Þjóðviljinn - 28.05.1939, Page 3
1J4BVILJINN
Sunnudagurinn 28. maí 1939.
K. R. vann Fram
með 4:2
„Breitt yftr nain
og númer“
Nokkur ár eru liðin síðan að-
aleigandi Kveldúlfs, Ólafur
iTh'iors, fór í fyrsta sinn suður
með sjó til að leita sér kjörfylg-.
is. Hann talaði til stéttvísi út-
gerðarmanna pg sjómanna.
„Við aflaklærnar“ sagði hann.
Smáútvegsmennirnir kusu hann
sem stærri bróður, sem gott
væri að eiga forsjá sína undir.'
Skömmu síðar var einn Kveld
úlfstogaranna staðinn að veið-
lim innan landhelgi í Garðssjó.
Hann rejmdi að fela nafn sitt
og númer með strigapokum. í
Af þessu fékk íslenzki talshátt
urinn að breiða yfir nafn og
múmer sína merkingu og sinn
hljóm.
Um þessar mundir hét stærsti
og íhaldssamasti stjórnmálafl.'
landsins. íhaldsflokkur. For-
ingi þess flokks var Jón Þor-
láksson. En smám saman náði
sú skoðun sigri innan fIokksins;
að sigurstranglegra væri og
betur við hæfi, að viðhafa vit
og heiðarleik Ólafs Thors í
fjármálum og stjórnmátum en
Jóns Þorlákssonar. Þá var flokkn
um nýtt nafn gefið og kallaður
Sjálfstæðisflokkur. Stefna flokks
ins var að sama skapi íhalds-
samari sem hún var óheiðar-
legri. Við þetta dýpkaði og
festist merking og hljómur hins
nýja talsháttar að breiða yfir
nafn og núrner.
Ólafur Thors, Kveldúlfur og
Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekki
til einskis komið fram( á leiksvið
íslenzkra stjórnmála. Þessi
þrenning hefur gefið talshætt-
inum að breiða yfir nafn ogl
númer eilíft líf í ísTenzku máli,1
,og þá merkingu, sem aldrei
breytist. :
Enn trúir Ólafur Thors og
Sjálfstæðisflokkurinn því, að sú
sé mest íþrótt lifsins og list
stjórnmálanna að breiða yfir|
nafn og númer. Að það sé bnunn
ur vizkunnar, vopn sigursinns.'
Mbþ í igær sýnir mörg tákn og
stórmerki þeirrar trúar. i
Aðalfrétt blað|sins á þriðju
síðu er: Nýtt öngþveilfi’ í verka-
lýðsmálum Hafnarfjarðar. Hlíf-
arfundurinn í Igærkvöldi hafnaðí
samkomulagstilraunum". Þarna
er skýrt frá tillögum, sem Ólaf-
ur Thors, Stefán Jóhann og
fleiri pólitískir brellukarlar —
höfðu komið sér saman um að
véla verkamenn í Hafnarfirði til
að samþykkja til sundrunar verk
lýðsfélagi þeirra. Yfir nafn og
númer er breitt með þeim hætti,
að þetta er kölluð „tilraun til
þessa að bjarga verklýðsmálun-
um úr því öngþveiti, sem þau
eriu komin í“. „Þar sem hér
stefndi til hinna mestu vand-
ræða, höfðu ýmsir góðir menn
séð fyrir því að reynt yrði að
kippa þ'essjui í ljaga. — Tillögun-
um var vísað frá með ölluin
atkvæðum gegn 7. Fundarmenn
skildu, að þær voru ósamkvæm-
ar lögum félagsins, gátu leitt
til upplausnar þess og voru til
þess gerðar að véla þá. „Er
með öllu óskiljanlegt hvernig
á því stendur, að þannig skyldi
fara með atkvæðagreiðsluna“,
segir Mbl. en hælist síðan yfiij
ir því, að hinir pólitísku brellu-
kóngar hafi fengið nokkra verká
menn er fylgja Sjálfstæðis-
flokknum, „Þórsmenn“, til að
vera samþykkir þessum „sátta-
tillögum". Blaðið segir þarvafa-
laust eigi meira en hálfan sann-
leika um sína flokksmenn meða!
hafnfirzkra verkamanna, — ef
svo mikið er hæft í frásögn
þess. En til þess að reyna að
halda áfram sundrungarstarf-
semi sinni þarna í Hafnarfirði,
reynir blaðið að fela það, að
Sjálfstæðisverkamennirnir í
Hafnarfirði áttu sinn góða þátt
í því að fá samþykktar virkileg-
ar sáttatillögur, sem tryggðu
einingu verklýðsfélagsskaparins.
Fréttariturum Mbl. af þessum
Hlífarfundi verður ekki með
öðru lýst en að hér sé þó sann-
arlega verið að breiða yfir nafn
og númer. ]
Eftir þessa fréttaritun kemur
svo „stóra bombaíi" í ritstjórn-|
argrein Mbl.: Kommúnistar hafa
breitt yfir nafn og númer með
því að stofna til Sameiningar-
flokks alþýðu — Sósíalistaflokks
ins, varnarbandalagsins og æsku
lýðsmóts á Þingvöllum!
Ekki þarf að taka það fram,
að grein þessi er stútfull af,
vísvitandi ósannindum. Það eruj
vísvitandi ósannindi, að kom-
múnistar hafi einir stofnað Sam-:
einingarflokk alþýðju. I þ'ví -áttu
miklu fleiri þátt. Það eru ósann-i
indi, að með nafni flokksins sé
breitt yfir nafn og númer. Nafn
flokksins segir einmitt svo skýrt
til um upphaf og eðli flokksins
sem það er unnt. Flokkurinn er
stofnaður til þess að sameina
alþýðu iandsins. ! hónum eru
kommúnistar og aðrir frjáls-
huga alþýðumenn ©g alþýðu-
sinnar með ýmislegar sósíal-r
istiskar skoðanir jöfnum hönd-
um. Frekar mætti segja, að of
mikið væri til þess slægzt að
segja sem mest um flokkinn
með nafni hans heldur en of
lítið. — Það eru vísvitandi ó-
sannindi Mbl. að flokkurinn sé,
„undirdeild alþjóðasambands
kommúnista". Flokkurinn er al-
gerlega utan allra alþjóðasam-
banda. (Hitt er allt annað mál,
jafif í jfliokknum eru ýmsir menn
sem eru kommúnistar að skoðun)’
Það eru vísvitandi Ósanníndi
Mbl., að kommúnistaflokkurinn
hafi stofnað varnarbandalagið.
Mbl. er það jafnvel fullkunnugt,
að Sameiningarflokkur alþýðu
hefur heldur ekki stofnað það,
heldur verklýðsfélögin sjálf.
Það eru vísvitandi ósann'mdi
Mbl. að nokkuð sé falið hverjir
standi fyrir æskulýðsmótinu á
Þingvöllum um hvítasunnuna.
Fyrir því stendur hin sósíalist-
iska Æskulýðsfylking.
En hversvegna er Mbl. þá
svona hatrammtað berja Samein
ingarflokkinn þeim brigzlum, að
hann drýgi glæpi Kveldúlfs, ól-
afs Thors, Sjálfstæðisflokksiná
og Mbl. sjálfs?
Það er fyrst og fremst vegna
þess að Mbl. finnur, að Samein-
ingarflokkurinn er vaxandi flokk'
ur. Veslings Mbl. skilur það'
ekki, að hægt sé að vinna
flokki fylgi á annan hátt en
breitt sé yfir nafn og númer.
Sjálfstæðisflokkurinn getur það
ekki. Því ályktar Mbl.: Af því
að Sameiningarflokkur alþýðu
er vaxandi flokkur, hlýtur hann
að breiða yfir nafn og númer.
Þetta má virða Mbl. til ofurlít-
illar vorkunnar.
Svo er Mbl. reitt. Það er reitt
yfir þeim „mistökum“ að geta
ekki sundrað samtökum verka-
lýðsins; í Hafnarfirði. Það skil-
ur, að öll pólitík' sjálfs þ'es's og
Sjálfstæðisflokksins í heild er
svávirðileg. Og þegar það
hyggst berja Sameiníngarflokk-i
inn brigzlum, svo að um muni,
þá ber það hónum' á brýn sína
eigin glæpi, glæpi síns eígin
flokks. Verri brigzlyrði fínnst
því ekki hugsanlegt að til séu
Og að lokum er Mbl. hrætt
um, að þátttakja í æskulýðsmótii
Æskulýðshreyfingarinnaí á
Þingvöllum nú á hvítasunnunni
verði geysimikil og vill reyna að
gera sitt til að hræða allra ein-
földusf Tu^lálirnar frá því að
verða þar með. Vonandi á æsku
lýður Reykjavíkur þann metnaðl
og þrótt ,að svara slíku að mak-
legleikum. Honum má og vera
fullljóst, að sú sjálfstæðisbar-
átta, sem Æskulýðshreyfingin
reisir er allt annað og heiðar-
legri ien „sjálfstæðisbarátta“
Sjálfstæðisflokksins.
En hvað sem þessu líður,
mega Sjálfstæðismenn vel vita
það, að ef þeir hyggjast berja
okkur Sameiningarmenn þeim
brigzlum, að við breiðumi yfíí
nafn og númer, þá hittai þeií
sjálfa sig fyrir en enga aðra.:
Og sá er eldurinn heitastur, er
á sjálfum brennur.
Einar Arnalds, lögfræðingur,
hefur verið ráðinn fulltrúi lög-
reglustjóra í stað Ragnars Jóns-
sonar, er nú dvelur erlendis sér til
heilsubótar.
Ferðafélag Islands ráðgerir að
fara gönguför á Ingólfsfjall á
annan í hvítasunnu. Verður lagt
af stað frá Steindórsstöð kl. 8 f h.
heilsubótar.
Annar ; leikur Reykjavíkur-
mótsins, milli K. R. og Fram,
var langt frá því að vera
skemmtilegur, aS undantekn-
um nokkrum hluta síðari hálf-
leiks. I byrjun leiksins leit svo
út, sem K. R. ætlaSi aS hafa ger
samlega yfirhöndina. Gekk
þaS svo fyrstu ca. 10 minútum-
ar. Þá fengu K. R.-ingar nokk-
ur tækifæri, t. d. Steini, en þau
voru misnotuS. Framarar fóru
aS ýta frá sér og gerSu óvænta
árás á vinstri hliS vallarins.
Sendi Jón Magg. knöttinn yfir
til Þórhallar, en honum mis-
heppnaSist hrapallega. Enn
gerSu Framarar áhlaup, en þaS
fékk enga jákvæSa endingu.
Fram hafSi nú um hríS yfir-
höndina og fékk ágæt tækifæri
og sltall hurS oft nærri hælum
K. R.-inga, svo aS t. d. einu
sinni, er markmaSurinn var
ekki „heima” og bakvörSurinn
skallaSi úr markinu. K.R. leidd
ist sýnilega þóf þetta og hrinti
áhlaupnu af sér, og fékk
nokkur horn á Fram. Rétt fyr-
ir lok þessa hálfleiks tókst K.
R. aS gera mark úr horni, skall
aSi GuSmundur Jónsson knött-
inn í netiS. 1:0 Um miSjan hálf-
leikinn meiddist Óli B. Jóns-
son, og á hans staS kom Skúli
Þorkelsson. GerSist ekkert
sögulegt meira í þessum hálf-
leik.
SíSari hálfleikur var líflegri
og má þaS þakka þeim mörk-
um, sem kornu. Fram gerSi
horn. Birgir tók þaS, þrír
Framarar ætluSu aS taka á
móti boltanum (þaS dugSi
einn!) en urSu hver fyrir öSr-
um og boltinn hrökk af þeim í
mark, 2:0. K. R. hélt sókninni
> áfram og eftir nokkurt þóf
slcallaSi Þorsteinn inn nr. 3.
Framarar létu sér þetta nú
ekki vel líka og gerSu þeir á-
hlaup vinstra megin. Högni,
Jörgensen og Jón Sig., er
spyrnir yfir til Karls og spyrn-
ir hann meS öruggu skoti og ó-
verjandi í mark K. R. 3:1. Eftir
svo sem tvær, þrjár mín. léku
þremenningarnir upp meS-bolt
ann og Þorsteinn endaSi meS
skoti í mark Fram 4:1. Svo
sem 10 mín. fyrir leikslok setti
Jón Sig. 2. mark Fram og
endaSi þessi leikur 4:2. K. R.
hafSi yfirhöndina yfirleitt í
leknum aS undanskildum
nokkrum tíma í fyrri hálfleik,
Þó höfSu Framarar mörg tæki-
færi, sem meS dálílilli heppni
hefSi getaS snúiS öllu viS. Mörk
in voru fá sett eftir skipulagt á-
hlaup, og samleikur var frem-
ur fátítt fyrirbrigSi. Stór spörk
fram á viS geta veriS virkandi
sérstaklega sé vörnin þannig
aS hún hafi vald á háum leik,
en vörn Fram er í augnablik-
inu þeirra veika hliS. í liSi
Fram voru núna 4 úr II. flokki
og eru þaS alll efnilegir menn,
en vantar meiri keppni og
reynslu. MynduSu þessir 4
menn alveg hægri hliS Fram
bakvörS, framvörS og inn- og
útherja. HefSi ég taliS heppi-
legra aS hafá Högna þeim meg-
in, en Sæmund hinumegin, þar
sem Jörgensen lá líka mikiS
aftur, en Karl yfirleitt ekki.
ÞaS er varla von aS svona
ungir drengir hafi úthald á viS
fullþroskaSa menn. Annars
mátti sjá þaS á vörn Fram, aS
eitthvaS vantaSi, og þaS var Ól-
afur ÞorvarSsson, sem hefur
oft veriS meira fyrir Fram, en
þeir sjálfir hafa gert sér grein
fyrir, en ólafur þolir nú ekki
aS keppa sökum heilsubrests.
StaSsetning bakvarSanna er
slæm ennþá, og færi illa, ef
SigurSar Halldórs nyti ekki viS,
þegar mest á reynir. HliSar-
framverSirnir, Sæmundur og
Högni unnu mikiS og ráSa yf-ir
mikilli leilcni og Högna tel ég
bezta manninn hjá Fram, og ef
til vill á vellinum. Jörgensen
gerSi margt vel, en vantar
kraft. Jön Magg gat litiS hreyft
sig undan yfirráSum Björgvins
Schram.
K. R.-liSiS var lítiS breytt frá
í fyrra nema hvaS sú breyting
varS, aS Slcúli kom inn í leikn-
um fyrir Óla B.
Breytingar á leik þeirra eru
ekki sjáanlegar, virkur sam-
leikur meS góSum staSsetning-
um var fátíSur. Þó var þaS
„tríóiS” fræga, sem gerSi til-
raunir til þess og er þaS þó
ekki eins gott og áS'ur. Birgir
er duglegur, en notar kraftana
alltof mikiS.
Vörn K. R. er meS sterkum
einstaklingum, en staSsetning-
Vetrkakonuir á
Húsavík móf«
mæla §engís-
lækkun og þvin$-
unarlögum
Einkask. til pjóðviljans
Húsavík í gærkvöldi.
Á’ fundi verkakvennafélagsins
„Viona á Húsavík, sem hald-
inn var 7. maí 1939, kom fram
svohljóðandi tillaga, sem sam-
þykkt var með öllum greiddum
atkvæðum:
„Fundurinn mótmælir ein-
dregið gengislækkuninni og á-
rásium þeim á sjálfsákvörðunar-
rétt verklýðsfélaganna, sem
felst í lögfestingu kaupgjalds";
Jónas Guðmundsson, frá Norð-
firði, ritstjóri Alþýðublaðsins,
bankaráðsmaður o. fl., ritar i Al-
þýðublaðið í gær þessi alvöruorð:
„Eins og nú er ástatt eiga þeir
menn, sem svo ógæfusamir eru, að
verða ofdrykkjunni að bráð, enga
hjálp vísa, hversu sem þeim ríður
á að geta bjargazt í tíma úr því
eymdarástandi”. Leggur Jónas til
að einhver skóli nærlendis verði
tekinn fyrir drykkjumannahæli
strax í sumar.
Adam Rutherford flytur erindi
í Fríkirkjunni á annan í hvíta-
sunnu ki. 8.30 að kvöldi. Er það
sama erindið og hann flutti í Iðnó,
en nú verður erindið túlkað. Síð-
ar í vikunni flytur mr. Rutherford
erindi um „pýramídann mikla”.
hennar er oft í molum, og geta
þeir kennt því um, að Fram
tókst svona laglega aS smokra
sér gegnum hana og setja
mörk. Björgvin lék nú nokk-
urskonar þriðja bakvörS, og
gerir þaS mikiS gagn. Sigurjón
er alltaf gamli góSi bakvörSur-
inn, sem fylgist vel meS leikn-
uni og grípur oft inn á réttu
augnabliki. óli Skúla og Skúli
eru eklti búnir aS átta sig á því
aS Björgvin er farinn aftur og
skildu því eftir eySur.
Dómari var GuSjón Einars-
son, og dæmdi sæmilega, en
gaman hefSi veriS aS sjá Linde-
mann þarna í öllu „handapat-
inu”, sem þar mátti finna. VeS-
ur var hiS bezta og áhorfendur
um 2000. Mr.
Reykjavfknrmðt
’S*. #
melstarallokks.
K. R. - Vikflngnr
keppa annan hvífasunnudag
(mánudag) kl. 8.30 síðdegís.
Komlð með Æsknlýðsfylklngmmi tU Þlngvalln!