Þjóðviljinn - 06.05.1939, Blaðsíða 1
Gerízt
meðlímír í
Sósialisfa~
f lokknum!
IV. AKGANGUB
LAUGARDAGUR 6. MAl 1939
103. TÖLUBLAÐ
Hvað ficfur þú
#ert fíl að
úfbreida
Þjóðvílfann
9
Dl- ThÚPS 00 81.
Ihaldíð og Alþýðuflokkurinn etga
með þvíngunarlð$um sameígf nlega að
ráða verklýðssamfokunum
I shjólí þessarar yfírdrottnunar atvínnurehenda yfír verh-
lýðssamtökunum á að framkvæma komandí launalækkan-
ír, hlutaráðníngu á togurum og við landvínnu — og afmá
þanníg verkalýðínn sem hreína verklýðsstétt.
Síðustu dagana hafa farið fram samningar milli ráð
herranna Ólafs Thors og St. Jóhanns um þau gífurleg-
ustu fjörráð, sem verklýðshreyfingu íslands hafa nokk
umtíma verið brugguð. Hefur Morgunblaðið og Alþýðu
blaðið nú staðfest þetta samsæri þeirra með því að
lýsa yfir því, að íhaldið og Alþýðuflokkurinn muni
taka upp samvinnu í verklýðsfélögunum gegn „Kom-
múnistum", þ. e. a. s. gegn öllum verkalýð, sem stend-
ur fast á kröfum sínum til lífsins. Er meiningin
að upphefja útilokunarákvæðí Alþýðusambandslag-
anna, hvað íhaldið snertir, og setja þvingunarlög fyrir
verklýðssamtökin um leið. Tildrög og tilgangur þess-
ara fjörráða við verklýðshreyfinguna eru sem nú skal
greina. 1 v
Það sem þjóðfélagslega séð hef-
ur gerzt með „þjóðstjómar”mynd
uninni er, að tvær valdaklíkur ís-
lenzka þjóðfélagsins hafa tekið
höndum saman um að drottna í
sameiningu á kostnað íslenzku al-
þýðunnar. Það reynir nú bara á,
hvort þær koma sér saman og
komast báðar fyrir á breiðu baKI
verkalýðsins — og hvort verkalýð
urinn sættir sig við að fæða þær
með því, sem hann sjálfan skortir
sér til lífsviðurværis. Þessar valda
klikur eru: gamla atvinnurekenda
stéttin, með skuldugu stórútgerð-
ina í broddi fylkingar, og nýríka
embættismannastéttin, sem Fram-
sókn og Skjaldborgin hafa skapað
á síðasta áratug. Það er óhugs-
andi fyrir þessar valdaklíkur að
halda hálaunum sínum, stórtekj-
um og óhófslífi, nema laun verka-
lýðsins verði lækkuð til muna og
iaun verkalýðsins verði ekki lækk
uð nema með því að banna eða
eyðileggja á einhvern hátt verka-
lýðssamtökin.
Fyrsta árás þessara sameinuðu
valdaklíkna var gengislækkunin
og hana þorðu þær ekki að fram-
kvæma, nema banna verkalýðssam
tökunum með lögum launahækk-
un. Með því að þverbrjóta lýðræði
og mannréttindi á verkalýðnum
var þessi fyrsta árás Breiðfylk-
ingarinnar barin fram. Nú er haf-
inn undirbúningur frekari árása,
og það sem þá verður fyrst að
gera, er að eyðileggja mótspyrnu-
þrótt verkalýðssamtakanna.
Samníngar Ólafs Thórs
SL lóhanns,
Ólafur Thors og St. Jóhann
hafa undanfarna daga og vikur
verið að semja um, á hvern hátt
þessi fjörráð við verkalýðinn yrðu
auðveldast framin. Báum kemur
þeim saman um, að útiloka þurfi
áhrif Sósalistaflokksins, því hann
sé sá flokkur, sem hvetji og leiði
verkalýðinn til baráttu gegn kaup
kúguninni.
Ölafur Thors gerir þá kröfu, að
„Sjálfstæðismenn” fái full réttindi
í verkalýðsfélögunum og Stefán
Jóhann vill ganga inn á það, ef
þeir taki höndum saman við Al-
þýðuflokkinn á móti Sósíalista-
flokknum og öllum róttækum
verkalýð, sem sömu afstöðu kynni
að taka, eins og oft er með marga
stéttvísa verkamenn, sem fylgja í-
haldinu eða Alþýðuflokknum. Er
þá meiningin að afnema útilokun-
arákvæðið úr Alþýðusambands-
lögunum, — að minnsta kosti
hvað íhaldsmenn snertir, — gera
Alþýðusambandið formlega óháð
Alþýðuflokknum (en ofurselja
það í rauninni Breiðfylkingunni),
og fullkomna svo kúgunina með
þvingunarlögum frá Alþingi. Ekki
mun ennþá fullkomlega ákveðið,
hvort banna skuli með lögum að
kjósa sósíalista á slíkt Alþýðusam
bandsþing — eða hvort beita
skuli öðrum brögðum.
Morgunblaðið 2. maí staðfesti
þetta ráðabrugg í rauninni, með
eftirfarandi klausu í ritstjómar-
grein dagsins: „Ef Alþýðuflokkur
inn vill verkalýðnum vel, verður
hann nú þegar að taka höndum
saman við Sjálfstæðisflokkinn og
bjarga verkalýðsfélögunum úr
klóm kommúnista” .
Og Alþýðublaðið hneigir sig
djúpt og samþykkir með lotningu
fyrirskipun síns herra 4. maí, um
leið og það biður fyrirgefningar á
að útilokunarákvæðið skuli hafa
verið sett, með þessum orðum:
„Þetta ákvæði var því sett bein-
línis til þess að útiloka kommún-
istana eina og enga aðra, þó það
væri almennt orðað”. Síðan talar
blaðið um að Morgunblaðið hvetji
„til samstarfs milli Alþýðuflokks-
ins og Sjálfstæðisflokksins um
þessi mál og mun áreiðanlega ekki
standa á Alþýðuflokknum til þeirr
ar samvinnu, sem gæti varið verka
lýðsfélögin gegn eyðileggingar-
starfsemi kommúnista”. (Letur-
breytingar vorar).
Það þarf því ekki frekar vitn-
anna við um hvernig komið er.
Það, sem þessir tveir broddar,
fulltrúar atvinnurekenda- og em-
bættismannaklíknanna í landinu,
eru að koma sér saman um á bak
við verkalýðinn, á kostnað hans
og gegn honum, er að búa til
þvingunarsamband, sem með rang-
látum úrskurðum, klofningi fé-
laga, útilokunarákvasðum, jafnvel
lögþvinguðum hlutfallskosningum
o. s. frv., sé gert að spémynd af
verkalýðssambandi, þannig, að
þessar yfirstéttarklíkur geti ráðið
því og bannað þannig verkalýðs-
hreyfinguna, svo að hægt sé að
bjóða henni allt.
En þetta er langt frá því að
vera það, sem verkamenn, hvaða
flokki sem þeir fylgja, vilja. Verka
menn vilja eitt, frjálst og óháð
samband, þar sem allir verka-
menn hafa jafnrétti og 'fullt frelsi
til að ráða öllum sínum málum.
-Og umfram allt er verkalýðnum
ljóst, að áambandið verður að vera
eitt, að fagleg eining er lífsskil-
yrði stéttarinnar, einmitt í þeirri
viðureign, sem nú stendur fyrir
dyrum. ,
Og einmitt af því verkamenn úr
öllum pólitískum flokkum eru
langt komnir með að skapa slíkt
frjálst, óháð samband, rjúka at-
vinnurekendur upp til handa og
fóta til þess að reyna, með aðstoð
þjóna sinna, að eyileggja þessa
ráðstöfun verkalýðsins sjálfs.
Framh. á 2. síðu.
Almennt er búizt við að Þjóðverjar muni þá og þegar ráðast á Pólland. —
SA-menn vera að stympast við áliorfendur á götu í Berlín á afmælisdegi
Á myndinni sjást þýzkir
Hitlers, 20. apríl síðastl.
Beck vísar kröfnm
Hlflers elnarðlega á bng
Pólland gengur ekkí að neínu sem
skeífdíir nuverandi ríkísheíld.
LONDON I ’ > ÆRKVELDI (F.IJ.)
Beck utanríkismálarádherra Póllands flutti ræðu
Sína í pólska þinginu í dag„ eins og boðað hafði verið,
og sagði meðal annars, að Pólland væri reiðubúið til
að semja við Þýzkaland, ef vissum grundvaUarskiIyrð-
um yrði fullnægt. Þessi skilyrði taldi hann vera: Pöl-
land krefst þess, að rétti landsins til utanríkisverzlun
ar og aðstaða til hennar sé í engu skertur og heldur þv3
ósveigjanlega fast við réttiindi sín í Danzig. í öðru lagi:l
Pólland vill ekki láta einaingra sig frá Eystrasaltslönd-
unum. I þriðja lagi: PóUand gengur ekki að neinumráð
stöfunum, sem skerða yfirráðarétt þess yfir neinum
núverandi hluta ríkisins.
Sameígínlegt öryggí er orðið áhrífalaust
44
Beck byrjaði ræðu sína með því
að miitna á hið alvarlega ástand,
sem nú ríkti í alþjóðamálum,
vegna þess, að allar stofnanir, sem
hefðu átt að viðhalda sameigin-
legu öryggi, hefðu með breyttum
aðferðum í viðskiptum þjóðanna
verið gerðar áhrifalausar.
Hann talaði einnig xun brezk-
pólska samkomulagið, þar sem
þessi ríki hefðu heitið hvort öðru
gagnkvæmum stuðningi, ef á þau
eða liagsmuni þeirra yrði ráðizt.
Fór hann miklum viðurkenningar-
orðum um þá velvild og þann skiln
ing I garð PóIIands, sem fram
Da$sbrún tnun hefja verkfall hjá
Landssímanum þann 13. þ, m. ef
samníngar takasf ekkt vtðsímamenn
Dagsbrún ákvað í gær að hefja
verkfall hjá Landssímanum þann
13. þ. mán., ef ekki hafa náðst áð-
ur samningar við póst- og síma-
málastjóra um kaup og kjör síma
lagningarmanna.
Eins og lesendum blaðsins er
kunnugt, hefur Guðm. Hlíðdal ætíð
þvertekið fyrir að gera samninga
við símalagningarmenn og endur-
tók þá neitun sína í bréfi til Dags
brúnar í gær.
Trúnaðarmannaráð Dagsbrúnar
heimilaði því stjórn félagsins
að hefja verkfall hjá Landssíman-
um þann 13. þ. mán. ef samning-
ar næðust ekki fyrir þann tíma.
Ákvörðun þessi hefur nú þegar
verið tilkynnt Guðm. Hlíðdal og
sáttasemjara í vinnudeilum.
hefði komið í öllum umræðunum
í London. Einnig talaði hann um
samkomulag Pólverja og Frakka
og lét vel yfir.
Beck tálaði því næst um ræðu
Hitlers á föstudaginn var og sagði
að Hitler hefði notað brezk-pólska
samkomulagið sem átyllu til þess
að segja upp ekki-árásarsamningn
um milli Þýzkalands og Póllands.
Þessi samningur hefði átt að
skapa gagnkvæman velvilja og
samúð milli þesara tveggja ríkja,
en Pólland hefði gert sér far um
að halda sáttmálann út í yztu æs-
ar, og þess vegna kæmi því þessi
ráðstöfun Þýzkalands mjög á ó-
vart. Beck sagði, að svo virtist,
sem þýzka stjómin hefði litið svo
á, að tilgangur þessa sáttmála
hefði verið sá, að einangra Pól-
land og útiloka það frá hverskon-
ar samkomulagi við vesturveldin.
Ef slíkum skilningi hefði verið
haldið að Póllandi, myndi það hafa
hafnað þessum sáttmála.
Beck talaði því næst um Danzig
og pólska hliðið. Hann sagði, að
Danzig hefði ekki verið fundin
upp með Versalasamningunum,
heldur hefði hún staðið öldum sam
an og verið vettvangur, þar sem
pólskir og þýzkir hagsmunir mætt
ust. íbúarnir væru að vísu að
„MjaMt og
dvergarnir sjð
komaáGamlaBíó
Hin heimsfræga teiknikvikmynd
Walt Disney’s, Mjallhvít og dverg-
arnir sjö, verður sýnd í Gamla
Bíó á næstunni. Hefjast sýningar
að öllum líkindum í næstu viku.
Hér á landi þekkja menn helzt
til þessarar frægu myndar af fram
haldsmyndum þeim, sem eru að
koma út í Sunnudegi, fylgiriti
Þjóðviljans og Nýs lands. Þar
koma í hverju blaði tvær blaðsíð-
ur af myndum úr kvikmyndinni,
þannig útdráttur, að söguþráður-
inn helzt. Myndir þesar hafa orð-
ið framúrskarandi vinsælar og er
orðin mikil eftirspum eftir Sunnu
degi frá byrjun, til að fá alla sög-
una.
Kvikmyndin hefur verið sýnd
mánuðum saman á stærstu bíóum
í stórborgum Evrópu og Ameríku.
og er ekki að efa, að hún verður
vinsæl hér, sem annarsstaðar.
mestu leyti þýzkir, en afkoma
þeirra og framtíðarhorfur byggð-
ust eingöngu á viðskiptalegum og
fjárhagslegum styrkleika Póllands
Um pólska hliðið sagði Beck,
að Þjóðverjar hefðu notið þar full-
kominna réttinda um járnbrautar
samgöngur. Þeim væri heimilt að
fara til Austur-Prússlands án
nokkurra formsatriða um vega-
bréf og toll, og Pólland hefði
meira að segja boðist til að láta
þessi réttindi einnig ná til flutn-
inga með bifreiðum. Lauk hann
máli sínu um þetta atriði með
þessum orðum: „Vér höfum enga
löngun til þess að hindra Þjóð-
verja í því að ferðast til Austur-
Prússlands, en vér viljum ekki á
neinn hátt takmarka yfirráð vor
í voru eigin landi.