Þjóðviljinn - 09.02.1939, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.02.1939, Blaðsíða 4
ap í\íy/a Tó'ió sg Grænt IJös Alvöruþrungin og athygl- isverð amerísk stórmynd Warner Bros samkvæmt hinni heimsfrægu sögu með sama nafni éftir Lloyd C. Douglas. Aðalhlutverkin leika: Erroll Flynn, Margaret Lindsay, Anita Louise og Sir Cedric Hardwicke Or bopginni Næturlæknir: Axel Blöndal, Mánagötu 1, sími 3951. Næturvörðiur ier í Ingólfs-pg Laugavegs-apóteki. Otvarpið í dag: 10.00 Veðurfregnír. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnlr. 18.15 Dönskukennsla. 18;45 Enskukennsla. 19,10 Veðurfregnir. 19.20 Lesio dagskrá næstuviku Hljómplötur: Létt’ lög. 19.40 Auglýsingar. 19.50 Fréttir. 20.15 Erindi: Brennisteinsnám á íslandi, dr. Jón Vestdal efna- fræðingur. 20.40 Einleikur á celló, Þórhall- ur Árnason. 21.00 Frá útlöndum . 21.15 Otvarpshljómsveitin leikur 22,00 Fréttaágrip. 22.15 Dagskrárlok. Skipafréttir: Gullfioss er á leið til útlanda frá Vestmannaeyjum, Goðaíoss tefr, í Hamborg, Brúar- fbss ier á leið til Vestmannaeyja frá Leith, Dettifoss fór frá ísa- firði í jgær áleiðis til Akureyr- ar, Lagarfoss var á Djúpavogi í gær, Selfoss er á leið til lands- ins frá Grimsby, Dr. Alexand- rine er á leið til Kaupmanna- hafnar frá Vestmannaeyjum. Alfkonan í Selhamri verður Jeikin í dag kl .5 síðdegis, í Iðnót til ágóða fyrir starfsemi Vetr- arhjálparinnar. Jón E. Vestdal efnafræðingur flytur lerindi í útvarpiðj í kvöld, sem hann nefnir „Brennisteins- nám á lslandi“. Leikfélag Reykjavíkur sýnir rússneska gamanleikinn, „Flétt- uð reipi úr sandi“, í kvöld kl. 8 í Iðnó. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. Surprise fór í fyrradag með afla sinn um 3000 körfur til Englands. Frá höfninni: Varðskipið Pór kom frá Vestmannaeyjum í gær- morrgun, Brimir kom með slas- aðan mapn í gærmiorgun. í gsei) kom hingað kolaskip með kol til O. Johnaon & Kaaber. Kariakór Vierkamanna. I. og II. tenor æfing í kvöld kl. 8,30. Áríðandi að allir mæti. Árshátíð Æskulýðsfylkingar- ínnar í Reykjavík verður næst- komandi sunnudagskvöld í Odd- fellow-húsinu. Verður þarmargt til skemmtunar. blÓÐVIUINN pjófnaðir. Undanfarið hefur borið allmikið á því að farið væri inn í hús pg stolið þar ýmsu, einkum smávegis. Hef- ur lögreglan haft þessa þjófn- aði til meðferðar og handsamað 5 pilta á fermringaraldri. Hafa. piltar þessir verið valdir að ýmsum þessarra þjófnaða, bæði einir sér ogj í sameiningu. þingeyingamóí verður haldið að Hótel Borg á föstudaginn. Verður mótið hið fjölbreyttasta og skemmta menn sér viðræð- ur, söng og dans. Farþegar með Gullfossi í fyrrakvöld til Leith og Kaup- mannahafnar: Guðm. Vilhjálms- son, framkv.stj. pg frú, Jóhann Jósefsson alþ.m. og frú, Ingi- björg Bjarnadóttir, Guðm. Pét- ursson útgerðarm., Þórður Guð johnson, Garðar Gíslason stór- kaupm., Margrét Árnadóttir, Magnea Hjálmarsdóttir, Eiríkur Halldórsson, Haukur Thors fr,- kv.stj., Birgir Kjaran, Margrét Jónsd., Hólmfríður B. Björns- dóttir, Guðm .Arnlaugsson, Ed- vin A. Hansen, Jens Karrman, Karin Andersen, Ragnar Blön- dal kaupm., Sig. Sigurrðsson. Aflasölur: Tryggvi gamli seldi afla sinn: í fyrrradag, 1774 vættir fyrir 865 stpd.. 1 gær seldi Gulltoppur í Hull 2197 vættir fyrir 825 stpd. Hannes ráðherra seldi afla sinn í Grims-^ by fyrir 909 stpd. Iðnaðarmannafélagið hefur. sótt um leyfi til bæjarráðs til þess að fá Miðbæjarskólann lán- laðan í sumar undir iðnsýningu, sem félagið ætlar að gangast fyrir. Fjðldaafíökur á Spání Framhald af 3 síðu. settra spánskra liðsforingja, er, verða að lúta erlendum, log hrokafullum yfirboðurum. Fran- qo sjálfur er orðinn mjög óvin- sæll, vegna þess að hann á allt sitt undir Pjóðverjum og Ítöl- um og verður að hlýða þeim til hvers sem ier“. ! Tíinii líður! f* Isvcsfía" Frh. á 4. síðu. pólitík sinni og þykir mikils um vert að ná samvinnu annara ríkja um varðveizlu friðarins. Sovétstjórninni er ljós sú stað- reynd að Ungverjaland hefur undanfarið, öðrum ríkjumfrem- ur, látið að vilja bandalags frið- rofanna, allt frá því að viður- kenna Mandsjúkúó, en það var þvert bnot á sáttmála Þjóða- bandalagsins. Undirgefni ung- verskra stjórnmálamanna fyrir leiðtogum Berlín-Róm-ássins hefur keyrt úr hófi síðan Csaky greifi varð utanríkismálaráð- herra. Afstaða Sovétríkjanna gagn- vart þeirri staðreynd að Ung- verjaland hefur misst sjálfstæði sitt í íutanríkismálum, sýnir öll- .um heimi hvert ungverska stjórnin stefnir. Örlög Ungverjá lands og Mandsjúkúós sýna hvað bíður þeirra ríkja, er ger- ast háð bandalagi friðnofanna. Hjá slíkum örlögum er einungis hægt að komast með því að setja sanna þjóðarhagsmuni hærra en vafasamastundargróða von af sambandi við árásarrík- in. Gerið áætlanir fyrir vorið um ræktun og rekstur, f\unið að panta fílbúna áburðínn í tæka tið. Sóslalísfafclag Rcyfejavífeuif 7. deild (Grímsfaðah. og Skcrjafjörður) heldur fund á fímmtudagínn. 9. febr,, hl. 8.30 e. hád. í Hafnarstrætí 21. DAGSKRÁ: 1. Félagsmál. 2. Þjóðviljasöfnunín 3. Upplestur. Sfjórnín. i i Gamia I3io % Sjómannalif Heimfræg amerísk kvik • mynd, tekin af- Metno- Goldwyn-Mayer samkv. hinni góðu sjómanna- sögu Rudyard Kipling, og sem birst' hefur í ís- lenzkri þýðingu Þorsteins Gfsíasonar. Aðalhlutverk- in eru frarnúrskarandi vel leikin af hinum ágætuleik- urum: Spencer Tracy, Freddie Bartholomew, Lional Barrymiore. Skemmfíklúbburínn „Kvöldsfjarnan tt DANSLEIKUR í kvöld hl. 9.30 að Koyal. Aðgangur aðeíns^hr. 1.50 Góð músíh. Dansíð á Royal í hvöld. Leikfél. Reykjagikar „Fíéffud reípí ilr sandí" {’ gamanleikur í 3 þáttum eftir VALENTIN KATAJEV Sýning í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar seldir eftir kf. 1 í dag. Reiðhjóla- verkstæðftð Laugavcg 64 tekur að sér viðgerðir á reið- hjólum, mótorhjólum, bama- vögnum og ýmsum fleiri mun- um. Vönduð og ódýr vínna. f\ikki f\ús lendir í æfinlýrum. Saga i myndum fyrir bömin. 71. Loðinbarði settist á konginn og lumbraði duglega á honum. Svertingjarnir taka saman ráð sín. Mikki biður Loðinbarða að leysa sig, en nú koma svertingj- arnir — Púsundum saman ráðast þeir á apana, og sjálfur Loðinbarði fellur. — liansKirk: Sjómenn 24 með sjálfri sér, að aldrei bar hún kala til'neins nema sakir Jesú. En presturinn huggaðti hana. — Ég veit vej, að þið eruð gott og rúað fólk- Ég meina ekki neitt slæmt með því, sem ég segi. En ef trúnni á að verða ágengt hér, þá er það fyrst og fremst einn, sem getur verið verkfæri, og það er Tómas. Það hef ég sagt við Lárus, og það segi ég við ykkur, að þið skuluð ekki gera neitt án hans ráða. Það getur hæglega orðið klofning- ur og ósamlyndi, ef ekki er einn, sem stjórnar. Á meðan þið hafið ekki trúaðan prest í sókninni, skuluð þið skoða Tómas sem þjón Drottins og bara reiða ykkur á hann. Sjáið, þetta getum við frelsaðir gert, af því að við erum sem bræður og systur og keppum ekki eftir að ráða hvert yfir öðru. — Já, sagði Tea andleg á svip og draup höfði. Tómas er langhyggnastur af okkur, og hann hefur Ölmu við hlið sér, og hún er líka dugleg og skyn- söm kona. Svona var Tea, hún gat vel séð dyggðir annara, ekki að tala um, að hún spillti fyrir neinum. En það var eitt sem hana langaði til að biðja prest- inn um. Það var kannske allt of mikið og yrði ekki hægt að koma því við, en það lá henni þungt á hjarta. Mundi presturinn ekki vilja fala bara ör- fá orð við Maríönnu. Og Tea sagði hreint út, hvernig Maríanna var; Agætis manneskja. hjálp- söm og góðhjörtuð, en heiðingi og guðlastari, og það var hart að vita til þess, að hún tortímdist. Og hún hélt aftur af Páli, svo að hann gat hvorki í trúnni eða öðru átt hjartans samleið með sveit- ungum sínum. — J tú ú jr-sturinn. Það er fallegt af þér Tea, að þú berð umhyggju fyrir vinum þínum. Og ég hafði áður ákveðið að líta inn ti! Páls. Ég hef þekkt hann frá barnæsku. Hann var skikkanlegur náungi, en komst snemma að heiman og út á hættulegar brautir. En við skulum tala saman, Maríanna og ég. Tea fylltist innilegri gleði. Nú mundi Maríanna fá að finna, að það var nú til fólk, sem var gáf- aðra en hún. Teu langaði til þess að spyrja, hvort hún mætti ekki koma með, — en það náði víst engri átt. Já, ef Marianna fengi hróflað við sjálfs- traustinu. það væri unaðslegt. í sameiningu skyldu þær syngja lof og prís, ef hún fyndi friðinn. Presturinn kvaddi og fór. Það stóðu tár í augum Teu, þegar garðshliðið lokaðist á eftir honum. Þetta var nú prestur! Blátt áfram og vingjarnleg- ur og með huggunarorð til þeirra sem með þurftu En líka með strangar áminningar handa þeim sem þess þurftu með. Og tvo bolla af kaffi hafði hann drukkið og borðað kökurnar hennar með ærlegri velþóknun. Æ, það mundi víst líða á löngu, áður en hún lifði slíka gleðistund í annað sinn- Og allt í einu stóð fátækt þeirra og volæði fyrir hugskots- sjónum hennar eins og afturganga. Hún settist niður kjökrandi. — En Tea, Tea, sagði Jens undrandi. — 0, við erum svo vesöl, grét hún. Hvar á þetta að enda. Þú skalt fá að sjá, Jens, við endum á sveitinni, og enginn vill líta við okkur framar. Nei, ég hefði aldrei haldið, að það mundi sverfa svona að okkur. Jens beygði kantaða höfuðið sil t í meðvitund um sekt sína, því að hans var sökin. Það var ekkert gæfulegt við hann. Hann var lélegur verk- maður, sem ekki gat séð fyrir fjölskyldu sinni. Börnin sátu þögul og hnuggin. Nú sagði Níels litli með sínum hæga og barnslega talanda; — Vertu ekki að gráta, mamma. Við getum talað við Jesú. Tea leit upp með tárvott andlitið og heyrði aftur raust forsjónarinnar og sannleikans af munni sak- leysingjans. Já, þar var Jesús! Hvaða þýðing hafði daglegt brauð og af ,oma í þessu stutta jarð- lífi? Fram undna beið sælan á ströndum eilífðar- innar. í piparsveinsíbúð Antons var bara einn stóll og rúm. Presturinn settist á harðan stólinn, Anton tók sér sæti á rúmínu og sökk djúpt niður í mjúka sængina. Honum var dálítið þungt fyrir hjartanu og vissi ekki almennilega hvernig hann ætti að byrja samræðurnar. En presturinn kvað upp úr með það:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.