Þjóðviljinn - 22.04.1939, Blaðsíða 3
ÞJÓÐ VILJINN
Laugardaginn 22. apríl 1939.
Breiðfjrlkins aftnrbaldsins ætlar að gera
fWSkffiSS' Æ ~n*<- . z*Œ3g/tf
ðtvarpið að árððnrstæki fyrir rikisstiðrnina
Fréttív um ráðsfefnu verklýðsfélaganna fásf ekkí bírfar
Lað virðist ekki hafa vakið
mikla athygli, að Alþingi hefur
breytt lögum lum kosningar í
útvarpsráð. Breytingin er því‘
fólgin, að í stað þess að út-
varpsráð hefur verið skipað 7
mönnum, þremur kosnum af
Alþingi, þremur kosnium af út-
varpsnotendum og einum skip-
uðum af ríkisstjóminni, skalþað
nú skipað 5 mönnum, sem allir
eru kosnir af Alþingi.
Fá rök hafa verið færð fram
fyrir þessari breytingu. Það
hefur ekki verið á það minnst,
að fyrirkomulag það, sem nú er
frá horfið, hafi gefist illa. Það
hefur ekki verið minnst á það
einu orði, að líkur væri til að
fást mundi starfshæfara útvarps.
ráð, með hinu nýja fyrirkomu-
iagi. Ekki hefur eitt orð fallið
í þá átt, að breytingin mundi
verða til þess að veita hlust-
endum betri dagskrá. Nei, rök-
semdirnar fyrir þessari beytingu
eru ofur einfaldar, .það á að
spara. Og sparnaðurinn, hverju
nemur hann? Launum tveggja
útvarpsráðsmanna, þau nema
samtals 2 þús. kr. á ári. Enn-
fremur sparast kosnaður við
kosningar í útvarpsráð. Hann
nam við síðustu kosningar um
10 þús. kr., en upplýst er, að
ýms byrjunarmistök hafi valdið’
þeim mikla kostnaði, og auðvelt
muni vera að hafa hann minni
við næstu kosningar. Kosningar
áttu að fara fram fjórða hvert
ár, er því naumast hægt að
gera ráð fyrir að árlegur kostn-
aður af þessum kosningum.
þyrfti að vera öllu meiri en 2
þús. kr. Árssparnaðurinn nem-
ur því 4 þús. kr. F>að mun vera
þriðjungur af launum annars
nýja ráðherrans.
En það er annað og meira
en þetta, sem gerst hefur, það
sem gerst hefur er það, að
Breiðfylking afturhaldsins hefur
tryggt sér fullkomin yfirráð yf-
ir dagskrárstarfsemi útvarpsins.
Ef farið hefðu fram kosningar
meðal útvarpsnotenda, gat vilj-
að til, að menn kæmu inn í ÚL
varpsráðið, sem ekki lytu boði
og banni Breiðfylkingarinnar,
jafnyel þó þeir væru hlynntir
einhverjum þeim flokki, sem,
sameinast hafa í þessa fylkingu,
og það var meira að segja ekki
útilokað, að inn kæmu menn,
sem væru Breiðfylkingunni með
öilu andvígir. Nokkrar stað-
reyndir sem gerst hafa síðustu
daga munu sannfæra margaum,
að það er engin tilviljun, að
lögum um útvarpsráð hefurver-
ið breytt eins og að framan
greinir. Pað er engin tilviljun,
að Breiðf.ylkingin hefur nú sent
tvo þingmenn sína, tvo ritstjóra
sína og einn tilvonandi þing-
mann inn í útvarpsráðrið. Af
þeim staðreyndum, sem hér
koma til greina, eru þessarhelst
ar.
Forsætisráðherra Breiðfyl’ tng
arinnar bannaði útvarpsstjóraað
birta auglýsingar um borgara-
fundi í útvarpið. (— Það er
annað en gaman fyrir Breiðfylk-
inguna, ef landslýðurinn fyndi
upp á því að láta sinn vilja í
ljósi —). F>essi sami forsætis-
ráðherra tók sér það vald, að
auglýsa útvarpsumræður fráút-
varpssal, án þess að spyrja
stjóm útvarpsins leyfis.
Á annan páskadag héldr
stjórnir 25 verkiýðsfélaga ráð
stefnu. í félögum þessum em
5—6 þús verkamenn og verka-
konur. Verkefni þessarar ráð-
stéfnu var, að ræða hvernig fé-
lög þessi ættu að mæta gengis-
Iækkuninni og réttindaskerðingu
þeirri, sem verklýðsfélögin ern
beitt í sambandi við hana, að
ræða um skipulagsmál verklýðs
samtal anna og hátíðahöld verka
lýðsins fyrsta maí. Ríkisútvarp-
ið hefur ekki enn birt fregnir
um, að þessi ráðstefna hafi ver-
ið haldin. Og margítrekuðum
áskorunum um að birta sam-
þykktir þær, sem hún gerði,
hefur verið þverneitað. Ef frétta
stofan kynni að vilja verja sig
með því að vitna í einhverjar
greinar fréttareglnanna þessari
ráðstöfun til réttlætingar, mun
F'jóðviljinn ræða það mál nánar
í þessu sambandi er rétt að
geta þess, að þegar útgerðar-
menn komu hér ti|l fundar til
þess að ræða sömu mál eins og
verklýðsfélögin, að undanskyld-
um 1. maí, fyrir sína stétt og
frá hennar sjónarmiði, þá var
útvarpið reiðubúið til að birta
bæði fréttir og tillögur frá
fundi þeirra. Vissulega var það
rétt og sjálfsagt að birta þannig
álit og kröfur útgerðarmanna,
en það var þá einnig jafnrétt
og sjálfsagt að birta álit og kröf
ur verkamannanna. Mimurinn á
þessu tvennu var aðeins sá, að
afstaða útgerðarmannanna voru
í samræmi við stefnu Breiðfylk-
ingarinnar, en afstaða verka-
manna var andvíg stefnu þeirr-
ar sömu fylkingar. Ressvegna
voru tillögur og kröfur hinnar
fyrrnefndu birtar öllum lands-
lýð, en tillögum og kröfum hinn
ar síðamefndu stungið undir
stól.
F>á má geta þess, að máttar-
völd Alþingis komu því til leið-
ar, að þingfréttamaðurinn las
orðrétt allar ræður Breiðfylk-
ingarflokkanna, þær sem fluttar
voru við stjómarmyndunina 8
útvarpið. Þegar kom að þeim
flokkum sem standa utan við
Breiðfylkinguna, þá var látið
nægja að geta um meginefnl
þeirra ræðna, sem talsmenn
þeirra flokka fluttu. Með öðr-
um orðum, stjórnarflokkamir
tóku sér þann rétt, að láta út-
varpið gera fulla grein fyrirsín-
um málstað, en öðrum flokkum
er meinaður hinn sami réttur.
Loks skal þess getið ,að Jón
Eyþórsson taldi sér skylt að
hefja nokkurn áróður í síðastaj
þætti er hanif flutti um daginn
og veginn, fyrir maddömu Jóna
sínu.
Þessar staðreyndir sýna ljós-
lega, að Breiðfylking afturhalds
ins er alráðinj í því að gera rík-
isútvarpið að áróðurstæki í
höndum núverandi ríkissstjórn-
ar, þessvegna var lögum um
kosningar í útvarpsráð breytt.
Breíðíylking afturhaldsins ætl-
ar að gera útvarpið að áráðurs-
tæki fyrir ríkisstjómina.
Fréttir frá ráðstefniu vprklýðs-
félaganna fást ekki birtar.
Um 3000 manos sötto skemmt-
anir Barnavinafélaosins Snmar-
gjöf i fyrradag
Agóðí var siokkru meírí en í fyrra
Sumardagurinn fyrsti uar ab I
þessu sinni, eins og undanfarin
ár, helgaður börnunum. Voru
margvísleg hátiðahoicí f öllum
samkomuhúsum bæjarins. Hóf-
ust háttðahöldin með þvi að
börnin gengu skrúðgöngu um
bæinn, ásamt kennurum sín-
um, ng staðnæmdist hópurinn
fyrir framan Menntaskólann.
Lúðrasueitin Svanur lék fyrlt
skrúðgöngunni, en Lúðrasveit
Reykjavtkur beið á iröppunum
fyrir framan Menntaskólann og
lék þar nokkur lög.
Allar skemmtanir barnadags-
ins voru prýðilega sóttar og
fjöldi manns hafði safnast sam-
an í Lækjargötunni.
Kl. 1.45 hélt Helgi Hjörvar
rithöfundur ræðu, og að henni
lokinni lék lúðrasveitin þjóð-
sönginn.
Að samkomunni í Lækjar-
götu lokinni hófust samkomur
í öllum samkomuhúsum bæjar-
ins. Kl. 3 byrjuðu skemmtanir í
báðum kvikmyndahúsunum og
í Iðnó. Kl. 4.30 var svo haldin
önnur samkoma í Iðnó og kl.
5 í K. R.-húsinu. K1 5 var barna
svning i Nýja Bió og um kvöld-
ið voru samkomur í K. R. og
Oddfellowhúsinu og sýning á
„Menntaskólaleiknum” í Iðnó.
Skemmtanirnar munu hafa
sótt um 3 þúsund manns.
Tekjur Sumar~
gjafar af barna~
deginum
Tekjur af samkomunum
urðu sem hér segir, samkvæmt
frásögn ísaks Jónssonar, gjald-
kera sumargjafar:
Gainla Bíó . . . . 830.00
Nýja Bíó .... 331.50
Iðnó..........1074.90
Oddfellowhúsið 591.00
K. R.-húsið . . 722.00
Samtals kr. 4049.40
Er þetta 271 krónu meira en
kom inn á skemmlununum á
barnadaginn i fyrra .
Salan á barnadegsmerkjun-
um var að þessu sinni nokkrn
meiri en i fyrra, eða kr. 4324.00
á móti 4070.00 í fyrra. Að vísu
var uppgjöri ekki alveg lokið,
en Isak Jónsson taldi þó að
þessi tala nrundi cklci breytast
neitt sem næmi.
Götusala á Barnadagsblaðinu
nam kr. 854.00 í stað 1028.00 í
fyrra. Flinsvegar voru auglýs-
ingar nokkru rneiri að þessu
sinni. Salan á „Sólskini” mun
og liafa verið tæplega eins mik-
il og i fyrra. — Alls mun ágóði
barnadagsins hafa verið heldúr
meiri nú en þá.
Mynd þessi er tekin af Dr. Hacha, síðasta forseta
Tékkóslóvakíu, er hann var á ferð í Berlín, rétt áður en
F>jóðverjar tóku landið. Lengst til vinstri á myndinni er Dr.
Hacha og við hlið hans Chvalkovsky utanríkismálaráðherra
Tékka. Andspænis Dr. Hacha er ríkisritarinn þýzki Dr. Meiss-
ner ásamt Kiewitz, embættismaipni í þýzka utanríkismálaráðu-
neytinu.
Samsöngnr ,Fóstbræðrac
í Samla Bíó
200 nýítr áskrif~
endurfyirr l fúní!
i
1. deild 2. deiid 3. deild 4. deild 5. deild
Staðan í gær:
1. deiid............ 0
2. — S
3. — 0
4. — 3
5. — 0
6. — ........ 0
7. — 0
Aðrir .................. 5
Samtals 8
( Áskrifendasöínunin nýja er
hafin. Að þessu sinni er markið
lágt, en engu að síður er mikils-
vert fyrir blaðið, að því verði
'náð, og helzt farið íi'am úr þvi.
Aldrei hefur verið meiri þörf
á aukinni útbreiðslu Þjóðvilj-
ans en nú. Allir hinir flokkarn-
ir hafa skriðið saman í stjórn
og gerst samábyrgir fyrir öng-
þveitinu í fjármálum og al-
vinnulífi landsins. Pjóðviljinn
er eina málgagn stjórnarand-
stæðinga! Þjóðviljinn er eina
blaðið, sem þorir að segja satt
um „þjóðstjórn” afturhaldsins!
Karlakórinn „Fóstbræður”
(áður Karlakór K. F. U. M.)
efndi til samsöngs í Gamla Bió
síðastliðið þriðjudagskvöld.
„Fóstbræður” eru einn áí
elztu kórum hér á landi og sá
kór, sem liltölulega minnst
mannaskipti hafa orðið i, enda
ber hann þess glögg merki, þvi
samtök og samstilling radda er
með því hezla, sem við eigum
völ á hér. Raddblærinn er fag-
ur, en stöku sinnum bregður
fyrir nokkuð hörðum blæ. —
Fyrsta tenór virtist, að því er
hæðina snertir, vera boðið það,
sem hann frekast þoldi, en þó
aldrei svo, að nein veruleg lýti
vrðu að.
Meðferð kórsins á viðfangs-
el’num var öll fáguð og hnitmið
uð, enda er söngstjórinn, hr.
Jón Halldórsson, kunnur að því
að leggja mikla rækt við fágun
söngsins og ekki sizt í strangleik
| i „rytma” og „dynamik” og hef
ur hann jafnvel stundum í því
efni verið talinn allt að því nosl
ui"ssamur. Hvað sem þvi áliti
líður, hlýtur það að teljast kost-
ur á hverjum þeim kór, sem i
þessum efnum hcfur náð góð-
um árangri, og það liafa „Fóst-
bræður” gert. í léttum og gáska
fullum lögum má ef til vill
segja að fullmiklar hömlur séu
lagðar á söngmenn í þvi að gefa_
sig á vald þeirri gleði og kátínu.
sem i þeim lögum felst, en
hvergi er það þó til lýla. Ef
nefna ætti meðferð einstakra
viðfangsefna. mætti nefna Svan
inn eftir Járnefelt, sem var
prýðilega sungið, einnig Brúðar
vísu eftir Emil Thoroddsen.
sem er bráðskemmtilegt lag, en
hinsvegar ekki að sama skapi
frumlegt, þá má og nefna tvö
lög eftir Palmgren, Blær í sefi
og Undir lágu blómsturbeði,
Jón Halldórsson,
söngstjóri „Fóstbræðra”
sem bæði voru ágætlega sungin.
Einsöngvari var Daníel Por-
kelsson er söng einsöng í lag-
inu En Vaggvúslát eftir Sara
•Wennerberg—Renter. Daníel
er hár og bjartur tenór, en ekki
þróttmikill, og á lægri tónum
vantar hann tilfinnanlega fyll-
ingu, sem einsöngvara.
Undirleik annaðist Gunnar J.
Möller og leysti hann sitt hlut-
verk smekklega af hendi.
Húsið var fullskipað og við-
tökur hinar ágætustu. Varð kór
ínn að endurtaka mörg lögin og
syngja aukalög. J.
SÓSIALISTAFÉL. RVIKUR.
SKRIFSTOFA félagsins
er í Hafnarsfreefí 21
Sími 4824.
Opin alla virka daga frá
kl. 2—7 e. h.
Félagsmenn eru áminntir um að
koma á skrifstofuna og greiða
gjöld sín.
Peir félagsmenn, sem ekki hafa
fengið skírteini geta vitjað
þeirra á skrifstofuna.
STJÓRNIN.
Verda )ú$óslavar kúg-
aðír,
Framhald aí 1. síðu.
svör þessara ríkja verða neitandi
— og alsnennt er gengið út frá að
þau hljóti að .verða það vegna
þess að hlutaðeigandi ríki þori
ekki að svara (vðruvísi — þá er
talið \4st, að þýzka stjórnin muni
nota svörin til þess að afgreiða á
skorun Roosevelts sem tilefnis-
lausa markleysu.
Kaupendur
Þjódvíljans
eru ámínnftr um að
borga áskríffargjöld
sín skílyislega.