Þjóðviljinn - 09.05.1939, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.05.1939, Blaðsíða 1
Gerízt meðlímír i Sósialísfa~ flokknum I IV. ARGANGUR ÞRIÐJUDAGUR 9. MAI 1939. 105. TÖLUBLAÐ Hvað hef ur þú geff fíl að úfbreíða Þjóðvílíann 1 Stofnnu almenns flugfð fags er knýjandl nanðsyn „Orninn" hefur ffogið so.ooo km|] á fyrsfa flugárínu Verkefnin ern mikil og fara sívaxandi Flugfélag Akureyrar hefur nú rekið flugstarfsem í heilt ár og unnið með því merkilegt brautryðjendastarf fyrir íslenzk flugmál. Hefur tilraun þessi tekizt það vel að sjálfsagt virðist að því starfi, sem félagið hefur lagt grundvöll að, verði haldið áfeam. En jafnframt því að starfsemin er komin af tilraunastiginu þarf að tryggja reksturinn með nægilegu fjármagni og öruggari að stöðu en fámennt og fátækt félag getur gefið — stofn- un öflugs flugfélags með nægu rekstrarfjármagni og ríkisíhlutun er skilyrði fyrir óslitinni þróunarbraut ís- lenzkra flugmála. Agnar Kofoed-Hansen bauð tíðindamönnum blaða og útvarps til viðtals í gær, í tilefni af því, að 2. maí fyrsta flugári flugvél- arinnar „Örn” lokið. Áður en við- talið fór fram fór Agnar með fréttamennina í hringflug og hafi þeir ekki verið sannfærðir um yf- irburði flugvélarinnar sem farar- tækis urðu þeir það við flugið. Á því var sá einn ljóður, að þurfa „niður til jarðarinnar” aftur, en þar beið veruleikinn í mynd árs- skýrslu Flugfélags Akureyrar. Var ekið í skyndi heim á skrif- stofu Flugmálafélagsins og skýrði Agnar þar frá eftirfarandi atrið- um úr ársskýrslunni: Fyrsta flugári flugvélarinnar „Örn” lauk 2. maí. Hafði hún flogið á árinu 80000 km. og voru flugdagar 157. Tala farþega var 1100. Sjúklingar fluttir voru 24 talsins, þar af 13 dauðveikir í körfu. Póstur fluttur var 2422 lcg. Lent var á 51 stað og flugleiðin Reykjavík—Akureyri—Siglufjörð- ur farin 94 sinnum. Tekjur félagsins á árinu námu 56500 kr., en útgjöld voru tæpar 50000 kr. ef ekki er meðtalin fyrning á eignum. Af einstökum útgjaldaliðum má nefna: Flug- tryggingar 11100 kr. (hver far- þegi er tryggður á 30000 kr.), benzín og olía 12000 kr„ kaup flugmanns og vélamanns 10900 kr„ kaup hjálparmanns 2400 kr„ viðgerðir og vrðhald 1200 kr„ vaxtareikningur af skuldum fé- lagsins 2500 kr„ ýms útgjöld 10000 kr„ en í þessum síðasta lið eru faldar ýmsar eignir, sem fé- lagið á. Ef reiknað er með fullum af- skriftum, sem ekki verða minni en 12000 kr„ er því ekki hægt að segja að reksturinn hafi borið sig. Þrátt fyrir það má telja sannað með starfi Flugfélags Akureyrar þetta ár, að flugstarfsemi hér á landi er ekki út í loftið, hefur næg verkefni og á sér mikla framtíð. Hinsvegar getur það tæpast gengið svo áfram, að flugrekstur- inn hvíli á fáum mönnum, er hafa yfir litlu fjármagni að ráða. Stofnun allsherjar flugfélags með nægu fjármagni er orðin lmýjandi nauðsyn. Bezt yrði sennilega að flugið yrði rekið sem einkarekstur en ríkið þarf að hlúa að því eftir megni, sjá því fyrir verkefnum og sem fullkomnastri veðurskeyta- þjónustu. Verkefnin eru næg, á þessu fyrsta flugári kom aðeins einn flugdagur, sem ekki var verkefni fyrir „Örn”. Hernaðarbandalag fasistaríkjanna. LONDON 1 GÆRKVÖLDI (FÚ) I öllum helztu höfuðborgum heims ræða menn í dag um hinn nýja pólitíska og hernaðarlega sáttmála milli Italíu og Þý/.ka- lands, en mjög eru blaðadómar og önnur ummæli misjöfn um þýð- ingu þessa sáttmála. Brezku blöðin eru yfirleitt á einu máli um það að leggja ekki mikið upp úr sáttmálanum, og í sama streng taka blöð í París, sem yfirleitt telja að hinn nýi sát.máli sé ekki annað en viðurkenning og staðfesting þeirra sáttmála, sem þessi ríki voru búin að gera með sér áður. Önnur blöð líta svo á, að þetta sé aðeins herbragð, sem eigi að skjóta Bretum, Frökkum og Pólverjum skelk í bringu. 1 Póllandi er ekkert opinberlega komið fram um þetta nýja banda- lag, en almennt eru menn þeirrar skoðunar í Varsjá, að Mussolini myndi ekki hafa gengið að þessu samkomulagi, nema því aðeins, að Þýzkaland hefði skuldbundið sig til að slaka eitthvað á afstöðu sinni til Póllands. Von Brauchitz hershöfðingi, forseti herforingjaráðsins þýzka, var í dag viðstaddur hersýningu, sem haldin var honum til heiðurs á Norður-ltalíu. Frá Danmörku koma fregnir um það, að þýzki flotinn haldi nú heræfingar undan Jótlandsströnd- um, og er það í fyrsta sinni síðan á styrjaldarárunum, að þýzki flot- inn kýs sér þann stað til æfinga. 32 herskip af ýmsum gerðum taka þátt í æfingunum ásamt miklum loftfota. y' i > Wm Agnar Kofoed-Hansen. Með því að hlýnna að íslenzka fluginu með síldarleit, póstflugi o. fl. getur ríkið orðið flugmálunum að ómetanlegu liði. Á þessu liðna ári hafa Reykjavíkurbær og Akur- eyrarbær veitt flugfélaginu ágæta aðstoð, ennfremur ríkið með sím- skeyta og veðurskeytaflutning og póstmálastjórnin með póstflutn- ing. anna m bandalao oenn ofheidinn Hann reynír ad eínangra Sovctríhín og síga Hítler áfþau, að En$L o$ Frakkl. hluflausum EINKASKEYTI TIL ÞJÓÐVILJANS. KHÖFN í GÆRKV Chamberlain heldur áfram að grafa undan grund- velli friðarins. Samtímis því að samningur um þýzk-!t- alskt hernaðarbandalag er undirskrifað í Milano neitar Chamberlain tilboði Sovétríkjanna um hernaðarbandaT lag gegn ofbeldinu. Vemon Bartlett skrifar ídag í News Chronicle aðj samkomulag milli Englands, Frakklands og Sovétríkj- anna um hemaðaraðgerðir gegn friðrofa hvar sem væri yrði til þess að draga úr hættunni á styrjöld. Leggur Bartlett áherzlu á að viðhald friðarins geti oltið á því sem gerist næstu daga. í l’Humanite bendir Gabriel Peri á tilraunir Cham- berlains til að einangra Sovétríkin og egna Þýzkaland til árása. I slíkri styrjöld mundi „hlutleysi“ Englands og Frakklands verða Hitler dýrmætt eins og „hlutleys- isstefna“ þeirra ríkja varð Franco. FRÉTTARITARI.. LONDON I GÆRKV. (FtJ) Sir William Seeds, sendiherra Breta í Moskva, ræddi í dag við hinn nýja utanríkismálafulltrúa Sovétríkjanna, Molotoff. Talið er, að þeir muni hafa rætt um svar Breta við hinum rússnesku tillög- um varðandi vamarbandalagið gegn ofbeldi. Af hálfu hins opinbera hafa engar upplýsingar fengizt í Lond- on um innihald svars brezku stjórnarinnar, en samkvæmt fregnum frá Moskva mun svarið hafa tvær tillögur inni að halda — í fyrsta lagi, að Sovétríkin ábyrg- ist öryggi þeirra ríltja, sem liggja upp að landamærum þess, og Eaímagnsstöð í Maginot-virkjunu Maginot-línan er talin til sterk- ustu víggirðinga í lieimi. LONDON í GÆRKVÖLDI (FÚ) Se\ brczkir hernaðarsérfræð- ingar kornu til Parísar í gærdag og sátu ráðstefnu siðdegis í dag með franska hermálaráðuneytinu. Munu þeir fara í tveggja daga skoðunarför til Maginot-línunnar, áður en þeir hverfa lieim aftur. Ribbentrop, utanríkismálaráð- herra Þýzkalands, er nú á leið heim til Berlínar frá Milano, en þar átti hann viðræður við Ciano greifa, utanrikismálaráðherra It- alíu. Páll prins, ríkisstjóri i Júgó- slavíu, er væntanlegur til Rómar á morgun, og mun hann dvelja þar í fjóra daga. Búizt er við, að ýms mál, sem samkomulag varð um, um leið og Þýzkaland og Italía gerðu með sér hið nýja hernaðarbandalag, verði lögð fyrir hann til álits. Landstjórinn í Líbyu, Balbo marskálkur, kom til Kairo í dag, og tók ítalski sendiherrann í borg- inni á móti honum. Chamberlain og friðurinn. — Við ættum að geta komið þessu k/andi fyrir kattarnef. hvers um sig og í öðru lagi, að Bretland skuldbindi sig þá til þess að aðstoða Sovétríkin, ef það skyldi lenda í styrjöld vegna þeirrar ábyrgðar, sem það hér með hefði tekizt á hendur. Svarið virðist benda til þess, að það sé fyrst og fremst Austur-Evrópa, sem hér ræðir um og er rússnesku stjórninni gefið í skyn, að ef hún vilji taka fasta afstöðu á þessum grundvelli, þá muni Rússland ekki verða látið án aðstoðar. Þýðíngarmíklair sfjórn~ málavíðræður Pofcm* kíns og sfjórna Balk« anríkjanna. Potemkin, aðstoðarutanríkis- málaráðherra Sovétríkjanna kom til Búkarest í dag og átti viðræðu Molotoff utanríkisfulltrúi Sovétríkjanna. við Gafencu, utanríkismálaráð- herra Rúmeníu. Opinber tilkynning var gefin út samtímis í gær í Moskva og An- kara, og er aðalefni hennar á þá leið, að fullkomið samkomulag hafi náðst milli ríkjanna, í viðræð- um þeim, er varautanríkismála- ráðherra Sovétríkjanna, Potem- kin, hefur undanfarið átt við tyrk- nesku stjórnina. Er af þessu ráð- ið, að Tyrkland og Sovétríkin muni fylgjast að í meiri háttar málum. Potemkin er nú kominn á leið heim, en kemur við í Sofia á heimleiðinni og talar við Boris Búlgaríukonung og forsætisráð- herra Búlgaríu. Hann mun einnig koma við í Búkarest og tala við Gafencu, utanríkismálaráðherra Rúmena. Brczka þíngid raeóir herskyldulðgín. Umræðunum um herskyldulögin brezku hélt áfram í neðri málstof- unni í dag. Einn af þingmönnum Verkamannaflokksins gerði enn grein fyrir afstöðu flokks síns við frumvarpið, sem hann sagði, að myndi spilla brezkum anda. Hann hélt því fram, að ef mönnum yrði gefin nægilega göfug hugsjón til að berjast fyrir, þá mundu þeir gera það án herskyldu. Morrison talaði af hálfu stjórn- arinnar og studdi frumvarpið, sem hann taldi gildustu sönnun þess, að brezka stjórnin ætlaði að standa við allar skuldbindingar sínar. Mr. Lloyd George studdi frum- varpið, enda þótt hann teldi þann fjölda hermanna, er það næði til, ófullnægjandi á þeim óróatímum, er nú væru. Hann lét einnig í Ijósi þá skoðun, að brezka stjórnin gæti ekki tekizt á hendur neinar nýjar skuldbindingar nema hún nyti að- stoðar Sovétríkjanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.