Þjóðviljinn - 04.05.1939, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 04.05.1939, Qupperneq 4
gj& Nyya bio ag M Sucz Söguleg stórmynd frá Fox- félaginu er sýnir tildrögin til þess að hafizt var handa á einu af stærstu mannvirkj- um veraldarinnar, Suez- skurðinum, og þætti úr hinni ævintýraríku æfi franska stjórnmálamannsins Ferdin- and de Lessep’s, sem var að- alfrumkvöðullinn að því mikla verki. Aðalhlutverkin leika: Tyronne Power, Lorette Young, Annabella o. fl. Næturlæknir: Jón G. Nikulás- son, Bárugötu 17, sími 3003. Næturvörður er þessa viku í Reykjavíkur-apóteki og Lyfjabúð- inni Iðunni. Skipafréttir: Gullfoss er í Reyk- jav., Goðafoss er á leið til landsins frá Húll, Brúarfoss er á leið til landsins frá Leith, Dettifoss er í Hamborg, Lagarfoss er í Reykja- vík, Selfoss er á leið til Austf jarða frá Hamborg, Dronning Alexandr- ine er á Akureyri. Frá höfninni: Kári kom af veið- um í gær með 75 föt, Gulltoppur kom úr fiskileit vestan úr Græn- landshafi með lítinn afla. Færeysk ur togari kom í gær til þess að fá sér kol. Lyra fór í gær til Kefla- víkur. Þeir, sem hafa tekið til sölu 1. maí blað og merki verkalýðssam- takanna og enn ekki gert upp fyr- ir söluna, eru beðnir að gera það í dag í Hafnarstræti 21. Atvinnuleysingjar! Munið að skrásetning atvinnulausra manna fer fram þessa dagana í Góðtempl- arahúsinu. Þar sem skráning þessi er hin eina opinbera atvinnuleysis- skrining, sem flestar opinberar að- gerðir eru miðaðar við, má eng- inn atvinnulaus eða atvinnulítill verkamaður láta sig vanta. Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Ragnheiður Guð brandsdóttir, Jónssonar rithöfund- ar, og Þórður Guðjohnsen kaup- maður á Húsavík. Heimili þeirra verður á Húsavík. Le Nord, alþjóðlegt tímarit um Norðurlandamál, sem gefið er út á ensku, frönsku og þýzku, hefur nýlega verið sent Þjóðviljanum. Er þetta fyrsta hefti þessa árs, all- mikil bók að vöxtum. 1 hefti þetta rita meðal annarra Eysteinn Jóns- son um „Nútímaframfarir á Is- landi” og er greinin rituð á ensku. Þá er og í heftinu greinaflokkur, ritaður á frönsku, um landvamir Norðurlanda. Eru þær ritaðar af hemaðarsérfræðingum hinna ýmsu Norðurlandarikja. Ymislegt fleira er í ritinu. Ritstjóri tímaritsins af Islands hálfu er Sigurður Nordal prófessor. Gagnfræðaskólanum í Reykja- vík var sagt upp í fyrradag. 1 skól anum voru innritaðir í vetur um 260 nemendur, þar af rúmlega 50 í þriðja bekk. Undir gagnfræðapróf gengu 44 nemendur og stóðust þeir allir prófið, nema einn. Virkir dagar, II. bindi af ævi- sögu Sæmundar Sæmundssonar skipstjóra, eftir Guðmund G. Haga lín, kom út í gær. Fyrra bindi bók- ar þessarar kom út fyrir nokkrum árum og hlaut ágætar viðtökur. Mjólkurfélag Reykjavíkur' hefur fengið leyfi byggingarnefndar til þess að hækka hús sitt við Hafnar stræti um eina hæð. K. R., — Fjórði flokkur, dreng- ir innan 14 ára — Æfingar byrja í dag kl. 4 og fara þær fram á vellinum við Skálholt. Þar geta drengir fengið æfingatöflu fyrir allt sumarið. Ferðafélag Islands heldur kl. 8.30 í kvöld skemmtifund að Hótel Borg. Þar verður skýrt frá ferðum félagsins í sumar, sýndar skugga- myndir, og að lokum stiginn dans fram eftir nóttu. Aðgöngumiðar eru seldir í Bókaverzlun Sigfúsar _ Eymundssonar. Hæstaréttardómur var kveðinn upp í gærmorgun í máli, sem höfð- að var gegn Herði Gestssyni fyrir að valda bifreiðarslysi, fyrir að aka bifreið undir áhrifum vins og loks fyrir að koma ekki konu þeirri til hjálpar, er hann hafði slasað. Var hann dæmdur í 300 króna sekt og sviftur ökuleyfi í 8 mánuði. Súðin var á Norðfirði kl. 6 í gærkveldi. Hekla heitir barnablað, sem kom út í gær og selt er nú á götunum. Útgefendur blaðsins eru skólaböm í Ása- og Holtahreppi í Rangár- vallákýslu. Em þau með útgáfu þessari að reyna að afla sér fjár í ferðasjóð sinn, svo þau geti ferð- ast um landið, sem þau eiga að erfa. — I blaðinu em margar smá- greinar, allar skrifaðar af litlu rit- höfundunum sjálfum. Er blaðið 12 síður og fallegt að frágangi. (Itvarpið í dag: 11.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. 18.45 Dönskukennsla. 19.10 Hljómplötur: Létt lög. 19.35 Auglýsingar. 19.45 Fréttir. 20.10 Veðurfregnir. 20.20 Erindi: Úr sögu líftrygging- anna, II. (Carl D. Tulinius fram kv.stj.). 20.45 Einsöngur: (Daníel Þórhalls son). 21.05 Frá útlöndum. 21.20 Útvarpshljómsveitin leikur. 21.45 Hljómplötur: Andleg tón- list. 22.05 Fréttaágrip. 22.15 Dagskrárlo.k. K, R»~sfúlkumar Framh. ai' 2. síSu. það, að íslenzki flokkurinn frá Reykjavík vakti mesta hrifningu, og þó er þeirra leikfim: svo ólík þeirri leikfimi sem við hér eigum að venjast sem sérstök1 kvenleikfimi. Þessir tólf litlui íslendingar leika sig inn í hjörtu áhorfandans. — Hrifning in kvað við, þegar litlu stúlk- urnar frá sögueyjunni tóku jafnvægisæfingar á slánni eða mynduðu listræna piramida á gólfi. Mr. — Ríbbenfrop í Róm, Framhald af 1. síðu. staðna enn sem komið væri. Þýzka stjórnin hefur þegar leitað sam- bands við Noreg, Svíþjóð og Dan- mörku, og talið er, að baltisku löndin, Eistland,' Lettland og Lit- hauen, hafi þegar fengið tilsvar- andi tilmæli frá þýzku stjórninni, eða muni að minnsta kosti fá þau á næstunni. KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, viskípela, glös og bóndósir. Flöskubúðin Bergstaðastræti 10. Sími 5395 Sækjum. Opið allan daginn. GcMDÍö Í?)io 4% GrímudatiS" leikur. („Háxnatten”) Hrífandi fögur og skemmti- leg sænsk kvikmynd. Aðalhlutverkin leika: mesti leikari Norðiu-landa GÖSTA EKMAN og hin nýja glæsilega leik- kona Signe Hasso Síðasta sinn! Salnifl ðskrlfendam Byggingafélag alþýðu; nHeðlimir sam sknlda árgjald fyrir 1938 eru áminntir um að greiða það nú þegar á skrifstofu félagsins, Bræðraborgarstíg 47 kl. 5—7 síðdegis virka daga nema laugardaga, þar sem þeir verða strikaðir út samkvæmt félagssamþykkt fé- lagsins, ef þeir skulda á aðalfundi félagsgjöld frá fyrra ári. , Endurskoðaðir reikningar félagsins liggja frammi til sýnis fyrir félagsmenn frá næstk. mánudegi til aðalfundar. STJÖRNIN. Utbreiðið Þjóðviljann Fímmfudagsdansklubburínn: Dansletknr í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu í kvöld kl. 10. Hljómsveit undir stjórn Bjarna Böðvarssonar. Aðgöngumiðar á kr. 1.50 verða seldir frá kl. 6. Húnvef níngaf élagí d: Skemmtikvöld 'á Hótel Borg mánudaginn 8. maí. Hefst kl. 8.30 e.h. RæSa (Jónas Krisljánsson, læknir). Upplestur, dans. AögöngumiSar á kr. 1.50 l'ást í verzluninni Málning og járnvörur, Laugaveg 25 og i Manchester. Mikki f\ús lendir í aefintýrum. Saga í myndum fyrír börnin. 115. Þú ert búinn að taka fjómm sinnum út úr bankanum þessa Jj.viku, Mikki. Ferðox skynsamlega með peningana þína? Ég held nú það, ég gef þá! Og ég hel' aldrei haft eins gam- an af lífinu og nú. Skyldi vera hægt að eyða peningum skyn- samlega? > En þessir ljótu karlar halda áfram að brugga. Þeir ætla að gera Mikka eitthvað illt, svo honum er bezt að vara sig. ' Náðu í Mikka og komdu hon um hingað hvað sem það kost- ar. Beittu brögðum, ef annað dugar ekki. HansKirk: Sjómenn 76 staura á Blágrunninum. Mér linnst ekki rétt aÖ leyna ykkur því, fyrst þið eruö komnir til aÖ fá upplýsingar hjá okkur. Nei, við erum líka þakklátir fyrir að þú ferð ekki á bak við okkur, svaraði Tómas. En þú ert kannske til með að segja okkur, hvorl það eru fleiri, sem hafa þetta í hyggju. Eg veit það nú ekki, sagði sjómaðurinn og brosti. En það er náttúrlega ekki óhugsandi a%' fleirum detti það i hug, þegar ég er byrjaður. Nú var loksins ekki neitt frekar um að tala, og Tómas og Páll fóru aftur af stað. En þeir höfðu engar góðar fréttir að færa. Nú var mikið í hufi. Það var um að gera að verða á undan með að koma netunum í sjó, en það var ekki búið að tjarga alla háfan ennþá. Anton áleit, að ^eir yrðu að hjálpast að og halda tjörupottinum i suðu alla nóttina. Ef það yrði bara hægviðri daginn eftir, þá gætu þeir byrjað að leggja. Nú verðum við að hjálpa hver öðrum, sagði Anfon. Ef við höldum ekki saman, þá koma þeir okkur á kné. Og mér þætti nú verra, ef hægt væri áð segja um okkur, að við hefðurn látið þá þarna hinum meg- in snúa á okkur. Á himninum stóð lunglið eins og gyllt horn innan um hvíta sljörnudíla. Steinsteypupotturinn spjó eld- rauðum bjarma, og skuggarnir flöktu í sandgrófinni eins og vofur. Mennirnir drösluðu netunum fram og aftur og kölluðust á hásri röddu, hálfkæfðir í reyk og tjörusvækju, gegnvotir af náttfalli og svita og hálfsoðnir við hitann frá ofninum. Flugur og alls- konar skorkvikindi þyrluðust fram og aftur í loga- glætunni, og við og við heyrðist í fugli utan af eng- inu. Konurnar komu lil skiptis með kaffikönnu og kollótta bolla. Þá hvíldust þeir örlitla stund og skvettu í sig kaffinu, en myrkrið luktist um þá eins og múnæggur. Svo tóku þeir til óspilllra málanna aftur. Páll og Tómas drógu háfana upp úr tjörunni. Vindan iskraði og skrækti. Lárus og Andrés höfðu Ijósker og breiddu netin á gras. Þeir voru ataðir í tjöru frá hvirfli til ilja. Jens, Anton og Lárus vinnm maður Páls, fluttu nýjar netadyngjur að á vagni Anton kallaði og hóaði, nú varð að láta hendur standa fram úr ermum. Næturgöltararnir gengu fram hjá og horfðu á vinnuna, hristu höfuðið: þelta voru vitlausir menn. Það var farið aö lýsa af degi og sólin roöaöi skýin í austri. Annarleg birta hvíldi yfir veröldinni, kongulóarvefirnir geisluöu í grængresinu, kálfarnir bauluöu í girðingunum, hús og tré spruttu upp úr morgunþokunni. Nú voru síðustu netin breidd tit þerris, og mennirnir stóðu nokkra stund og litu hverá annan. Hvað nú? spurði Láru. Getum við nú farið og lagl okkur svolitið? T.agt okkur! .-.agði Antcn. Við gelum ekki lagt okkur fyrr en netin eru komin í sjó, ekki þó að það sæust þrjár sólir á himni. Anton slagaði af þreytu, en hann var í essinu sínu. Hann sleytli svartan hnefann: Þessir drísildjöflar ættu! Menn, sem voru öllu vanir! Menn vestan frá sjó Víst erum við frelsaðir menn, sagði hann. En þeir skulu þó ekki halda, að við lálum bjóða okkur alll. Nei, þeim skjátlast, ef þeir ímynda sér það. Vígamóðurinn smitaði úl frá sér. Hinir kinkuðu ör- uggir kolli lil netanna, sem lágu nýtjörguð í löngum röðum, og Jens setti undir sig hausinn eins og larf- ur, sem ætlar að stanga. Nei, látum þá bara koma, s:\gði hann, þá skulu þeir læra nokkuð nýtt. En þá grunar ekki, að við séum svo fljótir á okkur. Nú skulum viö koma heim til min, sagöi Páll. Marianna hefur sjálisagl allt tilbúiö. Konurnar koma með, þær liafa líka ált ónæðissama nótt. Og svo getum við talað saman um livað gera skuli, svo að þetta fari vel allt saman. Marianna var hress í morgunsólinni, þótt hún hefði ekki farið úr fötum alla nóttina. IvoiniS þiö inn, sagði hún. HugsiS ekkert um tjör- una, þiS gctið ekki j)vegiS liana af ykkur livort sem er. — Malena, Tea og Alma koniu litlu seinna, og þegar Tómás liafSi ])eðiS bam, skenkti Marianna kaffið, og á eftir hauð Páll vindla. Skárri er það nú rausnin, sagði Jens, næstum því með þykkju. 0, ég álti einn kassa í húsinu af hreinustu tilvilj- un, svaraSi Páll. ÞaS var umferSasali sem tróö þeim upp á mig. Eg veit ekki einu sinni hvort þaö er hægt að reykja þá. Þeir ræddust við um hvað nú skyldi gera. Það varð að hlaða staurum og háfum á prammana jafn- óðum og netin þornuðu, og flytja þau út á lagnirnar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.