrún, en vil þó geta þess, að hann hefur tiú verið 13 ár formaður fé- lagsins. Þegar hann tók við for- mennskunni, voru í féjaginu um 570 menn, en nú eru þeir uin 2200, og eru þá skuldugir fé- lagar taldir með í báðum til- fellum. Félagið hefur vaxið og eflzt svona gífurlega undir for- ustu hans og áhrif Dagsbrúnar félags verkamannanna í Reykja vík eru nú meiri en nokkurrar annarar samtakaheildar í þessu landi. Héðinn var sá eint af alþingis mönuum Alþýðuflokksins, sem hefur ætíð starfað í nánustu sambandi víð verkalýðin;n í AL þýðusambandinu og veitt hon- utn sitt lið og forustu í kjara-' U Guðm. Ó. Guðrnundssion bótabaráttunni, og mun lengi minnst framkomu hans 9. nóv. um árið, þegar bæjarstjórnin var ákveðin í að lækka laun verkamanna í atvínnubótavlnn- unni um 30°/o og allri lögreglu bæjarins var sígað á þá og mótmælasamtök þeirra. Það vita allir þeir, er staddir voru á þessum fræga bæjarstjórnar- fundi, inni og úti, en það voru þúsundir manna, að forusta og framkvæmdir Héðins, þegar mest á reið, varð til þess að þessi hættulegasta árás, s>m nokkim sinni hefur verið gerð á stéttarsamtökin, var brotin á bak aftur með sigri Dagsbrún- ar. ídag og á rnorgun stendur yfir stjórnarkosning í Dags- brún, og er Héðinn Valdimars- Son; í kjöri í 14. sinn, sem for- maður félagsins samkvæmt á- skorun og uppástungu trúnað- arráðs þess. Á stjórnarlista þeim, sem Héðinn er efsíur á, en það er A-listinn, eru aðeins þrautreyndir gófiir félagsmenn, sem ætíð hafa sýnjt í starfi sínu í fþlaginu, að þúm sé fáandi í hendur forusta þéss. En á listum þeim ,sem Al- þýðub'aðið, Morgunblaðið og Vísir styðja, B ogC-Iistunum, er stungið upp á félagsmönnum, sem nær aldrei hafa komið á fundi í félaginu, aldrei látið til sín hevra í því, og eru alger- lega ókunnir félagsmcnnum. Svo er um flesta aðra á þeirn listum. Eftir 21 árs starí og kynr.i af félagsmálum Dagsbrúnar fullyrði -ég, að aldr.i haíi nokkru sinni verið bornar íram svo ósvífnar ti lijgur í félagintí sem fram koma nú á B-lista og C-Iista í formannssæli félags- ins. Dagsþrútiarmcnn, haíið þið nokkru sinni séð eöa heyrt get- ið um mann sem heitir Stefán Sigurðsson, í sambanc'i við Dagsbrún .eða nokkur stéttar- samtök? Nei, hann hefur aldrei komið nálægt þeim. Þessi mað- ur er núj í kjöri sem formaður Dagsbrúnar á B-listanum, að því er altalaö er eftir uppá- stungu Jónasar frá Hriflu. Kristinn Árnason hefur aldrei komið við sögu eða tekið þátt » nokkrum störfum fyrir sam- tök reykvískra verkamanna ,en atvinnurekendurnir eru ófeimn- ir að styðja hann nu sem Frh. á 4. síðu. A-listinn er skipaður eftir til- lögum uppástungunefndar Dagsbrúnar og af trúnaðarráði. Héðinn Valdimarsson er for- mannsefni þess Iista. Hanti hef- ur verið formaður í félaginu í 13 ár ,eins og kunnugt er. Það hafa ekki verið skiptar skoðan- ir um dugnað hans í þágu fé- lagsins. Þeir, sem skipa þennan lista* nvunu beita sér fyrir J>ví, að lýðræðið verði jafnara en ver- ið hefur síðustu árin í verk- lýðsfélögunum með því að verkalýðs- og iðnfélögin myndi samband ,sem eingöngu fjalli um brýnustiu mál verkalýðs- og iðnfélaga, faglegiu málin. Sú stefna er reist á þeim rökum, í að síðan verklýðs- og iðnfélög in urðu svó sterk ,að þau gerðu öllum verkamönnum og iðnað- armönnum skylt að ganga í samtökin, hlutu pólitísku skoð- anirnar að verða skiptari. Eins og nú er, getur ekkert félag sem er í Alþýðiusambandinu sent aðra en Alþýðuílokksmenn á þing þess, enda er það póli- tískt þing, sem skattskyldir alla verklýðsfélaga sem; í samband- inu eru, en svintir pólitíska andstæðinga af skiijanlegum á- stæðum kjörgengi. Ef lýðræði á að ríkja í landinu og eining að fást um fagleg mál félag- anna, verða þau að hafa fullt lýðræði. Pólitískir flokkar. eiga' einungis að vera uþpbygðir af pólitískum áhugamönnum. Með núverandi ástandi verður fyrir- komulagið því ranglæti og • framkvæmdin kúgun. Miki’l hluti verkalýðsins í Reykjavík mun kunna að meta trúmennsku og dugnað Héðins Valdimarssonar sem foringja Dagsbrúnar undanfarin ár og eigi sízt, er hann einn af Alþýðu- flokksmönnum á þingi, kaus j heldur að vera rekinn úr stjórn Alþýðusamb. en fást til þess að taka þátt í þeirri undanlátspóli- tík er flokksforingjarnir gengu, flestir inn á í þinginu, af ótta við stjórnarsamvinnuslit og ef til vill ýmislegt fleira. B-listinn er borinn fram af Alþýðuflokknum fyrst og fremst til þess að hindra það, að hin háværa krafa um óháð fagsam- band nái fram að ganga. Ég gat ekki fylgt Alþýðu- flokknum eftir j>að að hann eyðf lagði þá tilraun, eftir því sem hann hafði getu til, að nánari samvhma gæti tekizt milli Al- þýðuflokksins og Kommúnista- flokksins í bæjarmálefnum. Þar var ekki lengur barizt á lýðræð- isgrundvelli.. Sama er orðið of- an á gagnvart verkalýðsfélög- unum. Alþýðutlokkurinn er víða orðinn þar í minnihluta, en krefst þess samkvæmt alj>ýðu- sambandslögum að fá alla full- trúana úr sínum hópi. Ég er bú- inn að sýna fram á hvert rang- læti það er og lýðræðisbrot. Það hlýtur að verða fjötur um frjálst samstarf í þeim mál-1 um er verkalýðsfélögin eru fyrst og fremst stofnuð til að vinna fyrir. Ef ]>ið verkamenn ætlið að kjósa B-listann sýnast mér liggja til þess aðrar ástæður en lýðræðisástin. Varla eru þó fyrstu menn listans betur tilfor- ustu fallnir en A-listamenn. Lík- lega halda þeir, þá að sér- tak- ist betur að leiða Dagsbrún til fyrirheitna landsins. C-Ustinn. Sjálfstæðisflokks- menh í Dagsbrún hafa nú ráöizt í að bióða fram lista skipað- an sínum mönnum .Sá listi er að sjálfsögðu studdur af blöð- um Sjálfstæðisflokksins, Morg- unblaðinu og Vísi. En blöð Sjálfstæðisflokksins eru gefin út af atvinnurekendum og heildsölum. Atvinnurekendur og heildsalar eru einmitt mennirn- ir sem Dagsbrún hefur alltaf átt í höggi við, þegar þurft hef- ur að fá aukin réttindi eða hækkað kaup handa verkamönn um. Verkamenfi! Ef þið cinhverjir ykkar ætlið að kjósa menn í stjórn, sem studdir eru af at- vinnurekendum, vildi ég biðja ykkur að athuga hvort Dags- brún mundi verða eins sterk til 'samninga um líaup 'og kjör und ir ^tjórn þeirra ,sem atvinnu- rekendur vilja styðja, eins og þeirra, sem áður hafa stjórnað málum hennar. Ykkur eru gefn- ar vonir um, að munað verði eftir ykkur síðar, ef þið fylgið Sjálfstæðisflokknum. Það væri ekki ónýtt ef þau loforð ent- ust eins vel og hitaveituloforðin Allir verkamenn sem vilja fá lækkað kaup sitt og minnkuð rét inc’i ættu að kjóea C-:istann, listann sem atvinnurekendur styðja. Kristóíer Grímsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.