Þjóðviljinn - 17.02.1939, Blaðsíða 3
ÞJÓÐVILJINN
Föstudaginn 17. febrúar 1939.
Hvað atlar Skjaldborgln að ganga
langt i ðheiðarlegnm mðlailntnlngl
Skjaldbotrgín „vínnut" kosningu á ScyðisL mcd cáns aibv. nmn. En víd
íalníngn fannsf cánn afkvæðascðáfil nmfiram föfiu þciirra cr afkv, grcíddu
Svio djúpt er nú Alþýðublaðið
sokkið, að það virðist ekki
geta skýrt frá einföldustU atrið-
um í starfi verklýðsfélaganna,
án þess að krydda þær frásagnir
með tilhæfulausum ósannindum.
Nýtt dæmi um trú þessa blaðs
á mátt lýginnar í útbreiðslu-
starfi sínu fyrir Skjaldborgina
er frétt þess um stjórnarkosning
una í verkamannafélaginu
„Fram“ á Seyðisfirði. í þeirri
frétt er nálega ekkert iorð satt.
Blaðið segir að á kjörskrá í
„Fram“ hafi verið 200, að sex
konur, sem séu löglegir með-
limiiir í verkakvennafélaginú
„Brynja“ hafi greitt atkvæðiog
af þeim hafi 5 kosið með kom-
múnistum. Öll þessi atriði, sem
tekin eru upp eftir frétt Alþýðu-
blaðsins eru ósönn. Og til þess
að fólk geti áttað sig á því
hverju Alþýðublaðið skrökvar í
þetta skipíi, skal hér rétt og,
hlutdrægnislaust skýrt frákosn-
ingunni í „Fram“.
Þegar stjcrnarkosningunni í
»Fram« lauk voru á kjörskrá
félagsins 227. Af þe m höfðu kos-
ið 185. Sex af þeim konurn, sem
ranglega voru sviftar atkva ðis-
rétti í félaginu í haust, kærðu
sig nú inn á kjörskrá og var
kæra þeirra tekin til greina af
meirihluta félagsst 'órnar, enda
var sú ástæða er notuð var gegn
rétti þeirra í haust fallin úr
gildi, þar sem þær voru allar
gengnar úr »Brynju«. Áður
hafði verkamannafél. »Fram«
samþykt, að þær konur sém
fremur kysu að vera í »Fram en
»Brynju« skyldu hafa leyfi til
þess og njóta fullra félagsrétt-
inda. Þá leyfir Alþýðublaðið sér
að fullyrða. hvernig þessar kon-
ur hafi kosið 1 leynilegri at-
kvæðagreiðslu cg hlýtur sú full-
yrðing blaðsins að vekja alveg
sérstaka eftirtekt og jafnvel
vekja upp þá spurningu, hvort
blaðið sé með henni að gefa í
skyn að Skjaldborgin á Seyðis-
firði hafi framið einhver svik
við leynd l osningarinnar. Um
flokkslega afstöðu þessara
kvenna er það að segja, að tvær
eru meðlimir í Alþýðuflokksfé-
lagi Seyðisfjarðar, ein er ó-
flokksbundin og þrjár eru félag-
ar í Sameiningarflokki alþýðu.
En er það ekki ömurlegt fyrir
Skjaldborgina að lýsa sjálf van-
trausti á málstað sínum í verka-
lýðsfélögunum með því að full-
yrða að jafnvel meðlimir hennar
greiði atkvæði gegn honum? En
það sem Alþýðublaðið varast að
nefna í frásögn sinni er að upp
úr stjórnarkjörkassanum lom
e nn atkvæðaseðill umfram tölu
þeirra er atkvæði greiddu í fé-
iaginu. 1 stað þess lætur blað:ð
cér sæma að blekkja sjálft sig
og skrökva því að lesendum sín-
um, að Alþýðuflokkurinn (þ. e. ■
Skjaldborgin) hafi unnið kosn-
inguna. Hér á við að segja aö
l'tlu verður Vcggur feginn. Þar
sem aðeins munaði einu atkvæði
á listunum er augljcst að kosn-
ingin var ólögmæt og engin kjör-
stjórn gæti úrskurðað slíka
kosningu gilda, enda hefir það
ekki verið gert. Og þótt Alþýðu-
blað:ð hafi fáar sigurfréttir að
flytja Skjaldborg sinni um þess-
ar mundir í sambandi við verka-
lýðsfélögin, hefði blaðinu verið
hollara að fresta gleði sinni yf-
ir »s;gri«, sem byggist á, einu
gerfiatkvæði sem óvíst er um
hvernig hefur komizt framhjá
kjörstjórn Skjaldborgarinnar
niður í kjörkassann.
Eins og sjá má af því, sem
hér er sagt hefur Alþýðublaðið
logið ekki aðeins helmingi held-
ur öllu, sem það hefur sagt frá
kosningunni í »Fram«. Sumt af
ósannindum blaðsins eins og t.
d. tala félagá á kjörskrá eru að
vísu ekki mikilvæg eða saknæm,
en þau sýna kanske bezt hve
fýkn blaðsins, í að segja ósatt er
sterk. Skýringin á því að Alþ.-
blaðið minnist ekki á gerfiat-
kvæðið er helzt sú að það sé
þáttur í vonlítilli sjálfsvörn, þar
sem áherslan er lögð á að dylja
i lenvstu l'c'g vesaldóm og ósigur
fylgiliðs þess á Seyðisfirði, þar
sem hin flokkspólitíska rifrildis-
og e;nokunars,tefna Skjaldborg-
arinnar var vegin og léttvæg
fundin af ótvíraðum meirihluta
»Fram«félaga, er atkvæði
greiddu.
Með ósannindavaðli sínum um
stjórnarkcsninguna í »Fram«
hefur Alþýðiublaðinu tekizt vilj-
andi e3a cviljandi að staðfesta
það, sem flestir raunar vissu
áður að »stjórn« Alþýðusam- *
bandsins þykist hafa rétt til
þess að grípa inn í sérmál verka-
iýðsfélaganna og svifta, þau
frelsi um innri mál sín.,Svo langt
gengur þessi .pólitíska csvífni
grgnvart verkalýðsfélcgum, að
hún þykist hafa rétt 11 þess að
ráða því hverjir skuli njóta rétt-
ar í félögum sínum og hverjir
ekki. Alþýðublaðið segir að það
stríði á móti Fgum Alþýðusam-
bandsins að fyrnefndar sex fé-
lags'onur í »Fram« greiddu at-
kvæði, þótt þær hefðu til þess
skýlausan rétt samkvæmt fé-
lagslögum, samþyktum, félags-
fun a cg félagsstjórnar. Þessar
konur, sc-m hé^ um ræðir hafa
iengi veriö í »Fram« cg aldrei
úr því gergið enda ekki í neinu
cðru verka’ýðsfélagi. Það sama
verour ekki sagt um þá Skiald-
borgara, sem eru í mörgum sam-
bandsf l'.'gum cg 1 afa oft greitt
atkvæði í Ireim öllum. Annars
er »stjórn« Alþýðusambandsdns
velkomið að úrskurða hvað sem
henni þóknast en hún getur ekki
búist við því, að verkamenn á
Seyðisfirði fremur en annars-
staðar taki þá til greina fram-
vegisi. En það er augljcsit af öllu
framferði sambandsstjórnar, ao
Skjaldborgin hefir týnt trú hins
gamla og sanna Alþýðuflokks á
heiðarlegan málflutning og lýð-
ræðisleg vinnubrögð og örfar í
stað hennar nýja trú á mátt ó-
sanninda, blekkinga og valdbeit-
ingar, þar sem hún enn. kemur l
því við.
Meðal Islendinga mun það því
enga undrun vekja, þótt flest
snúist á cgæfuhlið fyrir Skjald-
borginni í verkalýðshreyfing-
unni meðan hún beitir þeim
vopnum sér til framdráttar, sem
íslenzka þjóðin hefur fordæmt
frá landnámstíð.
En, hvað ætli stjórnendur
Skjaldborgarinnar þurfi að
sökkva djúpt í almer.ningsálit-
inu 11 þesis að skilja það að póli-
tisk vinnubrögð þeirra eiga ekki
he:ma í félagsmálabaráttu ís-
lensku þjóðarinanr?
Arrd Ágústsson.
Kosningar fasta-
nefnda Alþingis
Nýi -—=
Blái borðinn
éviðlaluanlega
bmgf qóðnr
Rcynið að baka úir
tiomsm og þcif fiaf~
id aldrcí bragðad
aðra cins kðkti —
mm^m^mmmu^miímmmmmrm
K fundum Sameinaðs þings
og deilda í gær fóru fram
kosningar í fastanefndir þings-
ins.
Sameínad þín$:
F j ár ve i tin gan e fn d:
Bernharð Stefánsson.
Bjarni Bjarnason.
Haraldur Guðmundsson.
Helgi Jónasson.
Jakob Möller.
Jón Pálmason.
Jónas Jónsson.
Pétur Ottesen.
Þorsteinn Þorsteinsson.
U taairí kismálanefnd:
Ásgeir Ásgeirsson.
Bergur Jónsson.
Bjarni Ásgeirsson.
Garðar Þorsteinsson.
Jóhann Jósefsson.
Jónas Jónsson.
Ólafur Thórs.
Til vara í jiefndina:
Bjarni Snæbjörnsson.
Gísli Guðmundsson.
Haraldur Guðmundsson.
Magnús Jónsson.
Páll Zóphóníasson.
Pálmi Hannesson.
Thór Thórs.
AHsherjarmeind:
Einar Árnason.
Finnur Jónsson.
Jörundur Brynjólfssoin.
Magnús Jónsson.
Páll Zóphóníasson.
Thór Thórs
Þorsteinn Briem.
Efrí deilds
Fjárhagsnefnd:
Erlendur Þorsteinsson.
Magnús Jónsson.
Bernharð Stefánsson.
Samgöngumálamefmd:
Árni Jónsson.
Páll Hermannsson.
Páll Zóphóníasson.'
Landbúnaðamefnd:
Erlendur Þorsteinsson.
Páll Zóphóníasson.
Porsteinn Þorsteinsson.
Sjávarútvegsnefnd:
Ingvar Pálmason.
Jóhann Jósefsson.
Sigurjón Á. Ólafsson.
Iðnaðarnefnd:
Bjarni Snæbjörnsson.
Erlendur Þorsteinsson.
Páll Hermannsson.
Menntamálanefnd:
Árni Jónsson.
Jónas Jónsson.
Sigurjón Á. Ólafsson.
AHsher jamefnd:
Ingvar Pálmason.
Magnús Gíslason.
Sigurjón Á. Ólafsson.
Neðtrí deild:
Fjárhagsnefnd:
Ásgeir Ásgeirsson.
Ólafur Thórs.
Stefán Stefánsson.
Steingrímur Steinþórsson.
Sveinbjörn Högnason. v
Samgöngumálanefnd:
Eiríkur Einarsson.
Gísli Sveinsson.
Helgi Jónasson.
Vilmundur Jónsson.
Porbergur Porleifssion
(Gísli Guðmundsson).
Landbúnaðamefnd:
Bjarni Ásgeirsson.
Emil Jónsson.
Jón Pálmason.
Pétur Ottesen.
Steingrímur Steinþórsson.
(Frh. á 4. síði
Bamavcmd
Framhald af 2. siðu.
engan skilning eða þekkingu
hafa á þörfum barna og mæðra.
Það gefur að skilja, að til
slíkra starfa þyrfti að vanda
mjög mannval, og ætli því að
gera útlæga alla pólitík frá vali
í barnaverndarráð og nefndir.
Barnaverndarráð ætli að vera
skipað af einum lækni, einum
uppeldisfræðing og einni hjúkr-
unarkonu, öllum tilnefndum af
stéttafélögum, í stað þess sem
nú tíðkast, — einn prestur og
einn kennari, kiosnir af stjórn
málaftokkum. Ráðið ætti að
istarfa í |nánu sambandi við heil-
brigðissfjóm og hafa umsjón
með öllum barnaverndarnefnd-
um iog auk þess sjá um áður um
töluð námskeið.
Hvernig þeim yrði fyrirkom-
ið, er ekki ástæða til að fjöl-
yrða um, en benda má þó á það,
að hér á landi er starfandi eitt
ágætt félag er heitir Rauði
kross íslands, -og hefur einmitt
heilsuvernd á stefnuskrá sinni.
Það hefur líka haldið uppináms
skeiðum víða um land, bæði í
hjálp í viðlögum, heimilishjúkr-
un og ungbarnameðferð. Það
er því alls ekkert óeðlilegt að
láta sér dettlai í hug að heilbrigð
isstjórnin gæti kiomizt' að samn-
ingi við Rauða krossinn um þá
fræðslu í þessum efnum, sem
skólar ná ekki til.
Ekkert er til jafn ósjálfbjarga
og lítil börn. Þau eru algerlega
ofurseld geðþótta hinna full-
torðnu, fáfræði þeirra og mis-
tökum, sem geta ráðið úrslitum,
hvort þau verða að láns- eða
ólánsmönnum. Ég veit, aðþetta
eru viðkvæm tilfinningamál og
móðurástin stundum viðkvæm-
ari fyrir því að missa einræði
sitt yfir barninu heldur en fyr-
ir velferð þess. En einungis með
því að byggja aðhlynning og
uppeldi á þekking og reynslju
bæði sín og annarra, sem bet-
ur kunna að vita, sýna foreldr-
ar börnunum sanna ást.
Sókn
Sósíalístafélagsíns
í úíbreíðslu Þíóðviljans
o
1 g$jág
11“ ■8 HHSa
1. 1 deild 2. deild 3. deild 4. deild 5. deild
Staðan 16. febr.
5. deild . . . 37
3. — ... . 25
4. — ... . 23
1. — ... . 16
2. — ... . 11
7. — ... . 5
6. — ... . 2
Samtals 119
Aðeins tvær deildir létu til
sín heyra í gær, 4. og 5. deild.
Það má ekki minna vera.
SÓSÍALISTAFÉL. RVIKUR.
SKRIFSTOFA félagsíns
er í Hafnarsiraefí 21
Sími 4824.
Opin alla virka daga frá
kl. 2—7 e. h.
Félagsmenn eru áminntir um að
koma á skrifstofuna og greiða
gjöld sín.
Þeir félagsmenn, sem ekki hafa
fengið skírteini geta vitjað
þeirra á skrifstofuna.
STJÓRNIN.
Hnsmæðrafræðsla KBON
Fræðslufundir og kvikmynda-
sýningar í Gamla Bió.
Þriðjudaginn 21. febrúar, kl. 4 e. h.:
1. Ávarp. (Rannveig Þorsteinsdóttir.)
2. Erindi: Næringarefnin og fæðutegundirnar.
(Dr. Jón E. Vestdal.)
3. Kvikmynd frá Finnlandi.
Föstudaginn 24. febrúar, kl. 4 e. h.:
1- Ávarp. (Soffía Ingvarsdóttir.)
2. Erindi: íslenzkar fæðutegundir.
(Steingrímur Steinþórsson.)
3. Kvikmynd frá Finnlandi.
Mánudaginn 27. febrúar, kl. 4 e. h.:
1. Ávarp. (Katrín Pálsdóttir.)
2- Erindi: Næringarefnin og fæðutegundirnar.
(Dr. Jón E. Vestdal.)
3. Kvikmynd frá Finnlandi.
AÐGÖNGUMIÐAR fyrir félagskonur, konur félagsmanna og aðr-
ar húsmæður, sem þær vilja bjóða með sér, fást ókeypis í öllum
sölubúðum KRON í Reykjavík.