Þjóðviljinn - 12.02.1939, Blaðsíða 1
4. ÁRGANGUR
SUNNUDAG 12. FEBR. 1939.
36. TÖLUBLAÐ
Jóhainn ö. Odds&on.
Jóh. igm. Odds-
son sextngnr j
Er mokkur sá Reykvíkingur til
sem ekki þekkir Jóhann Ög-
mund? Þennan kviklega mann,
með góðlátlega glettni í aug-
um, sem’ í 19 ár hefur verið að-
alstarfsmaður eins allrastærsta
iog veglegasta félagsskapar,
þessa lands, ing afgreiðslumað-
ur útbreiddasta barnablaðsins
sem nokkurn tíma hefur verið
gefið út á íslenzka tungu — í
nær 11 ár.
Þeir eru víst fáir, og þess-
vegna eru það fréttir fyrir alla
Reykvíkinga, og raunar alla
landsmenn, að Jóhann Ögmund-
ur, stórritari og útbreiðslumað-
ur Æskunar, ier sextugun í
dag. Þeir skipta áreiðanlega;
þúsundum sem hugsa hlýtt til
Jóhanns á þessum merkisdegi
ævi hans og minnast starfa hans,
Og afrekla í jþágu bindindismáls-
ins og annarra mannúðarmála.
En Iitlu mundu þeir verða
nær þó þeir færu að spyrja
hann um þessi mál, því Jóhann
verst allra frétta, hann erhrædd
ur um að þær upplýsingar sem
hann kynni að gefa verði (mot-
aðar til þess að skrifa um hann
lof.
En þetta getur maður þó feng
ið að vita um starf Jó'hanns
inann Góðtemplarareglunnar:
Hann gekk í „Stúku“ árið
1912. Var kosinm í fr|amkvæmda
nefnd Stórstúkunnar 1916 og
gengdi þá stórgjsddkerastarfi.
Árið eftir var hann kiDsinn stór-
ritari og hefur gengt því starfi
jafnan síðan, að tindanskildum
þeim þremur árum, sem Fram-
kvæmdanefndin hafði aðsetur
sitt á Akureyri. Hann er því
senn búinn að gegna þessu
starfi í 19 ár, og einu ári vil ég
bæta við, segir Jóhann, svo að
þau verði alls 20.
Árið 1928 tók Jóhann við af-
greiðslu Æskunnar, og hefur
gengt því starfi með frábærri
kostgæfni, enda efast enginn um
að hann eigi sinn stóran þ'átt1
í því að kaupendum blaðsins
hefur f jölgað úr 3200 upp í 6500
á þessu tímabili.
Ég vil gera það Jóhanni til
geðls, að skrifa ekki um hann
það lof ,sem hann á skilið og
margir mundu vilja um hann
bera. Ég óska honúm aðeins
til hamingju með afmælið, og
ég veit, að þá er hamingjahans
mest, er hann sér hugsjónum
Reglunnar vegna bezt. Þess-
vegna skuíum við vinir hans,
gefa honum þá afmælisgjöf að
heita því að vinna „æ sem vask-
legast“ undir merkjum Góð-
templarareglunnar.
• S. A. S.
Afmælisfagnaður Þvotta-
kvennafélagsins Freyja verður
haldinn á Amtmannsstíg 4 í
kvöld kl. 8V2 ie. h.
Fundur um
Spánarmálín
R.R.-húsínu
fel. 4 í dag
í dag kl. 4 e. h. verður opin-
ber fundur um Spán haldinn í
K.R.-húsinu. Að honum standa
Æskulýðsfylking Reykjavíkur,
Félag róttækra háskólastúdenta
og auk þess þekktir friðar- og
mannvinir, eins og Aðalbjörg 1
Sigurðardóttir, Halldór Kiljan
Laxness og Jóhannes úr Kötlum
Það er orðið langt síðan Spán
armálin lrafa verið rædd hér á
Dpinberum fiundum, en hinsveg-
ar gerzt hin afdrifaríkustu tíð-
índi í Spánarstyrjöldinni: sífellt
aukin innrás Itala, Þjóðverja og
fall Barcelona. Þetta hefur fram
kallað eflda hjálparhreyfinguj
lýðræðisaflanna um allan heim
til þess að létta baráttu spönsku
þjóðarinnar.
Án efa mun marga fýsa að
sækja fundinn um Spán, ekki
sízt þar sem Hallgrímur Hall-
grímsaon sjálfboðaliði mun, í
fyrsta skipti síðan hann kom
heim, segja opinberlega frá
þátttöku sinnii í frelsisbaráttu,'
Spánverja.
Reykvískir lýðræðissinnar, all
ir þið, sem óskið lýðræðinu sig-
urs á Spáni!
Sækið Spánarfundinn! Sýnið
samúð ykkar með þeirri þjóð,
er heldur nú fremsta vörð um
lýðræðið í heiminum!
. Hermenn úr liði Francios koma tnn í hertekna borg.
uerðup haldiO álram
Kafalonía cr öll á valdí Francos
Rikisstjórnls fyrirskipar hámarks
verðlagningn ð allri vefnaðarvðru
Vcrduir líka fyiriirskípad hámarksá^
lag á búsáhöld og byggíngarvömr?
Atvinnu- iog samgöngumálaráðuneytið auglýsti í gær, að
verðlagsnefnd skyldi setja ákvæði um hámarksálagningu á
vefnaðarvöru og skyldi nefndin haga henni eftir því, sem hún
teldi þörf á.
Verðlagsnefnd hefur nú að undanförnu uninið úr þeim
gögnum, sem henni hafa borist um álagningu á vefnaðar-
vör-um, búsáhöldum log byggingarefni. Mun nefndin hafa að
miklu leyti lokið undirbúningsrannsókn í þessum efnum, iog
má vænta opinbers úrskurðar um verðálagningu á vefnaðar-
vöru þegar í næstu viku.
Hvert horfið verður að því að setja hámarksálagningu á
búsáhöld og byggingarefni er óákveðið ennþá, en nefndin hef-
ur einnig ránnsakað þau gögn er þar að lúta og mun bráðlega
geta tilkynnt ríkisstjóminni á'lit siítt í því efni.
Blaðaumraeduvnar 1 hausf munu hafa
ýff þessu málí á flof
LONDON f GÆKKV. (F.fí.)
DR. NEGRIN hom tíl Valencia í gærhvöldí og lýstí
því yfír, að styrjöldínní myndí verða haldíð á-
fram á Míð-Spání og að skílyrðín fyrír fríðí við Franco
væru hín sömu og hann hefðí lýst yfír á þingínu í
Fígueras, nefnílega að allur útlendur her yrðí fluttur
burt frá Spání. að spönsku þjóðínní yrðí gefínn kost-
ur á að kjósa sítt eígíð stjórnskípulag og að hvorugur
málsaðílí reyndí að koma fram hefndum. Dr. Negrín
sagðí ennfremur, að það væri höfuðatríðí, að styrjöld-
ín endaði ekkí með útlendum yfírráðum á Spání eða
með grimmd og hefndaræðí ínnbyrðís
Orsakir þær að ríkisstjórnin
hefur nú fyrirskipað að ákveð-
in væri hámarksálagning á vefn-
aðarvörum rnunu einkum vera
tvær: í fyrsta lagi upplýstist
það í sambandi við skrif blað-
anna um þessi efni í haust, að
álagning lieildsala og vefnaðar-
vörukaupmanna var svo gífur-
leg, að þess var engin von, að
menn gætu sætt sig við hana
til frambúðar. Munu þær upp-
ljóstranir hafa valdið miklu um,
að verðlagsnefndinni var komið
á laggirnar til þess, að örugg
vissa fengizt um það, hvernig
þessum málum væri háttað.
Þá mun það og lrafa valdið
nokkru í þessum efnum, að inik
ill hluti af innfluttum vefnaðar-
vörum fyrrihluta þessa árs er
þegar kominn til landsins og
liggur á afgreiðslum skipanna,
meðan verið er að ganga frá
gjaldeyrisleyfunum. Mun því
bæði verðlagsnefnd og ríkis-
stjörn hafa þótt heppilegast að
hrökkva eða stökkva með verð-
lagsákvæði á þessari vörugrein.
Uppreisnarmenn á Spáni hafa
nú lokið við að leggja (undin
sig þorp og borgir á landamær-
um Frakklands og Spánar.
Franska is’.tiórnin hefur sent
tvö spítalaskip til Port Vendres,
og er ætlazt til, að þau taki
við 1500 særðum og sjúkum
flóttamönnum. Flugvélar upp-
reisnarmanna gerðu í dag loft-
árás á Valencia. i
Svíair vcíta 1,5 míljón
tíl spánskraflóttamanna
Sænska þingið -hefur ákveðið
að gefa sem svarar hálfri ann-
arri milljón króna til hjálpar
spönskum flóttamönnum.
Frönsk nefnd, sem hefur ver-
ið að rannsaka hvaða fótur néi
fyrir þeim orðirómi, aðuppreisn
armenn byggi víggirðingar
Spánarmegin frönsku landamær
anna, skýrir frá þvíj í dag, aðj
eftir nákvænta athugiun hafi hún
ekki getað komizt að raun lum
að neinar slíkar framkvæmdir
séu á döfinni.
Þá mæftí Al^
þýdubladíð vara
síg
Alþýðublaðið skýrir frá
því í gær, að hin frekasta
nauðsyn sé á því að herða
ýms ákvæði hegningarlag-
anna með tilliti til Þjóðvilj-
ans og Nýs lands.
Nú vill svid vel til að AI-
þýðublaðið er málgagn ríkis-
stjórnarinnar og talar að
niokkru leyti fyrir hennar
munn^ svid að vel má vera
að horfið verði að ráði
bliaðsins.
En eins verður Alþýðublað
íð að gæta, og það er að í
lögunum standi að hin hertu
refsiákvæði eigi aðeins við
Þjóðvil'jann eða Nýtt land,‘
annars gæti farið svd að Al-
þýðublaðið falli í þá gröf,
sem það ætlaði að búa blöð-
um Sósíalistaflokksins. Því
eins og kunnugt er, hefur Al-
þýðublaðið fengið orð á sig
fyrir að vera rætnasta blað
landsins í málflutningi.
Ef ekki íriðsam-
iega, Dá með
styrjöld -
se$ja iíölsk blöð
LONDON I GÆRKV. F.Ú.
Annað höíuðmálgagn ítölskiu
stjómarinnar gerir kröfur í-
talíu á hendur Frakklandi að
umræðuefni í dagj í mjög opin-i
skárri og hvass,orðri grein.
Þar segir ,að Frakkland hljótí
að beygja sig fyrir veruleikan-i
um og staðreyndunum, tog ef
það geri það ekki, þá muni það
verða stórháskalegt fyrir Frakk-
land sjálft og alla Evrópu. Blað
ið krefst þess enn á ný, að
Frakkland láti af hendi Nizza og
Korsíku og segir, að það verðii
vilji ítölsku þjóðarinnar einn,T
sem geri út um þessi mál, lef
ekki með öðrum kosti, þá með
styrjöld. ítalska þjóðin muni
berjast sem leinn maður gegn
Frakklandi og öryggi ítalska1
ríkisins krefjist þess, að þesum
kröfum sé fullnægt.
Þá er því haldið fram, að Kor
síka sé ítalskt land og íbúar;
hennar ítalir. Auk þess hafii
Frakkar ekki notað landið tili
annars en að setja þarna upp
flotastöðvar til að ógna Italíu.
Mussiolini heldur eina af sínum alkunnu æsingaræðum.