Þjóðviljinn - 28.05.1939, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 28.05.1939, Qupperneq 2
Sunnudagurinn 28. maí 1939. ÞJ4IVILJINN plÖOVIUINII Ctgefandi: Sameiningarflokkur . alþýðu — Sósíalistaflokkurinn — Ritstjórar: Einar Olgeirsson. Sigfús A. Sigurhj artarson. Bitstjórnarskrifstofnr: Hverf- isgötu 4 (3. hæð), sími 2270. 4fgreiðslu- og auglýsingaskrif- stofa: Austurstræti 12 (1. hæð) simi 2184. 4skriftargjald á mánnði: .. . Reykjavík og nágrenni kr. 2,50. Annarsstaðar á landinu kr. 1,75. 1 lausasölu 10 aura eintakið. Vikingsprent h. f. Hverfisgötu 4. Sími 2864. „Það er óskíljan* legf með öllu", Yerkamenn í Hafnart'irði, þeir, sem hafa verið trúir stétt sinni og staðið fast og drengi- lega undir merki Hlífar og bar izt af einlægni fyrir einingu verkalýðssamtakanna þar í firð inum, samþykktu í fyrradag með 95 atkvæðum gegn 4 sátta- tilboð til þeirra manna, er illu heilli létu ginna sig úr sínu gamla stéttarfélagi, en sem nú þrá ekkert fremur en að fá þægilegt tækifæri til þess að hverfa aftur heim, og gerast á ný góðir og gildir Hlífai'- menn. ! ! Verkamenn þeii', sem fluttu tillöguna um sáttatilboðið, eru sumir fylgjandi Sósíalista flokknum, en sumir Sjálfstæð- isflokknum, enda stóðu fylgis- menn beggja þessara flokka innan Hlífar sem einn maður að þessu síðasta sáttatilboði. í þessu, sem mörgu öðru, sýndu fylgjendur beggja þessara flokka meðal hafnfirzkra verkamanna, að þeir eiga þann stéttarlega þroska, sem með þarf, til þess að gera verkalýðs- eamtök-in að stórveldi í land- inu. Engum þeim, sem fylgst hefur með einingarbaráttu Hlíf ar í vetur gat komið þetta á óvart. Pað liggur því við að menn verði hissa að sjá Morg- unblaðið lýsa því yfir, skýrt og ekorinort, að þessi niðurstaða í Hlíf sé óskiljanleg með öllu. Allt hefur sínar orsakir, líka skilningsleysi Morgunblaðisins. Ástæðurnar eru þessar: Hátt settir menn innan Breiðfylkingarinnar, sem aldr- ei hafa á verkamannavinnu snert, ákváðu á klíkufundi, að fá verkamenn í Hlíf, sem trúa á frjálsa samkeppni og einka- rekstur framleiðslutækjanna, til þess að bera fram tillögur, sem í raun og veru fólu það í sér, að viðurkenna pólitísk fíokksfélög Breiðfylkingarinin- ar sem aðila innan Hlífar, og ennfremur að Hlíf gengi nú þegar úr Varnarbandalaginu. ’Breiðfylkingin fékk hinn vin- sæla þingmann Hafnfirðinga, Bjarna Snæbjörnsson, til þess að koma þessum tillögum á framfæri á fundi í Þór, en Pór eru félag þeirra hafnfirzkra verkamanna, sem trúa á frjálsu samkeppnina. Vinsældir Bjarna ollu því, að Pórsmenn beittu sér ekki að ráði gegn tillögunni og lofuðu peir að flytja hana á Hlífai'- fundi. : Fyrir fund í Hlíf hafði stjórn félagsins, ásamt nefnd, sem með henni starfar aö lausn deilumálanna, samið hinar hóf- legu tillögur, sem birtar voru í blaðinú \ fgæi' <og varð um þæí Fð aðeins bðrn efnamanna aðgang í Menntaskólann? 17. þ. m. lauk inngönguprófi í 1. bekk Menntaskólans. 104 nemendur gengu undir prófið, 76 stóðust það, það er, fengu þá meðaleinkunn, sem krafizt er. En af þeim' fá þó ekki nema 27, sem hæstu prófi náðu, að setjast í Menntaskólann og fá þar ókeypis kennslu. Hinverðaá annaðhvort að gefast upp áfyr- irhiugaðri námsbraut eða leita á náðir skóla, sem ,ekki geturkom' ist hjá því að taka af þeim hátt kennslugjald. Petta gæti að ofurlitlu leyti verið réttlætanlegt, ef nemend- urnir, sem prófið þreyta hefðú jafna aðstöðu. En því fer alls' fjarri. Um þetta próf ræður það lang mestú, hve miklum fjári munum hefur verið kostað tit fiáms þeirra sem undir það gengust. Mikill meirihluti þeirra er undir prófið gengu voru nem endur sem luku prófi við barna- skólana hér í Rvík í vor eða fyrravor. Engu barni, sem náði prófi upp í Menntaskóknn í vor, hefur verið látin nægja sú kennsla, sem það hefur fengið í barnaskólunum, heldur hefut þeim öllum verið keypt auka- kennsla, og því nær öll hafa beinlínis farið úr barnaskólanum til einkakennara, sem tekið hafa af foreldnum þe’ma stórféj í 1—2 vetur til þess að fleyta þeim yfir þenna erfiða brimgarð inn í höfn Menntaskólans. Sagt et að einu barni, sem þótti bera af öllum nemendum harnaskól- anna í Rvík í fyrravetur, hafi tekizt án aukakennslu að verðá 27. í röð við inntökuprófið í fyrravor og fengið þá inngöngu af einstakri náð, enda hefur nú það smávik verið gert frá rétt- llætinu, að 27 nemendur fá inn- göngu í skólann í stað þess að fyrirmæli eru um, að þeir skuli vera 25. Pessi 27. við barn inginn í fyrra er líka sagður hafa verið efstur í sínum bekk í a Uan vetur. i Flestir, sem þekkja, telja inn fullt samkomulag, og voru til- lögur Breiðfylkingarinnar þar með úr sögunni. Verkamenn- irnir réðu. Breiðfylkingin var borin ráðum. Pað er von að Morgunblaö- inu finnist þetta óskiljanlegt. Nú víkur sögunni að þeirri deild Breiðfylkingarinnar, sem þeir stjórna Emil Jónsson og sprúttsalarnir Kjartan ólafsson og Björn Jóhannsson. Peir héldu fund í Hafnarfirði með verkamönnum þeim, sem af ótta fylgja þeim til klofnings- starfsemi innan Hlífar. Voru sprúttsalarnir hinir í'eifustu og hugðu að nú mundi auövelt að ráða niðurlögum Hlífar. En á fundinn bárust þau sorgartíð- indi, að tillögur Breiðfylkingar- innar ættu nær enga formæl- endur innan Hlífar. Pá varð Birni að orði: Eg missi alla trú á þjóöstjórninni, ef hún getur ekki leyst þetta mál. Kjartan kvað máliö verða að leysast og það strax. Var því næst fundi slitiö. Síðan sitja Breiðfylkingar- höföingjarnir á ráðstefnum og velta því fyrir sér, hvernig á því geti staöiö, að verkamenn í Hafnarfiröi vilji ráða sér sjálf- ir. gönguprófið inn í Menntaskól- ann óhæfu ,eins og því ier nú komið. Pað er óhæfa af því að það deilir börnum í hæf og ó- hæf eftir peningum foreldra þeirra, en ekki eftir hæfileikum sjálfra þeirra. En ekki aðeins fyrir það. Það er líka óhæfa — og enn meiri óhæfa fyrir það, að til barnanna eru gerð- ar óeðlilegar námskröftur. Pað er farið með þau á mjög lík- an hátt og farið hefur verið með fætur kínverskra stúlku- barna hjá heldra fólkinu þar í landi fram til síðustu ára. Pað eru aðeins örfá börn, sem und- irbúningurinn undir þetta inn- göngupróf verður ekki andleg limlesting. Slíkt kemur ekkert við gáfum þeirra og hæfileikum almennt skoðað. Petta próf er sniðið við alveg sérstakt and- legt vaxtarlag (ef svo má að orði kveða) og slíkt vaxtarlag er alls ekki að öllu leyti ítur- vöxtur. Svo virðist sem þeir, sem þetta próf undirbúa, haíi ekki hugmynd um fyrstu frum- atriði uppeldisfræðinnar. 1 Pjóðviljinn er því ekki vanur að prenta greinar upp úr Morg-í unblaðinu af því að hann sé þeim svo samþykkur. Eú í þettaj skipti leyfir hann sér að breyta, út af venjunni og prenta upp úr Mbl. heila grein, af því að hann er henni hjartanlega sam- dómá! í öllum aðalatriðum. Ogi hér er ekki um aðsenda grein, í Mbl. að ræða, heldur er hún eftir öllum einkennum að dæma eftir aðalritstjórann, Valtý Stef- ánsson. Til þess að hafa sér- staklega mikið við greinina, hef- ur Pjóðviljinn sveigt svo til, að þessi endurprentun kemur út á ársafmæli hennar. Hún var fyrst birt í Mbl. 28. maí 1938. „FÁ AÐEINS BÖRN EFNA- MANNA AÐGÁNG I MENNTA- SKÓLANN? 102 börfi stódiust inntökupróf í Menntaskólann: Aðeíns ; 25 fá ínngöingiu. 123 nemendur gengu aðþessu sinni undir inntökupróíí 1. bekkj Menntaskólaus. Af þeim stóðust 102 prófið, en aðeins 25 fá að jsetjasjt í 4. biekk, því að enn er í fullu gildi hin fáránlega fyrir- sipun, sem kennslumálaráð- herra Framsóknarflokksins! gaf hé r um árið, þar sem Mennta-, skólanum var lokað fyrir fleiri nemendum en 25 á ári. t Afleiðingin af öllu þessu hátta Iagi er sú, að nú er orðið svo mikið kapphlaup um skólann, að aðeins örfá úrvalsbörn og! svo börn efnaðra foreldra, er ráð hafa á að kaupa dýra kennslu handa börnunum, fá að njóta kennslu í Menntaskólan-! . um. Er nokkuð vit í þessu fyrir- komiulagi? Er nokkurt vit í, að, láta 90 ára gamlan hússkrokk ráða því, hve margir nemendur fái tækifæri til að njóta kennslu í bezta og fullkómnasta skóla, landsins? Er1 það í anda hins sann lýð- ræðis ,að aðeins börn efnaðra forejdra fái að ganga hinn svo- kallaðaa menntaveg hér á landi? Hefur það þó ekki hingað til verið aðalkeppikefli mestu hug- sjónamanna þjóðar vorrar, að engin einokun ætti að vera á menntuninni og aðskólarnirættú að vera opnir fyrir alla, fiátæka sem ríka og hvaða stéttar sem þeir tilheyra í þjóðfélaginu? i Lokun Menntaskólans hefur hinsvegar þær afleiðingar, að það verða hér eftir aðallega börn efnaðra foreldra, sem fá inngöngiui í skólami, því aðaðr- ' ir hafa ekki ráð á að kaupa dýra kennslu til þess að undir- búa börnin. j Það er ekki lengur nóg fyrir börnin ,sem vilja komast inn í Menntaskólann, að þau standist inntökuprófið. A'f 102j, 'sjem1 stóðust prófið nú fá aðeins 25 að setjas,t í 1. bekk og þauval- in, sem hæsta fá aðaleinkunn við inntökuprófið. Hve mikið kapphlaupið er um skólann sést bezt á því, að, lægsta aðaleinkunn hjá þeim sem inn í skólann komast nú mun vera 8,3, en aðaleinkunnin 5 nægir til að standast prófið. Vitanlega standa þau börn miklu betur að vígi í þessu kapphlaupi sem notið geta tímakennslu og það máske yfir lengri tíma, til undirbúnings inntökuprófsins. — En það eru ekki nema efnaðir foreldrar, sem hafa ráð á að kaupa slíka kennslu handa börnunum. En hvað verður svo um þann fjölmenna hóp nemenda, sem lendir utandyra í Menntaskólan- um nú, vegna þess að ekki fá nema 25 inngöngu í skólann? Gagnfræðaskóli Reykvíkinga fær þá nemendur , sem hann getur veitt móttöku, en hans húsrúm er einnig takmarkaðj Heyrzt hefur að þessi skóli geti ekki tekið á móti nema 50 nem endum og verða þá a. m. k. eftir 25 nemendur, af þeim seni stóðust inntökuprófiö í Mennta-; skólann, sem ekki fá að njóta þeirrar skólakennslu, er þeir höfðu óskkð og valið sér. Svona er þá ástandið. Gegnir furðu, að valdhafarnir skulu láta þetta viðgangast lengur. Lokun Menutaskólans var neyð- arúrræði, sem aðeins mátti rétt læta sem; bráðabirgðaráðstöf- uun, meðan verið væri að koma betri skipan á þessi mál. En með því að hafa skólann lok- aðan til frambúðar skapast það óþolandi ástand, að aðeins börn efnaðra foreldra fá þar inn- göngu. Þau ein fá tækifæri til að njóta kennslu, í bezta og full- komnasta skóla landsins. Slíkt fyrirkomulag er óþoland'i í lýð- frjálsu landi“. ! Við þessa grein skulu svo eng ar athugasemdir gerðar aðrar en þær, að á það skal þó bent að aðstandendur Mbl. hafa nú fengið aðstöðu til að koma fram’ umbótum á þessu og er þess vænzt, að þeir neyti þess færis. Ef þeir gera það, munu þeir fá af því aukna virðingu rétt- sýnna manna. Að öðrum kosti ber greinin vitni um það eitt, að blaðinu er málið fullljóst, en hróp þess um réttlæti er aðeins ábyrgðarlaust lýðskrum er ekki er mark á takandi, þó því megi trúa til alvörunnar og þess að vera trútt málstaðnum, þegaf það gengur erinda ranglætisins. Þjóðviljinn vill og geta þess, að hann er Mbl. ekki alveg sam- mála um ýms smávægileg atriði Tíl hardsíjém- arínnar og er~ Ihdreka hennar Daglega eru blöð harð- stjórnarinnar, sem svikið hef- iur lýðræði íslendinga, að bera alþýðunni það á brýn að hún sé ekki nógu þjóðleg, af því hún er sósíalistísk. En það skulu þessir herrar vita, að einmitt sú alþýða Islands, sem aðhyllist sósíalismann, iei) staðráðin í að halda áfram' þeirri þjóðfrelsisbafáttu, er Breiðfylkingin hefur svikið með síðustu árásum sínum á lýðréttindi íslendinga. íslenzka ,alþýðan er ekki svo úrætta að hún láti herra Breiðfylkingarinnar níðast á mannréttindum hennar og hagsmunum án þess að svara sem menn og íslendingar — í þeim anda, sem örn Arnar son kvað svo um: „Pó að margt sé gleymt og glatað i geymist fram á þessa stund innsti kjarni íslendingsins: ofurkapp og víkingslund. ) Prátt fyrir harðstjórn, xsult , og seyriu, svikamenning, kristindóm, bregður fyrir Egils prku, Öfeigs hnefa, Gellis róm“. i J Lcikfélag Reykjavíkur ætlar að gefa mönnum eitt tækifæri enn til þess að sjá Tengdapabba og verð- ur það annað kvöld. Aðgöngumið- ar verða seldir með lægsta verði. Þingvallamótið. Bílar fara frá Vörubílastöðinni Þróttur í dag kl. 9 f. h. Ferðir verða að austan í kvöld. Lesið auglýsinguna um mótið. Iljúskapur. í gær voru gefin saman í hjónaband ungfrú Þor- björg H. Sigurjónsdóttir og Frið- rik Vigfússon verzlunarmaður. Heimili þeirra verður á Vífilsgötu 14. * ; " Hjúskapur. 1 gær voru gefin saman í hjónaband ungfrú Þórdís Hansdóttir, Víðimel 37 og Hjálm- ar G. Stefánsson, verzlunarmaður, Grundarstíg 6. Heimili þeirra verð ur á Bergþórugötu 51. ólafur D. Jóhannesson frá Stór- holti í Fljótum hefur.nýlega lokið lögfræðisprófi. Hlaut hann hæstu einkunn, sem gefin hefur verið hér á lögfræðiprófi, ágætiseink- unn, 155 stig. Hjúskapur. 1 gær voru gefin saman í hjónaband ungfrú Þuríð- ur Jónsdóttir og Carl Billich, pí- anóleikari. Heimili þeirra verður á Skarphéðinsgötu 4. í þessu máli, ieins og f. d. að Menntaskólinn sé bezti og full- komnasti skóli Iandsins. i En um þetta verður ef til vill rætt síðar ,ef tækifæri býðst. „Vísir” dirfist í gær að ætla að fara að meina alþýðunni Þingvöll. Henni er nú orðið flest of gott, 1. maí er talið eftir að hún fái nokkra klukkutíma á ári að ganga þær götur bæjarins, sem hún hef- ur lagt, og nú á Þingvöllur að vera henni of góður. Það er mikið að mennirnir, sem meina henni vinnu og sómasamlegt líf, skuli ekki fara að telja eftir henni loft- ið líka, því á vatninu og sólskin- inu okra þeir þegar sem kunnugt er, — (samanber hvað bannaðar kjallaraholur kosta, ef svo furðu- lega vill til að sól skín þar inn). En þegar þessir herrar fara að tala um að alþýðan vanhelgi Þing- völl, þá fer sannarlega skörin að færast upp í bekkinn, — þvi það er alþýðuæskan, sem helgar nú Þingvöll baráttunni fyrir menn- ing^i og frelsi þjóðarinnar. — En Vísi er bezt að stinga fyrst hend- inni í eigin barm, er hann talar um vanhelgun Þingvalla. Og ef blaðið ekki ræki minni til þess, hvernig burgeisalýður höfuðstað- arins hefur vanhelgað Þingvöll, þá væri máske hægt að gefa Vísi lýs- ingu á þeim „orgíum” drykkju- skapar og siðleysis, sem burgeisa- lýðurinn hefur „helgað” Þingvöll með, t. d. 2. ágúst. o Meðan bara er verið að rífast um óstjórnina á bæ og ríki í blöð- unum, þá eru margir, sem láta það sem vind um eyru þjóta. En þegar þeir fá að kenna á þessari óstjórn sjálfir nógu áþreifanlega, þá vakna þeir. Svo hefur verið þessa dagana með útsvörin. o Þeir verkamenn, sem atvinnu- leysið hrjáir og þeir, sem verða að þola niðurlægingu framfærsl- unnar, þurfa ekki útsvarsskrána til að finna til þeirrar óstjórnar, sem ríkir í þessu þjóðfélagi, — til ranglætisins og heimskunnar, sem kemur fram í því að neita þúsund- um vinnufærra handa um vinnu. Þeir finna til þess daglega. Rang- lætið svíður fjölskyldur þeirra hvern dag. o En útsvarsskráin minnir þá verkamenn, sem vinnu hafa, og millistéttafólkið, óþyrmilega á, hvernig yfirstéttin fer að láta þá borga framfærslu hennar, sem verst eru staddir, og þrýstir þann- ig lífskjörum verkalýðsstéttarinn- ar og millistéttanna, sem heildar niður, en heldur gróðanum fyrir sig. Og fyrir þessar vinnandi stéttir er nauðsynlegt að íhuga eftirfarandi: o Er hægt að hugsa sér öllu vit- lausara fyrirkomulag en að neita minnsta kosti um 1000 manns, sem ekkert vilja frekar en vinna, um vinnu, þegar þeir gætu unnið fyrir yfir 3 milljónum króna um árið, en láta svo hinsvegar greiða lélegan sveitastyrk, til að halda lífinu í þessum mönnum, unz ein-’ hverjum atvinnurekanda þóknast að kaupa vinnuafl einhvers þeirra? En bæjarstjóm og ríkis- stjórn fella sem kunnugt er hverja tillögu sósíalista um að gangast sjálf fyrir atvinnufram- kvæmdum, svo sem íbúðarhúsa- byggingum, er tryggt gætu næga vinnu. o Og svo eru þessar 2—3 miljónir sem verkamenn ekki fá að vinna fyrir, teknar af verkamönnum og millistéttum í útsvörum.'Þannig er hringrás vitleysunnar 1 óstjórnar- þjóðfélagi auðvaldsins. Mikki Mús getur því miður ekki komið fyrr en í næsta blaði. Hann á orðið svo marga kunningja og vini meðal lesenda, að strax er kvartað, ef hann vantar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.