Þjóðviljinn - 18.05.1939, Page 4
SfB Ny/a bib sg
Vcsalíngamlr
Amerísk stórmynd frá United
Artists. Gerð eftir hinni heims
frægu sögu franska stórskálds
ins
Virtor Hugo
Aðalhlutverkin leika:
FREDRIC MARCH og
CHARLES LAUGTIÍON
Sýnd kl. 7 og 9
— Börn fá ekki aðgang —
Fyrirmyndar _ .1$!
eígínmadur
hin óviðjafnanlega skemmti-
lega þýzka kvikmynd
verður sýnd kl. 5. Lækkað verð
SIÐASTA SINN!
Or bopgfnn!
Næturlæknir: I nótt Björgvin
Finnsson, Garðastræti 4, sími 2415
aðra nótt Daníel Fjelsted, Hverfis
götu 46, sími 3272; helgidagslækn
ir Kristín Ölafsdóttir, Ingólfsstr.
14, sími 2161.
Næturvörður er í Reykjavikur-
apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn.
Árni Eylands framkv.stj. flyt-
ur erindi í útvarpið annað kvöld
er hann nefnir „Frá Genova norð
ur ' Grafning”.
Sldpafréttir. Gullfoss er á leið
til Leith frá Kaupmannahöfn,
Goðafoss fór frá Hull í gær, Brúar
foss fer til útlanda í kvöld, Detti
foss er í Reykjavík, Lagarfoss er
í Khöfn, Selfoss er á leið til
Rotterdam, Bro, aukaskip Eim-
skipafélagsins er á leið til lands-
ins frá Leith, Dr. Alexandrine er
á leið til landsins fró Khöfn.
ÍJtvarpið í dag:
9.40 Morguntonleikar (plötur) :
Schumann: a) Cellókonsert, a-
moll. b) Symíónia í Es-dúr.
11.40 Veðurfregnir.
11.50 Hádegisútvarp.
15.30 Miðdegistónleikar:
a) Tónleikar Tónlistarskólans:
Sónata fyrir fiðlu, eftir De-
bussy (Stephanek og Árni Krist
jánsson).
b) 15,55 Hljómplötur: Yms lög.
17.00 Messa í Fríkirkjunni (séra
Hálfdán Helgason)
19.15 Hljómplötur: Létt lög.
19.25 Lesin dagskrá næstu viku.
19.35 Auglýsingar.
19.45 Fréttir.
20.10 Veðurfregnir.
20.20 Einldíxur á pianó (Fritz
Weisshappel).
20.30 Frá útlöndum.
20.45 Útvarpskvöld Ferðafélags
Islands: Ávörp og erindi:, hljóðf
færaleikur.
22.05 Fréttaágrip.
22.15 Dagskrárlok.
Slys. I gærmorgun meiddist
verkamaður í uppskipun úr Lyru
hér á höfninni. Fékk hann þunga
papparúllu í höfuðið og hneig
hann niður meðvitundarlaus. Var
hann fluttur á Landsspítalann og
hafði hann meiðst allmikið á höfð-
inu. Verkamaðurinn heitir Kári
Kárason.
Karlakór verkamanna. Æfingin
verður annað kvöld kl. 8.30 í Hafn
arstræti 21 (uppi).
Pétur Sigurðsson sjómaður, Ás
vallagötu 23, andaðist á Landsspít
alanum í fyrrinótt, eftir stutta
legu. Þessa mæta félaga verður
nánar getið síðar.
PICIVILIIMM
Fimmtudagsdansklúbburinn held-
ur dansleik í kvöld kl. 10 í Alþýðu
húsinu. Hljómsveit undir stjórn
Bjarna Böðvarssonar leikur fyrir
dansinum. Aðgöngumiðar seldir í
Alþýðuhúsinu eftir kl. 7 í kvöld.
Frá höíninni. Allir togararnir
voru farnir á veiðar í gær nema
einn, sem fer í síldarflutninga, og
svo Geir, sem ekki mun fara meir
á saltfisksveiðar.
Leikfélag Keykjavíkur sýnir
sænska gamanleikinn „Tengda-
pabba” í kvöld kl. 8 í Iðnó. At-
hygli skal vakin á því, að nokkr-
ir aðgöngumiðar eru seldir á kr.
1.50. Eru nú aðeins fáar sýningar
eftir á þessu leikári Leikfélags-
ins.
Hjónaband. I gær voru gefin
saman í hjónaband ungfrú ölöf
Magnúsdóttir (Jónssonar prófess
ors) og Þórhallur Árnason verzl-
unarmaður.
Ármenningar, bæði piltar og
stúlkur, eru beðnir að fjölmenna í
dag kl. 9 f. h. í sjálfboðaliðsvinnu
við bátaskýli félagsins í Nauthóls
vík og umhverfi þess.
Unga Island, aprílheftið er ný-
komið út, f jölbreytt og vandað að
venju.
wmKmammmmmmmmmmmmmmmw
Lesendm!
Skíptíð við þá
sem auglýsa í
Þjóðvíljanum
Hífaveíían
FRA-MHALD AF 1. SÍÐU
að hagfelt lán væri þar ekki fáan
legt. Það væri ekki um annað að
gera en að taka þessu tilboði.
I umræðunum upplýstist, hvað
snerti það, til hvaða bæjarbúa
hitaveitan skyldi ná, að hún ætti
að koma til góða öllum innan
Hringbrautar, í Norðurmýri og á
Melunum.
Samþykkt var með samhljóða
atkvæðum að visa málinu til 2.
umræðu.
Skósmiðir.
Framhald af 1. síðu.
ir að borga, það sem Kveldúlí-
mr iog aðrir stórlaxar græða.
Það er „réttlæti“ „þjóðstjórnar
innar“.
Hitt er annað mál, að alþýðan
mun máske áður en langt um
líður leiðrétta þann „misskiln-
ing“ „þjóðstjórnar“-höfðingj-
nnaa, að það sé liægt að bjóða
íslenzkri alþýðu allt, —líkaþað
að láta sviptlna ganga á henni
þindarlaust milli kosninga, en
ætla svo að sætta hana með
einum sykurmola rétt fyrir
kosningarnar.
Mjallhvít og dvergamir 7.
Litprentaðar myndir Walt
Disney’s
fylgja með Þjóðviljanum á
hverjum sunnudegi.
Nýjir áskrifendur fá „Sunnu-
dag“ frá upphafi í kaupbæti,
meðan upplagið endist
Gerist áskrifendur að pjóð-
viljanum strax!
Æ. F. R.
Talkórítin
heldur æfingu í dag kl. 9 e.h.
í Hafnarstræti. Áríðandi að allir
mæti stundvíslega.
Gamla i3io %
Hín heimsfræga Ht-
»'«»‘881*
skreyffa | æfínfýra-
kvíkmynd
Mjallhvít
og
dvergarnír sjö
eftír sníllíngínn
WALT DISNEY
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9
Barnasýníng kL 3 og 5|
Alþýðusýníng kl. 7 1
LejhféLRcsJWhar
Tengdapabbl
gamanleiltur í 4 þáttum
Sýning; í kvöld kl. 8.
Aðeins örfáar sýningar eftir.
NB. Nokkrir aðgömgumiðar
seldir á aðeins kr. 1.50.
Aðgöngumiðar seldir eftir kl.
t í dag.
Ungher|ar!
Fiundur verður haldinn! í báð-
um deildum: í dag, fimmtudag-
inn 18., kl. 5 e. h. í Hafnarstrætj
21, uppi.
Fundarefni: Útilegan á Þing-
völlum og undirbúningur ung-
herjanna. — Þeir sem ætla að
taka þátt í ferðinni, verða að
mæta. — Verið viðbúnir.
Stjórmin.
Áskrffendnr Þjóðvfljans
semætla ad hafabúslaöaskípíífíl-
kynní nýja heímllísfangíd á af~
gsreíðsluna. Símí 2184.
Fimmf udagsdansklúbbmrlnn;
Dansleiknr
i Alþýðuhúsínu víð Hverfísgötu í hvöld hl. 10.
Hljómsveif undír sfjórn Bjarna Böðvarssonar.
Aðgöngumíðar á kr. 1.50 verða seldír frá kl. 7.
iii iiiiiii11iiiiiimi11ii iiiiiiiiiwiiMMeeMnwiweiMMnaMiMeMMiwiiiieuwMUMii
Hraðferðir til
Aknreyrar
Brádum byrjar STEINDÓR hraðferðír
um AKRANES tíí AKUREYRAR,
fvísvar I víku.
Nánar auglýst síðar.
AVikki Aús
lendir í æfintýrum.
Saga í myndum
fyrír börnín.
114.
Lofaðu mér að skýra þetta
nánar. Við höfum reynt að
ia peningalán, en það hefur
hvergi tekizt —
— vegna þess að kongur-
inn eySir öllu jafnóðum, og
það vita bankarnir í útlönd-
um —
— og nú ert þú eini maður-
inn í heiminum, sem getur
bjargað landinu. — Haldið þið
að ég geri kraftaverk?
Komdu vinur, ég skal sýna
þér dálítið. Þetta er hans hátign
Músíus fjórtándi- konungur yf-
ir Asíu!
lians Kirk: Sjómenn 87
Vertu sæll, elskan mín, sagði Tea grátandi og
) kyssti hann. Það sást nú til bílsins.
Systkinin tóku í hendina á honum eilt af öðru.
Vertu sæll, Marteinn, hvísluðu þau.
Marleinn kom sér fyrir i einu horninu, og hárið
þyrlaðist fyrir vindinum. Svo ók hann út í heiminn.
Nú fann Tea til þess, að þessi drengur stóð hjarta
hennar næst, þótt það væri að gera hinum rangt til,
og kæmi eitthvaS fyrir hann, þá mundi hún ekki
afbera það.
Á hverjum degi leit Tea eftir póstinum, í von um
bréf, og aS síSustu kom bréfspjald frá Marteini, meS
kveSju. Hann hafSi fundiS skipiS og var byrjaSur
aS búa til mat. ÞaS gengur vel, skrifaSi hann. Kær-
ar kveSjur, frá syni ykkar, Marteini Rön.
Tea tók meS sér bréfin frá Marteini þegar hún fór
í heimsóknir. ÞaS var yndislegt aS tala við aðra um
drenginn, og sérstaklega var huggun að finna hjá
Mariönnu.
Já, börnin þín, Tea, sagði Marianna, þau eru vel
gefin? engin skal geta sagt annað.
Já, þú hjalar, sagði Tea ,en gekkst þó upp við hól-
ið. Þín börn eru nú heldur ekki neinir silar. Aaby
vill að þau séu sett til bókarinnar.
Iss, sagði Marianna. Eg tek ekkert mark á því.
Þeir hugsa ekki um neitt nema fiskveiðar, strák-
arnir, og eru að sullast á sjónum frá morgni til
kvölds. En þín, þau vilja áfram. Það er auðfundið.
Og ég er viss um, að Marteinn er staðfastur og að
þaS verSur eitthvaS úr honum. ESa Tabila, svona
vel gefin og dugleg stúlka eins og hún er.
Já, Tabita — sagSi Tea óróleg. Þú mátt nú vera
Pegin, Marianna, að þú getur haft þín bjá þér hér
heima.
ÞaS gelur verið aS þú og Jens hafiS veriS óheppin
i mörgu. En þiS eigið þó svo efnileg börn, sem frelc-
ast verður heimtað. — Hin eru alveg jafnvel gefin,
það er auðséð.
Ln þegar talið barsl að öðrum hlutum, þá dró
Marianna ekki af, fremur venju. Nú var það Lár-
its. Það var farið að kvisast, að hann færi á krána
hvert sinn sem dansað var og að hann gæfi sig meira
að Katrínu en sæmilegt var. .
Ja, hvað svo, sagði Mariánna á sinn venjulega
máta. Ef þú værir gift Kock, þá mundir þú líka
dansa við strákana. Þeir segja, að hann lesi fyrir
hana upp úr bók á kvöldin og laki bók með sér i'
rúmið á kvöldin. Það kalla ég nú ekkert líf fyrir
kvenmann.
Katrinu þekkjum við nú og vitum hvemig hún
er, en Lárits ætli nú að vera vandari að virðingu
sinni en svo, áleit Tea.
Hann er duglegur að snúa stúlkunum, það er auð-
séð á honum, sagði Marianna.
Þú vildir kannske sjálf fá þér snúning? spurði Tea
skarpt.
Þær sátu í eldhúsinu, og vinnumaðurinn kom inn
til að drekka kaffið. Marianna snéri sér að honum.
Tea er bálskotin í þér, Lárits. Hún vill endilega
dansa við svona ungan mann. Og það er sagt að þú
sért farinn að gefa kvenfólkinu hornauga.
Tea röðnaði út undir eyru. Átti nú að fara að segja
að hún væri á eftir strákum? Henni lá við að fara
að gráta. Marianna sá, að nú hafði hún verið of hörð
og iðraðist.
Eg vil gjarnan dansa við þig sjálf, ef þú vilt, sagði
hún hkejandi, og Lárils var ekki seinn á sér að taka
utan um hana. Þau dönsuðu hraðan vals um eldhús-
gólfið. Tea snéri sér undan með hiyllingi. Marianna
varð rjóð i framan, eins og ung stúlka, og hún hvildi
örugg á armi Lárits. En hún var gift kona og dans-
aði við slrák, sem öllu var trúandi um.
Páll opnaði dyrnar og leit snögglega á fólkið. Það
komu hörkudrættir í andlit hans, hann deplaði aug-
unum nokkrum sinnum, en jafnaði sig fljótlega
Nú, þið fáið ykkur snúning, sagði hann rólega.
Marianna liætti í snatri og hló másandi.
Tea hélt að ég gæti ekki dansað lengur, sagði hún,
og horfði útundan sér á manninn. En ég get þó dá-
lítið ennþá, þó að ég sé bráðum orðin gömul kona.
Það er víst kominn tími til að drekka kaffið, sagði
Páll, án þess að mæta augnaráði hennar.
Þau drukku kaffið og Marianna masaði eins og
ekkert hefði i skorizt.
Hvenær hýstu svo við drengnum heim? spurði
hún.
f haust, sagði Tea og gaut augunum til Páls, sem
sat með hnyklaðar brýmar. Marianna mundi eiga
eftir að iðrast eftir þennan dans — og kannske var
það henni sjálfri fyrir beztu.