Þjóðviljinn - 03.03.1939, Síða 2
Fö tudaeuH"-' C. marz. 1939.
HlOOVIUINN
tr., 4^,
Útgefandi:
Sameiningarflokkur Alþýðu
- - Sósíalistaflokkurinn —
Ritstjórar:
Einar Olgeirsson.
Sigfús A. Sigurfijartarson.
Ritstfórnarskrifstofar: Hverfis-
götu 4 (3. hæð), sími 2270.
Afgreiðslu- og auglýsingaskrif-
stofa Austurstræti 12 (1. hæð)
simi 2184.
Askriftargjald á mánuði:
Reykjavik og nágrenni kr. 2,00.
Annarsstaðar á landinu kr. 1,50.
1 lausasölu 10 aura eintakið.
Vikingsprent h. f. Hverfisgötn 4
Sími 2864.
Svlkíii víð fólfcíð
Kosningamar 1937 stóSu um
þaS, hvort verða skyldi hægri
eáa vinstri stjóm á íslandi, —
og það, sem fólkið á við, þegar
það kýs um hægri eða vinstri
stjórn, það er stjóm, sem rek-
ur hægri eða vinstri pólitík.
Alþýða landsins fylkti sér um
vinstri flokkana og rétti þeim
glæsilegasta sigur, sem þeir
hafa unnið á íslandi. Kommún-
istaflokkurinn studdi Fram-
sókn og Alþýðuflokkinn víða
gegn íhaldinu í trausti þess, að
þessir flokkar myndu reynas*
vonum fólksins trúir.
En þessir flokkar hafa svík-
ið. 1 stað þess að taka upp á-
kveðna vinstri pólitík og styðja
hana með víðtækri samíylkingu
fóiksins, hafa þeir í pólitikinni
sifellt haldið til hægri og ger-
samlega hafnað allri sanivinnu
við hinn sósalistiska verkalyð
um skynsama endurbótapóli-
tík. Og nú er svo langt komið,
að Framsókn og Alþýðuflokks-
brotið, sem eftir er, hafa sam-
þykkt að vera til í stjóm með
ihaldinu, fjandsamlega alþýð-
unni, og hótað harðstjóm og
ofsóknum gegn þeim verkalýð,
sem tryggð heldur við sanna
vinstri stefnu.
Framsókn og Alþýðuflokk-
urinn hafa með öllu þessu al-
gerlega svikið kjósendur sína
frá 1937. Og meðan þeir heið-
arlegir menn, sem til kunna að
vera innan þessara flokka og
ekki vilja vera samábyrgir um
þetta framferði, hafa ekki risið
upp og mótmælt því, verður að
telja þessa flokka sem heild á-
byrga fyrir þeirri hættulegu
stefnu, sem tekin hefur verið.
Engin handjárn geta afsakað
það, að sitja nú þegjandi hjá,
meðan verið er að svikja þær
hHgsjónir, sem þessir flokkar
hafa barizt fyrir árum saman
og eiga fylgi sitt þeirri baráttu
að þakka.
Sósíalistaflokkurinn skorar á
alla alþýðu að rísa upp gegn
þessum svikum og afstýra með
eindreginni baráttu fólksins
sjálfs þeim hættulega leik, sem
hér er leikinn af valdamönn-
um flokkanna í óþökk fylgj-
endanna.
Og sjái þessir flokkar ekki
í tima inn á hverja hættubraut
þeir eru að fara, þá mun Sósí-
alistaflokkurinn beita öllum
sinum kröftum til þess að
fylkja alþýðunni saman undir
sinni forystu, — en gegn þess-
um flokkum, er brugðizt hafa
Fólkið heimtar vinstri pólitík
og ætlar ekki að una viS svik
þeirra lengur.
► JÖÐVILJINN
----------------------------
Breytingarnar á logreglu-
samþykkt Reykfavíknr
Lögreglusamþykkt Reykja-
víkur hefur nú verið gefin út
að nýju með breytingum þeim,
er á henni voru gerðar nú í
haust. Hefur henni verið dreift
ókeypis út um bæinn til að
gera almenningi liana kunna.
En jafnframt þessu þykir lög
reglustjórninni ástæðu til að
leita aðstoðáir blaðanna til að
gera almenningi ljósar höfuð-
breytingar þær, sem íelast 1
hinum nýju ákvæðum, sem
gerð verður grein fyrir hér á
eftir:
E F N I :
í. Umferðin.
1. Gangbrautir.
2. Umferðabendingar.
3. Blindir menn.
4. Umferðamerki.
5. ökuhraði.
6. Hljóðlaus akstur.
7. Ljós bifreiða.
II. Börn og unglingar.
1. Útivist barna á kvöldin.
2. Billiardstofur og kaffihús.
III. Atvinna á almannafæri.
IV. Bifreiðastöðvar.
V. Auglijsingar á almannafæri.
VI. Gluggaþvottur og notkun
göturæsa.
9
UMFERÐIN.
Aðalbreytingarnar snerta um
ferðamálin.
Gangbrautir (29.. gr.):
Sérstök ákvæði eru nú sett
um gangbrautir þær, sem byrj-
að er að koma upp við fjölföm-
ustu gatnamótin, fyrir fótgang-
andi vegfarendur.
Fótgangandi vegfarendum er
almennt gert að skyldu að fara
í beina stefnu yfir þvera götu
og bannað að ganga á ská milli
homa. Par sem gangbrautir
eru, er þeim skylt að fara inn-
an marklína þeirra. Peir verða
þó að gæta almennrar varkárni
á gangbrautunum, sem annars-
staðar, og eru skyldir að gæta
til ökutækja þegar þeir leggja
leið sína út á gangbrautir.
Ökumenn (bifreiðastjórar og
hjólreiðamenn) skulu aftur A
móti gæta sérstakrar varkárni
og nærgætni við gangbrautir.
Peir skulu nema staðar við
þær ef vegfarandi er á ferð
framundan ökutækinu eða á
leið í veg fyrir það, og ennfrem
ur ef vegfarandi bíður sýnilega
færis að komast yfir götu. Pá
er og bannað að stöðva öku-
tæki á gangbrautum, eða þann-
ig, að nokkur hluti þess taki
inn yfir gangbraut.
Umferðabendingar öku-
manna (36. gr.):
Bifreiðastjórar eru, eins og
áður, skyldir til að gefa merki,
er þeir breyta stefnu, nema
staðar eða draga verulega úr
ferð. Ber þeim að nota til þess
stefnumerki, eins og áður. Haíi
bifreiðin ekki stefnumerki, ber
bifreiðastjómm að gefa merki
með hendinni, og er þeim
merkjum nokkuð breytt frá
því, sem áður var.
Bifreiðastjórar skulu nú ávalt
gefa merki m^S þeirri hönd.
sem er nær miðju bifreiðar.
Við beygjur skal bifreiða-
stjóri rétta hendina út til
hægri eða vinstri, eftir því til
hvorrar handar hann ætlar.
Eigi að stöðva bifreið eða draga
úr ferð hennar, ber að rétía
hendina beint upp.
Aðrir ökumenn, hjólreiða-
menn og riðandi menn gefa
þessi merki með því að rétta út
hægri eða vinstri hönd, eftir
því til hvorrar lmndar þeir ætla
að beggja og með því að rétta
hönd beint upp ef þeir stöðvast
eða draga úr ferð.
Blindir menn (29. gr.):
í þessu sambandi er vert að
benda á viðauka, sem gerður
var við lögreglusamþykktina
1934 um auðkenni blindra
manna og heymarlausra, sem
svo hljóðar:
Heimilt er blindum mönnum
að auðkenna sig með gulum
borða með þremur svörtum
deplum, bera þeir hann um
hægri handlegg fyrir ofan oln-
boga
Blindur maður réttir fram
hægri handlegg, er hann æsk-
ir hjálpar vegfarenda, og er
þeim þá skylt að veita honum
hjálp.
Heyrnarlausum mönnum skal
heimilt að hafa grænan borða
um báða handleggi fyrir ofan
olnboga.
öðram en blindum mönnum
og heyrnarlausum er óheimilt
að bera merki þau, er hér eru
lilgreind.
Umferðarmerki (28. gr.):
Gert er ráð fyrir að komið
verði upp umferðamerkjum
(eins og þegar hefur verið gert
að nokkiu). Ber lögreglustjóra
að ákveða gerð þeirra og þýð-
ingu og auglýsa fyrir almenn-
ingi.
Frá þessu heíur eltki verið
gengið ennþá og mun verða
beðið með það, uns sett hefir
verið almenn umferðalöggjöf,
sem væntanlega verður lögð
fyrir yfirstandandi þing.
Ökuhraði (46. gr.)
bifreiða innanbæjar er nú
leyfður hæsttir 25 km. miðað
við klst. Er það sama hámark-
ið, sem selt er í bifreiðalögun-
um, en sérregla sú, sem áður
var í lögreglusamþykktinni (18
km.), er þarmeð afnumin.
Ákvæðin um ökuhraða eru
að öðru leyti óbreytt og á eng-
an hátt dregið úr skyldu bif-
reiðastjóra til að aka svo, að
fullkominnar varúðar sé gætt.
Greinin hljóðar svo, í heild:
„ökuhraða bifreiða skal ávalt
stilla svo, að komizt verði hjá
slysum, og þannig, að umferð
um götuna sé ekki trufluð, og
má ökuhraðinn aldrei vera
meiri en 25 kílómetrar á kl.st.
Par sem bifreiðarstjóri. sér
skammt frá sér, i kröppum
bugðum, við gatnamót, þar sem
vegur er sleipur og þar sem
mikil umferð er, skal gæta sér-
stakrar varúðai', og má þar
aldrei aka hraðara en svo, að
stöðva megi bifreiðina þegar i
stað. Sé for eða bleyta á götu,
skal aka svo, að ekki slettist á
aðra vegfarendur, gangstéttir
né byggingar.
Illjóðlaus akstur (48. gr.):
Pá hefur og með breyting-
unum verið lögfestur svokall-
aður hljóðlaus akstur. Er nú al-
veg bannað að gefa hljóðmerki
nema umferðin gefi tilefni til
þess.
Bifreiðastjórum er boðið að
gæta þess, að valda eigi hávaða
á annan hátt og þeim gert að
skyldu að sjá um að farþegar
í vögnum þeirra hafi ekki
neinn hávaða uppi er raski
friði.
Ljós bifreiða (42. gr.):
Bætt hefur verið ákvæði inn
í samþykktina um, að ljós bif-
reiða megi ekki vera svo sterk
né þannig stillt, að þau villi veg
farendum sýn.
BÖRN OG UNGLINGAR
Um börn og unglinga eru nú
sett nokkuð breytt ákvæði.
Vtivist barna á kvöldin (19. gr.)
Börn, gngri en 12 ára, mega
ekki vera á almannafæri eftir
kl. 8 að kvöldi að vetri til (frá
1. okt. til l.maí) og kl. 10 að
kvöldi að sumrinu (1. inaí til 1.
okt.) nema í fylgd með full-
orðnum.
Börn 12—Í4 ára mega ekki
vera á almannafæri eftir kl. 10
að kvöldi að vetrinum og 11 að
kvöldi að sumrinu, nema í
fylgd með fullorðnum.
Foreldrar og ‘húsbændur
bama skulu, að viðlögðum sekt-
um, sjá um að þessu sé hlýtt.
Billiardstofur og kaffihús
(19. gr.):
Unglingum innan 16 ára ald-
urs er óheimill aðgangur að
billiardstofum, dansstöðum og
öldrykkjustr.ifum.
Peim er einnig óheimill að-
gangur að almennum kaffistof-
um eftir kl. 8 að kveldi nema
í fylgd með fullorðnum, sem
bera ábyrgð áþeim.
Eigendum og umsjónarmönn
um þessara stofnana ber að
sjá um að unglingar fái þar
ekki aðgang eða hafist þar við.
ATVINNA Á ALMANNAFÆRJ
(12. gr.):
Nokkrar breytingar hafa ver-
ið gerðar á fyrri ákvæðum um
atvinnurekstur á almannafæri.
Eftir breylinguna hljóðar 12.
gr. lögreglusamþykktarinnar á
þessa leið:
Enga atvinnu má reka á al-
mannafæri, þar sem það tálmar
umferðinni. Utan sölubúða,er
sala á hverskonar varaingi
bönnuð, með þeim undanþág-
um, sem taldar eru í þessari
grein.
íslenzkar afurðir, aðrai' en
fisk, getur bæjarráð, að fengnu
áliti heilbrigðisnefndar, heim-
ilað að selja á torgum og cðr-
um stöðum, enda séu fyrirmæli
um verzlunarleyfi og önnur á-
kvæði laga ekki því til fyrir-
stöðu að sUk leyfi séu veitt.
Skal leyfi bæjarráðs bundið
við ákveðnar tegundir afurða,
og er því heimilt að setja fyrn
leyfinu þau skilyrði, er það
telur nauðsynlegt vegna hrein-
lætis og annars. Um sölu á
fiski eru settar sérstakar regl-
ur.
Blöð og bæklinga er heim-
ilfað selja á almannafæri. Með
leyfi lögreglustjóra má selja á
almannafæri aðgöngumiða að
útisamkomum, dagskrár, merki
og annað þessu skylt að dómi
lögreglustjóra.
Bannað er sölumönnum að
gera vart við sig með ópum,
köllum eða söng, frá náttmál-
um til dagmála (sbr. 3. gr.).
BIFREÐASTÖÐVAR (4L gr.)
Pað nýmæli hefur verið sett,
að nú þarf samþykki bæjar-
stjórnar til þess að setja upp
eða reka bifreiðastöðvar.
Ákvæðið hljóðar þannig:
Fasta afgreiðslu bifreiða má i
> einungis hafa í húsnæði eða á ,
þeim stað, sem bæjarsljóra hef
ur samþykkt til slíkra afnota,
að fengnum tillögum lögreglu-
stjóra. Getur bæjarstjórn veilt
leyfið óákveðinn eða tiltekinn
tíma í senn, takmarkað það við
tiltekinn fjölda bifreiða og yfir-
leitt bundið leyfið þeim skilyrð-
um, er nauðsynleg eru að henn
ar dómi. Séu skilyrði bæjar*-
sljómar fyrir slíku leyfi rofin
eða ef aðstæður breytast veru-
lega, að hennar dómi, getur
hún fellt leyfið úr gildi fyrir-
varalaust. Pessi ákvæði taka
einnig til núverandi bifreiða-
stöðva og bifreiðaafgreiðslna.
AUGLÝSINGAR A ALMANNA-
FÆRI (17. gr).
Pá hefur það nýmæli verið
tekið upp, að leita skuli leyfis
bygginganefndar til þess að
setja upp föst auglýsingaspjöld
eða aðrar varanlegar auglýs-
ingar, svo sem ljósaauglýsing-
ar og ljósaskreytingar, sein
snúa að almannafæri eða sjást
þaðan.
• .
GLUGGAPVOTTUR OG
NOTKUN GÖTURIESA (18.gr.)
í 18. gr. hefur eftirfarandi á-
kvæði verið bætt:
Gluggaþvott má ekki fram-
kvæma síðar en kl. 10 árdegis
og ekki nema i frostlausu
veðri, ef þvotturinn veldur
rennsli á gangstétt eða götu eða
getur valdið truflunum á um-
ferð á annan hátt. í götubrunna
og göturæsi má ekki hella gólf-
skolpi né öðrum óhreinindum,
sem saurga götuna.
Bréfkaflí frá
Hrísey
Verkalýðsfélag Hríseyjar héh
afmælisfagnað þann 22. þ. m.
Var þar hinn mesti fögnuðoir á
ferðum. Formaður félagsins öl-
afur Bjargmann setti samkom-
una með nokkrum áminningar-
orðum um nauðsyn samtakanna
og hættu sundrungarinnar.
Til skemmtunar var: upplest-
ur, söngur og kvæði flutt af 4
félögum, kaffidrykkja, söngur
og dans fram eftir nóttu.
Skemmtunina sóttu menn af
ölhim flokkum og virtust
skemmta sér hið besta.
Formanni Verklvðsfélags Dal-
víkur var boðið að koma með
8 félaga. Þeir afþökkuðu boðið I
síðla dags á afmælisdaginn og
kunnum við þeim litlar þakkir
fyrir. *
Strákarnir Mac og Sanyt vorU
skipsfélagar, en lítt til vina. Ein»*
sinni var Mac að ná sjó í íötu ofl
þ áskall yfir alda og skolaði -hon-
um út.
Sandy sá þetta og gekk upp *
stjómpoll til skipstjórans og sagði-
— Munið þér nokkuð eftir mann'
inum, sem réðist á skipið í Glasgoiv
— Já, hann heitir Mac.
— Hann er nú farinn af skipin**
og tók með sér eina af vatnsfötun-
um.
»»
„Engin áhætta kæri ungi raaður
sagði faðirinn við mann sem bjarg-
aði dóttur hans frá drukknun,
get ekki þákkað yður sem vert er
Var þetta ekki mesta áhætta?‘‘
„Læt ég það svo vera ég er gih
ur“.
**
Á hjónabandsskrifstofunni:
— Hverskonar svikastofnun etr
þetta? Þér sögðuð að hún vaeri 30
ára ekkja en nú sé ég að þessi kona
hlýtur að vera komin fast að seX-
tugu.
— Yður skjátlast, konan hefur ve,
ið ekkjia i 30 ár.
••
— Hvar hafið þér komið í mest
þrengsli?
— Þegar ég var í London, þá var
ösin svo mikil á götunum að vasa-
þjófarnir stálu úr sínum eigin vös'
um.
••
Móðirhi: — Að þú skulir ekki
skammast þtn fyrlr að láta nokklirn
mann djá þig í svona baðfötutn-
Dóttirin: — Einhver baðföt varð
að fara í.
Terjesen, gamall bátsmaður vaF
slæmorr í hálsinum og leitaði
fund læknisins.
Læknirinn: Hafið þér nokkurntínia
reynt að skola hálsinn úr saltvatni
Terjesen: Jú það beld ég I heimsJ
styrjöldinni sökktu þeir sjö skipuin
sem ég rar á, i í ’ ; T'
••
Kennarinn: — Getur þú sagt roAC
hvort orðið buxur er eintala eð®
fleirtala?
Lærisveinninn: — Elntala að ofa®
en fleirtala að neðan.
••
6. marz 1940 eru liðin 100 ár síða®
frímerki voru fyrst tekin í notkun
Það var enskt penny-frímerki
mynd Victoriu drottningar. F1"1'
merki þessi eru nú mjög sjaldg®*
og þykja þau hvarvetna hinir mestis
dýrgripir.
••
Viða um lönd hefur verið ákveð
ið að gefa út ný frimerki í tilefHÍ
af hundrað ára afmælinu. Einn enS^
ur frímerkjakaupmaður hefur tsgi
það til við póststjómina ensku, a®
hún gefi út nákvæma eftirmyod a*
hinum gömlu frimerkjum.
«
Eitt af fyrstu verkum T°m
Mooneys er hann hafði verið látinn
laus, var að fara á fund nokkurra
verkfallsmanna og fá þeim 5
ara seðil. „Þetta er belmingu1-11111
af þeim peningum, sem ég lékk eí
ég yfirgaf fangelsið“, sagði Tom
Mooney um leið og hann rétti Þeinl
peningana.
Reykjavfk! Hafnarfjörðurí
Katipum ííösUur
soyuglös, whiskypelAj bóndós-
U> Sækjum h«im. — Sím» 5333.
2Í
FLÖSKUVERZLUNIN
hafnarstræti