Þjóðviljinn - 16.02.1939, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.02.1939, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 16. febrúar 1939 J O Ð V I L J I Np N þiúomuiNN Otgefandi: Sameiningarílokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn — Ritstjórar: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofur: Hverfis götu 4 (3. hæð), sími 2270. Afgreiðslu- og auglýsingaskrif- stofa Austurstræti 12 (1. hæð), sími 2184. Áskriftargjöld á mánuöi: Reykjavík eg nágrenni kr. 2,00. Annarsstaðar á landinu kr. 1,50. 1 lausasölu 10 aura eintakið. Vlkingsprent h. f. Hverfisgötu 4. Sími 2864. Veradið eisiíngu verfelýðsfélag~ anna, Alþýðusambandsstjórnin hef- ur látið atvinnurekendur í Al- .þýðuflokknum í Hafnarfirði! kljúfa eitt sterkasta og elzta verkamannafélag landsins í krafti atvinnuvalds þeirra yfir verkamönnum við þeirra fyrir- tæki. ) Þetta framferði ber viott um slíkt takmarkalaust hatur tit verklýðshreyfingarinnar og svo algert ábyrgðarleysi gagnvart framtíð hennar, að undrum sæt- ir. Hvergi á Norðuilöndium væri slíkt framferði sem þetta hugs- anlegt. Með langri reynsluhafa verkamenn Norðurlanda lært að einingu fagfélagsins verða þeir að varðveita sem sjáaldur auga síns, á þeirri einingu bygg ist líf þeirra og afkoma. Þetta er fyrsta hoðorð alls verkalýðs á Norðurlöndum og á því að virða það, byggist styrkleiki verklýðsfélagsskaparins. f ýms- um fagfélögum Norðurlanda hafa t. d. kiommúnistar stjórn- ina án þess að það hafi hvarflað að leiðtogum sósíaldemókrata, að því er vitað er, að fara að kljúfa þessi verklýðsfélög. Um leið og verkamenn virða eining- una, virða þeir lýðræðið og baráttureglur þess. Hér virða leiðtogar Alþýðu- ftokksins hvorugt. Þeir virða hvorki einingu né vilja verka- lýðsins af því þeir eru ekki að vinna að framkvæmd á hags- munum né hugsjónum alþýð- unnar, heldur eru þeir að smíða sjálfum sér völd og metorð,. Þessvegna líta þeir eingöngu á verklýðsfélögin sem verkfæri sín til valda, sem einkafyrirtæki, sem því aðeins hafa þýðingu fyrir þá að þeir ráði þeim alveg. Það er því skiljanlegt að afleið- ingarnar af þessum htigsunar- hætti og stefnu atvinnurekenda — og braskaraklíkunnar, sem ræður Alþýðuflokknum—, verði ktofningur ,einræði og ofbeldi af þeirra hálfu. Það er því ekki til viðurstyggilegri hræsni en þegar þessir menn dirfast að vera með lýðræði á vörunum, — menn, sem hvorki virða lýð- ræði í samtökum verkalýðsins né þjóðfélaginu. Ktofningurinn í Hafnarfirði er glæpur ábyrgðarlausra valda braskara, sem eru með þessu að gefa öllum atvinnurekendum hið hættulegasta fiordæmi, því ef þetta ódæði heppnaðist fyrir atvinnurekendaklíku Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði, þá yrði þess ekki langt að bíða að aðr- ir atvinnurekendur reyndu að sigla í kjölfarið. Verkalýður Hafnarfjarðar mun því berjast af öllum kröft- um fyrir að vernda eininguHlíf- ar og hann mun njóía stuðníngs WW WWWVVI < ÍÞBÖTTIB Félagið „Berkla- vöra“ stofnað í Reykjavik Innlendar iþréfíafréífiir Kolviðarhóll, skíðadeild í. R., hafði skemmtifund að Hótel Borg. Voru þar sýndar kvik- myndir frá vinnuskóla Lúðvíks Guðmundssonar, og skýrði hann þær. Við þetta tækifæri sæmdi „Kolviðarhólsnefndin“ 4 menn heiðursmerki sínu fyrir vel unnið starf fyrir deildina, Einar Pálsson verkfr., Steinþór Sigurðsson skólastjóra, Lúðvík Guðmundsson skólastjóra og Árna Árnason mælingamann. Ingjaldur Kjartansson, sem stundað hefur nám í Kaup- mannahöfn síðan í jan. 1Q38, hefur æft knattspyrnu með K. F. U. M. Boldklub, en það félag varð þriðja í röðinni í sinni deild í haust. Einnig keppir hann með skólaflokki þar sem hann stundar nám, og varð sá flokkur nr. 1 í sinni keppni. — Hlaup og sund stundar Ingjald- ur líka með góðum árangri og hlaut bikar í sundkeppni skól- ans. Námið stundar hann afmik illi kostgæfni og hlaut nú fyr- ir skömmu 100 króna verðlaun fyrir iðni og siðprýði Ingjaldur er 18 ára og er með ilimur í Knattspyrnufélaginu VaÞ ur. (Eftir Valsblaðinu). Fiormenn í eftirtöldum íþrótta ráðum hafa verið skipaðir þess- ir menn: I.R.-Austurlands: Þórarinn Sveinsson, kennari, Eiðum; í. R.-Akranes: Hallgrímur Björns- sion, læknir; í. R.-Vestmanna- eyja: Þorsteinn Einarsson, I. R,- Suðurnesja: Sverrir Júlíusson, símstj. Alls eru starfandi hér á landi 15 íþróttaráð, þar af 5 í Reykjavík. „Glæsisbikar“ svokallaður hefur verið gefinn af efnalaug- inni Glæsí, og hefur !. S. í. ný- lega samþykkt reglugjörð fyr- ir bikar þenna. Skal keppt um hann í knattspyrnu I. fl., og vinnst til eignar þrisvar í röð eða 5 sinnum úr röð. ReykhoHsskóIiinn hefur ráðið se*i þjálfara í knattspyrnu og knattleikjum Sigurpál Jónsson. Mun hann dvelja þar fram yfir þann tíma, sem hinn árlegiknatt spyrnukáppleikur fer fram við bændaskólann á Hvanneyri, en það verður í uæsta málnuði. Gmnnar Salornonsson dvelur um þessar ntundir í Kaupmanna; höfn, og hefur þar aflraunasýn- ingar við góðan orðstír. Nýlega irtist mynd af Gunnari á for- síðu í „Idrættsbladet“, þar sem hann hefur slá yfir herðar sér og á henni sitjandi 6 fuILorðna 1 karlmenn! Var sýning þessi í sambandi við mikið íþróttasýn- ingarkvöld í Forum í Khöfn. alls þess verkalýðs, sem skilur hvers virði eining verklýðsfé- lagsskaparins er alþýðunni, alís verkalýðs ,sem veit að framtíð verklýðshreyfingarinnar getur oltið á því að þessi klofningur atvinnurekenda á verklýðsfélagS skapnum verði kæfðjur í fæð- ingunni. E. O. V Eins og frá hefur verið skýrt bæði í blöðum og útvarpi, hef- ur Knattspyrnufélag Reykjavíkur fengið leyfi til að senda fim- leikaflokk kvenna á afmælismót fimleikasambandsins danska sem fer fram 10. apríl. Nú er því rúmur mánuður þar til lagt verður af stað. Mánuður er ekki lengi að líða, og þegar á að byggja stóran hluta af þjálfuninni upp á þeim tíma, þá verða allir aðilar að gera sitt ýtrasta, og mín skoðun er að það dugi tæplega til. Þegar svona ferð er farin, verður að hafa minnst 8—10 mánaða stranga reglubundna þjáifun. í þessu tilfelli verð ur að taka tillit til þess, að stúlkurnar eru mjög ungar, 14—17 ára og eru þarafleiðandi ekki fullþroska og verður því að fara varlegar með þær en fullþroska fólk ,við uppbyggingu þjálfunarinnar. Nú er það svo, að þó þetta hafi verið ákveðið s.l. haust (í nóv.?), þá mun bæði vinna og nám hafa hamlað nokkrum hluta flokksins frá því að stunda æfingar sem skyldi. Úr því sem komið er, virðist hæpið að flokkurinn geti komizt í þá. þjálfun sem hann þyrfti til að fara. Hér er ég ekki að gera lítið úr einstaklingum flokksins og kennara, heldur vil ég taka það fram, að margarþeirra hafa ágæta eiginleika til að ná mikilli fullkomnun í fimleikúm með nógum og reglubundn- um æfingum. • Setjum nú svo, að stjórnin 0g kennari hertu svo á æfing- um þennan mánuð, að æft yrði einu sinni á dag, þá er spurn- ingin þetta, hvort það yrði ekki ofætlun svona unglingum, og þar á eftir að takast' á hendur langa sjóferð sem þær eru óvanar. Taka svo þátt í erfiðu,m sýningum og kfefjast þar mikils árangurs. Hér við bætist líka sú mikla taugaáreynsla (nervösitet) sem slíkar sýningar valda, og þá sérstaklega unglingum sem eru óvanar að sýna. 1 þessu efni verður stjóm in að vera þeim hjálpleg, t. d. hafa sýningar fyrir gesti, láta þær ganga undir próf o. s. frv. Að öllu þessu athuguðu vil ég skjóta því hér fram, hvort ekki væri hægt fyrir K. R. aðh’ætta þessari för, og fara heldur á Lirigaden, sem er 3 mánuðum síð- at, en þeir mánuðir yrðu flokknum dýrmætir til þjálfunar. Mér er ljóst, að þar eru örðugleikar meiri, t. d. gjaldeyrir. En við verðum að hafa það hugfast, að okkar litlu flokkar verða að vera góðir ef þeir ieiga ekki að hverfa í fjöldann þar úti. Heyrzt hefur, að Björn Jakobsson á Laugarvatni hefði í hyggju að fara með flokk á Lingaden, iog svo Ármann með bæði kvenna- og karlaflokk. Þessir fLokkar allir þyrftu að sam- einast þannig, að þegar út kemur, þa kæmu þeir fram á vegum íslands, þó þeir sýndu þar hver út af fyiir sig. Mætti velvera að hægt væri að afla gjaldeyris með sýningum þar, ef þeir stæðu allir að þeim. Um þetta þarf auðvitað náið samstarf stjórnanna og kennaranna. Dr—. Sv-end Aage Thomsen, danskur meistari í (ugþrrut. Til sundfólksins Nú fara sundmótin að byrja. K. R. stendur fyrir fyrsta sund- mótinu. Þá á að keppa á þess- um vegalengdum: 100 m. frjáls aðferð fyrir karla, 400 m. frjáls aðf-erð fyrir karla, 400 m.bringu sund fyrir karla, 100 m.bringu- ( sund fyrir stúlkur innan 16 ára, 100 m. bringusund og 100 m. frjáls aðferð fyrir drengi innan 16 ára, 50 m. bringusund fyrir drengi innan 14áraogdýfingar. Að þessu móti Loknu rekur hvert mótið annað, svo að eíns gott er fyrir eldrí og yngri sund menn og konur að æfa sig nú vel. Aðeins með því getið þið orðið ykkur, félagi ykkar og kennara til sóma. Ykkur, sem ekki getið tekið jþátt í þessu móti vegna aldurs eða af öðrum ástæðum, verður gefinn kostur á að taka þátt í næstu mótum. Mætið því á öllum sundæfing um, takið vel tilsögn kennarans, verið reglusöm, neytið hvorki áfengis né tóbaks og fariðeins snemma að hátta á kvöldin og ykkur er unnt. Munið, að k-ennari ykkarlegg ur mikið erfiði á sig fyrir ykk- Erlcndar íþrófíafréfflr Jos-ef Bradi, heitir sá skíða- stökkvari, sem lengst hefur stokkið á skíðum eða 107 m. Það gerði liann* í fyrra í Mam- mutsstökkbrautinni í Planica í Jugoslaviu, þá 19 ára. Þótthann sé aðeins tvítugur, er liann heimskunnur. Bradl er Þjóðvierji -eða réttara sagt frá Austurríki. Bradl segir, að fyrsti maður sem hafi hrifið sig sem skíða- stökkvari hafi verið Birgir Ruud og frá þeim degi var það hans markmið að verða eins góður. Hvað stökklengd snertir, mun hann hafi ná(ð Birgi, -en hvað stílf-egurð snertir, stendur hann honum nokkuð að baki. Það -er veikari hlið Bradls. Nú þessa dagana -ern þeir Birgir Ruud og Bradl að keppa um heims- m-eistaratitilinn í skíðastökki í Zakopane í Póllandi. Verður gaman að h-eyra hvor vinnur, kennifaðirinn eða lærisveinninn, en þeir tveir -eru taldir líkleg- astir. Hvað þcítr sc$ja: Fyrir Ieikinn: ítalinn: Við skulum vinna! Englendingurinn: Ég vona, að það v-erði góður leikur! Þjóðverjinn: Við gerum það, sem við getum! Daninn: Við töpum meðtveggja marka mun. Ungv-erjinn: Ég segi -ekkert. Hollendingurinn: Við erum -ekki hræddir! Eftir tapið: ítalinn: M-eð slíkum dómaraget- fr Engl-endingurinn: Hinir voru betri. Þjóðv-erjinn: Bíðið bara eftir h-efndunum! Daninn: Þetta var ágætur leikur j Ungv-erjinn: Ótrúleg óheppni! HoIIendingurinn: Úrvalsnefndin samanstendur af fáráðlingum. Eftir sigiuriinn: ítalinn: Lifi Mussolini! í ur maður ekki Ieikið. í Englendingurinn: Leikurinn var j skemmtilegur. Þjóðv-erjinn: Við unnum verð- skuldaðan sigur. Daninn: Við höfðum heppnina með okkur. . Ungverjinn: Við hefðum getað unnið m-eð ennþá fleiri mörk- um. Hollendingurinn: 2:0 er ekkert, 3:0 væri svolítið, 4:1 -er það, sem við hefðum getað búizt við! iur í því trausti, að þið kunnið að hagnýta ykkur tilsögn hans og hafið viljafestu til að duga vel við það erfiði, sem honum1 -er nauðsynlegt að leggja á ykk- ur. Treystið kennaranum og sýn- ið honum þakklæti ykkar með því að br-egðast hionun.^í engu, hvorki á æfingu, milli æfinga leða á kappmótum. Dr-engileg og góð frammi- staða, -eftir aðstöðu hvers eins, -er oft eins góð og unnínn sigur. Eins og kunnugt er, hafa berklasjúklingar efnt til samtaka fyrir v-elferðarmálum sínum. Frumkvæðið að þessum samtök um áttu sjúklingar á berklahæl- unum s.l. sumar og var stofn- þing sambands ísl-enzkra berkla- sjúklinga háð að Vífilsstöðum seint í októbermánuði s.l. — Á öllum berklahælum landsins hafa þegar verið stofnuð félög sem gengið hafa í sambandið En berklasjúklingar virðast hafa glöggan skilning á því, að samtök hælisvistaðra m-anna -eru naumast fullnægjandi. Þeir skilja það að vonum’ manna bezt, að berklaveikin ier alþjóð- arvandamál, sem krefst al- mennra og félagslegra átaka ef tilganginum skal náð. — Þeir kosta kapps um að ná til allra þeirra, sem einu sinni hafa ver- ið á berklahælum og allra ann- arra, sem áhuga og skilning hafa á þessum málum, hvortsem þeir hafa tilheyrt berklasjúkling um -eða ekki. í V-estmannaeyj- um hefur t. d. verið stofnað slíkt félag — og nú fyrir skömmu var haldinn byrjunar- fundur að stofnun samskonar félags hér í bænum. Eftir því se-m blaðinu hefur verið skýrt frá höfðu þegar um 100 manns gerst stofnendur og þar á meðaí 2 læknar auk nokkurra styrkt- arfélaga. Á fundinum var kos- in 5 manna nefnd til að undir- búa framhaldsstofnfund. Nefnd þesssa skipa: Ólafur Bjarnason skrifstofumaður, Þorsteinn Löve múrari, frú Hlín Ingólfsdóttir, Böðvar Jensaon og Sigurður Runólfsson. Félagið fékk nafnið „Berklavörn“. Blaðinu hefur verið tjáð, að framhaldsstofnfundur v-erði hald inn n.k. sunnudag kl. 2 e. h. í Kaupþingsalnum. Eiga þeir, sem g-engizt hafa fyrir þessum félagsskap þakkir skilið, og er þess að vænta, að almennnigur taki honum vel. 12 hmdíndíssnenn feanpa hásef gnína Frífeíiffe|nveg lí Húsfélag bindindismanna hef ur nýlega fest kaup á húsinu nr: 11 við Fríkirkjuveg, húsi Thors Jensens, Bindindismenn ætla sér að gera hús þetta að samkomustað og starfsmiðstöð fyrir bindindis starfsemina í landinu, þó aðal- lega í Reykjavík“, segir í skipulagsskránni og h-eitir húe- ið „Bindindishqllin“ Góðtemplarastúkunum í R-eykjavík hefur staðíð til boða að kaupa -eign þessa, og það boð verið samþykkt af meiri- hluta þeirrar stjórnar, sem hafði með höndum húsmál stúknanna í Reykjavík (kjörmannaráð). V-egna ákvæða í skipulags- skrá, sem ráð þetta starfar eftir gat minnihluti afstýrt því, að „R-eglan“ keypti -eignina. En þar sem hér var^ um að ræða -einn allra fallegasta stað' í bæn ium, rétt í hjarta borgarinnar, og kaupkjör hin ákjósanlegustu þá urðu 12 templarar til þess að mynda „Húsfélagið“ til, að kaupa húsið og tryggja m-eð því möguleika þess að „Reglan“ gæti ef hún óskaði gengið inn í kaupiri síðar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.